Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989 25 Jafiiréttisráð: Ráðning yfirkenn- ara Víðistaðaskóla brot á jafin*éttíslögum Jafhréttisráð hefur komizt að þeirri niðurstöðu að ráðning í stöðu yfirkennara við Víðistaðaskóla í Hafharfirði sé brot á jafh- réttislögurn. Menntamálaráðherra réði Magnús Jón Árnason í stöðuna 1. júní síðastliðinn. Á móti Magnúsi sótti Véný Lúðvíks- dóttir um stöðuna. í bréfi menntamálaráðuneytis- ins til Jafnréttisráðs kemur fram að báðir umsækjendur hafi verið taldir vel hæfir til að gegna stöð- unni. Ákvörðun ráðherra hafi hins vegar byggzt á þeim eindregnu meðmælum, sem Magnús Jón hafí fengið frá skólastjóra, kennararáði og meirihluta skólanefndar Hafn- aríjarðar. Þar fékk Magnús Jón þijú atkvæði en Véný eitt. I bréfi ráðuneytisins segir að það sé stefna þess að velja konur fram yfir karla í stjórnunarstöður, svo fremi að þær séu jafnhæfar til þess að gegna þeim miðað við menntun og starfsreynslu. „Það er yfirlýst stefna ráðuneytisins að auka sjálfstæði skólanna og þess vegna hlýtur ráðuneytið að hlusta á eindreginn vilja skólastjórnenda, kennara og foreldra barna í skól- anum,“ segir jafnframt í bréfinu. „Menntamálaráðuneytið hlýtur að miða við hvað sé bezt fyrir þá, sem ráðuneytið á fyrst og fremst að þjóna, skólanemendurna. Vegna þeirra ber ráðuneytinu að standa vörð um farsælt skólastarf meðal annars með þvi að taka tillit til óska þeirra, sem á vettvangi starfa." Jafnréttisráð bendir í fyrsta lagi á þá staðreynd, að Véný hafí lengri starfsreynslu en Magnús og lengri stjórnunarreynslu, þar sem hún hafí gegnt stöðu yfirkennara í tvö ár og bendi ekkert til annars en hún hafi leyst það starf vel af hendi. í öðru lagi telur ráðið að jafnréttislögin beri að túlka svo að atvinnurekanda beri að ráða þann umsækjanda, sem er af því kyni sem er í minnihluta í starfs- grein, í þeim tilvikum þar sem báðir umsækjendur standi jafn- fætis og teljist jafnhæfir til að gegna starfinu. Öðru vísi verði til- gangi laganna, að koma á jafn- rétti karla og kvenna, ekki náð. „Konur eru enn í minnihluta hvað varðar stjórnunarstöður inn- an skólakerfísins. Bar því sam- kvæmt framansögðu að ráða konu í starfíð," segir í niðurstöðu Jafn- réttisráðs. „Jafnréttisráð geteur ekki fallizt á þau rök menntamála- ráðuneytisins að stefna ráðuneyt- isins um að auka sjálfstæði skóla víki úr vegi þeirri ábyrgð sem lög- fest er í lögum nr. 65 frá 1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.“ Jafnréttisráð mælist til þess að Véný verði nú þegar eða í síðasta lagið 1. júní 1990 ráðin yfirkenn- ari við Víðistaðaskóla. Heilsugæslustöðin á Húsavík. Morgunbladid/Silli Ný heilsugæslustöð fokheld Húsavík. NÝTT hús fyrir Heilsugæslustöðina á Húsavík hefúr verið í byggingu síðastliðið ár og er nú fokhelt óg irágengið að utan. Verkið hefúr stað- ist áætlun og er nú komið upp á um 30 milljón- ir sem greiðast 85% af ríkinu en 15% af viðkom- andi sveitarfélögum. Húsið allt er rúmir 1.200 fermetrar að flatar- máli á tveimur hæðum og byggt norðan við sjúkra- húsið. Verktaki 1. áfanga var Trésmiðjan Rein og byggingastjóri Stefán Óskarsson, Reykjahverfi. Til stendur að bjóða út 2. áfanga, sem verður frágangur innanhúss, en beðið er eftir vitneskju um hvað fæst til verksins á næstu íjárlögum, svo hægt verði að haga útboði eftir því. Læknamiðstöð tók hér til starfa í nýja sjúkrahús- inu 1966, en breytti um nafn 1974 í Heilsugæslu- stöð, og hefur því starfað sem slík í yfir 20 ár. - Fréttar. Hafiiarsamband sveitarfélaganna: 31% raunlækkun á framlög- um ríkisins til hafnargerðar HAFNARSAMBAND sveitarfélaganna lýsti á ársfúndi sambandsins í lok október yfir miklum áhyggjum vegna lágra framlaga ríkisins til hafiiargerðar og hafnabótasjóðs. Ársfimdurinn hefúr í ályktun minnt á að hafiur eru lífæð hvers byggðarlags og forsenda þeirra byggða sem eiga allt sitt undir sjávarútvegi. Stjórn Hafnarsambandsins hefur fjallað um fjárhagsstöðu hafnanna í ljósi frumvarps til fjárlaga fyrir árið 1990 og hefur sent fjárveitinganefnd Alþingis og ráðherrum ósk um að hagsmunir hafnanna verði betur tryggðir en en gert er í íjárlagafrum- varpinu eins og það hefur verið lagt fram á Alþingi. í ályktun ársfundar Hafnarsam- bands sveitarfélaganna segir að ríkisstjórninni sé ætlað með lögum að leggja fram 75% af framkvæmda- kostnaði við hafnir og auk þess að leggja til hafnarbótasjóðs eigi lægri upphæð en 15% af árlegu framlagi ríkisstjórnarinnar til hafnarmann- virkja. Verði ekki hækkun á framlög- um ríkisins til hafnargerða blasi við mikil vandræði. Hafnarmannvirki séu víða mjög léleg og þurfi víða viðhald og endurbyggingar að koma til. Útgjöld hafnanna hafi vaxið með auknum kröfum um þjónustu og ör- Greinargerð BHMR vegna virðisaukaskatts: Flóknar kerfisbreytingar notaðar til skattahækkana BANDALAG háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna er á móti „matar- skatti" og leggur því til að virðisaukaskattur komi ekki á mat- væli, en þess í stað verði niðurgreiðslur og útflutningsbætur endur- skoðaðar og lækkaðar. Fyrirsjánlegt sé að virðisaukaskattskerfíð muni auka innlendan kostnað og rýra kaupmátt launamanna. Þetta sé því enn eitt dæmið um það hvernig stjórnvöld nýti sér flóknar kerfisbreytingar til að seilast dýpra í vasa launafólks. Þetta kemur meðal annars fram í greinargerð sem Morgunblaðinu hefur borist frá samtökunum. Þar segir ennfremur að skáttkerfi sem byggi á háum óbeinum sköttum verði aðeins réttlætt með öflugu félagslegu bótakerfi. Meðan fé- lagslegar forsendur séu ekki fyrir hendi telji BHMR fyrirhugað hlut- fall virðisaukaskatts alltof hátt. Þá muni skatturinn auka innlendan kostnað og hækka verðlag vegna eftirlits og bókhalds, en gjaldend- um muni fjölga í um 30 þúsund sem sé um tvöföldun. Megin verð- lagsáhrifin séu þó þau að vörur og þjónusta sem nú séu undanþeg- in skatti verði skattskyld og skatt- hlutfall hærra. Það muni rýra kaupmátt launa. skattprósentu og breiðum skatt- stofni með fáum undanþágum skapi visst réttarfarslegt öryggi umfram flókið kerfi. Þess vegna þurfi allar undanþágur að vera sem skýrastar og allt þurfi að gera til þess að koma í veg fyrir misnotkun og undanskot. Vegna smæðar og fábreytileika íslensks efnahagslífs efist BHMR um að sá ávinningur náist sem haldið sé fram í kynn- ingu á virðisaukaskattinum og finna megi fordæmi fyrir í þróuð- um iðnaðarsamfélögum. Því leggi BHMR áherslu á hert skattaeftirlit og vari stjórnvöld við oftrú á innra eftirliti kerfisins. Þá sé það talið viðisaukaskatti til tekna að ekki sé lagður neysluskattur á útflutn- ingsgreinar, en sýnt hafí verið endurgreiðslum í núverandi sölu- skattskerfí. Kerfisbreyting af þess- um sökum sé því ekki nauðsynleg. Þá telur BHMR brýnt að koma á samræmdu innheimtukerfi á gjöldum til ríkissjóðs til að koma í veg fyrir endurgreiðslu til fyrir- tækja ef þau skuldi önnur gjöld eða skatta starfsmanna. yggi. Hafnarbótasjóði sé ætlað að veita lán og styrki til framkvæmda og vegna tjóns á hafnarmannvirkj- um. Þá segir að niðurskurður á fram- lögum til hafnarbótasjóðs muni leiða til vandræða ef tjón verður en nú stefni í að sjóðurinn verði tómur um áramót. Þó hafi ekki tekist að veita þau lán sem hafnir hefðu þurft vegna framkvæmda þetta ár. Er þar í öllum tilvikum um að ræða framkvæmdir sem ekki mátti fresta. I ályktun ársfundar Hafnarsam- bands sveitarfélaganna lýsir stjórnin yfir mikilli óánægju með að framlög til hafnarmannvirkja skuli skorin nið- ur langt umfram niðurskurö til ann- arra þátta ríkisútgjalda. Ástæða sé sérstaklega til að benda á það að niðurskurðurinn beinist að fískihöfn- unum sem þurfa mestar fram- kvæmdir en standa mun verr en vöruhafnir. Að sögn Sturlu Böðvarssonar, formanns Hafnarsambands sveitar- félaganna, er á hverju ári gerð út- tekt á afkomu hafnanna. A þeirri úttekt séu breytingar á gjaldskrá byggðar. Vegna þess hve aflagjöld eru lág hafi afkoma fiskihafnanna versnað. Sturla sagði að samkvæmt könnun sem hafí verið gerð á afkomu fiskihafna hafi meðalframlegð við- miðunarhafna fallið úr 38% 1985 í 22% 1989. Sturla sagði að þessi þróun stefndi útgerðarstöðum í verulega hættu og bætti gráu ofan á svart fyrir þá bæjarsjóði sem hefðu orðið að leggja til fjármagn til hafnargerða upp I hlut ríkisins. Framlag ríkisins til hafnargerðar 1988 var 398,5 milljónir, þar af 20 milljónir til hafnarbótasjóðs. Fyrir árið 1989 var veitt 406 milljónum til hafnargerðar, þar af 25 milljónum til hafnarbótasjóðs. í fjáriagafrum- vai-pi fyrir árið 1990 á að veita 350 milljónum til hafnargerðar, þar. af 20 milljónum til hafnarbótasjóðs. Sturla sagði að áætluð skuld ríkisins við hafnir landsins í árslok væri um 225 milljónir króna vegna fram- kvæmda á þessu ári og fyrri árum. Sagði Sturla að miðað við fast verð- lag væri 31% raunlækkun á framlög- um ríkisins samkvæmt fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1990, 31% miðað við árið 1989. Gagnrýni Benedikts réttmæt - segir efiiahagsráðgjafi flármálaráðherra MÁR Guðmundsson, efiiahags- ráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar Qármálaráðherra, telur gagnrýni Benedikts Davíðssonar, stjórnarmanns í Sambandi almennra lífeyris- sjóða, varðandi skattheimtu af tekjum úr lífeyrissjóði, rétt- mæta. Skýrt var frá því 1 Morgun- blaðinu á miðvikudag að Benedikt teldi koma til greina að greiða óverðtryggðan lífeyri frá áramót- aðra ganga úr gildi eða greiða út verðbætur og vexti sérstaklega, þannig að sá hluti lífeyrisins yrði undanþeginn skatti. Benedikt sagði að með því að draga tekjur úr lífeyrissjóði frá tekjutryggingu væru lífeyrissjóðirnir að greiða nið- ur tryggingabætur fyrir ríkið. Hins vegar notaði ríkið skattpeninga til að verðbæta lífeyrisbætur opin- berra lífeyrissjóða. „Þetta er vandamál sem þarf að taka upp og skoða vandlega,“ Þá Ségk.&ð .kerfi m<jð einni fram.Á.að þægt.gé.áð.kpmá.við. um þegar jög um eftirlaun til aldr- sagði Már Guðmundsson. Samvinnu- skólinn verður Samvinnu- háskóli SKÓLANEFND Samvinnu- skólans að Bifröst og stjórn Sambands íslenskra sam- vinnufélaga hafa samþykkt skipulags.skrá fyrir Samvinnu- skólann. í henni kemur meðal annars fram að skólinn heitir nú Samvinnuháskólinn og er sjálfseignarstofnun. Á stjómarfundi SÍS 14. nóv- ember síðastliðinn var gengið frá skipulagsskrá fyrir Samvinnu- skólann. í skólablaði Samvinnu- skólans, Bifrastartíðindum, seg- ir að skipulagsskráin hafí verið send dómsmálaráðuneytinu til staðfestingar og að ráðuneytið hafí ekki séð ástæðu til að stöðva það. Þar segir jafnframt að Sam- vinnuháskólinn eignist lóð skólans en húseignir verði áfram í eigu SÍS, Vátryggingafélags íslands og Olíufélagsins hf. ífT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.