Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989
Sjávarútvegs-
ráðherrar EB:
Aherslubreyt-
ing í fiskveiði-
samningum
Brussel. Frá Kristófer Má Kristóferssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
Sjávarútvegsráðherrar Evrópu-
bandalagsins (EB) ákváðu á fundi
sem lauk á mánudagskvöld að fela
framkvæmdastjórn bandalagsins
að undirbúa ramma utan um sam-
skipti EB við ríki utan bandalags-
ins. Ákvörðunin byggist m.a. á
reynslu bandalagsins af samninga-
viðræðum við Sovétrikin í Eystra-
salti. En i þeim er orðið ljóst að
á Eystrasalti er ekki þann afla að
fá sem dugir til samninga og Sov-
étríkin vilja m.a. fá veiðiheimildir
í Norðursjó.
Það sem m.a. gæti falist í hug-
myndum ráðherrafundarins eru
breyttar áherslur að því er varðar
aðgang að mörkuðum EB fyrir sjáv-
arafurðir. Hugsanlegt er að í stað
þess að krefjast veiðiréttinda fyrir
aðgang að mörkuðum verði EB til-
búið til samninga sem feli í sér tækn-
iaðstoð eða samstarfsverkefni á milli
fyrirtækja í sjávarútvegi innan
bandalagsins við fyrirtæki utan þess.
Jacques Mellick, sjávarútvegsráð-
herra Frakklands, sagði, að stefna
EB gagnvart ríkjum utan bandalags-
ins væri óbreytt. Spurningin væri
hvort ekki bæri að líta á samninga
í víðara samhengi, allt væri breyting-
um undirorpið og í fiskveiðistefnunni
vrði að taka tillit til breyttra að-
stæðna í framtíðinni. Hann sagði að
ljóst væri, að sú stefna að kaupa
veiðileyfi gengi ekki til frambúðar.
Hætta á bardögum í Líbanon:
Hrawi segist vilja af-
stýra blóðsúthellingum
Beinit. Reuter, Daily Telegraph.
TUGÞUSUNDIR manna söfnuðust saman fyrir utan höll Líbanons-
forseta í Beirút í gær og sögðust ætla að slá skjaldborg um Michel
Aoun, fyrrum herstjóra, sem neitar að fara úr höllinni þótt nýr forseti
hafi verið kjörinn. Sýrlenski herinn er með mikinn viðbúnað í borg-
inni og hafa þúsundir borgarbúa flúið hana af ótta við að harðvítugir
bardagar brjótist út að nýju. Elias Hrawi, nýkjörinn forseti landsins,
sagðist þó í gær vilja komá í veg fyrir blóðsúthellingar.
Reuter
Sýrlenski herinn var í gær með mikinn viðbúnað við „grænu línuna",
sem aðskilur austur- og vesturhluta Beirút, og óttast var að bardag-
ar brytust þar út að nýju. Á myndinni er sýrlenskum skriðdreka ekið
í átt að línunni, þar sem fjöldi hermanna bíður eftir fyrirmælum um
að láta til skarar skríða gegn Michel Aoun, fyrrum herstjóra, sem
neitar að fara úr forsetahöllinni þótt nýr forseti hafí verið kjörinn.
Frönsk stjórnvöld hafa sent her-
skip til iandsins til að flytja á brott
Frakka, sem búsettir eru í Beirút,
vegna stríðshættunnar. Selim Hoss,
forsætisráðherra landsins, sem er úr
röðum múslíma, sagði að stjórn sín
væri fær um að koma Aoun frá með
friðsamlegum hætti en gaf í skyn
að valdbeiting kæmi til greina ef
allt annað bregst.
Hrawi, sem var kjörinn forseti á
föstudag eftir að fyrirrennari hans
var myrtur, gaf Aoun tveggja daga
frest á sunnudag til þess að draga
sig í hlé, eila ætti hann á hættu að
beitt yrði valdi. Hann sagðist í gær
ætla að beit sér fyrir friðsamlegri
lausn málsins. „Ég vil ekki að tii
neinna blóðsúthellinga komi, hvorki
í Beirút né annars staðar í Líbanon,"
bætti hann við.
Talið er að um 16.000 sýrlenskir
hermenn hafi verið fluttir að grænu
línunni,. sem aðskilur Austur- og
Vestur-Beirút, auk þess sem 90
skriðdrekum, 120 stórskotaliðsbyss-
um og 40 flugskeytapöllum hafi ver-
ið komið þar fyrir. Um 15.000 her-
menn eru reiðubúnir að berjast fyrir
Aoun.
Fimmtíu ár frá upphafí Vetrarstríðsins:
Sovéskir ijölmiðlar for-
dæma árásina á Finnland
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKIR fjölmiðlar minntust í
gær upphafs finnska Vetrar-
stríðsins fyrir fímmtíu árum með
því að fordæma árás Sovétríkj-
anna. Til dæmis segir Trud, dag-
blað verkalýðshreyfingarinnar, í
grein undir fyrirsögninni „Stríðið
sem aldrei hefði þurft að verða“
Rændu Rúmenar Comaneci
eða flúði hún til Vesturlanda?
Búdapest. Reuter.
EKKERT sást í gær til rúmensku fimleikastjörnunnar Nadia Com-
aneci, en hún hafði flúið til Ungverjalands á þriðjudag. Orðrómur er
á kreiki um að hún hafi farið til Vesturlanda og vangaveltur eru einn-
ig um að rúmenska öryggislögreglan hafi rænt lienni.
Comaneci fór yfir landamærin til
suðurhluta Ungveijalands ásamt sex
öðrum Rúmenum. Ungverska
íþróttadagblaðið Nepsport skýrði frá
því í gær að Bandaríkjamaður, sem
hún hefði þekkt í sjö ár, hefði tekið
á móti henni við landamærin. Blaðið
nafngreindi ekki manninn.
Síðast sást til Comaneci og félaga
hennar á hótelbar í bænum Szeged
í Suður-Ungveijalandi á þriðjudags-
kvöld. Talsmaður innanríkisráðu-
neytisins sagði að hún hefði ekki
getað farið úr landinu á löglegan
hátt. Ungverska dagblaðið Magyav
Nemzet hafði eftir fimleikastjörnunni
að hún hefði áhyggjur af því að rúm-
enska öryggislögreglan rændi henni.
Comaneci átti um tíma í ástarsam-
bandi við Nicu, son Nicolae Ceauses-
cu Rúmeníuforseta. Hún er sögð
hafa heimsótt Ceausescu-fjölskyld-
una reglulega og átt góð samskipti
við forsetann. Ungverska útvarpið
hafði eftir fimleikastjörnunni að hún
hefði flúið þar sem henni hefði ekki
verið heimilað að ferðast eða starfa
erlendis.
að sovéska forystan haíí borið
íulla ábyrgð á hinum sorglegu
atburðum 30. nóvember árið 1939.
Dagblað hersins Krasnaja Zvezda
getur þess sérstaklega að árásin
liafi valdið því að Sovétríkjunum
var vísað úr Þjóðabandalaginu.
Júríj Gremitskikh, talsmaður sov-
éska utanríkisráðuneytisins, viður-
kenndi í gær á blaðamannafundi að
sovésk stjórnvöld kynnu að hafa
hagrætt staðreyndum í sambandi við
Vetrarstríðið. Hann bætti því þó við
að báðir aðilar hefðu borið ábyrgð á
þeirri tortryggni sem ríkti milli land-
anna um þetta leyti er nasistar í
Þýskalandi voru á góðri ieið með að
ýta Evrópu fram af styijaldarbarm-
inum.
í Helsinki var í gær afhjúpaður
minnisvarði um óbreytta borgara
sem létu lífið í sprengjuárásum í
Vetrarstríðinu og . seinna stríðinu
milli Finnlands og Sovétríkjanna árin
1941-1944. Minningarathafnir fóru
fram víðs vegar um Finnland í gær
en 25.000 finnskir hermenn féllu í
Vetrarstríðinu sem stóð í 105 daga
í miklum vetrarhörkum.
í leynfsáttmála Hitlers og Stalíns
árið 1939 féll Finnland undir áhrifa-
svæði Sovétríkjanna. Átök brutust
út 30. nóvember það ár þegar Finnar
neituðu að láta undan kröfum Sovét-
manna um herskipalægi og finnskt
landsvæði. Sovéskum flugvélum var
flogið frá Eistlandi og sprengjum
varpað á Helsinki og aðrar finnskar
borgir. Finnar unnu sigra í upphafi
en síðar hallaði undan fæti og þeir
misstu tíunda hluta lands sín í hend-
ur Sovétmönnum.
Manntjón varð meira hjá Sovét-
mönnum. Pravda, málgagn komm-
únistaflokksins, segir að 70.000 sov-
éskir hermenn hafi fallið. Finnar
segja að á milli 200.000 og 250.000
Sovétmenn hafi látið lífið.
Aljfiped Herrhausen, sljórnarformaður Deutsche Bank, myrtur:
„Til þess að móta umhverf-
ið þarf maður að hafa áhrif ‘
Die Zeit.
ALFRED Herrhausen, stjórnarformaður Deutsche Bank, sem
myrtur var í gær, var tvímælalaust áhrifamesti Qármálamaður
Vestur-Þýskalands. Forustyhlutverk sitt öðlaðist Herrhausen ekki
einungis sjálfkrafa með því að vera stjórnarformaður stærsta
banka landsins sem á stóra hluti í Daimler Benz og öðrum stórfyr-
irtækjum, heldur var persónuleiki hans slíkur og metnaður að
hann hlaut að vera í fararbroddi.
Á óskráðum virðingarlista yfir
fjármála- og athafnamenn í Vest-
ur-Þýskalandi tróndi Alfred Herr-
hausen efstur. Herrhausen, sem
var 59 ára gamall, sætti sig ekki
við að Deutsche Bank væri stærsti
banki Vestur-Þýskalands heldur
vann hann markvisst að því að
hasla bankanum völl í alþjóðavið-
skiptum. Að þessu leyti var Herr-
hausen eins og stórfiskur í gull-
fiskabúri. Hann leit á allan heim-
inn sem sinn vígvöll og var eini
þýski viðskiptajöfurinn sem veru-
íegt mark var tekið á á alþjóða-
vettvangi.
Sérstæður persónuleiki
Sérstæður persónuleiki Herr-
hausens kom vel í ljós um síðustu
áramót þegar hann átti að halda
ræðu í Formanna- og fram-
kvæmdastjóraklúbbnum í Frank-
furt. Þegar fréttist að Herrhausen
hefði þurft að gangast undir upp-
skurð um jólin töldu gestirnir
hann löglega afsakaðan. Oðru
nær. Herrhausen kom á hækjun-
um og hélt óvenjulega ræðu sem
enn lifir í munnmælum manna.
Ávarpið snerist um hættur hinnar
röngu hugsunar. í stað þess að
freista þess að ná athygli við-
staddra með kímnisögum vitnaði
Herrhausen í Rosu Luxemburg,
kommúnistaleiðtoga, og Robert
Spaemann, heimspeking í Múnch-
en. Í lokin bað Herrhausen við-
stadda að skála fyrir „hinni réttu
hugsun; ábyrgð í stjórnmálum,
viðskiptum og einkalífi til þess að
forðast mótsagnii' og villu.“ Sjálf-
ur sagðist Herrhausen sækja hug-
myndir sinar til heimspekingsins
Karls Poppers sem „ætíð leggur
áherslu á hversu þekking okkar
er brotakennd og ófullkomin".
Herrhausen fæddist og ólst upp
í Ruhr-héraðinu. Faðir hans var
verkfræðingur hjá Ruhrgas. Herr-
hausen ætlaði sér fyrst að verða
kennari en eftir stríðið fékk hann
hvergi inni í skóla sem hann gat
fellt sig við. Þá sneri hann sér
að hag- og viðskiptafræði og afl-
aði sér fjár fyrir náminu með því
að vinna við námugröft.
Föðurlandsvinur
Fyrir tuttugu árum réðst hann
til Deutsche Bank í Frankfurt
eftir að hafa vérið fjármálastjóri
Vereinigte Elektrizitátswerke
Westfalen í Dortmund. Árið 1985
varð hann annar tveggja stjórnar-
formanna Deutsche Bank. Tveim-
ur árum síðat' lét félagi hans af
störfum og þá varð hann æðsti
stjórnandi bankans og þar með
áhrifamesti kaupsýslumaður
landsins. í rúm tuttugu ár var
Herrhausen náinn vinur Helmuts
Kohls núverandi kanslara, báðum
var sérlega hugleikin staða Vest-
ur-Þýskalands í heimi framtíð-
arinnar. Ólíkt mörgum löndum
sínum var „Don Alfredo", eins og
Kohl kallaði Herrhausen gjarna,
ófeiminn við að játa að hann unni
laridi sínu, Sambandslýðveldinu.
„Ég er stoltur af því sem við höf-
um fengið áorkað," sagði hann.
Herrhausen fór ótroðnar slóðir.
Árið 1987 á ársfundi Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða-
bankans sýndi hann rnikið hug-
rekki er hann þorði fyrstur
frammámanna í hinum vestræna
bankaheimi að ræða opinskátt
þann möguleika að þriðja-
heimsríkin gætu ekki greitt allar
sínar skuldir. Það átti eftir að
Alfred Herrhausen.
koma í ljós að fyrirhyggjan sem
Deutsche Bank sýndi með því að
afskrifa smám saman útistand-
andi skuldir þriðja hejmsins borg-
aði sig í harðri samkeppni.
Blaðamenn gagnrýndu Herr-
hausen gjarna fyrir að vera valda-
gráðugur og óheyrilega metnað-
arfullui', kaldur og hrokafullur.
Honum sárnaði þessi lýsing og
sagði menn ekki gera sér grein
fyrir hvert væri hreyfiaflið í ævi-
starfi hans: „Auðvitað er óhugs-
andi að maður í minni stöðu hafi
ekki áhuga á völdum. Ég vil eiga
þess kost að móta umhverfið og
til þess að það sé hægt þarf mað-
ur að hafa áhrif. Leiðarljós mitt
er viðleitnin til fullkomnunar í því
sem ég geri.“