Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 30
\30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989
Minning:
Jón Einarsson
frá Beijanesi
Fæddur 13. júní 1895
Dáinn 27. nóvember 1989
Þegar við heyrðum hvað hafði
komið fyrir Jón langafa brá okkur
öllum mjög mikið. Og erfitt var fyrir
okkur að sætta okkur við að njóta
ekki návistar hans lengur. í gegnum
huga manns fiugu ótal minningar
og allar voru þær góðar. Alltaf þeg-
ar við hittum hann þá hrutu orð af
vörum hans sem komu manni til að
brosa eða hlæja. Afi var mikill hand-
verksmaður og eigum við eftir hann
ýmsa fagra muni. Eiginlega alltaf
þegar við komum í heimsókn, nú
fram á síðustu ár, þá var hann á
verkstæðinu að smíða og ef við æt-
luðum að fá að koma inn, þá þurfti
maður alitaf að fara í skóna eða að
sópa sér leið inn á verkstæðið, því
að alitaf var einhver hætta á að sag
bærist um húsið. Sérstaklega munum
við eftir þegar hann var heima hjá
okkur þá vaknaði hann alltaf
snemma á morgnana til þess að fara
á verkstæðið þar sem hann undi sér
best og þegar líða tók að kveidi var
hann sóttur í mat. Alltaf- fannst okk-
ur skrítið að sjá hve vel hann hreins-
aði af beinunum og disknum. Og ef
svið voru í matinn þá var hver ein-
asta ögn hreinsuð af þeim. En skond-
ið var það að afi borðaði ekki svín
og kjúkling og þegar plata átti ofan
í hann bayonne-skinku þá komst
hann að því um leið og það eina sem
sást á disknum hans voru fijálsar
kartöflur, eins og hann kallaði þær
ailtaf.
Hann langafi hefur skilið eftir
stórt tómarúm í hjörtum okkar sem
seint verður fyllt. Það er margt sem
við gætum skrifað um því að hann
er einn sá besti maður sem við höfum
kynnst á okkar lífsleið. Við vitum
að þegar álftimar koma á næsta
vori í stíflulónið þá mun minningin
um hann koma ljóslifandi upp í hug-
ann vegna þess að alltaf fylgdist
hann af miklum áhuga með varpinu
og afdrifum unganna. Þess vegna
er gott að eiga minningu í svona
fögrum fugli um hann afa okkar.
Við þökkum elsku langafa okkar
fyrir allt.
Elísa Guðlaug, Asgeir
og Asta María.
Vinur minn, Jón Einarsson frá
Beijanesi í Vestmannaeyjum, er lát-
inn. Hann kom ungur til Eyja, með
foreldnim sínum og ungri bróður-
dóttur. Pjölskyldan átti rætur að
rekja austur í Meðalland, en kom nú
frá Fossi í Mýrdal. Strax var tekið
til við að reisa sér hús og lágu þar
fyrst saman leiðir fjölskyldna, sem
áttu eftir að deila vináttu og vanda
um langa ævi.
Svo kom Ólöf til sögunnar með
glaðværð sína og glæsileika og börn-
in hvert af öðru og enn tengdust
vinabönd í leik og starfi. Seinna
bættist við sólargeisli í iífi þeirra
Óiafar, sem var alinn upp í umvefj-
andi kærleika afa og ömmu. Það var
ekkert verið að flytja þó þrengdist
um sinn, bara lyft þaki.
Jón fór fljótlega að vinna hjá vax-
andi fyrirtæki í útgerð og vinnslu,
Gunnari Ólafssyni og Co. Hann var
fjölhæfur smiður sem annaðist víð-
hald báta og húsa hjá fyrirtækinu.
Þegar árin færðust yfir sneri hann
sér að smíði nytjahluta, sem báru
listfengi hans vitni. Þessara hluta
nutu margir, því kærleikur hans var
gjafmildur.
vafinn því ástríki sem hann átti skil-
ið. Einstakri heilsu, bæði andlegri
og líkamlegri, hélt hann öll sín nærri
95 ár.
Ég þakka með trega hjónunum
Ólöfu Firðfinnsdóttur og Jóni Einars-
syni langa samleið.
Magga Guðjóns
„Veistu, ef þú vin átt,
þanns þú vel trúir,
og vili þú af hónum gótt geta,
geði skaltu blanda við þann
ok gjöfum skipta,
fara at finna oft.“
(Úr Hávamálum)
Það er undarleg tilfinning að
kveðja afa sinn í síðasta skipti, und-
arlegt að hugsa til þess að ekki skuli
vera tækifæri til að tala við hann
einu sinni enn og spyija hann út í
hluti sem enginn annar vissi deili á.
Því þannig var því farið með afa,
alltaf gat ég sest hjá honum og spurt
hann spjörunum úr um löngu liðna
atburði, fjarlægja staði og gegna
menn. Af nógu var að taka, alltaf
leysti afi greiðlega úr spurningum
mínum og iðulega spann svarið af
sér aðra spurningu. í samræðum
okkar kenndi engrar óþolinmæði,
alltaf var nægur tími.
Eitt var það sem einkenndi afa
og það var hve mikið _ hann gerði
grín að sjálfum sér. Á því mátti
glöggt kenna að hógværð, lítillæti
og nægjusemi voru honum eðlisborin.
„Verið þið ekki að hafa svona mikið
fyrir mér“ var viðkvæðið þegar átti
að gera eitthvað fyrir hann. Við
hjónaleysin kynntumst þessu vel þeg-
ar hann var hjá okkur nokkrar helg-
ar í sumar. En um leið og lítið mátti
hafa fyrir honum var hann þakklátur
fyrir það sem fyrir hann var gert.
Því var gott að vera með honum og
hugsa um hann.
Guðjón Bjarki, sonur okkar, og
afi voru miklir mátar. Þegar þeir
hittust voru það ætíð fagnaðarfundir
og við engan hefur bamið skrafað
jafnmikið og við langafa sinn sem
alltaf hafði eitthvað til máianna að
ieggja. Það'var augljóst þegar þeir
tveir voru saman, fyrsti og fimmti
ættliður, að hvor fann sig í hinum.
Þeir hittust stundarkom, en þau
kynni vara að eilífu.
Nú, þegar afi er allur, togast í
manni tvennskonar tilfinningar,
söknuður og gleði. Söknuður, vegna
þess að nú er horfíð síðasta tæki-
færið til að njóta samvista með afa,
en um leið gleði vegna þess að ég
veit að þessi ferð var langþráð og
kærkomin.
Með afa er genginn maður hvers
lífsgildi ég vildi óska að allir hefðu
tii að bera; hagur maður sem skilur
eftir sig fjölda fallegra muna, greið-
vikinn maður sem ætíð var boðinn
og búinn að aðstoða á hveija lund
og elskandi maður sem ekki vísaði
neinum þeim á bug sem til hans leit-
aði.
Við óskum afa góðrar ferðar í
þeirri vissu að á leiðarenda bíði amma
og taki á móti honum.
Óli Jón, Gerður
og Guðjón Bjarki.
Hann afi minn, Jón Einarsson frá
Beijanesi, Vestmannaeyjum, er dá-
inn. Það er erfitt fyrir barnið í sál-
inni að trúa því að hann sé farinn
og við eigum aldrei eftir að vera
saman aftur, annaðhvort til að spjalla
eða þá bara að þegja saman. Því
1 óteljandi eru stundimar sem við átt-
um, allar góðar.
Ég var hálft í hvoru farin að trúa
því að hann yrði alltaf hjá mér, ég
fæddist hjá honum og hann og amma
ólu mig upp. í fjörutíu og fimm ár
hef ég verið þeirrar hamingju aðnjót-
andi að kynnast þolinmæði, gíað-
værð, heiðarleika og umfram allt,
njóta elsku og umhyggju einstaks
manns. Því einstakur var hann og
nú þegar hann er farinn, 94 ára
gamall, er erfitt að sætta sig við
það. Hann var svo hress og andlega
heill fram á síðasta dag, að maður
var farinn að trúa því að hann yrði
hér alltaf, alveg eins og Heimaklett-
ur er alltaf á sínum stað. Hann er
orðinn þreyttur og vildi fá hvíldina,
hann sagði oft að amma væri farin
að bíða eftir sér, og hún hefur
ábyggilega tekið á móti honum hinu-
megin.
Núna streyma ótal minningar
fram í hugann, allar svo góðar, Ég
man þegar hann hossaði mér iítilli á
hné sér og raulaði. Hann sagði mér
sögur, kenndi mér að stauta á bók,
fór með mig í gönguferðir niður á
bryggju, við tókum upp kartöflur og
rófur og hann skar utanaf glænýrri
rófu handa mér. Ég var að sniglast
í kringum hann úti á verkstæði og
í garðinum og hef sennilega oftar
verið fyrir en ekki. En aldrei fékk
ég eitt styggðaryrði frá honum. Ég
man líka eftir jólalyktinni af eplunum
og appelsínunum, sem aðeins voru
til í desember. Þá faldi hann alltaf
einn ávöxt á morgnana og ég leitaði
en rann oftast fljótt á lyktina. Ég
veit varla hvort okkar varð glaðara,
ég með eplið eða appelsínuna eða
hann við það að horfa á mig borða.
Svo var það klessti bijóstsykurinn
sem hafði bráðnað í hita niður á
Tanga og hann kom með heim tii
að gefa mér og systur minni, Ruth
Höllu. Við gleymum aldrei bragðinu
og hve dátt hann skemmti sér við
að horfa á okkur háma í okkur sæl-
gætið. Hann smíðaði líka tréskauta
handa mér og vinkonum mínum, for-
láta gripi, því ekki voru til peningar
fyrir alvöru skautum. Hann smíðaði
líka handa mér skíðasleða og maga-
sieða og stulturnar mínar voru þær
bestu í bænum. Ég man líka eftir
öllum Þorláksmessukvöldunum þeg-
ar við fórum niður í bæ til að skoða
í búðarglugga svo amma fengi nú
frið við jólaundirbúninginn. Ég fór
líka alltaf til hans á Þorláksmessu
eftir að þau fiuttu til Reykjavíkur í
gosinu og við áttum saman góða
stund. Það verður tómlegt Þorláks-
messukvöldið næsta.
Ég vildi segja svo margt, margt
fleira því sjóðurinn er ótæmandi. En
dýrmætust af öllu er minningin um
einn þann besta mann sem ég hef
nokkru sinni þekkt. Ég á honum svo
ótal margt að þakka, alla ástina,
umhyggjuna og þolinmæðina, alla
þá gleði og birtu sem hann alltaf
veitti mér og mínum. Börnin mín
voru svo lánsöm að þekkja langafa
sinn alla tíð, heilbrigðan andlega og
líkamlega. Þau eiga margar góðar
minningar um glettni hans og fróð-
leik og marga góða smíðisgripina
eiga þau eftir hann, því hann var
mjög hagur í höndunum.
Hafi elsku afi minn hjartans þakk-
ir fyrir allt og allt.
Ólöf Jóna
Það er ávallt sárt er dauðann ber
að garði, en sagt er að Guð kalli
fólk til sín þegar það hefur lokið hlut-
verki sínu hér á jörð og eitt er víst
að við fáa á þetta betur við en okkar
elskulega frænda, Jón Einarsson frá
Beijanesi í Vestmannaeyjum, eða
Jón frænda eins og við kölluðum
hann.
Frændi bjó í Beijanesi í Vest-
mannaeyjum mest alla ævi sína en
4
Morgunverðarfundur í A-sal Hótels Sögu
miðvikudaginn 6. desember 1989, kl. 8-9.30.
Fyrirmynd að
dreifisamningum
Á fundinum verður lögð fram og kynnt fyrirmynd
að dreifísamninum fyrir inn- og útflytjendur. Þar
er miðað við algengar aðstæður íslenskra fyrirtækja,
en jafnframt höfð hliðsjón af reglum innan EB.
Höfundurinn, Þórður S. Gunnarsson, hæstaréttar-
lögmaður, kynnir samningsformið og svarar fyrir-
spurnum.
Þátttökugjald kr. 1.000 (morgunverður innifalinn).
Þátttöku þarf að tilkynna Verslunarráðinu í síma
83088 eða FÍS í síma 678910 fyrir fundardag.
VERSLUNARRAÐ
ÍSLANDS
FELAG ISLENSKRA
STÓRKAUPMANNA
Hann var mikill gæfumaður, um-
imnMmtiTOispnmsr
Jólagjafirnr sem hitta beint í mark
Dartpflur 3 stk. frá kr. 195,-
Dartspjöld, verð frá kr. 490,-
Dartspjöld, keppnis, Bristle, kr. 2.590,-
Borðtenniskúlur
Borðtennisspaðar
Borðtennisborð, verð frá kr. 10.380,- Stgr. 9.861,-
Borðtennisborð á hjólum, verð frá kr. 15.870,- Stgr. 15.076,
Borðtennisborð á hjólum með neti, verð frá kr. 19.900,-
Stgr, 18.905,-
Sendum í póstkröfu
Kreditkortaþjónusta