Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 31
MORGTJNBLAÐIÐ TÖSTUDAGUR' Y. DESEMBER ‘1989 ...
flutti til Reykjavíkur í gosinu, en
þótt hann væri fluttur frá Eyjum
fylgdist hann alltaf vel með því sem
þar var að gerast. Jón frændi smíðaði
mikið í frístundum sínum og var með
verkstæði í Betjanesi og það var
hrein upplifun að koma þangað fyrir
litla frænda og sjaldan fór maður
tómhentur út. Það var sama hvernig
spýtu frændi fékk; úr henni varð
listaverk sem hann gaf vinum og
ættingjum. Það eru ekki mörg ár
síðan frændi hætti smíðum.
Frændi var mjög hjálpsamur mað-
ur og neitaði aldrei um aðstoð ef
hann gat mögulega komið því við.
Sem dæmi um það langar okkur að
minnast á að árið 1962 byggðum við
hús í Vestmannaeyjum og var þá
gott að eiga góðan frænda að sem
kom oft og fylgdist vel með. Þá var
engin steypustöð komin í Eyjum,
bara hrærivélar og lét frændi sig
ekki muna um að setja hvern einasta
sementspoka sem í húsið fór í hræri-
vélina. Frændi var alltaf hress og
var mjög skemmtilegt að spjalla við
hann og verður nú söknuður að geta
það ekki lengur. Þá vildi frændi allt-
af fylgjast með sínum nánustu. Aldr-
ei heyrði maður frænda kveinka sér
heldur var svarið að hann hefði það
nógu gott. Af ofangreindu sést að
vandfundinn er betri frændi.
Við undirritaðir sendum skyld-
mennum Jóns frænda okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Þór og Atli
Svanhildur Þorsteins-
dóttir - Minning
Fædd 16. nóvember 1916
Dáin 22. nóvember 1989
Einhvern dag
Ég vissi fullvel.
að ég ætti einhvern dag
leið um þennan veg;
en aldrei datt mér í hug
að „einhvem dag“ yrði nú.
(Japanskt ljóð í þýðingu
Helga Hálfdanarsonar.)
Þetta ljóð kom upp í huga mér,
þegar ég fékk þær sorgarfréttir að
Svanhildur Þorsteinsdóttir væri ekki
lengur á meðal okkar.
Amma Bebba, eins og við barna-
börnin kölluðum hana, var ekki
móðir föður míns eða móður. Þegar
ég var 5 ára gömul varð hún amma
mín og síðan hef ég verið eitt af
barnabörnunum.
Amma var ekki stór kona vexti,
en stærra hjarta og stærri sál efa
ég að margir hafi haft. GóðviJdin
og hjartahlýjan streymdi frá henni.
Hún var okkur barnabörnunum mik-
il amma, með nægan tíma, mikla
ástúð og hlýju. Þó við séum jafn
mismunandi og við erum mörg, þá
lét hún okkur aldrei finna annað en
við værum jafningjar, öll með af-
burða hæfileika hvert á sínu sviði.
Maður varð betri maður við að kynn-
ast henni. Árið 1986 bjó ég í nokkra
mánuði í Norðurbrúninni hjá afa og
ömmu. Þá áttum við saman góðar
stundir og að þeim mun ég búa um
aldur og ævi.
Þessar línur eru lítill þakklætis-
vottur til ömmu Bebbu nú þegar
leiðir okkar skilja að sinni. Hafi hún
þökk fyrir allt sem hún var mér og
systkinum mínum.
Mandý
Svanhildur Þorsteinsdóttir er
horfin sjónum okkar, en minning
hennar lifir. Hún var sannkölluð
dóttir Reykjavíkur og gæti vel hafa
verið ein af fyrirmyndum Tómasar
Guðmundssonar, þegar hann orti til
borgarinnar við sundin blá. Þar ætla
ég, að hún hafi ávallt unað sér bezt,
ekki sízt á góðviðrisdögum, þegar
sólin speglaðist í tjörninni og
mannlífið blómstraði við Laugaveg-
inn og á Lækjartorgi.
Svanhildur var dóttir hjðnanna
Þorsteins Jósefs Sigurðssonar prent-
ara og síðar kaupmanns í Reykjavík
og konu hans, Þórönnu Rebekku
Símonardóttur. Stóðu að henni góð-
ar ættir og má m.a. rekja þær til
Vigfúsar sýslumanns Þórarinssonar
að Hlíðarenda í Fijótshlíð og konu
hans, Rannveigar dóttur Bjarna
landlæknis Pálssonar.
í flestu hefur Svanhildur Þor-
steinsdóttir verið gæfumanneskja
um dagana. Hún eignaðist 1943
góðan og viljasterkan lífsförunaut,
Karl Lúðvíksson lyfjafræðing, ætt-
aðan austan af Neskaupstað. Alltaf
fannst mér þau hjónin uppfylla hvort
annað einkar vel, því að hún var hin
góða húsmóðir, sem umvafði börn
sín hlýju, en lijá honum erdugnaður-
inn og atorkan þeir eðlisþættir, sem
menn hafa veitt mesta athygli. Mik-
illí efnalegri velgengni hefur hann
átt að fagna, en ég veit þó vel, að
einnig hann hefur verið börnum
sínum og barnabörnum góður og
umhyggjusamur faðir og afi. Og af
stóru hjarta hefur hann vissulega
rétt mörgum manninum hjálpar-
hönd. Þeim Svanhildi og Karli varð
fjögurra barna auðið. Þau eru
Lúðvík, f. 1943, flugmaður, hann
fórst 1975, Anna Þóra, f. 1946,
myndlistarkennari, Sigurður, f.
1951, viðskiptafræðingur, og Ingi-
björg, f. 1958, félagsráðgjafi.
Barnabörnin eru orðin 11.
Svanhildur var falleg kona, og
eitthvað óvenjublíðlynt og listrænt
yfir öllu hennar svipmóti. Og þannig
var hún í reynd. Hún hafði að mér
fannst afar næmt auga fyrir sólar-
geislunum í lífi okkar og umhverfi
og stemmning augnabliksins gat
verið henni allt. Alltaf hefur verið
ánægjulegt að koma á heimili þeirra
hjónanna, sem ber smekkvísi Svan-
hildar vitni. Hún las mikið góðar,
þroskandi bækur jafnt á íslenzku
sem á erlendum tungumálum og
umgekkst þannig hina miklu anda
bókmennta og fræða. Áhuga hafði
hún og á dulspeki og var hann
eflaust sprottinn af vitund hennar
um, að yfirborð hlutanna er ekki
allt og að dýptir heimsins eru marg-
ar og miklar.
Nú þegar fótatak Svanhildar
heyrist ekki lengur í húsinu við
Norðurbrún vottum við Karli, börn-
um, tengdabörnum og barnabörnum
okkar innilegustu samúð. Blessuð
sé minning hennar.
Sigurður Gizurarson
Notaðu TAB-LET í þvott-
inn og þú hefur meiri tlma
fyrir þig.
BURSTAGERÐINf
SMIÐSBÚÐ 10, GARÐABÆ
SÍMI 41630 & 41930
Jóna Guðjóns-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 2. ágúst 1899
Dáin 24. nóvember 1989
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem æðsta ber,
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
Eg vil minnast minnar ástkæru
vinkonu Jónu Guðjónsdóttur, hún
var minn trausti stofn. Það var gott
að koma í Sigtún til þeirra Jónu og
Þórunnar og þiggja góð ráð hjá þeim
mín fyrstu ár í verkalýðshreyfing-
unni, fyrst sem trúnaðarmaður og
varaformaður og síðan sem formað-
ur.
Jóna fæddist 2. ágúst 1899, hún
varð því 90 ára í sumar. Það var
bjart yfir þeim degi þegar við komum
til hennar. Jóna gekk í Verka-
kvennafélagið Framsókn 1917. Hún
starfaði sem varaformaður með Jó-
hönnu Egilsdóttur alla hennar for-
mennskutíð. Jóhanna lét af for-
mennsku 1962 og tók Jóna þá við
formannsstarfinu. Gagnkvæm vin-
átta þeirra og traust var einstakt
fram á síðasta dag Jóhönnu. Höfðu
þær daglegt símsamband. Brennandi
áhugi þeirra á velfarnaði verkalýðs-
hreyfingarinnar var alltaf sá sami.
Frumheijum okkar í verkalýðshreyf-
ingunni verður seint fullþakkað.
Þessar konur voru aðal íslenskrar
verkalýðshreyfingar.
Við á skrifstofu félagsins söknum
hennar og munum minnast hennar
sem góðs vinar.
Félagskonur í Verkakvennafélag-
inu Framsókn kveðja hinn látna for-
ingja sinn.
Þar sem góðir menn fara eru
Guðs vegir.
Ragna Bergmann
Ut í kuldann
Skáta'júöin býður mjög gott úrval af frábærum fatnaði fyrir
vetrarferðirnar. Hlýlegar jólagjafir fyrir alla. Allt viðurkennd vöru
merki. Við aðstoðum við val á réttum fatnaði fyrir þig og þína.
Skátabúöin — skarar framúr
SKATABUÐIN
Snorrabraut 60 sími 12045