Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUIýBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989
Hinrik Erlings-
son - Minning
ekki betri og ódýrari lausn.
Vonduð islensk framleiðsla
- með góða reynslu
FURU
HÚSIÐ
Grensásvegi 16
108 Reykjavlk
Slmi 687080
Fæddur 23. september 1962
Dáinn 23. nóvember 1989
Snemma á unglingsárum mínum
kynntist ég þrem bræðrum sem
flust höfðu vestan úr Reykhólasveit
ásamt fjölskyldu sinni og sest að í
heimahverfi mínu í Reykjavík.
Skapferli þeirra og útlit fór vel
saman, þeir voru bjarteygðir og
ljósir yfirlitum. Meðal jafnaldra
urðu þeir brátt vinsælir sökum glað-
værðar og drenglyndis.
Seinna fluttu þeir í annað hverfi
þar sem næstu árin var oft þétt
setinn bekkurinn í herbergi þeirra
bræðra og margt rætt og skrafað.
Hinrik Erlingsson var yngstur
þeirra. Eg minnist margra sam-
ræðna okkar. Þrátt fyrir glaðbeitt
fas leitaði hugur hans svara við
krefjandi spurningum sem leita á
unga hugsandi menn.
I seinni tíð eftir að unglingsárum
sleppti og kunningjarnir höfðu
stofnað fjölskyldur sem margar riðl-
uðust fljótt eins og títt er, hittumst
við sjaldnar. En við þau tækifæri
tókum við upp þráðinn og ræddum
áhugamál okkar eða önnur mál er
stóðu okkur nærri. Honum var
tíðrætt um uppeldi sonar síns og
þær óskir sem hann átti honum til
handa. Ekki minnist ég þess að
Hinrik hafi nokkru sinni amast yfir
stöðu sinni sem einstæður faðir
enda verðmætamat hans ólíkt því
almenna.
Með þessum fátæku línum kveð
ég Hinrik og þakka þær stundir sem
við áttum saman. Ég bið foreldrum
hans og systkinum huggunar í
harmi og Erlingi litla stuðnings þar
sem hann heldur nú af stað þung-
stígur en nestaður fagurri minningu
góðs drengs.
Asgeir Reynisson
Hverfulleiki lífsins birtist mér
napur á fimmtudaginn í síðustu
viku, þegar 27 ára gamall bróður-
sonur minn, Hinrik Erlingsson, varð
fyrir hörmulegu slysi og var'liðið
lík stundu síðar. Eftir stendur hyl-
djúpt sár í hjörtum okkar, sem unn-
um honum. En eins og svo oft áð-
ur, þégar svona þungt er höggvið,
hrannast minningarnar upp, ljúfar
minningar sem við geymum í huga
okkar og græða hjartasárin.
Hinrik var sonur hjónanna Erl-
ings Bjarna Magnússonar og Ás-
dísar Helgu Höskuldsdóttur, sá
fjórði í röðinni af sjö börnum þeirra.
Þótt börnin væru mörg, var alltaf
pláss fyrir fleiri, því hjá þeim voru
oft langdvölum bæði skyld og
óskyld börn og únglingar. Kærleiks-
faðmur foreldranna var stór og allt-
af allir velkomnir. í þessari sam-
heldnu fjölskyldu við ástríkf for-
eldra var Hinrik uppalinn. Þau
stofnuðu nýbýlið Melbæ í Reyk-
hólasveit og bjuggu þar til ársins
1975, að ijölskyldan fluttist til
Reykjavíkur, og nú síðustu árin
hefur hún búið í Breiðási 10 í
Garðabæ.
Hinrik var heitbundinn Sigríði
Sigmundsdóttur, og eignuðust þau
einn son, Erling Bjarna, sem nú er
8 ára gamall. Þegar Erlingur var
u.þ.b. eins árs gamall slitu þau sam-
vistum og fylgdi hann þá móður
sinni næsta árið. En að ósk Hinriks
fékk hann síðan litla drenginn til
sín, þegar hann var 2ja ára gam-
all, .og með góðri aðstoð foreldra
sinna og systkina gat hann haft
hann hjá sér. Hinrik festi kaup á
íbúð í Hraunbæjarhverfi og bjó þar
um tíma með soninn, ásamt Hös-
kuldi bróður sínum, en þeir voru
mjög samrýndir. Vegna drengsins
litla þótti samt ekki henta vel að
jólaskraui
adveniuskreYling^r
búa áfram í Hraunbænum. Hann
var búinn að kynnast því að vera
í skóla í Garðabæ og vildi helst
vera þar; enda þá stutt til ömmu
og afa. Ibúðin í Hraunbæ var því
seld og önnur keypt á Sléttahrauni
29 í Hafnarfirði. Var aðeins vika
liðin síðan þeir þremenningarnir
höfðu búið sér þar nýtt heimili, er
reiðarslagið dundi yfir,
Þótt sorgin sé sár hjá foreldrum
og systkinum, verður hún þung-
bærust fyrir elsku litla drenginn,
sem svo ungur verður að sjá á bak
föður sínum, sem unni honum svo
heitt og allt hans líf snérist um.
Alltaf hélst gott samband við móður
Erlings litla, sem búsett er úti á
landi og hefur hann oft fengið að
dvelja hjá henni um tíma, eftir ósk-
um og aðstæðum.
Eftir að skólagöngu lauk vann
Hinrik ýmis störf, en nú síðast hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur þar
sem hið hörmulega slys átti sér
stað. Eftir stöndum við agndofa og
vanmáttug. Við þökkum hlýja
brostið hans og alla vináttu. Ég
minnist þess, þegar hann var lítið
barn, hve fast hann tók um hálsinn
á frænku, ef hann vildi fá mig til
að gera eitthvað, svo sem að kaupa
gott í poka, fara í bíltúr eða því
um líkt. Blíðlyndið og glaðværðina,
sem einkenndi hann sem barn, varð-
veitti hann allt til hinsta dags.
«■ Við föðursystkin Hinriks og fjöl-
skyldur okkar biðjum algóðan Guð
að gefa foreldrum hans og systkin-
um styrk til að bera þessa þungu
sorg og síðast en ekki síst að halda
sinni almáttugu verndarhendi yfir
Erlingi litla og leiða hann um ókom-
in ár.
Guð blessi minningu Hinriks
frænda míns. Hann verður lagður
til hinstu hvíldar í Fossvogskirkju-
garði í dag. Megi hann hvíla í friði.
Dísa frænka
MIISTAHG
UlUMHUMt
FATAUMAN
SÉHVERSLUN UEÐ VONDUO HaFOARFOT
MAX-húsinu
Skeifunnl 15, S: 685 222
Hinn 23. nóvember iést vinur
minn, af slysförum, Hinrik Erlings-
son, aðeins 27 ára gamall, sem ég
var búinn að eiga vinskap við all
lengi. Ég get ekki lýst tilfinningum
mínum um þennan hörmulega at-
burð.
Hann ól upp son sinn Erling af
miklum dugnaði. Þeir feðgar voru
mjög samdrýndir í einu sem öllu. í
fyrstu bjó Hinrik í foreldrahúsum
ásamt syni sínum en síðast festi
hann kaup á íbúð í Hraunbæ. Hann
var dugandi maður í vinnu serh og
á öðrum sviðum. Hinrik var mikill
íjölskyldumaður.
I blóma lífsins kveður þessi ljúfi
maður okkur. Blessuð sé minning
hans. Ég votta fjölskyldu hans og
syni, Erlingi, mína dýpstu samúð.
Eðvarð Benediktsson
Í dag verður til moldar borinn
Hinrik Erlingsson sonur Helgu Hös-
kuldsdóttur og Erlings Magnússon-
ar að Breiðási 10, Garðabæ.
Þann 23. nóvember fékk ég þær
fréttir að Hinni einsog hann var
ávallt kallaður væri látinn og hefði
látist í hörmulegu slysi.
Þessi frétt kom yfir mig sem
reiðarslag ásamt öllum sem þekktu
hann. Þeir deyja ungir sem guðirn-
ir elska. Hann Hinni var ávallt
reiðubúinn að rétta mér og öðrum
hjálparhönd sama hvernig ástatt
var, hann snéri sér strax að verki
og var ekki ánægður fyrr en því
verki var lokið. Hinni var alveg
sérstakur persónuleiki og má sjá
það á syni hans, Erlingi Bjarna, sem
hann ól upp og fór það vel úr
hendi. Hinni var alltaf hress, kom
manni alltaf á óvart með uppátækj-
um sínum t.d. þegar hann kom á
vinnustað minn og Ellenar systur
sinnar og fór ekki út nema við
værum með bros á vör.
Nú kveð ég góðan vin. Elsku
Erlingur Bjarni, Guð varðveiti þig
í þessari miklu sorg. Elsku Helga,
Erlingur og systkini, ég þakka ykk-
ur fyrir hlýlegar móttökur og votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Þótt vinir fækki veröld í
og við mér baki snúi,
ég vinalaus ei verð af því,
ég veit á hvern ég trúi.
(Sálmur SB).
Guðmunda J. Sigurðardóttir
Á fæðingarheimili Reykjavíkur
að kvöldlagi fimpitudaginn 23. nóv-
ember 1989. Ég var nýbúin að
leggja fjögurra daga gamla dóttur
mína til svefns eftir að hafa sinnt
þörfum hennar.
Lífið virtist dásamlegt og móður-
tilfinningin heltók hug minn og
hjarta. Grámi hversdagsins og
skammdegiskuldinn var fjarri,
beinlínis ekki til, aðeins sólskin,
hamingja og ótal bjartar framtíðar-
vonir til handa ijölskyldu minni og
nýfæddri dóttur.
Skyndilega var eins og grimmar
krumlur örlaganna sópuðu burt öllu
því dásamlega sem lífið gat gefið,
er mér barst fregnin af láti Hinriks
bróður míns í hræðilegu vinnuslysi
fyrr um daginn.
Fyrst brotnaði ég niður og flóð-
gáttir tára opnuðust, mér varð
hugsað til móður og föður og systk-
ina minna, sérstaklega móður
minnar, en milli hennar og Hinna
bróður var ekki eingöngu samband
móður og sonar heldur voru þau
einnig miklir félagar.
Ég hugsaði um það eitt að kom-
ast í faðm fjölskyldunnar og deila
með þeim sorginni sem þrúgaði til-
veruna og hveija hugsun. Er ég var
komin þangað sem ég vildi vera,
hafði hitt pabba og mömmu og
systkini mín, íundið þétt faðmlag
þeirra og innileika væntumþykjunn-
ar komst ég loks í ró.
Sóttu þá á ótal hugsanir um
Hinna bróður og hver samverustund
með honum, hver annarri skemmti-
legri, varð ljóslifandi fyrir sjónum
mmer. Hann var mjög skemmtileg-
ur félagi. Ef eitthvert hitamál úr
hinu daglega lífi bar á góma, og
mönnum orðið heitt í hamsi, gat
hann komið með einhveija svo
skondna athugasemd, að hitinn í
umræðunum rauk út í veður og
vind, og menn hlógu dátt að.