Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989
Tillaga um vantraust
á ríkisstjórnina felld
Fjórir stjórnarsinnar lýstu óánægju
sinni með störf ríkissljórnarinnar
TILLAGA stjórnarandstöðu-
flokkanna um vantraust á ríkis-
stjórn Steingríms Hermannsson-
ar var felld á Alþingi að loknum
umræðum um hana laust eftir
miðnættið i gær. 36 þingmenn
ríkisstjórnarinnar greiddu at-
kvæði gegn tillögunni en 25
stjórnarandstæðingar greiddu
henni atkvæði sitt. Tveir þing-
menn voru Qarverandi.
Við atkvæðagreiðsluna gerðu
fjórir þingmenn stjórnarflokkanna
grein fyrir atkvæði sínu. Það voru
Stefán Valgeirsson, Samtökum um
jafnrétti og félagshyggju, Karvel
Pálmason, Alþýðuflokki og alþýðu-
bandalagsmennirnir Hjörleifur
Guttormsson og Skúli Alexanders-
son. Allir lýstu þeir yfir nokkurri
óánægju með störf núverandi ríkis-
stjórnar, en sögðu oanægju sína
ekki það mikla að þeir snérust á
sveif með stjómarandstöðunni.
Búvöruverðs-
hækkun frestað
AÐ BEIÐNI ríkisstjórnarinnar
frestaði verðlagsráð að gefa út
nýtt verð landbúnaðarvara í gær
meðan athugað er með tilhögun
niðurgreiðslna.
Reiknað er með að málið skýrist
um helgina og að nýtt verð verði
gefið út á mánudag. Samkvæmt
úrskurði sex manna nefndar, sem
reiknar út verð til framleiðenda,
þarf verðið að hækka um 4-6% og
óbreyttar niðurgreiðsiu í krónutölu
þýða meiri hækkun en það.
Uppsagnir og aðhalds-
aðgerðir á Stöð 2
JÓN Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Stöðvar 2, kynnti strangar
aðhaldsaðgerðir á fundi með
starfsfólki sjónvarpsstöðvarinn-
ar í gær, sem fela í sér að hann
sjálfur verður að samþykkja
persónulega öll fjárhagsleg út-
gjöld Stöðvarinnar hvað varðar
dagskrárgerð og alla aðra hluti,
sem hafa fjárhagslegan kostnað
í för með sér. Brot á þessum regl-
um er brottrekstrarsök.
Þá var einnig 27 manns hjá Stöð
2 og íslenska myndverinu sagt upp
störfum, en hjá báðum fyrirtækjun-
um starfa samtals 140-150 manns.
Einkum er um dagskrárgerðarfólk
að ræða, en ætlunin mun vera að
fyrirtækið bjóði út dagskrárgerð í
auknum mæli eða fái utankomandi
fyrirtæki til að vinna ákveðin verk-
efni.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins varðar brot á þeirri reglu
að útgjöld séu borin undir fram-
kvæmdastjórann tafarlausri upp-
sögn starfssamnings. Sama er hvort
um er að ræða útgjöld vegna dags-
skrárgerðar, ákvarðana um yfir-
vinnu, ferðir, veitingahúsakostnað
eða annað.
Þorsteinn Pálsson:
Jón Baldvin hafiiaði samstöðu
um EFTA/EB-viðræðumar
Morgunblaðið/Ámi jSæberg
Einar Oddur Kristjánsson formaður VSI heilsar forystumönnum Verkamannasambands íslandSj
Guðmundi J. Guðmundssyni og Karli Steinari Guðnasyni, við upphaf viðræðnanna í húsakynnum VSI
í gærmorgun.
Viðræður ASÍ, VSÍ og VMS;
Annar fiindur á mánudag
ASÍ fiindar með ríkisstjórninni í dag
FYRSTI viðræðuíundur Alþýðusambands íslands, Vinnuveit-
endasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélag-
anna vegna væntanlegra kjarasamninga var haldinn í gærmorg-
un og var ákveðið að halda áfram frekari fundarhöldum á
mánudaginn kemur í smærri hóp. Þá hefur að beiðni ASI ver-
ið ákveðinn fundur með ríkisstjóminni í dag klukkan 14, en
ASÍ vill ræða við stjórnvöld um leiðir til þess að færa niður
verðlag.
Asmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, sagði að á þessum fundi
hefði verið farið yfir samninga-
málin, eins og þau litu út frá sjón-
armiði hvors samningsaðila um
sig. Ennþá væri of snemmt að
leggja mat á hvort þessar könnun-
arviðræður myndu skila einhveij-
um árangri eða ekki.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSI, sagði að það
væri jafn Ijóst eftir þennan fund
og fyrir hann að hagur fyrirtækj-
anna væri afar þröngur, sem sýndi
sig bæði í rýmandi eiginfjárstöðu
þeirra og í því að mörg þeirra
hefðu hætt starfsemi og atvinnu-
leysi stungið sér niður. Ut af fyr-
ir sig væm menn sammála um
að ef verðbólga fer vaxandi á
nýjan leik þá myndu þessi áhrif
magnast enn frekar.
„Að hinu leytinu blasir vanda-
málið þann veg við að kaupmáttur
hefur rýmað samhliða þessari
þróun, sem auðvitað er áhyggju-
efni líka, ef ekki tekst að stöðva
þá þróun. Viðfangsefnið sem
menn standa frammi fyrir er ann-
ars vegar að leita leiða til þess
að hagur fyrirtækjanna styrkist
og að kjararýrnunin stöðvist og
menn em sammála um að mikil-
vægasta forsenda þess sé sú að
það takist að sigla hér til jafn-
vægis og komast út úr því verð-
bólguforaði sem er búið að vera
að drekkja okkur síðustu tvo ára- -
tugina," sagði Þórarinn ennfrem-
Óráðlegt að óska eftir sérstökum viðræðum, sagði forsætisráðherra
Lést af slysförum
í UMRÆÐUM um tillögu stjórnarandstöðunnar um vantraust á ríkis-
stjórnina á Alþingi í gærkvöldi sagði Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisllokksins að utanríkisráðherra hefði hafiiað samstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn um að ná samstöðu um málið á þingi. Steingrím-
ur Hermannsson varaði við tillögu sjálfstæðismanna í utanríkismála-
nefiid. '
Þorsteinn Pálsson sagði að ríkis-
stjórnin hefði ekki þorað að leggja
stefnu sína fyrir þingið þar sem hún
hefði ekki komið sér saman um
marktæka stefnu. Utanríkisráð-
herra færi umboðslaus í viðræðurn-
ar; veganesti hans væri óvönduð
bókun ríkisstjórnarinnar, sem fyrir-
varar Alþýðubandalagsins væru
hengdir utan á. Þorsteinn sagði að
utanríkisráðherra mæti meira að
halda Alþýðubandalaginu í stjóm
en að leita samstöðu með ábyrgum
öflum á þingi. „Sjálfstæðisflokkur-
inn var reiðubúinn til slíkra við-
ræðna og svaraði fyrirspurn ut-
anríkisráðherra þar um jákvætt, en
utanríkisráðherra hafnaði slíku
samstarfi," sagði Þorsteinn.
Steingrímur Hermannsson sagði
að samkvæmt Stjómskipun íslands,
bók Ólafs Jóhannessonar, þyrfti
ekki að leita umboðs Alþingis í
málum sem þessu, enda hefði slíkt
ekki verið gert áður í svipuðum til-
vikum. Steingrímur sagðist hafa
varað við tillögu sjálfstæðismanna
í utanríkisnefnd, sem gerir ráð fyr-
ir umboði Alþingis til handa ut-
anríkisráðherra og viðræðum um
fríverzlun með fisk. Forsætisráð-
herra sagði að hvað síðari hluta til-
lögunnar varðaði, væm EFTA-ríkin
tilbúin að krefjast fullrar fríverzlun-
ar með fisk og það hefði gert það
að verkum að íslendingar hefðu
lýst sig tilbúna að taka þátt í við-
ræðum EFTA og EB. „Þetta út af
fyrir sig ætti nú að útiloka flesta
drengskaparmenn frá því að snúa
við blaðinu og segja: Þótt þið hafið
fallizt á þessa kröfu okkar ætlum
við samt að kreíjast beinna form-
legra viðræðna við Evrópubanda-
lagið,“ sagði Steingrímur. Hann
sagði að aukinheldur hefðu margir
hátt settir menn í Evrópubandalag-
inu ráðlagt íslendingum að fara
ekki í beinar viðræður við EB nema
fríverzlun með fisk fengist ekki í
EFTA/EB-viðræðunum.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra sakaði sjálfstæðis-
menn um að vera valdir að því að
hann væri staddur á landinu, þar
sem hann ætti að vera farinn til
útlanda að ræða samninga EB og
EFTA. Hann sagði að það athæfi
sjálfstæðismanna að bera fram van-
trauststillögu í miðjum þessum við-
kvæmu samningum hefði valdið
óróa hjá valdamönnum EFTA og
EB. „Sendiherra íslands í Brússel
hefur orðið að standa upp á þessum
fundi til þess nánast að biðjast vel-
virðingar og eyða ótta manna og
óróa um að þetta upphlaup Sjálf-
stæðisforystunnar tákni það að Is-
lendingar séu horfnir frá þeirri
stefnu, sem mótuð hefur verið und-
ir þeirra verkstjóm," ságði Jón
Baldvin.
Maðurinn sem lést þegar flutn-
ingabíll hans lenti út af vegi á
Öxnadalsheiði á þriðjudagskvöld
hét Sveinn Stefánsson, 49 ára gam-
all, til heimilis að Ægisbyggð 6 á
Ólafsfirði. Hann lætur eftir sig eig-
inkonu og fjórar dætur.
Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins sagði að þar kæmi
fram að raunvextir á lánum sjávarút-
vegsins miðað við innlent verðlag
hefðu hækkað frá árinu 1988 úr
10,8% í 13,3% á þessu ári. „Hvernig
ætlar svo forsætisráðherra að gera
grein fyrir öllum fullyrðingum sínum
um að handleiðsla hans hafi leitt til
lægri raunvaxta fyrir sjávarútveginn
í landinu?" sagði Þorsteinn.
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra sagði furðulegt að hlusta
á þetta, þar sem skýrslan sýndi helm-
ingslækkun raunvaxta miðað við
lánskjaravísitölu frá stjórnartíð Þor-
steins.
Ný greinargerð Seðlabanka íslands:
Raunvextir orðnir lægri en
í helstu viðskiptalöndum
SEÐLABANKI Islands telur að enginn vafi leiki á því að raunvextir hér
á Iandi séu nú að jafnaði lægri en í hclstu viðskiptalöndum íslcndinga.
Bankinn telur hins vegar ekki útlit fyrir í bili að raunvextir muni lækka
frekar við núverandi aðstæður vegna mikillar lánsfjárþarfar ríkissjóðs
um þessar mundir og að ekki séu vonir til þess, að verðbólgan minnki
að ráði fyrr en eflir áramótin.
í útreikningum Seðlabankans á
raunvöxtum á þessu ári er miðað við
framfærsluvísitölu. Bankinn telur
ekki hægt að líta á nafnvexti verð-
tryggðra lána sem raunvexti ef hin
nýja lánskjaravísitala breytist með
öðrum hætti en vísitala framfærslu-
kostnaðar, en það hefur einmitt gerst
á þessu ári. Þannig er meðaltal vaxta
verðtryggðra lána banka og spari-
sjóða fyrstu níu mánuðiha í ár 7,8%
en sé miðað við breytingu fram-
færsluvísitölu urðu raunvextir á
þessu tímabili aðeins 4,7%. Á síðast-
liðnu ári voru raunvextir verð-
tryggðra lána 9,2%. Það er því niður-
staða Seðlabankans að raunvextir
hafi lækkað um nálægt helming á
milli þessara tveggja tfmabila.
Skýrsla Seðlabankans kom til
umræðu er rætt var um vantraust á
ríkisstjómina á Alþingi í gærkvöldi.