Morgunblaðið - 17.11.1989, Síða 38

Morgunblaðið - 17.11.1989, Síða 38
88 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 19:89 fclk í fréttum Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Sigrún Emilsdóttir, eða Silla Delevante eins og hún kallar sig, í vaxtarrætarkeppninni í Sun Coast í St. Petersburg í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári, en hún sigraði með glæsibrag í keppninni og þykir skjótur árangur hennar einkar athyglisverður. VAXTARRÆKT Islensk kona UPPGJÖR Jannicke o g Björn skiptast á fukyrðum Jannicke skemmtir sér. Nú ijalla biöð á Norðurlöndum mikið um rifrildi þeirra fyrrum hjóna Jannicke Björling og Björns Borgs. Stendur styrinn um soninn Robin, sem búið hefur hjá föður sínum og hinni nýju konu þans ítölsku poppstjörnunni Loredana. Er Jannicke bæði sár og reið, seg- ist ekki bera ábyrgð á skilnaði þeirra og Björn hafi passað gaum- gæfilega upp á að hún fengi ekki að hitta Robin litla. „Ég veit ekki einu sinni hvar hann er niðurkom- inn, hvað þá meira,“ er haft eftir Jannicke, sem hefur leitað til dóm- stóla til þess að fá að minnsta kos- tið hálft forræðið. Hefur málið snú- ist að miklu leyti upp í persónulegt skítkast þeirra Jannicke og Björns um hvort þeirra hafi verið afleitara í sambúð og sem foreldri. Jannicke hefur dembt ýmsu á Björn í blaðaviðtölum síðustu vik- urnar, greint skiimerkilega frá meintri kókaínneyslu, framhjáhaldi og fleiru. Lengst af hefur Björn ekki viljað of hátt um málið, en þykir nú mælirinn vera fullur. Hann svarar fullum hálsi og segir ástæð- una fyrir slitum þeirra hjóna vera, að Jannicke hefði verið of villt og fíkin í næturlífið til þess að geta talist góð móðir eða eiginkona. Nótt eftir nótt, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð hafi hún ekki sést heilu næturnar heima hjá sér og guð einn vitað hvað hún væri að bardúsa allan þann tíma. Og Björn neitar ekki að kókaíns hafi hann neytt stöku sinnum. En Jannicke hefði ekki verið eftirbátur sinn í því, þvert á móti. Jannicke sé einfaidlega óhæf til að annast barnauppeldi og mætti ekki fá að hafa samskipti við son þeirra. Lo- redana hafi þegar gengið barninu í móðurstað og væri það vel metið, enda þekkti Robin vart Jannicke sem móður sína. vekur athygli Islensk kona, Sigrún Emiisdóttir úr Keflavík, hefur náð athyglis- verðum árangri í vaxtarrækt í Bandaríkjunum. Silla Delevante eins og Sigrún kallar sig vestra sigraði í fyrstu vaxtarræktarkeppn- inni sem hún tók þátt í, og í næstu keppni varð hún í öðru sæti. Silla hefur aðeins stundað vaxtarrækt í tæp þijú ár og þykir árangur henn- ar einkar athyglisverður fyrir þær sakir. Silla er nú stödd í Keflavík, þar sem hún ætlar að leiðbeina við- skiptavinum sólbaðs- og þrekmið- stöðvarinnar Perlunnar í Keflavík næsta hálfa mánuðinn, en þess á milli æfir hún af kappi fyrir næstu keppni í Bandaríkjunum. Silla hefur verið búsett í Banda- ríkjunum í 19 ár og býr nú í Or- lando ásamt spænskættuðum eigin- manni sínum. Hún sagðist hafa byijað á að fara í leikfimitíma fyrir liðlega þremur árum og síðan hefði hvað leitt af öðru hjá sér og nú væri svo komið að hún æfði í fjóra Silla og Björk Olsen leiðbeinandi í sólbaðs- og þrekmiðstöðinni Perlunni í Keflavík. tíma á dag og væri auk þess farin að leiðbeina í þrekmiðstöðinni þar sem ævintýrið hófst. Fyrsta keppni Sillu var í St. Petersburg í Flórída sem hét Sun Coast og fór fram í COSPER —Kærastan mín var fyrirsæta, en hún helúr nú slitið trúlofunnini. vestra febrúar og þar sigraði hún glæsi- lega. Næst keppti hún í Genswille og varð þar í öðru sæti, en nú undir- býr hún -sig til að veija titilinn í Sun Coast-keppninni sem fer fram í febrúar á næsta ári. BB Hópurinn sem var í rútunni þegar slysið varð. Morgunblaðið/Frímann ólfasson UMFERÐ ARSLY S Hressir skólakrakkar þrátt fyrir bílveltu Ifréttum nýverið var sagt frá umferðarslysi þar sem farþegabifreið og fiskflutningabifreið rákust saman. í farþegabifreiðinni voru skólakrakkar á heimleið til Grindavíkur og það fylgdi í frettinni að enginn skóla- krakkanna hefði slasast alvarlega og fengið að fara heim að lokinni læknisskoðun. Tíðindamanni í Grindavík lék forvitni á að vita hver eftirmáli slyssins hefði orðið og hitti krakkana þar sem þau voru að koma úr skólanum skömmu eftir slysið. Það var svo sem enginn eftirmáli sögðu þau. „Við fórum heim í annarri rútu eftir að búið var að kanna meiðsl á fólki,“ sögðu þau. Ekkert þeirra þurfti að vera eftir á sjúkrahúsinu en þegar heim kom, sagðist ein stúlkan hafa rotast en hún hefði gleymt að geta þess og önnur sagðist hafa verið svo stirð daginn eftir að hún gát varla hreyft sig. Drengur skarst á úlnlið og var gert að sárum hans á sjúkrahúsinu. Aðrir sluppu án teljandi meiðsla. -Voruð þið ekki h'rædd? „Jú, en ekki strax, ekki fyrr en við áttuðum okkur á hvað hefði gerst,“ sögðu þau. Þau tóku fram að bílstjórinn hefði brugðið fljótt við og látið alla fara út um bílstjóradyrnar þar sem bifreiðin hafði lent á þeirri hlið sem farþegadyrnar voru á. Þau viðurkenndu að þau fengju smá hnút í magann þegar þau ækju framhjá slys- staðnum. FO / ■- / T • . Björn og Loredana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.