Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989 Móðir okkar, KRISTÍN HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Þrastahrauni 4, Hafnarfirði, lést í Landakotsspítala að morgni 29. nóvember. Börn hinnar látnu. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Kirkjubæ, Suðurgötu 15-17, Keflavik, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni 27. nóvember. Útför verður frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 2. desember kl. 16.00. Þorvaldur Guðjónsson, Jón Þorvaldsson, Jane Petra Gunnarsdóttir, Theodór Þorvaldsson, Hlíf Leifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Fósturfaðir minn, ÁGÚST PÉTURSSON fyrrum kaupmaður, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 2. desember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Petrína Georgsdóttir. + Hjartkær faðir minn, sonur okkar og bróðir, HINRIK ERLINGSSON, Breiðási 10, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. desember kl. 13.30. Erlingur Hinriksson, Helga Höskuldsdóttir, Erlingur Magnússon og systkini hins látna. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURBERGUR HELGI ÞORLEIFSSON, fyrrum vitavörður á Garðskagavita, Furugrund 58, Kópavogi, verður jarðsettur á morgun, laugardaginn 2. desember, kl. 14.00, frá Útskálakirkju. Ásdís Káradóttir, Sigrún Sigurbergsdóttir, Tómas Þ. Sigurðsson, Kari Sigurbergsson, Karitas Kristjánsdóttir, Valgerður Marinósdóttir, Vaidimar Þ. Valdimarsson og barnabörn. + Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HÓLMFRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR, Sólvallagötu 36, Keflavik, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 2. desember kl. 14.00. Blóm otj kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vilja minn- ast hinnar látnu láti Sjúkrahús Keflavíkur njóta þess. Þórður Guðmundsson, Magnús Þórðarson, Bára Björnsdóttir, Guðmundur Emil Þórðarson, Auður Þórðardóttir, Halldór Jóhannsson, Guðmundur Kr. Þórðarson, Anna Lára Axelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, JÚLÍUSAR BJARNASONAR, Akurey, V-Landeyjum. Haraldur Júliusson, Bjargmundur Júliusson, Ingigerður Antonsdóttir, Lilja Júliusdóttir, Sveinbjörn Runólfsson og barnabörn. Þórður Þ. Þórðarson, Akranesi - Minning Fæddur 23. ágúst 1899 Dáinn 22. nóvember 1989 Mig langar til að minnast hér með nokkrum orðum mágs míns, Steina á Hvítanesi, eins og hann var jafnan nefndur af öllum sem hann þekktu. Hann hét fullu nafni Þórður Þor- steinsson Þórðarson og var fæddur á Leirá í Leirársveit hinn 23. ágúst 1899. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Akraness þann 22. nóvember sl. 90 ára að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Stefánsdóttir frá Hvítanesi í Skilmannahreppi og Þórður Þórðarson óðalsbóndi á Leirá í Leirársveit. Þegar Steini er 5 ára að aldri missir hann föður sinn. Hættir þá Guðný móðir hans búskap og flytur til Akraness með börnin sín 3, þau Rannveigu, Þórð og Stefaníu. Fyrst búa þau á Hjarðarbóli hér í bæ en flytja árið 1906 að Hvítanesi sem var heimili Steina upp frá því. Rannveig systir Steina giftist Valdi- mari Eyjólfssyni en lést árið 1925, þá aðeins 28 ára gömul, frá 3 ung- um börnum sínum. Ólust þau upp á Hvítanesi hjá ömmu sinni Guðnýju, frænku sinni Stefaníu og Steina og konu hans, Sigríði, eftir að hún kom á heimilið. Til sjós fór Steini 14 ára gamall og var sjómaður þangað til að hann kaupir sér vörubíl, var það annar bíllinn sem kom á Akranes. Steini vann fyrst með bílinn hjá Haraldi Böðvarssyni en tók síðar að sér mjólkurflutninga fyrir bændur í Leirá og Melasveit, Svínadal og Hvalfjarðarströnd. Hefur það efa- laust verið erfið vinna því vegirnir voru ekki góðir á þeim árum. Stundaði hann þessa vinnu í 14 ár og eignaðist í gegnum hana fjölda góðra vina ög kunningja, því öllum vildi hann vel. Steini var greiðvikinn svo af bar. Það var sama um hvað hann var beðinn alltaf sagði hann já. Síðar gerist hann sérleyfishafi og hefur fólks- og vöruflutninga milii Akraness og Reykjavíkur. Þegar hann hættir því starfi tekur Þórður sonur hans við en Steini fylgist þó áfram með því aðstaða fyrirtækisins var áfram á Hvítanesi. Hinn 8. seþtember 1928 kvæntist Steini eftirlifandi konu sinni, Sigríði Guðmundsdóttur frá Sigurðsstöð- um, Akranesi. Sambúð þeirra hefur staðið óslitið í 61 ár. Eignuðust þau hjón 4 börn. Þau eru Ástríður Þór- ey, hennar maður er Guðmundur Magnússon og eiga þau 4 börn; Þórður, kona hans er Ester Teits- dóttir og eiga þau 7 börn, Ævar Hreinn, hans kona er Þórey Þórólfs- dóttir og eiga þau 3 börn, og Sig- urður, hans kona er Sigríður Guð- mundsdóttir og eiga þau 3 börn. 3 þessara systkina eru búsett hér á Akranesi en 1 í Reykjavík. Afkom- endahópur þeirra hjóna, Steina og Sigríðar, er orðinn stór, barnabörn- in 17 talsins og barnabarnabörnin 37. En alltaf er húsrými á Hvíta- nesj nægilegt fyrir allan hópinn. Eg sem þessar línur rita var ekki nema 5 ára þegar þau gifta sig Sigríður, systir mín, og Steini svo að mér finnst alltaf að tvö elstu börn þeirra, Ástríður og Þórður, séu mér nákomin næstum eins og systk- ini mín. Það eru ótaldar ferðirnar sem ég var tekin með í bílnum upp í sveit. Mikill gestagangur var alla tíð á Hvítanesi. Hin síðustu ár var Steini orðinn það lasinn að hann fór lítið út. Þá litu margir inn til að heilsa upp á hann. Sérstaklega vil ég nefna þá Guðmund, bróður minn, og Lái-us, mág minn. Ég veit að þeir höfðu það fyrir sið að fara á hveijum morgni í heimsókn til Steina og ef það brást hélt hann að eitthvað væri að hjá þeim. Þetta viljum við systkinin frá Sigurðsstöð- um þakka þeim. Við þig, Sigga mín, vil ég segja þetta: Þú hugsaðir vel um þinn mann, þótt heilsan væri orðin léleg þráði hann að vera heima og með þinni hjálp fékk hann það fram á síðustu stundu og mat hann það mikils við þig. Veit ég að hans er sárt saknað af þér og þinni fjölskyldu. Ég og mín fjölskylda vottum þér, börnum þínum og ijölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og megi góður guð styrkja ykkur. Blessuð sé minning Þórðar Þ. Þórðarsonar. Ester Guðmundsdóttir, Akranesi. Hann afi okkar er dáinn. Þettá er staðreynd sem maður á erfitt að sætta sig við. Hann var alltaf svo hress í anda, fylgdist vel með öllu og var minnugri en margt ung- mennið. Heilsunni var hins vegar farið að hnigna, undanfarin ár var hann sjóndapur og jafnvægið fór smám saman minnkandi en alltaf var hann afi samt hress og kátur. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, VIÐAR HJALTASON vélsmiður, Heiðarhrauni 9, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 2. desem- ber kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á björgunarsveitina Þorbjörn, Grindavík. Sigrún Kjartansdóttir, Ólöf Guðrún Viðarsdóttir, Andrés Ari Ottósson, Laufey Viðarsdóttir, Björn Leósson. Kjartan Viðarsson, Viðar Andrésson. + Innilegar þakkir til allra er sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, ARA MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR, Helgustöðum. Sérstakar þakkir viljum við færa öllu starfsfólki lungnadeildar Vífilsstaðaspítala fyrir góða umönnun. Unnur Ólafsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir. Verslun okkar verður lokuð föstudaginn 1. des- ember eftir hádegi vegna jarðarfarar SVANHILDAR J. ÞORSTEINSDÓTTUR. Innréttingahúsið hf., Háteigsvegi 3, Reykjavík. Þann 23. ágúst sl. varð afi níræð- ur og dvaldist hann þá á heimili foreldra okkar og var ekki annað að heyra og sjá en að hann væri hraustur miðað við aldur. En aldrei bar afi veikindi sín á torg. Afi átti góða konu sem hún amma er, Sigríður Guðmundsdóttir frá Sig- urðsstöðum og var hún nú síðustu ár augun hans afa, er nú missir hennar mikill eftir rúman 60 ára hjúskap. Þau eignuðust 4 börn, sem eru: Móðir okkar,- Ástríður Þórey, Þórður, Ævar Hreinn og Sigurður, sem öll eru gift og með stórar fjöi- skyldur. Mikið var gaman að heyra afa segja frá, hann gerði fortíðina svo lifandi fyrir okkur í frásögnum sínum. Sjálfur hafði hann mikið gaman af segja okkur þessar sögur og eigum við nú þessar frásagnir hans afa um ókomin ár. Snemma byijaði afi að vinna sjálfstætt. Byij- aði hann í feijuflutningum milli Borgarijarðar og Reykjavíkur á báti, sem hann keypti ásamt öðrum aðila, og flutti bæði fólk og vörur. Árið 1927 tók afi bílpróf og keypti hann þá sinn fyrsta bíl og upp frá því hóf hann að keyra bæði vörur og fólk. Hann var í fjölda ára sér- leyfishafi og var vinsæll rútubíl- stjóri, einnig var hann með vöru- flutninga á milli Akraness og Reykjavíkur. Þannig að margt hef- ur á daga hans drifið um árin. í sumar sem leið, þegar eitt okkar systkinanna fluttist ásamt §öl- skyldu sinni til útlanda og fór að kveðja afa og ömmu sagði afi: „Inga mín, þig á ég örugglega aldrei eftir að sjá aftur.“ Reyndi hún þá að slá á léttari strengi og vildi aldrei trúa þessum orðum hans. Tómlegt er nú að koma heim á Hvítanes og sjá ekki afa sem alltaf var á sínum stað, en við viljum þakka guði fyrir að hafa þó fengið að hafa hann afa okkar hjá okkur svona lengi, því ævi hans varð löng og tekur nú við hlutverk á æðri stöðum. Elsku amma, megi góður guð styrkja þig á þessum erfiðu tímum og megi minningin um afa, þennan góða mann, sem öllum var svo kær, verða sorginni yfirsterkari. Nú er löngu ævistarfi hans lokið. Hvíl í friði. Emil Þór, Sigga, Inga og Þórey. Þórður Þorsteinn Þórðarson frá Hvítanesi H Akranesi lést í sjúkra- húsinu á Akranesi í síðastliðinni viku á 91. aldursári. Saga Þórðar, eða Steina eins og hann var kallað- ur, og knattspyrnunnar á Akranesi er samtvinnuð. Steini rak rútu- og flutningafyrirtæki Þ.Þ.Þ. um ára- raðir en það fyrirtæki flutti alla knattspyrnumenn á Akranesi til kappleika um land allt. Það muna margir knattspyrnumenn eftir því þegar lagt var af stað í ferð frá Hvítanesi, þá skellti Steini hurðinni á rútunni og sagði: Standið ykkur, strákar. Þá var hann faðir eins þekktasta leikmanns Gullaldarliðs Skagamanna, Þórðar Þ. Þórðarson- ar, og afi þeirra Teits og Ólafs Þórðarsona, iandsliðsmanna ÍA. Fyrir hönd knattspyrnunnar á Akranesi vil ég þakka Steina fyrir hans þátt í að saga knattspyrnunn- ar hér á Akranesi er eins glæsileg og raun ber vitni. í þeirri sögu á hann stærri þátt en margir hafa gert sér grein fyrir. Eftirlifandi konu hans, Sigríði Guðmundsdóttur, ættingjum og ástvinum votta ég dýpstu samúð. F.h. Knattspyrnufélags ÍA, Gunnar Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.