Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989 Menntun borgar sig Ávarp hátíðarnefindar 1. desember í annálum segir að þann 1. des- ember 1918 hafi verið svo fagurt veður sem fremst mátti miðað við árstíma. Frostlaust var, himinn ský- laus og vbður svo stillt „að það merktist aðeins á reyknum upp frá húsunum að sunnanblær var í lofti“. Hátíðahöldin 1918 fóru fram við stjórnarráðið og hélt Sigurður Egg- erz, fjármálaráðherra, hátíðarræðu. Þar sagði hann rneðal annars: „í dag eru tímamót. í dag byijar ný saga hins viðurkennda íslenska ríkis.“ Eftir lýðveldistökuna má segja að 1. desember hafi horfið nokkuð í skuggann af þjóðhátíðar- deginum og fyrnst hafi yfir þann mikla áfanga í sjálfstæðisbarátt- unni sem þá var náð. Sambandslög- in sem þá tóku gildi gerbreyttu stöðu íslands gagnvart umheimin- um og lögðu grunninn að'lýðveldis- stofnun röskum 25 árum seinna. í þeim var ísland lýst fijálst og full- valda ríki í konungssambandi við Danmörku. Það sem meira var, konungssambandið var uppsegjan- legt eftir aldarfjórðung. Nú á dög- um eru fáir aðrar en stúdentar sem koma saman og minnast þessa merka áfanga. I seinni tíð hefur dagurinn fengið á sig blæ sem árs- hátíð stúdenta og er það vel. Er menntun of dýr? sífellt að leita að nýrri þekkingu. Efast sífellt og spyija gagnrýnna spurninga og draga þar ekkert und- an. Með þetta að leiðarljósi var þema dagsins valið. Það er mennta- mönnum hollt að skoða sjálfa sig og velta því fyrir sér hvort menntun sé of dýr. Spurningin er vissulega viðamikil og á jafnt við, hvort sem litið er á hana frá sjónarhóli menntamannsins, menntakerfisins, atvinnulífsins, fjárveitingavaldsins og þjóðfélagsins. Samkvæmt tölulegum upplýsing- um kostar að meðaltali 243.000 krónur að mennta einn nemanda í eitt ár við Háskóla íslands. Lána-' sjóður íslenskra námsmanna þarf um 4,5 milljarða á flárlögum til þess að geta staðið við skuldbind- ingar sínar gagnvart tæplega 6.800 námsmönnum og fjölskyldum þeirra. Aukinn þrýstingur hefur verið á launahækkun til langskóla- menntaðs fólks og er skemmst að minnast langvinns verkfalls Banda- lags háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna. Einstaklingurinn kemur úr langskólanámi oft með töluverðan skuldahala á eftir sér. Ofan á allt þetta bætast raddir sem segja að menntafólki sé ekki beint í þann farveg sem æskilegastur væri fyrir atvinnulífið. Sjálfsaflafé og frelsi Það er í eðli háskóla að vera í þeirra umræðu sem nú fer fram um íjárveitingar til Háskóla Is- lands, íjárveitingar til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og ásælni ríkisvaldsins í sjálfsaflafé skólans, hljóta háskólamenn og aðrir að spyija um kostnað og ávinning menntunar. Hagrannsóknir benda til, að helming til tvo þriðju hluta fram- leiðniaukningar á Vesturlöndum undanfarna áratugi megi rekja til tækniframfara. Tækniframfarir falla ekki af himnum ofan. „Til að finna og hagnýta nýja tækni þarf velmenntað fólk,“ skrifaði Ragnar Arnason, hagfræðingur, fyrir nokkrum árum. Undir þessi orð ættu flestir að geta tekið. En það er ekki einungis fjárhagslegur ávinningur sem þjóð- félagið hefur af auknu menntunar- stigi þegnanna. Maðurinn er félags- vera og vill njóta skáldsagna, tón- listar, leiklistar, íþrótta, svo eitt- hvað sé nefnt. Hann vill fræðast um umhverfi sitt og hafa lög og reglu í þjóðfélaginu. Allt þetta gerir það að verkum að sérsjónarmið atvinnulífs eða stjómmálamanna mega ekki ráða því í hvaða farveg menntun leitar. Það sem er hagkvæmt í dag getur orðið úrelt á morgun. Án nýjunga og brautryðjenda verða engar fram- farir. Þegar öllu er á botninn hvolft er jafnrétti og frelsi til náms ein af meginstoðum hins upplýsta sam- félags. Nýtt Þjóðminjasafti „Er menntun of dýr?“ Hátíðahöldin 1. desember 30.11. klukkan 22.00 skemmtir Megas í stúdentakjallaranum og hitar upp fyrir daginn. 10.00 Krans lagður á leiði Jóns Sigurðs- sonar í kirkjugarðinum við Suður- götu. Arnór Hannibalsson, prófessor, flytur ávarp um Jón Sigurðsson og hugsjónir hans. 11.00 Messa í Háskólakapellunni. — Sr. Sigurður Sigurðarson þjón- ar fyrir altari. — Próf. Þórir Kr. Þórðarson préd- ikar. — Stud. theol Sigurður Kr. Sig- urðsson syngur einsöng við undir- leik Kjartans Siguijónssonar stud theol. 12-14 Opið hús á Hjónagörðum — Suð- urgötu 75. Síðasti byggingaráfangi hjóna- garða opinn til sýnis. 13.30 Kaffi og kökur í Háskólabíói í boði Félagsstofnunar stúdenta. 14.00 Hátíðarsamkoma í Háskólabíói. — Jónas Fr. Jónsson, formaður SHI, setur hátíðina. — Sigmundur Guðbjarnason, rekt- or, flytur ávarp. — Háskólakórinn syngur nokkur lög. — Benedikt Stefánsson, hagfræði- nemi, flytur ávaip stúdents. — Thor Vilhjálmsson flytur annál 1. desember: Menntamenn þá og — Bubbi Morthens flytur nokkra slagara. f — Kynnir er Valgeir Guðjónsson. 16.00 Málþing í Odda: Er menntun of dýr? — Sigmundur Guðbjarnason ,há- skólarektor. — Svavar Gestsson menntamála- ráðherra. — Sigurður Snævarr hagfræðing- ur hjá Þjóðhagsstofnun. — Árdís Þórðardóttir, rekstrar- hagfr. pg fyrrverandi stjórnar- form. LÍN. — Þórður Sverrisson fram- kvæmdastjóri flutningasvið Eim- skips. — Bjarni Ármannsson, tölvunar- fræðinemi, stíómar umi’æðum. 16.00 Menningarvaka í Norræna hús- inu. — Nemendur Tónlistarskóla Reykjavíkur flytja klassíska tón- list. — Nokkur ljóðskáld úr Háskólan- um flytja frumsamin ljóð. — Lesið úr nýjum bókum. 17.00 Kvikmyndasýning í Háskólabíói. — Sænski þrillerinn „Experiment in murder“. 22-3 Dansleikur í Glymi. — Á miðnætti munu íslandsmeist- ararnir í samkvæmisdönsum sýna dans. á 50 ára aftnæli lýðveldisins Frá stjórn félagsins Minjar og saga Daginn fyrir lýðveldisstofnun á íslandi árið 1944 báru formenn allra þingflokka fram þingsálykt- unartillögu um byggingu þjóð- minjasafns og var þess getið í umræðunum að bygging húss handa safninu væri hæfileg morg- ungjöf af hálfu Alþingis til lýðveld- isins. Átta árum síðar var hið glæsilega hús arkitektanna Sig- urðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar fullbúið við Suður- götu. Þó að ekki sé lengra um lið- ið er hús þetta nú komið að fótum fram vegna skemmda, svo að hundruð milljóna, sumir segja allt að milljarði króna, kostar að gera það upp, og þar að auki hefur ekki verið sniðið að nútímasafns þörfum. Þá vakna upp spumingar um hvort ekki getur talist eðlilegt að Alþingi verði nú rausnarlegt öðru sinni, er gullbrúðkaupið nálg- ast árið 1994, og gefi lýðveldinu Þorsteinn Gylfason: Hver er hver? Guðni Björgólfsson, kennari við Grundaskóla á Akranesi, skrifar grein í Morgunblaðið laugardag- inn 25ta nóvember 1989 og veit- ist þar harkalega að mér fyrir þá tímamótauppgötvun mína í íslenzkri bókmenntasögu, sem ég birti hér í blaðinu 7da nóvember, að Halldór Laxness hafi aldrei verið til. Hann segir greinilegt að ég flæki mig ekki í vitinu þegar skáldskapur er annars vegar. „Það er raunar með ólíkindum," heldur hann áfram, „að maður sem kennir sig við akademíska hugsun skuli láta slíka dæmalausa ritsmíð frá sér fara og sér í lagi fyrir þá sök að nær ósjálfrátt tengist nafn höfundar höfuðsetri lærdómslistanna sjö, Háskóla Is- lands.“ Síðar í greininni segir Guðni: „í upphafi greinar sinnar bendir Þorsteinn réttilega á hversu ólíkar þær bækur eru sem liggja eftir Halldór en niðurstöður hans af því eru alrangar og skrif- aðar á þann veg að hvorki sæmir né tilheyrir en ber aftur á móti allan keim hins ofdekraða vind- belgs sem hreykir sér hátt á hin- um akademíska fjóshaug og útat- ar sjálfan sig sem aðra í geð- vonskulegum vængjaslætti.“ Þetta er mikil mælska. Fyrst hvarflaði auðvitað að mér að hér væri að verki einn af þeim óþekktu höfundum sem skrifa undir nafni Halldórs Laxness. En þá minntist ég þess að ég hef sjálfur orðið uppvís að því að skrifa greinar í Morgunblaðið undir nöfnum ókunnugs fólks, meðal annars í því skyni að ráðast í sjálfan mig af mikilli heift, og hefur Helgi Hálfdanarson einu sinni flett rækilega ofan af þess háttar til- tæki mínu hér í blaðinu. I ljósi þessa þykir mér trúlegt að Guðni Björgólfsson sé enginn annar en ég sjálfur. Stílfræðilegar athug- anir sem nú standa yfir í Háskóla íslands hygg ég að muni stað- festa þessa tilgátu mína óumdeil- anlega. Það er með ólíkindum að rit- stjórar Morgunblaðsins skuli láta mig komast upp með annað eins og þetta hvað eftir annað. Getur verið að þeir haldi að ég sé ekki til og þess vegna verði engu tauti við mig komið? nýtískulegt Þjóðminjasafn sem reist verði á stað þar sem betur verði hugað að nútímaþörfum þess og framtíð. Gamla húsið getur vel sómt sér á Háskólalóðinni áfram og nýst Háskólanum. Þegar núverandi Þjóðminjasafn var teiknað voru allt aðrar hug- myndir um starfsemi safna en nú eru uppi. Húsið var því fyrst og fremst reist sem umgerð utan um sýningu og geymslu safngripa en ekki lifandi menningarmiðstöð eins og nú er leitast við að gera söfn að um víða veröld. Gamla húsið býður ekki upp á að fólk sé leitt um íslandssöguna í tímaröð eða samhengi, þar eru ekki kvik- mynda- eða kennslusalir og ekki kaffistofur. Litlir eða engir mögu- leikar eru á að sýna stærri gripi í húsinu, svo sem margs konar vélar og farartæki, og lóðin ér svo lítil að nánast ekkert svigrúm er fyrir nýjar byggingar, skála eða útisýn- „Þing-menn ættu því að hugsa stórt, er 50 ára aftnæli lýðveldisins nálgast, og gefa því nýtt Þjóðminjasafti í gullbrúðkaupsgjöf fremur en að lappa upp á úrelta byggingu með ærnum tilkostnaði." ingar. Það sem er þó e.t.v. alvar- legast er að engin bílastæði fylgja Þjóðminjasafninu og aðkoman að því er ákaflega erfið af einhverri mestu umferðargötu Reykjavíkur. Fatlað fólk og lasburða á ekki greiðan aðgang að húsinu eins og nú til dags þykir sjálfsagt. Þetta eru staðreyndir sem íslendingar verða að horfast í augu við. Þjóðminjasafnsbyggingin er inni í Háskólalóðinni og ekkert eðli- legra en að Háskólinn fái hana til afnota. Ekki er ólíklegt að viðgerð hússins verði mun ódýrari til þarfa Háskólans en Þjóðminjasafnsins. Vel mætti hugsa sér að kennsla og rannsóknir í greinum, sem tengjast þjóðararfinum, svo sem fornleifafræði, þjóðháttafræði, þjóðfræði, sagnfræði og íslensku, yrði þar til húsa. Islenska þjóðin mun þurfa meira á Þjóðminjasafni að halda í fram- tíðinni en hingað til ef hún ætlar ekki að týna sér í ölduróti nútím- ans. Það verður því að huga vel að framtíð þess, þó að morgungjöf- in til lýðveldisins hafi verið glæst á sínum tíma hentar hún ekki leng- ur. Þingmenn ættu því að hugsa stórt, er 50 ára afmæli lýðveldisins nálgast, og gefa því nýtt Þjóð- minjasafn í gullbrúðkaupsgjöf fremur en að lappa upp á úrelta byggingu með ærnum tilkostnaði. í stjórn félagsins Minjar og saga nú: Katrín Fjeldsted, Ólafur Ragn- arsson, Sigriður Th. Erlendsdóttir, Sverrir Kristinsson, Friðjón Guð- röðarson, Sverrir Sch. Thorsteins- son og Guðjón Friðriksson. Sj ómannafélag Reykj avíkur: Starfsemi gæzlunnar og Hafrann- sóknastofnunarinnar verði efld SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur skorar á stjórnvöld að veita au- knu fjármagmi til Hafrannsókna, Landhelgisgæzlan verði efld með auknum skipakosti og Siglingamálastoftiun verði efld. Sjómannafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn fyrir skömmu og voru framangreindar áskoranir samþykktar þar. Fundurinn benti á að úthald rannsóknaskipa Haf- rannsóknastofnunar hefði tak- markazt við 110 tiL 120 daga á ári vegna fjárskorts. í ljósi aflatak- markana og friðunar fiskistofna væri enn nauðsynlegra en ella að afla meiri upplýsinga um ástand fiskistofnanna við landið. Jafn- framt væri nauðsynlegt að endur- skoða starfsemi stofnunarinnar. Fundurjnn telur ennfremur eðli- legt að hvers konar eftirlit með íslenzkum skipum innan lögsögu okkar verði unnið af Landhelgis- gæzlunni, hvort sem um sé að ræða eftirlit með öryggisbúnaði, veiðarfærum eða veiðum. Fundur- inn harmaði sjóslys, sem orðið hafa að undanförnu og minnir á þá alvarlegu dauða- og slysatíðni, sem fylgir störfum sjómannsins. Því telur fundurinn nauðsynlegt að efla Siglingamálastofnun til betra eftirlits og framkvæmda til fyrirbyggjandi aðgerða um borð í skipum. Fundurinn bendir á að frá upp- hafi kvótakerfis í ársbyijun 1984, hafi fjölmörg fiskiskip verið seld frá Reykjavík og með þeim hafi farið um 100.000 tonna aflakvóti. Því sé nauðsynlegt að takmarka flutning og sölu aflakvóta úr ein- stökum byggðarlögum, sem dæmi séu um og alvarlegar afleiðingar geti haft í för með sér. Itrekaðar voru fyrirspurnir til ríkistjórnar- innar varðandi stefnu í atvinnu- málum vegna umræðunnar um Evrópubandalagið og þær breyt- ingar, sem hugsanlega verða á vinnumarkaði landanna árið 1992. Loks skoraði fundurinn á laun- þegasamtök að standa saman gegn hvers konar hugmyndum um lengingu aldursmarka til töku elli- lífeyris.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.