Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintdkið. Alræði hverfiir í Tékkóslóvakíu Gjaldþrot blasir við Hagfeldi sf.: Allir félagsmenn SIL ábyrgir fyrir skuldum GJALDÞROT blasir við Hagfeldi sf., sölusamtökum Sambands íslenskra Ioðdýraræktenda. Félagsmenn í SÍL eru ábyrgir fyrir öll- um skuldum sölusamtakanna, og komi til gjaldþrotaskipta Hagfeld- ar sf. leiðir það til skipta á búum allra félagsmanna SÍL. Á aðal- fúndi SIL var samþykkt að rúmlega sjö milljónum króna sem ógreiddar eru af uppsöfnuðum söluskatti verði varið til að greiða niður skuldir Hagfeldar sf. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir vestrænum stjórnar'erindreka í Prag um þró- un mála í Austur-Evrópu: „í Póllandi tók þetta mörg ár, í Ungvetjalandi mánuði, í Austur- Þýskalandi vikur en hér í Tékkó- slóvakíu aðeins nokkra daga.“ Hér er vísað til þess, hve langan tíma það hefur tekið þessar þjóð- ir að losna undan alræðisvaldi kommúnismans. Verður því iills ekki á móti mælt, að í Tékkósló- vakíu hefur atburðarásin verið ótrúlega hröð. Fyrir réttum tveimur vikum, föstudaginn 17. nóvember, kom 50.000 manns saman á Wences- las-torgi í Prag. Voru það íjöl- mennustu mótmæli í landinu síðan 1969. Lögregla er send gegn fólkinu og sá orðrómur kemst á kreik, að stúdent hafi látist í barsmíðum hennar. Næsta dag efna 2.000 manns enn til mótmæla á torginu og stofna samtökin Borgaralegan vettvang. Sunnudaginn 19. nóv- ember á þriðja degi mótmælanna ganga 20.000 manns um götur Prag og krefjast afsagnar Milos Jakes, flokksleiðtoga. Á mánu- deginum eru 200.000 manns á torginu og hylltu Frantisek Tomasek kardínála, sem segir: „Við getum ekki beðið lengur.“ Ladislav Adamec forsætisráð- herra hittir þá andmælendur og telur, að semja megi um hlutverk kommúnistaflokksins. Næsta dag hlýða 250.000 mótmælendur á torginu á orðsendingu frá Alex- ander Dubceck, forystumannin- um á fijálsræðistímabilinu 1968, sem hvetur til þess að leiðtogar landsins segi af sér. Föstudaginn 24. nóvember ávarpar Dubceck síðan fólkið á Wenceslas-torgi og þann sama dag segja Jakes og' 24 kommúnistaleiðtogar af sér og er Karel Urbanek kjörinn flokksleiðtogi. Á laugardeginum kemur meira en hálf milljón manna saman í garði í Prag og hlustar á Vaclav Havel leikrita- skáld, sem setið hefur í fangelsi fyrir andstöðu við stjórnvöld, krefjast þess að kommúnista- flokkurinn komi til móts við vilja fólksins. Næsta dag hitta for- ystumenn andmælenda Adamec forsætisráðherra sem segist munu kynna flokksforystunni sjónarmið þeirra. Á mánudaginn er síðan efnt til tveggja stunda allsheijarverkfalls og á miðviku- dag samþykkir 350 manna þing landsins einum rómi að fella úr gildi 4. grein stjórnarskrárinnar um „forystuhlutverk kommún- istaflokksins“ og fijálsár kosn- ingar komast á dagskrá. Þá gefa ráðamenn einnig til kynna, að það þurfi að endurskoða hina opinberu afstöðu til innrásar Sovétmanna og Varsjárbanda- lagsþjóða í landið 1968. Og koma þar með til móts við eina helstu kröfu Borgaralegs vettvangs um að innrásin verði fordæmd. Þessi atburðarás segir í raun allt sem segja þarf um það hvern- ig fólkið í Tékkóslóvakíu hefur með friðsamlegum hætti knúið fylgislausa flokksbrodda komm- únista til að afsala sér völdum. í ljós hefur komið þar eins og annars staðar fyrir austan tjald, að þeir hafa sótt völdin. til sov- éska hersins. Eftir að Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseti sagði að honum yrði ekki beitt gegn fólk- inu hrundi hið kommúníska valdakerfi og alræði eins og spikborg. Á 1. desember þegar við ís- lendingar minnumst fullveldis okkar er ekkert betur við hæfi nú en hugsa til þeirra þjóða í Austur-Evrópu sem eru að bijót- ast undan erlendu oki og einræð- isvaldi. Við óskum fólkinu í Tékkóslóvakíu til hamingju með glæsilegan árangur á ótrúlega skömmum tíma. Odæðis- verk Umbrotin -í Austur-Evrópu hafa sem betur fer verið friðsamleg til þessa. í ljósi þess er enn hörmulegra en ella að fá fréttir um að Alfred Herrhausen einn fremsti fjármálamaður Vestur-Þýskalands skuli hafa verið myrtur úr launsátri á leið til vinnu sinnar. Þeir sem slík verk vinna eru helstu óvinir frið- ar, frelsis og lýðræðis. Þeim hefði aldrei tekist að losa um alræði- svöldin fyrir austan tjald. Þeir hefðu þvert á móti kallað á blóð- bað. Með Herrhausen er genginn sá maður í fjármálaheiminum sem hefur sett fram hvað djarf- astar tillögur um það, hvernig vestrænir bankar eigi að bregð- ast við þróuninni í Austur-Evr- ópu. Er enginn vafi á að sökum hæfileika sinna og áhrifa hefði hann verið valinn til forystu í hinu mikia uppbyggingarstarfi sem hefst við réttar efnahagsað- stæður í hinum nýfijálsu löndum. Það er því mikið skarð fyrir skildi, ekki aðeins í Þyskalandi heldur Evrópu allri. Samband íslenskra loðdýra- ræktenda gekkst fyrir stofnun sö- lusamtakann Hagfeldar sf árið 1983 í þeim tilgangi að útvega loðdýrabændum rekstrar- og fjár- festingarvörur, og annast milli- göngu um skinnasölu á uppboði danska loðdýrasambandsins. Þeg- ar halla tók undan fæti í búgrein- inni lentu ýmsir bændur í erfiðleik- um með að standa skil á viðskipta- skuldum sínum við sölusamtökin, og á aðalfundi SÍL á síðastliðnu ári var ákveðið að breyta rekstri þeirra í hlutafélag. Það hóf starf- semi um síðustu áramót og yfirtók rekstur Hagfeldar sf. Við mat á eignum Hagfeldar sf. kom í ljós að skuldir sölúsamta- kanna umfram eignir voru nálægt átta milljónum króna, og því taldi stjórn hins nýstofnaða hlutafélags sig ekki geta yfirtekið eignir þeirra. Lögfræðilegt mat leiddi síðan í ljós að allir félagsmenn SÍL eru ábyrgir fyrir skuldum Hagfeld- ar sf., og kröfuhafar geti því geng- ið að hvaða félagsmanni sem er við innheimtu krafna. Því sé ekki hægt að krefjast gjaldþrotaskipta yfir samtökunum eingöngu, heldur þyrfti að draga inn í þau skipti bú allra félagsmanna í samtökunum. Einar E. Gíslason, formaður SIL, sagði k aðalfundi samtakanna að stjórn SÍL hefði leitað leiða til að að aflá fjár til að standa skil á skuldum Hagfeldar sf., sem hann sagðist telja líklegt að væru raun- verulega um 13 milljónir króna. Hefði meðal annars verið leitað til landbúnaðarráðuneytisins og þess óskað að ógreiddar eftirstöðvar af uppsöfnuðum söluskatti frá árinu 1988 yrðu notaðar í því skyni, en þar er um að ræða rúmlega sjö milljónir. Ráðuneytið hefði síðan fyrir skömmu lýst því yfir að fyrir- huguð greiðsla til loðdýrabænda gæti runnið óskipt til Hagfeldar sf. til að koma í veg fyrir gjald- þrot einstakra loðdýrabænda Willy de Clercq þingmaður EB stjórnaði fundi þingmannanna. Hann sagði að brýnasta verkefnið í samskiptum EFTA og EB væri að finna farveg fyrir stjórn og fram- kvæmd væntalegs samstarfs. Frans Andriessen, sem á sæti í fram- kvæmdastjórn EB,_gerði grein fyrir afstöðu hennar. í ræðunni sem Hannes Hafstein flutti kom fram að efla þyrfti EFTA þannig að sam- tökin gætu í framtíðinni verið full- trúi allra aðildarríkja sinna þegar ástæða þætti til. vegna hugsanlegs gjaldþrots sö- lusamtakanna, með því skilyrði að greiðslan yrði til þess að ganga frá skuldum samtakanna í eitt skipti fyrir öll, og aðalfundur SÍL sam- þykkti þessa ráðstöfun. Stjórn SÍL bar upp tillögu þess efnis á aðal- fundinum og eftir snarpar umræð- ur um hana var hún samþykkt með 19 atkvæðum gegn 3. Mikil óvissa um framtíðina ríkti meðal þeirra 25 kjörnu fulltrúa loð- dýrabænda sem sátu aðalfund SÍL, þar sem ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar hefur óhjákvæmilega í för með sér verulegan samdrátt í búgrein- inni, en ekki er ljóst með hvaða. hætti hann verður framkvæmdur. Fólu fulltrúarnir stjórn samtakanna. að beita sér fyrir því að Byggða- stofnun og landbúnaðarráðuneytið gefi skýr svör um það fyrir lok þessa árs, hvort leggja eigi niður ákveðin fóðursvæði á landinu og þá hvaða svæði. Þá skoruðu þeir á stjórn Stéttarsambands bænda að láta nú þegar fara fram lögfræði- lega könnun á réttarstöðu þess fólks gagnvart ríkisvaldinu, sem seldi og eða leigði búmark eða fullvirðisrétt Matthías Á. Mathiesen, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sæmundur Sigurjónsson, þingmað- ur Alþýðuflokksins, sátu fundinn. Matthías sagði að á miðvikudag hefðu EFTA-þingmennirnir rætt væntanlega samninga EFTA við EB, innra skipulag þingmannasam- bandsins og tengslin við ráðherra- nefnd samtakanna. Frestað var að svara heimboði frá ungverskum þingmönnum. Taldi Matthías þing- mannasamtök EFTA hafa miklu hlutverki að gegna til að rækta Frá aðalfúndi Sambands íslenskra samhliða búháttabreytingu úr hefð- bundnum búskap í loðdýrarækt. I ræðu sinni á aðalfundinum gagnrýndi Einar E. Gíslason, for- maður SIL, landbúnaðarráðuneytið harðlega fyrir framkomu sína gagn- vart hagsmunasamtökum loðdýra- bænda, sem ekki hefðu fengið að fylgjast með umíjöllun stjórnvalda um málefni samtakanna á síðari hluta þessa árs. Hann sagðist telja eðlilegt að samvinna væri viðhöfð varðandi lausn hins mikla vanda loðdýraræktarinnar, sem væri eitt alvarlegasta íjöldagjaldþrot sem nú blasti við, og væri í raun sameigin- legt viðfangsefni þjóðarinnar í heild. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagðist í tengsl við þing EB, sem hefði vax- andi áhrif. Jón Sæmundur Siguijónsson sagði að hugmyndir um EFTA sem brú milli Austur-Evrópu og EB hefðu verið athyglisverðar. Þá hefði verið fróðiegt að kynnast einstak- lingsbundinni afstöðu þingmanna til samskipta EFTA og EB, en sér virtist ljóst af samtölum við þing- menn að tvíhliða viðræður við EB væru ekki á dagskrá á þessu stigi. Óskir íslendinga um þær væru skilj- anlegar en ekki tímabærar. Þeir sem rætt var við á fundinum vildu ekkert segja um fjarveru Jóns Baldvins Hannibalssonar og fregnir um að Einar Benediktsson sendi- herra hafi borið til baka orðróm þess efnis að ríkisstjórn íslands væri að falli komin hefðu verið úr lausu iofti gripnar. EFTA og EB: Þingmenn vilja styrkja samstarf bandalaganna Ráðuneytisstjóri las ræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR þingmannasambands Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og utanríkisviðskiptaneftidar þings Evrópubandalagsins (EB) hittust í gær og ræddu sameiginleg hagsmunamál. Athygli beindist ekki síst að samvinnu bandalaganna um evrópskt eíhahags- svæði (EES). Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sat ekki fiindinn vegna stjórnmálaaðstæðna heima fyrir en Hanncs Hafstein, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, las ræðu ráðherra á fúndi þingmannanna. Aðalfundur Sambands íslenskra loðdý Stuðningur ríkií dýrarækt með öl AÐALFUNDUR Sambands íslenskra loðdýraræktenda, sem haldinn var í Bændahöllinni í gær, telur að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefúr ákveðið varðandi stuðning við loðdýraræktina séu með öllu ófull- nægjandi og stefni Ioðdýrarækt í voða sem atvinnugrein hér á landi. Átelur fúndurinn harðlega að Alþingi hafi ekki verið gefinn kostur á að (jalla um stöðu búgreinarinnar eins og áformað hafi verið, og krefst hann skýrra svara frá stjórnvöldum um það með hvaða hætti þeim hundruðum fjölskyldna verði komið til aðstoðar, sem verða munu fyrir gífurlegu fjárhagslegu og félagslegu áfalli vegna ákvörðun- ar ríkisstjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.