Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 36
36 danskur> l úrbeinaöur hamborgar hryggur J 1.350 ' Hamborgar hryggur ni/bein1 * * * * * * * r 9U5 lcr. kg* kr. kg- i í \ á Reykt . svínalœrt fr95l‘rM' Bayonne skinka $90«*» London lamb 899 Icr. ^9 0angikjöt Uert ygOw*9 jrampartuT ),7 5 KJÖT EROKKAR SÉRGREIN KONFEKT MARKAÐUR Glœslbæ 2> 68 5168 R MOkdUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 1. DESEMBER 1989 Minninff: Margrét Sigurðar dóttir frá Skamm- beinsstöðum Fædd 25. febrúar 1903 Dáin 23. nóvember 1989 I dag, 1. desember, fer fram frá Fossvogskirkju útför Margrétar Sigurðardóttur frá Skammbeins- stöðum í' Holtum í Rangárvalla- sýslu. Margrét var ömmusystir mín. Þegar ég var lítil stelpa átti ég því láni að fagna að fara í sveit til frænku minnar. Hélt hún heimili á Skammbeinsstöðum með Sigurði bróður sínum. Dvöl mín fyrir austan á Skammbeinsstöðum varð alls 10 sumur. Margar góðar minningar eru tengdar þeim tíma og tengdist ég Möggu þá sterkum vináttubönd- um þótt aldursmunur milli okkar væri meiri en hálf öld. Magga var mér góð vinkona og var ávallt boð- in og búin að hugga eða gleðja aðra ef á því þyrfti að halda. Ekki síður átti hún einnig gott með að gleðjast. Um áratugaskeið átti Magga við vanheilsu að stríða sem var liðagigt og dvaldi hún af þeim ástæðum á Reykjalundi í Mosfells- sveit hátt á annan áratug til dauða- dags. Eftir því sem árin liðu versn- aði Möggu af liðagigtinni og var hún síðasta áratuginn alveg bundin við hjólastól. Þrátt fyrir erfið'veik- indi var Magga glaðlynd kona og hugprúð. Þakklát var hún fyrir þá einstaklega góðu aðstoð og hjálp sem hún fékk frá starfsfólki Reykjalundar. Alltaf fannst mér ánægjulegt að heimsækja hana og eftir að ég eignaðist drengina gladdist hún við að horfa á leik þeirra. Nú hefur Magga frænka kvatt jarðvist vora og hafði hún oft haft orð á því hin síðustu ár að hún yrði hvíldinni fegin. Margrét Sig- urðardóttir er gengin til feðra sinna. Mér þótti vænt um hana og kynni mín af henni voru mér dýrmæt. Ég bið henni blessunar í guðsfriði. Dagmar Elín Sigurðardóttir Sjá nóttin er á enda, nú árdagsgeislar senda um löndin Ijós og yl. I nafni náðar þinnar ég nú til iðju minnar, minn Guð, að nýju ganga vil. (H. Hálfd.) Margrét Sigurðardóttir var fædd í Götu í Holtum, 25. febrúar 1903. Elsta dóttir hjónanna Guðríðar Þor- steinsdóttur frá Holtsmúla í Land- sveit og Sigurðar Jakobssonar frá Neðra-Seli í sömu sveit. Börn þeirra hjóna voru sjö: Margrét, Agústa, Dagmar, Elísabet, Elínborg, Lára og Sigurður. Elísabet er látin fyrir fáum árum. í Götu fæddust tvær elstu systurnar. Þá flutti Qölskyldan að Skammbeinsstöðum í sömu sveit. Föður sinn missti Margrét þegar hún var átta ára. Þá voru systurnar fæddar, en sonurinn fæddist litlu síðar. Erfitt hefur hlutverk ekkj- unnar verið að standa ein með sjö ung börn. Þá voru ekki barnabæt- ur, né neinir styrkir til hjálpar. Heimilinu var haldið saman og börnin fengu að njóta móður sinnar. Síðar eignaðist Guðríður son, Guð- mund Arnason. Þá var þar alinn upp Benedikt Björnsson. Magga frænka, eins og við sögð- um gjarnan, hefur því alist upp við alla algenga sveitavinnu. Eftir að hún komst upp fór hún til Reykjavíkur í vinnu. En hennar starfssvið var á Skammbeinsstöð- um, þar átti hún sitt lögheimili til æviloka. Eftir að móðir hennar lést, árið 1941, hélt hún heimili með Sigurði og Guðmundi, bræðrum sínum. Síðar þegar Guðmundur giftist voru þau ein, Sigurður og Margrét. Magga frænka eignaðist ekki börn, en mörg börn dvöldust sumarlangt á Skammbeinsstöðum. Þá var barnaskóli Holtahrepps þar í nokkra vetur. Magga var félagslynd og starfaði hún um árabil í kvenfélag- inu Einingu í Holtum. Hún var heilsugóð framan af ævi, en sl. 20-30 ár hefur hún ver- ið haldin erfiðum sjúkdómi, sem ágerðist eftir því sem árin liðu. Tvö ár dvaldi hún hjá systur sinni, Elín- borgu, og manni hennar, Bjarna Jóhannssyni, Árbakka, Landsveit. Mörg hin síðari ár hefur hún dval- ist á Reykjalundi og notið þar ein- stakrar aðhlynningar. Þegar Magga varð 80 ára var haldin stór veisla. Þá var boðinn salur á Reykjalundi, en þangað fjöl- menntu systkini og þeirra afkom- endur. Bað hún um að ekki væri' komið með gjafir, en borðin svign- uðu undan veislukosti sem gestir höfðu með sér. Allir gerðu sér glað- an dag, en glöðust allra var Magga í sínum hjólastól. Vil ég þakka starfsfólki Reykjalundar, hversu vel það reyndist frænku minni öll þessi ár, og bið Guð að blessa störf þeirra. Utför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu, 1. desember Til hinstu hvíldar verður hún lögð í Gufuneskirkjugarði, að hennar eig- in ósk. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér. Þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (Vald Briem.) Hvíli hún í friði. Guðríður Bjarnadóttir Móðursystir mín, Margrét frá Skammbeinsstöðum í Holtum, lést á Reykjalundi fimmtudaginn 23. nóvember sl., 86 ára að aldri. Margrét fæddist í Götu í Holta- hreppi 25. febrúar 1903 og var elst sytkina sinna. Bjó hún í vesturbæn- um á Skammbeinsstöðum ásamt bróður sínum Sigurði, eins og lengi og _hún hafði heilsu til. Ég, og eldri systir mín, áttum því láni að fagna að fá að vera í sveit hjá þeim systkinum, og vera undir þeirra verndarvæng öll ungl- ingsárin okkar .á sumrin. Magga var eins og önnur mamma okkar alla tíð. Margs er að minnast frá þessum árum, og eru þau ógleym- anleg. Hún var með liðagigt og hafði þjáðst af þeim sjúkdómi lengi. Fór liðagigtin illa með hana, en alltaf hélt hún ró sinni og glaðværð. Dvaldi hún á Reykjalundi í Mos- fellssveit hin síðari ár. Kom hún þar fyrst í ágústmánuði 1969, en dvaldi stutt í það skiptið. Starfs- fólkið á Reykjalundi sýndi henni mikinn hlýhug og átti hún aldrei nógu sterk lýsingarorð fyrir þá umönnun sem hún hlaut hjá starfs- fólkinu. Ég vil hérmeð. bera því þakklæti. Við systkini mín og fjöl- skyldur kveðjum Möggu með sökn- uði, þó við vitum að þessa hvíld hafði hún þráð lengi, lengi. En það er alltaf sárt að sjá á eftir þeim sem manni þykir vænt um. Sigurður Tómasson ____________Brids________________ ArnórRagnarsson Reykjavíkurmót í tvímenningi Lokið er undankeppni Reykjavíkur- móts í tvímenningi. Spilaðar voru þrjár lotur um 23 laus sæti í úrslitum. Fyrsta kvöldið tryggðu átta pör sér strax sæti í úrslitum: Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Arnþórsson Ólafur Lárusson — Hermann Lánisson Ásmundur Pálsson — Guðmundur Pétursson Sveinn K. Kiríksson — Steingrímur G. Pétureson Sævai' Þorbjörnsson — Karl Sigui-hjailai,son Sverrir Ármannsson — Helgi Jónsson Sigurður Vilhjálmsson — Valur Sigurðsson Matthías Þorvaldsson — Aðalsteinn Jörgensen Annað kvöldið tryggðu eftirtaiin pör sér sæti í úrslitum: Hörður Arnþói-sson — Símon Símonarson Svavar Björnsson — Jón Ingi Bjömsson Björn Kystcinsson— Guðm. Sv. Hennannsson Ragnar Magnússon - Rúnar Magnússon Bernharð Bogason — Viðar ólafsson Guðjón Bragason — Daði Bjömsson Sigtiyggur Sigurðsson — Bragi Hauksson Júlíus Snorrason — Sigurður Siguijónsson Þriðja kvöidið var spilað um sjö laus sæti og þau hrepptu: HrAlfur Hjallason — Ásgeir Ásbjörnssun Gestur Jónsson — Sigfús Örn Árnason Sigmundur Stefánsson — Hallgrímur Hallgrímsson Páíl Valdimai*sson — Magnús Ólafsson Steinberg Ríkhai*ðsson - Ríkliarðui- Steinbergsson Kiríkur Hjallason — Páll Hjaltason Hjálmar Pálsson — Jömndur Þórðai-son Alls eru þetta 23 pör og Reykjavikur- meistarar fyrra árs, þeir Sigurður B. Þorstéinsson og Gylfí Baldursson, verða 24. parið í úrslitum sem verða spiluð um næstu helgi. Spilamennskan hefst á laugardag 2. desember kl. 13.00 og spilað er í húsi Bridssambands Is- lands, Sigtúni 9. Philip Morris- tvímenningur Hinn árlegi Philip Morris-tvímenn- ingur var spilaður sl. föstudagskvöld, 23. nóvember. Einungis mættu 11 pör til keppni sem verður að teljast, mjög léleg þátttaka því þetta form er eitt- hvert það skemmtilegasta sem spilað er eftir í dag. Úrslit urðu eftirfarandi: N-S-riðilI Stig % Einar Jónsson — Valgarð Blöndal 1299 54,1 Sigurður Þorsteinsson — Gylfi Baldursson 1210 50,4 Steingrímur G. Pétursson — Hjálmtýr Baldursson 1210 50,4 A-V-riðill Hörður Arnþói-sson — Símon Símonarson- 1356 56,5 Hjalti Elíasson — Jón Ásbjörnsson 1326 55,3 Frímann Frímannsson —Jón Björnsson 1282 53,4 Júlíus Snorrason — Sigurður Siguijónss. 1257 52,4 Bridsfélag HaftiarQarðar SI. mánudagskvöld, 27. nóvember, voru spilaðar tvær umferðir í sveita- keppni félagsins. Staðan eftir sex um- ferðir er eftirfarandi: Sveit Drafnar Guðmundsdóttur 122 Sveil Alberts Þoi-steinssonar 103 Sveil Kristófers Magnússonar 99 SveitSverrisJónssonar 98 Sveit Ingvars Ingvarssoar 96 Frá Bridssambandi Norðurlands Dregið hefur verið í fyrstu umferð Bikarkeppni Bridssambands Norður- lands og í 1. umferð mætast: Slefán Vilhjáimsson, Ak. — Gylfi Pálsson, Eyjafirði Tengiliðir, Akureyri — Ásgrímur Sigurbjörnsson, Siglufirði Þorsteinn Friðriksson, Ak. — Stefán Benediktsson, Fljótum Leikjum í 1. umferð á að vera lokið fyrir 15. desember. í annarri umferð mætast: Bjöm Fríðriksson, Blönduósi — Krislján Guðmundsson, Akureyri Hermann Tómasson, Akureyri — Þorsteinn Fr./Slefán Benediktss. Ingibergur Guðmundsson, Skagaströnd - Stefán Vilhj./Gylfi Pálsson Dagur Akureyri — Guðlaugur Bessason, Húsavík Gunnar Berg, Akureyri — Örn Einarsson, Akureyri Guðmundur H. Sigui’ðsson, Húsavík - Ormar Snæbjörnsson, Akureyri Te ngil iði r/ Ásgrímu r S igu rbj. — Grettir Frímannsson, Akureyri Jóhann Pálsson, Akureyri — Jón Berndsen, Sauðárki-óki Leikjum í 2. umferð á að vera lokið fyrir 1. janúar 1990. Minning: OscarLarsen fv. ræðis- maður íAlasundi I dag, 1. desember, verður til moldar borinn í Álasundi í Noregi Oscar Larsen, framkvæmdastjóri og fyrrum ræðismaður Islands. Hann andaðist 23. nóvember eftir stutta sjúkdómslegu, áttatíu ára að aldri. Þegar Oscar Larsen baðst lausn- ar frá ræðismannsstarfinu 1986, hafði hann verið ræðismaður ís- lands í Álasundi síðan 1949, eða lengur en nokkur annar af kjörræð- ismönnum Islands í Noregi. Ungur að árum tók hann við stjórn fiskút- flutningsfyrirtækis þess, sem faðir hans hafði rekið, og stýrði því áfram af dugnaði, festu og forsjálni. Oscar Larsen var mikill átthaga- vinur og tók virkan þátt í málefnum bæjarfélagsins. Einkum var honum annt um að varðveita hinn sérstæða svip og sögulegar menjar Álasunds. Hann var fjársjóður af fróðleik um byggðarlagið og íbúa þess, og kunni ógrynni af sögum og skrýtlum. Frásagnargáfa hans var orðlögð, og eru margar af sögum hans varð- veittar á segulbandi í byggðasafni bæjarins. Hann var gleðimaður mikill, hafði yndi af tónlist, einkum kórsöng, og var söngmaður góður og söng bassa í karlakór staðarins, Heibergs Mandskor. Hann var á æfingu með kórnum tveimur vikum áður en hann dó, og lék þá við hvern sinn fingur. Eins og að líkum lætur var Oscar Larsen mikill íslandsvinur og lét sér annt um sambandið við Island, og þá sér í lagi vinabæinn Akur- eyri. Hann átti og dijúgan þátt í því að koma upp talsverðu safni af íslenskum bókum í bókasafni Ála- sunds. Oscar Larsen var gjörvilegur ásýndum og var glæsileik þeirra hjóna beggja viðbrugðið. Voru þau höfðingjar heim að sækja, og marg- ir eru þeir íslendingar sem notið hafa gestrisni þeirra og hjálpfýsi. Oscar Larsen var sæmdur stór- riddarakrossi Hinnar íslensku fáikaorðu, í viðurkenningarskyni fyrir margvísleg og óséiplægin störf í þágu íslands. Ég kynntist Oscari Larsen fyrir fjörutíu árum er ég starfaði í sendi- ráði íslands í Osló. Frá þeim tíma geymi ég minningar um drengskap, heiðarleika, hlýja vináttu og traust samstarf. Fyrir það samstarf þakka ég nú með þessum línum. Frú Hildu, ekkju hans, dætrum þeirra hjóna og barnabörnum vott- um við hjónin fyllstu samúð. Haraldur Kröyer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.