Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR l.'DESEMBER 1989 38 GOLF Japanir fjalla um íslenzkt miðnætursólargolf tímaritinu Golf Classic í Tokyo, sem kemur út í '200 þús. eintökum og var vel tekið þar. Nokkru síðar barst honum eintak af þessu vandaða 250 síðna rjti, sem hefst á baksíðunni að japönsk- um hætti. Og viti menn: Þar eru fjórar síður með litmyndum frá golfvellinum á Akureyri og korti, sem sýnir hvar þessi klettur er í Atlantshafinu. Fyrirsögnin er bæði á japönsku og nokkuð svo undar- legri ensku: A Golf of Iceland. Aðalmyndin sýnir menn á teig, en að baki roðar miðnætursólin fjörð- inn norður við Kaldbak. Jón Georg fékk Baldur Ragnars- son til að þýða greinina, sem öll er hin jákvæðasta; mikið lof borið á ísland og fegurðina þar og ýmis náttúrufyrirbæri, Bláa lónið til dæmis, heitar uppsprettur ofl. Nefnt er að samtals 5.000 manns leiki golf í 30 golfklúbbum og ár- gjöldin þykja furðulega lág og einn- ig sú staðreynd, að golf sé almenn- ingsíþrótt á íslandi. Jafnframt fékk Jón Georg bréf frá ritstjóranum, þar sem hann kveðst nú vera að hugleiða að koma og taka þátt í næsta miðnætursólarmótinu. Það að hægt skuli vera að kom- ast á golfvelli hvenær sem er og að það kosti svo lítið að hver sem er geti tekið þátt í því, vekur að vonum athygli í Japan. Golfáhugi er kannski hvergi meiri í heiminum en þar; aftur á móti kemst venju- legur Japani aldrei á golfvöll og verður að láta sér nægja að leigja sér fötu af golfboltum og slá þá alla af sama stað út á æfinga- svæði. Golfvellir í Japan eru þó bæði margir og í hæsta gæða- flokki. En inntökugjald skiptir milljónum króna og er bara fyrir auðkýfinga, svo og fyrirtæki sem eiga aðgangskort í stórum stíl og líta á það sem nauðsynlegan þátt í viðskiptalífinu. í þéttbýlu landi eins og Japan er land undir golf- völl geysilega dýrt, en þegar ráðist er í slíkt, er ekkert til sparað og til dæmis hefur verið byggð í Japan nákvæm eftirlíking af þeim fræga St.Andrews-golfvelli í Skotlandi. Vegna þéss hve erfitt er að kom- ast á golfvöll í Japan, eru japan- skir ferðamenn og viðskiptamenn víða eins og gráir kettir á erlendum golfvöllum. Sumsstaðar hefur mönnum þótt nóg um ásókn þeirra eins og til dæmis í Þýzkalandi. Þar eru Japanir fjölmennir í viðskipta- erindum og þýzkir gripu tii þess ráðs að takmarka mjög aðgang þeirra að tiltölulega fáum golfvöli- um í námunda við Diisseldorf. En eins og kunnugt er hafa Japanir nú gripið til þess ráðs að leggja undir sig heiminn með því að kaupa hann og þann mótleik áttu þeir gegn takmörkunum Þjóðveija. Þeir keyptu einfaldlega stórt svæði með fallegu skóglendi við hliðina á Hub- belrath-golfvellinum hjá Dusseldorf og lögðu 30 mílljónir vesturþýzkra marka - um einn milljarð ísl. króna - í að leggja golfvöll og byggja afburða fagurt kiúbbhús. Kannski verður þessi fallega kynning á íslenzku miðnætursólar- golfi tii þess að Japanir líti á ísland sem ónumið land og taki að þyrp- ast hingað til golfiðkana. Eins og ástandið er á golfvöllunum í og umhverfis Reykjavík, yrði því væntanlega tekið með litlum fögn- uði. Hitt er svo annað mál, að óskandi er að þessi umfjöllun í jap- anska golfblaðinu verði lyftistöng fyrir miðnætursólarmótið á Akur- eyri — og geti þarmeð fest það í sessi sem þekktan, alþjóðlegan við- burð meðal golfleikara. Norðanmenn á teig á Akureyrarvelli - og miðnætursólin litar himininn loga- gylltan. Myndin birtist með umræddri grein í japanska blaðinu. Síðastliðin ár hefur verið reynt að koma á alþjóðlegu golfmóti á Akureyri þegar sól er hvað hæst á lofti um jónsmessuleytið. Þetta hefur verið nefnt á ensku „Arctic golf“ sem er afar frá- hrindandi nafngift, þar sem menn setja Gísli Sigurðsson skritar heimskautið sízt af öllu í samband við golfiðkun. Enn hefur ekki tekizt að fá umtalsverðan fjölda erlendra kylfinga til að sækja þetta mót og því var það, að ungur Akureyring- ur, Jón Georg Aðalsteinsson, var á ferðinni í Japan og notaði þá tæki- færið til að kynna þetta mót í Jap- an. í því skyni leit hann inn hjá MEHUDUR POTTURII Nú ertil mikils að vinna í íslenskum Getraunum. Á síðustu tveimur vikum hefur engin röð komið fram með 12 réttum. Þess vegna er þrefaldur pottur - og þreföld ástæða til að vera með! Láttu nú ekkert stöðva þig. / Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. ' >nn. ◄

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.