Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 16
16 ■ HLJÓMSVEIT Tónlistarskól- ans í Reykjavík heldur tónleika í Bústaðakirkju föstudaginn 1. des- ember kl. 18. Þetta eru aðrir tón- leikar hljómsveitarinnar á þessu starfsári og eru á efnisskránni for- leikur að Rakaranum í Sevilla eft- ir Rossini og Sinfónía í g-moll eftir Mozart. Stjórnandi hljómsveit- arinnar er Ingvar Jónasson. Tón- leikarnir standa yfír í u.þ.b. klukku- stund og er aðgangur ókeypis. Ingvar Jónasson. ■ RAGNAR Lár myndlistarmað- ur hefur verið með málverkasýn- ingu í Gerðubergi að undanförnu og lýkur henni sunnudaginn 3. des- ember. Alls sýnir Ragnar 45 mál- verk og hefur aðsókn verið góð að sýningunni. ■ FfÍLAG áhugamanna um bók- menntir efnir til dagskrár um íslenska nútímaljóðlist á morgun kl. 15. Þrír fyrirlesarar ræða við fundargesti, þeir Skafti Þ. Hall- dórsson, kennari, ísak Harðarson skáld og Gunnar Harðarson, skáld og heimspekikennari. Skafti nefnir sinn lestur Morgundagur í brota- járninu (Athugun á ljóðum spor- göngumanna atómskáldanna). Net til að veiða vindinn kallar ísak sína hugvekju og snýst um ljóðið andspænis skilgreiningunni. Laumufarþegar atómskáldsins er yfirskrift á erindi Gunnars Harð- arsonar. Fundurinn verður haldinn í Odda, Hugvísindahúsi Háskóla íslands, stofu 101. ■ TRÉSMÍÐAFÉLAG íslands stendur fyrir sýningu úr 90 ára sögu félagsins og á starfí reykví- skra trésmiða á liðnum áratugum í húsakynnum þess að Suðurlands- braut 30. Sýndir eru ýmsir munir sem varpa ljósi á starf trésmiða í höfuðborginni og sögu félags þeirra. A sýningunni hefur verið komið fyrir gömlu verkstæði með tilheyrandi verkfærum og einnig munum sem undirstrika mikilvæga þætti í starfi Trésmíðafélagsins um þessar mundir, eins og aðbúnað og öryggi á vinnustöðum. Sólveig Georgsdóttir þjóðfræðingur ann- aðist uppsetningu sýningarinnar. Sýningin er opin á skrifstofutíma virka daga og á sunnudögum kl. 14-18 og er öllum opin. Næstkom- andi sunnudag, 3. desember kl. 15 flytur Hjörleifiir Stefánsson arki- tekt erindi um byggingar í Reykjavík i gegnum tiðina. ■ LIONS-KL UBB UR Hafnar- fjarðar verður með sína árlegu jóla- pappírssölu 2. og 3. desember. Allur ágóði af sölunni rennur til líknar- mála í Hafiiarfirði. Klúbburinn hefur meðal annars styrkt heimili fyrir þroskahefta og heimili fyrir vangefna í Hafharfirði. Lions- klúbburinn hefur meðal annars gefið tæki og verkfæri sem notuð eru til að skera upp við bijósklosi í baki. Einnig styrkur Lions-klúb- bur Hafiiarfjarðar ýmis málefni innan Lionshreyfingarinnar. ■ SÝNINGU Jóhönnu Boga- dóttur á Kjarvalsstöðum lýkur á sunnudagskvöld 3. desember. Þar sýnir Jóhanna málverk og teikn- ingar í vestursal og vesturforsal. Sýningin er haldin nú við lok þess tíma er hún hefur notið starfslauna sem borgarlistamaður og af því til- efni er ókeypis aðgangur að sýning- unni. Jóhann hefur sýnt víða um lönd, bæði tekið þátt í samsýningum og haft einkasýningar á Norður- löndunum, Póllandi og Banda- ríkjunum. Síðastliðið vor var sýn- ing á verkum hennar í Helsinki er MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGÚR íi DESEMBER 1989 Morgunblaðið/Sverrir Elsa Þorkelsdóttir, Valgerður H. Bjarnadóttir, Berglind Ásgeirsdóttir og Guðrún Ágústsdóttir kynna niðurstöður samnorræna jafnréttisverkefiiisins. / Samnorrænt jaftiréttisverkefiii - Brjótum múrana: Niðurstöðum og tillögum skil- að á lokaráðstefiiu í Reykjavík KONUR og karlar eru að miklu Ieyti aðskilin á vinnumarkaðnum, skiptingin er bæði milli atvinnugreina og starfssviða innan fyrir- tækja, hægt er að hafa áhrif á kynskiptinguna og til þess þarf að koma til samhæft átak kvenna og karla á vinnumarkaðnum, þeirra sem stjórna á vinnumarkaði, menntakerfisins og stjórn- valda. Þetta eru meginniðurstöður norræna samstarfsverkefiiisins BRYT, sem hér á landi kaUast Brjótum múrana. Niðurstöðurnar og tillögur að aðgerðum verða kynntar á lokaráðstefhu verkefnis- ins sem hefst í dag á Hótel Sögu í Reykjavík. Verkefnið hefur staðið yfir í fjögur ár og hafa yfír 30 verkefni verið unnin á þeim tíma á Islandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Á blaðamannafundi um niðurstöðumar i gær kom fram að BRYT er viðamesta jafnréttis- aðgerð sem unnin hefur verið af íslenskum. stjórnvöldum. Norræn yerkefnisstjóm var í höndum Drude Dahlemp lektors við Árósa- háskóla, en verkefnisfreyja hér á landi er Valgerður H. Bjarnadótt- ir. „Verkefnin hafa öll, ekki síður þau sem hafa mistekist, kennt okkur mjög mikið um hvaða hindmnum er að mæta,“ sagði Valgerður. Meðal þeirra sem heppnuðust vel em aðgerðir í skól- um, þar sem fyrirkomulagi og innihaldi kennslu hefur verið breytt í þá átt að það henti betur konum eða stelpum. Valgerður segir að með því að endurskoða kennsluna, taka önnur dæmi úr vemleikanum í námsefninu og í sumum tilvikum að hafa aðeins stelpur i hópi, hafi náðst góður árangur. Hún tók dæmi af sænsku verkefni á þessu sviði sem sýndi þann árangur að færri stelpur en áður féllu úr námi á tæknisviði og einkunnir þeirra hækkuðu. Helstu niðurstöður verkefnisins em að konur og karlar eru aðskil- in á vinnumarkaðnum, einungis um það bil 6-7% vinnuafls er í störfum þar sem hlutfall kynjanna er nokkuð jafnt. Um helmingur er í störfum þar sem konur eða karlar eru yfir 90% starfsfólks. Skiptingin er bæði milli at- vinnugreina og starfssviða innan fyrirtækja. Störf kvenna em að jafnaði ver launuð en karlastörf, þau gefa minni möguleika á þróun eða stöðuhækkun og eru oft bind- andi, slítandi og einhæf. Karlar sinna stjómunarstörfum mun oft- ar en konur og nær allar konur starfa undir beinni eða óbeinni stjórn karla. Markmið verkefnisins til langs tíma litið var að brjóta upp kyn- skiptinguna þannig að konur og karlar vinni sem mest að sameig- inlegum verkefnum, öðlist þekk- ingu á sem flestum sviðum og að áhrifa beggja kynja njóti sem víðast í samfélag'inu. 60 manns eru á atvinnu- leysisskrá á Seyðisfirði Slæmt útlit er hjá loðnubræðslum og vélsmiðjum 60 manns eru á atvinnuleysisskrá á Seyðisfirði um þessar mundir og hefur atvinnuástand verið afleitt þar allt frá því í september síðastliðnum þegar um 100 manns var sagt upp í kjölfar gjald- þrots Fiskvinnslunnar hf. Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri Seyð- isfiarðar, segir að bregðist loðnuveiðin leiði það til þess að 40 manns sem starfa við loðnubræðslur bætist við á atvinnuleysisskrá og auk þess sé einsýnt með að atvinnuleysi aukist enn á staðnum fái vélsmiðjur staðarins ekki verkefiii á næstu dögum. vakti athygli og fékk mjög góða gagnrýni í helstu dagblöðum þar. ■ FÉLAG harmoníkuunnenda í Reykjavík hóf sitt tólfta starfsár í haust. Skemmtifundir félagsins hafa náð miklum vinsældum meðal borgarbúa. Fundirnir eru haldnir í Templarahöllinni við Skólavörð- ustíg fyrsta sunnudag hvers mán- aðar. Þar ríkir kaffihúsastemning með harmoníkuieik. Fundirnir hefj- ast kl. 15 og þeim lýkur kl. 18. ■ STEINUNN Marteinsdóttir heldur um helgina og næstu helgi sýningu á keramík og teikningum í Gallerí Hulduhólar, Mosfellsbæ kl. 13-19.. Á sýningunni er allt frá keramikskartgripum til veggplatta og mynda. Einnig eru þar teikning- ar frá Parísardvdöl listakonunnar. Steinunn hélt síðast stóra sýningu 1984 en hefur undanfarin ár mest unnið að stórum verkum fyrir opin- berar bygginar. Hún tók í haust þátt í norrænni sýningu á leir- og glerlist í Saga Gallery í London. ■ KLA USTURHÓLAR efna til 152. uppboðs fyrirtækisins sunnu- daginn 3. desember kl. 20.30 í Súlnasal Hótel Sögu. Á sýningu sem stendur yfir að Laugavegi 8 á málverkunum getur að líta mjög fjölbreytt úrval íslenskrar myndlist- ar eftir yngri og eldri listamenn. Af yngri mönnum má nefna Eyjólf Einarsson, Brún fjöll, olíumynd, 1984, Karólínu Lárusdóttur, sem nú er að ná alþjóðlegri viðurkenn- ingu. Þarna er mynd Gísla Sigurðs- sonar „Skáldið og skvísan", mál- uð 1984 og myndir eftir Alfreð Flóka, Hring Jóhannesson, Eirík Smith, Kára Eiríksson, Pétur Friðrik, Gunnar Hjaltason og fleiri. Af millikynsloðinni í íslensku myndverki verða boðnar myndir eftir Jón Þorleifsson, Eyjólf Ey- fells, þijú verk eftir Snorra Arin- bjarnar, Jón Engilberts, Jóhann Briem, Svein Þórarinsson, Gunn- laug Blöndal, Karl Kvaran og Höskuld Björnsson. Einnig verða boðnar nokkrar myndir stóru braut- ryðjendanna Jóhannes S. Kjarval, Mugg, Guðmund Thorsteinsson og Ásgrím Jónsson. ■ FÉLAGSFUNDUR Dags- brúnar hefur lýst fullum stuðningi við mótmæli íslensks launafólks í auglýsingum í dagblöðum gegn 26% virðisaukaskatti á matvöru. Fund- urinn var haldinn á sunnudaginn var, en áður hafði stjóm félagsins samþykkt sams konar yfirlýsingu. Þess er krafist að matvörur séu ekki skattlagðar, hvort sem um sé að ræða 13% eða 26% skatt. ■ ÞORSTEINN Gauti Sigurðs- son píanóleikari heldur tónleika í Logalandi laug- ardaginn 2. des- ember kl. 15. Þor- steinn Gauti hóf ungur píanónám og lauk einleikara- prófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1979 undir handleiðslu Halldórs Har- aldssonar. Fram- haldsnám stundaði hann í Juilliard School of Music í New York og í Róm. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Liszt, Ravel og Rachmaninoff. ■ Á FULL VELDISDAGINN 1. desember verður ljóðakvöld í Listamannahúsinu, Hafnarstræti 4. Flestir höfundanna hafa nýverið gefíð út bækur en aðrir eru að koma fram í fyrsta sinn. Þeir höfundar sem lesa eru Dagur Sigurðarson, en hann les úr nýútkominni bók er hefur að geyma heildarsafn verka hans, Birgir Sigurðsson, en hann les úr nýútkomnu smásagnasafni, Margrét Lók Ies úr nýútkominni ljóðabók sinni, Margrét Hugrún les Ijóð, Sigurgeir Orri les eigin ljóð, Guðlaug María Bjarnadóttir les úr nýútkominni bók í bóka- flokknum „Orðmenn“, Ólafur Haraldsson les texta, Berglind Gunnarsdóttir les eigin ljóð og Ólöf Ýr Atladóttir les texta. Kynnir á Ijóðakvöldinu verður Sæmundur Norðfjörð. Upplesturinn hefst klukkan 21 og er fólki bent á að mæta tíman- lega. í hléi verður boðið uppá kaffi og kleinur. Þorvaldur sagði að hlutfall at- vinnulausra væri afar hátt á Seyðis- fírði þar sem fjöldi vinnandi manna væri aðeins um 450. Hann sagði að það væri undarlegt staða að koma upp í bænum því Seyðisfjörð- ur hefði undanfarin ár verið í hópi afkastamestu loðnulöndunarstaða landsins. Vélsmiðja Seyðisfjarðar og Vél- smiðjan Stál hf. á Seyðisfírði hafa boðið sameiginlega í endurbætur á hafrannsóknarskipinu Árna Frið- rikssyni. Theodór Blöndal framkvæmda- stjóri segir að þetta tilboð þeirra sé eina innlenda tilboðið þar sem boðið var í alla verkþættina. „Það hefur komið fram í fjölmiðlum að Þorgeir og Ellert hafi verið með lægsta tilboðið en þeir buðu ekki í sandblástur á skipinu. Eg tel því að þetta sameiginlega tilboð okkar sé því lægst þegar tekið er tillit til þessa. Ef við ekki fáum þetta verk blasir ekkert annað við en verkefna- skortur í langan tíma sem hefur auðvitað i för með sér að við verðum segja upp iðnaðarmönnum," sagði Theodór. Theodór sagði að vegna gæfta- leysis á loðnumiðum væri ekki um nein viðhaldsverkefni fyrir loðnu- Þátttaka í prófkjörinu verður heimil öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum flokksins í kjör- dæmmu. Þeir sem kjósa í prófkjör- inu þurfa að skrá sig á kjörskrá á flotann að ræða. Samtals vinna 60 manns hjá vélsmiðjunum. Þorvaldur sagði að það væri 6% allra bæj- arbúa og 16-17% af vinnuafli bæjar- ins. Þorvaldur sagði að ef til upp- sagna kæmi hjá vélsmiðjunum, að viðbættu atvinnuleysi að lokinni síldarvertíð, benti flest til þess að um 150 manns yrðu á atvinnuleysis- skrá í bænum. Sagði hann að þær horfur væru svipaðar því ef allir Reykvíkingar búsettir austan El- liðaár yrðu atvinnulausir. kjörstað, sem flokksbundna eða óflokksbundna stuðningsmenn flokksins og þátttakendur í próf- kjörinu. — Sig. Jóns. Alþingiskosningar; Opið próflgör í Suð- urlandski ör dæmi Selfossi. OPIÐ próflyör verður viðhaft í Suðurlandskjördæmi við val og röðun frambjóðenda á lista sjálfstæðismanna við næstu alþingis- kosningar. Prófkjörið verður væntanlega haldið næsta haust ef ekki kemur til þingkosninga fyrr. Þetta var ákveðið á aðalfúndi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi á Hvol- svelli um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.