Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D 275. tbl. 77. árg._________________________________FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Valdaránstilraun á Filippseyjum: Barist við uppreisnar- menn í höfuðborg’inni Manila. Reuter. Uppreisnarmenn innan fílippeyska hersins lögðu í gær undir sig þrjár herbúðir í höfuðborginni, Manila, og seint í gærkvöld geisuðu bardagar milli þeirra og hermanna hollra stjórninni. Corazon Aquino, forseti Filippseyja, kom fram í sjónvarpi í gærkvöld og hét að bæla niður valdaránstiiraunina en skömmu síðar var skýrt frá því, að þrjár flugvélar hefðu ráðist á forseta'.iöllina. Þijá orrustuflugvélar réðust í gærkvöld á forsetahöllina í Manila með skothríð og sprengjukasti en talsmaður Aquino sagði, að hún væri óhult og ekki stödd í höllinni. Var raunar fremur talið, að nálægar aðalstöðvar öryggissveita forsetans hefðu átt á vera skotmarkið. Fidel Ramos, varnarmálaráðherra Tékkar rífa járntjaldið Prag. Reuter. TÉKKNESK stjórnvöld liafa ákveðið að rífa niður ,járntjaldið“ eða gaddavírsgirðingarnar á landamærunum við Austurríki. Verður hafíst handa við það án tafar. Ladislav Adamec forsætis- ráðherra vinnur nú að því koma saman samsteypustjórn í Tékkó- slóvakíu. Filippseyja, sagði í gær, að barist væri um Villamor-herflugvellinn þar sem uppreisnarmenn hefðu meðal annars komið sér fyrir og einnig kom það fram hjá honum, að uppreisnar- menn úr landgönguliðinu hefðu um- kringt ríkissjónvarpsstöðina og ýms- ar aðrar sjónvarps- og útvarpsstöðv- ar án þess þó að ráðast til inngöngu. Uppreisnarmenn hafa auk þessa sest að í Fort Bonifacio-herbúðunum og Sangley Point-flotastöðinni en taiið er, að foringi þeirra sé Greg- orio Honasan, fyrrverandi foringi í hernum, sem reyndi að steypa Aqu- ino af stóli í ágúst fyrir tveimur árum. Renato de Villa, yfirmaður hers- ins, sagði í gær, að engar herdeildir utan Manila tækju þátt í valdaránstil- rauninni og Jaime Sin, kardináli í höfuðborginni, skoraði á uppreisnar- menn að leggja niður vopn og virða réttkjörin stjórnvöld. Míkhaíl Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna: Múrar tortryggni milli aust- urs og vesturs eru að hrynja Marcel Jansen, aðstoðartalsmaður tékknesku stjórnarinnar, tilkynnti í gær, að samþykkt hefði verið að fjar- lægja gaddavírsgirðingar og aðrar hindranir á landamærunum við Aust- urríki og yrði bytjað á því strax. Hann kvaðst hins vegar ekki vita hvort það sama ætti við um landa- mæri Tékkóslóvakíu og Vestur- Þýskalands. Wolfgang Meyer, talsmaður aust- ur-þýsku stjórnarinnar, sagði í gær, að innrás Varsjárbandalagsríkjanna í Tékkóslóvakíu 1968 hefði verið ófyrirgefanleg og óréttlætanleg og gengið þvert á meginreglur alþjóða- laga. Róm, Washinglon, Valletta. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti I Sovétríkjanna, sem er í opinberri heimsókn á Ítalíu, hvatti í gær til, að leiðtogar Evrópuríkjanna I kæmu saman til fúndar í Helsinki I á næsta ári til að vega og meta þær miklu breytingar, sem nú eiga sér stað í álfúnni. George I Bush Bandaríkjaforseti hélt í I gær til fundarins við Gorbatsjov undan Möltust.röndum og sagði við þíið tækifæri, að þeir leið- I togarnir myndu ekki hittast sem ganxlir fjandmenn, heldur sem boðendur „breytinga í framfara- átt“. í ræðu, sem Gorbatsjov flutti í ráðhúsi Rómaborgar, lagði harm til, að ráðstefna 35 þjóða um ör- yggi og samvinnu í Evrópu, sem halda á í Helsinki í Finnlandi 1992, verði strax á næsta ári. „Það er trúa mín, að þeir miklu atburðir, sem orðið hafa á þessu ári, réttlæti að halda ráðstefnuna strax á næsta ári. Hvert á fætur öðru hafa sósí- ölsku ríkin beitt sér fyrir róttækum umbótum, lagt inn á brautir þar sem ekki verður aftur snúið,“ sagði Gorbatsjov án þess nefna nein nöfn en átti augljóslega við lýðræðis- þróunina í Póllandi, Ungverjalandi, Austur-Þýskalandi og Tékkóslóv- akíu. Þá segir í sameiginlegri yfir- lýsingu Gorbatsjovs og Giulios Andreottis, forsætisráðherra Ítalíu, að þróunin í átt til lýðræðis valdi því, að „tortryggnismúrarnir milli austurs og vesturs eru að hrynja". Bush Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi í gær, áður en hann hélt af stað til fundarins við Gorbatsjov á morgun og á sunnu- dag, að þeim leiðtogunum hefði gefist „sögulegt tækifæri". „Með fundinum geta orðið þáttaskil. Við horfumst í augu við þróun, sem er full af fyrirheitum, sjáum fyrir okk- ur Evrópu, sem er svo sannarlega fijáls,“ sagði Bush og lagði áherslu á, að hann vildi taka höndum sam- an við Gorbatsjov og treysta sam- skiptin við Sovétríkin. Leiðtogafiindur stórveldanna: Malta vill nýta sér athyglina Valletta. Frá Öanu Bjarnadóttur, fréttaritara Morguublaðsius. KOMU leiðtoga stórveldanna er beðið með mikilli eftirvæntingu hér á Möltu. Þeir koma til eyjarinnar í dag, föstudag. Beitiskipin Belknap hið bandaríska og Slava hið sovéska, þar sem þeir ræðast við yfir helgina, hafa legið skammt fyrir utan fiskiþorpið Marsazlokk í nokkra daga. Þorpið er 11 km frá höfúðborginni Valletta. Ibúar landsins, ferða- og fréttamenn gera sér nú ferð þangað til að sjá skipin en sölumaður við höfnina var þó óánægður. Hann sagði að lögreglan hefði tilkynnt sér að hann mætti ekki hafa opið um helgina. George Bush, Bandaríkjaforseti, kemur fyrir hádegi. Míkhaíl Gorb- atsjov, forseti Sovétríkjanna, hittir Jóhannes Pál II páfa að máii í Vatíkaninu i dag áður en hann heldur til Möltu. Þegar hefur verið flogið með bifreiðir fyrir leiðtogana til landsins. Eddie Fenech Adami, forsætis- ráðherra Möltu, á fund með báðum leiðtogunum. Hann sagðist vera hreykinn af að þeir hefðu kosið að hittast á Möltu, það væri viður- kenning á utanríkisstefnu ríkis- MALTA BUSH -GORBACHEV 2-3. XII. 1989 Möltustjórn lætur einskis ófreistað við að gera fúndinn sem eftir- minnilegastan og er frímerkjaútgáfa ekki undanskilin. stjórnar sinnar. „Ég mun nota tækifærið til að ræða um tvíhliða samskipti þjóðanna við þá og stöð- una í alþjóðamálum," sagði hann á blaðamannafundi í gær. Ráðamenn þjóðarinnar segja að leiðtogafundurinn sé einstakt tæki- færi til að kynna Möltu. íbúar hennar eru 350.000. Michael Ref- alo, ferðamálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að liann hefði óskað eftir að upplýsinga yrði leitað hjá þeim er sáu um skipulag leiðtogafundarins á ís- landi. „Jón Hákon Magnússon kom hingað, sá og heyrði hvað við æt- luðum að gera og sagði að við sæjum þegar fyrir öllu og meiru til.“ Ráðherrann verður á ferðaráð- stefnu í London yfir helgina. „Við höfðum þegar ákveðið að leggja áherslu á Möltu sem ráðstefnuland þar,“ sagði hann. „Fundur Bush og Gorbatsjovs sýnir að landið er ákjósanlegur fundarstaður. Hann beinir athygli ósjálfrátt að okkur en við verðum að nýta hana sem besl og byggja á henni." Fánar stóiveldanna og Möltu blakta víða á eyjunni og úti- skemmtanir með lúðraþyt og söng eru í Valletta alla þessa viku. Ráð- stefnusetri iandsins hefur verið breytt í fréttamiðstöð með nærri 200 fjarskiptatækjum og hjálp- sömu starfsfólki. Skátar fara í sendiferðir og viðskiptafulltrúar kynna landið. Mölturiddarar reistu bygginguna 1574 og ráku sjúkra- hús í henni þangað til þeir gáfust upp fyrir her Napoleons 1798 og yfirgáfu eyjuna. Byggingin var gerð upp og breytt í ráðstefnusetur fyrir 10 árum. Fréttamenn úr Hvíta húsinu hafa starfsaðstöðu þar en sovéskir fréttamenn halda til á skemmtiferðaskipi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.