Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989 29 semin við aðra einkenndi hana. Börnin okkar sögðu stundum við okkur: „Það er eitthvað svo tignar- legt og kvenlegt við hana ömmu.“ Það var alveg rétt því stundum sagði ég við hana þegar hún kom í heimsókn til okkar með þetta fal- lega yfirbragð: „Nú kemur þú alveg eins og drottning." Og hún var drottningin okkar og verður alla tíð. Eitt veit ég líka og það er sann- færing mín að Asa hefði getað orð- ið mikil listakona svo listfeng sem hún var og það sem hún skapaði með huga sínum og hendi ber því ljóslega vitni. En hún tók móður- hlutverkið fram yfir eins og margar kynsystur hennar hafa gert og ég held að hafi verið og verði alltaf stærsta og helsta hlutverk allra kvenna í þjóðfélaginu. Mér er alltaf minnisstætt hvað hún hafði einstak- lega fallegar og fíniegar hendur. Nú þakka ég henni fyrir það að börnin okkar Mumma bera að minnsta kosti eitthvað af þessum mannkostum hennar og allt það sem ég hef lært af þessari yndis- legu konu. Það er ótrúlegt að hugsa 'Sér það tómárúm sem við eigum eftir að ganga í gegnum á næst- unni, að hafa elsku Asu mína ekki lengur á meðal okkar. Mér er ofar- lega í huga ein helgi af mörgum í sumar. Þá vorum við Mummi að fara í sumarhúsið okkar „Garðs- auka“ við Þingvallavatn en fram að því hafði Ása verið lasin og ekki treyst sér með okkur. En þessa helgi tók hún af skarið og sagðist ætla með okkur á Þingvöll. Veðrið var óvenju gott þennan dag og hún var svo glöð og við svp hamingju- söm að hafa hana hjá okkur. Blá- gresið sem hún elskaði var í fullum skrúða, birkið, víðirinn, lyngið og mosinn skartaði sínu fegursta. Og svo síðast en ekki síst vatnið sjálft og fjallahringurinn allt um kring. Hún var mér samntála um það að svona mikil náttúrufegurð frá Guði gæti ekki annað en skapað manni lífshamingju. Enda var hún mikið náttúrubarn, fædd og uppalin í Múlakoti í Fljótshlíð, einum feg- ursta stað á íslandi, þar sem saman fer mikill gróður, fossar og fjalla- sýn. Þótt hún ætti eftir að búa í Reykjavík meiri hluta ævinnar, voru æskustöðvarnar henni mjög kærar. Nú vil ég þakka hjartans Ású rninni fyrir mína lífshamingju, sem er maðurinn minn og börnin mín sem eru hluti af henni. Nú fer hún til Óskars afa og ég gleðst yfir því og svo hittumst við öll síðar. Ég bið góðan Guð að varðveita og blessa börnin hennar og okkar, ást- vini hennar alla. Guð blessi einnig hana, mína hjartkæru tengdamóð- ur, og gefi henni eilífan frið. Þó margt hafi breyst, síðan byggð var reist, geta bömin þó treyst sinni íslensku móður. Hennar auðmjúka dyggð, hennar eilífa tryggð, eru íslensku byggðanna helgasti gróður. (D.St.) Svava Gísli Halldórsson, Nes- kaupstað — Minning Fæddur 21. desember 1921 Dáinn 31. október 1989 Gilli frændi er dáinn. Það virðist svo óraunverulegt, þó að hann hafi ekki verið heilsuhraustur síðustu árin. Minningarnar hrannast upp í hugann og af mörgu er að taka. Má þar nefna bíltúrana, ferðalögin á sumrin og allar heimsóknimar þegar setið var og spjallað við eld- húsborðið heima. Gilli fæddist í Neskaupstað 21. desember 1921 og var næstyngstur 7 barna hjón- anna Guðríðar Hjálmarsdóttur og Halldórs Ásmundssonar- sem þar bjuggu. Hann bjó alla sína tíð á Neskaupstað, stundaði í fyrstu alla almenna vinnu en síðustu 30 árin var hann netagerðarmaður hjá Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar. Gilli var ekki mikið fyrir marg- mennið, en hann var traustur og góður sínum og alltaf tilbúinn að gera öðrum greiða. Börn hændust fljótt að honum, sóttust eftir því að heimsækja hann og vera í návist hans. Að leiðarlokum vil ég þakka elskulegum frænda mínum fyrir samfylgdina. Einnig alla þá aðstoð og hjálp sem hann veitti foreldrum mínum síðustu árin. Blessuð sé minning hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem) Dóra, Bjarni og dætur, Uppsölum, Svíþjóð. t Móðir mín, amma og langamma, IMGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, andaðist í Borgarspítalanum þriðjudaginn 28. nóvember. Hrefna, barnabörn og barnabarnabörn. Til greinahöfiinda Aldrei hefur meira aðsent efhi borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æskilegt er, að greinar verði að jafnaði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hverja línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um að stytta þær. Ef greinahöfúndar telja það ekki liægt, geta þeir búizt við verulegum töfum á birtingu. Minning-ar- og aftnælisgreinar Af sömu ástæðum eru það eindregin tilmæli ritstjóra Morg- unblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endurtekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama einstakl- ing. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Éf meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morg- unblaðið sé beðið um að birta ræður, sem haldnar eru á fund- um, ráðstefnum eða öðrum mannamótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningart- ilvikum. Ritstj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.