Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989
Kaupmenn fara í verslan-
ir keppinautanna til að
fylgjast með verðlagningu
KAUPMENN á höfudborgarsvæðinu fara reglulega í aðrar verslanir
til að geta betur fylgst með vöruverði hjá keppinautunum að sögn
verslunarsljóra í Bónus og Fjarðarkaupi, en þessar verslanir hafa kom-
ið vel út í verðkönnunum að undanförnu. Verslunarstjóri Fjarðarkaups
segir að samkeppni verslana hafi sjaldan verið eins hörð og undan-
farna Qóra til fimm mánuði og telur að með tilkomu Bónus-verslunar-
innar hafi verð á nauðsynjavörum sem þar eru á boðstólum almcnnt
lækkað.
Jón Ásgeir Jóhannesson verslun-
arstjóri hjá Bónus sagði að ýmis ráð
væru notuð til að halda verði á nauð-
synjavörum niðri í versluninni. Hann
sagði að auðvitað væri fylgst vel
með verði í öðrum verslunum, bæði
með því að heimsækja þær og einnig
með því að fylgjast með öllum verð-
könnunum. En miklu máli skipti
einnig að eingöngu er tekið við stað-
greiðslu í Bónus og þar af leiðandi
væru allar vörur staðgreiddar í inn-
kaupum. Þannig fengi verslunin oft
afslátt við innkaup. Verslunin er í
litlu húsnæði þar sem hver fermetri
er notaður og fjöldi starfsfólks er í
lágmarki. Verslunin er ekki opin fyr-
ir hádegi en tíminn notaður til að
fylla upp í hillur verslunarinnar.
Pantanir era gerðar með fullkomnu
tölvukerfi og era sendar með telefaxi
á kvöldin, þannig að símakostnaður
er einnig sparaður. Eingöngu era
notuð strikamerki á vöranum. Vöra-
úrval er hnitmiðað og á boðstólum
era bara vinsæl vöramerki.
Jón Ásgeir sagði að mikið væri
um að fólk frá öðrum verslunum
kæmi til að fylgjast með verði í versl-
uninni. Hann sagðist hafa talið sjö
manns frá einum stórmarkaðinum
eina vikuna. Var m.a. fylgst með hve
margir biðu í röðinni við kassann á
föstudegi og hve margir bílar væru
á bílastæðinu.
Fjarðarkaup hefur haft að leiðar-
ljósi að einfalda yfirbygginguna að
sögn Svems Sigurbergssonar versl-
unarstjóra. Hann sagði að verslunin
væri í ódýra og einföldu húsnæði og
þeir hefðu þrjóskast við að hafa lok-
að á laugardögum. Einnig sagði hann
að lág álagning væri á vörum í versl-
uninni.
Sveinn telur að samkeppni milli
verslana hafi sjaldan verið jafn hörð
og undanfama 4-5 mánuði og færa
allir kaupmenn í aðrar vérslanir til
að fylgjast með vöruverði.
„Það má segja að með tilkomu
Bónus-verslunarinnar hafi baráttan
orðið mjög mikil. Þeir fleyta ijómann
ofan af með því að selja aðeins vin-
sælustu vörategundirnar og taka
bara við peningum en ekki greiðslu-
kortum. Áðrar verslanir era að reyna
að eltast við það verð sem þeir bjóða.
Ég býst við að þessi barátta standi
fram að jólum og síðan mun einhver
grisjun eiga sér ■stað," sagði hann.
Sjá verðkönnun á bökunarvörum
á bls. 12 og 13c.
VEÐURHORFUR í DAG, 1. DESEMBER.
YFIRLIT I GÆR: Suðaustankaldi suðvestanlands, en vestan- og
suðvestangola eða kaldi í öðrum landshlutum. Þokusúld var við
suðvesturströndina en dálítil él á stöku stað á Vestfjöröum. Á
Norður- og Austurlandi var víða léttskýjað. Hiti var á bilinu 1 til 5 stig.
SPÁ: Suðlæg eða suðvestlæg átt, víðast kaldi eða stinningskaldi
en líklega mun hvassari austar á landinu. Um sunnan- og vestan-
vert landið verður rigning eða súld en úrkomulítið norðaustan-
lands. Hiti víðast á bilinu 5—10 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Vestlæg eða suðvestlæg átt og hjli
víðast um eða rétt yfir frostmarki. Snjó- eða slydduél um vestan-
vert landið en bjart veður að mestu austanlands.
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestlæg átt, bjart veður og líklega
frost norðaustanlands en þykknar upp, hlýnar og fer að rigna með
suðaustanátt um suðvestanvert landið.
TÁKN:
Heiðskírt
"CllÉi Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
•j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
ÍT Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að fsl. tíma
hitl veður
Akureyri 3 iéttskýjað
Reykjavík 3 úrkoma
Bergen 2 légþokublettir
Helsinki 1 þokumóða
Kaupmannah. 0 þoka
Narssarssuaq 1 skafrenningur
Nuuk ■r5 léttskýjað
Osló +1 léttskýjað
Stokkhólmur 1 léttskýjað
Þórshöfn vantar
Algarve vantar
Amsterdam vantar
Barcelona 16 rlgning
Berlin 0 þoka
Chicago +4 heiðskirt
Feneyjar 5 þokumóða
Frankfurt 0 léttskýjað
Glasgow 0 mistur
Hamborg 2 þokumóða
Las Palmas 21 skýjað
London 7 léttskýjað
Los Angeles 11 heiðskírt
Lúxemborg 1 heiðskírt
Madrid 14 alskýjað
Malaga 19 skýjað
Mallorca 18 skýjað
Montreal +7 snjókoma
New York 1 skýjað
Orlando 11 léttskýjað
Paris 1 þokumóða
Róm 11 léttskýjað
Vín 43 mistur
Washlngton 43 heiðskírt
Winnlpeg 47 léttskýjað
Morgunblaðið/Sverrir
Lögreglan ræðir umferðar-
mál við aldraða
Lögreglan fór í gær að dvalarheimili aldraðra við Lönguhlíð til að
ræða við heimilismenn um umferðarmál og hættur þær sem leynast
í umferðinni. Lögreglumenn höfðu meðferðis heimildarmynd um
Reykjavík frá árinu 1955, sýndu hana og ræddu umferðarmál við
heimilismenn, sem einnig fengu endurskinsmerki. Að því loknu var
farið í ökuferð um borgina og meðal annars staðnæmst við staði sem
hættulegir geta verið gangandi vegfarendum. Á myndinni er Arnþór
Ingólfsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ásamt einum íbúa dvalarheimil-
isins.
Söluskattur af vátryggingum 1990:
Endurgreiðslur sendar
út fyrir miðjan desember
SÖLUSKATTUR sem greiddur
hefúr verið af vátryggingarið-
gjöldum fyrir árið 1990 verður
endurgreiddur og hafa trygginga-
félög hafið undirbúning þess.
Sigmar Ármannsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
tryggingafélaga, segir að endur-
greiðslurnar verði sendar vá-
tryggingatökum með ávísun í
pósti og eiga endurgreiðslurnar
að vera sendar út fyrir 15. desem-
ber næstkomandi. Hann segir
engu breyta um þessar endur-
greiðslur, þótt ákveðið verði að
fresta gildistöku virðisaukaskatts,
sem átti að verða um áramót.
Vátryggingaiðgjöld verða al-
mennt undanþegin virðisauka-
skatti.
„Tryggingafélögin fara alltaf að
reglum og settum lögum. Þær reglur
sem era í gildi núna era nýútgefnar
reglur ríkisskattstjóra um þessar
endurgreiðslur, hvernig að þeim skuli
staðið og félögin eru að vinda sér í
þetta starf,“ segir Sigmar Ármanns-
son.
Verði virðisaukaskatti frestað og
gildi söluskattur áfram eftir áramót
verður engu að síður endurgreitt.
Sigmar var spurður hvort ekki þyrfti
þá að innheimta að nýju það sem
hefði verið endurgreitt. „Það er ekki
þar með sagt að við ætlum að gera
það,“ sagði hann. „Þeir verða þá að
leita eftir einhverjum öðrum leiðum
til að ná þeim skatti. Þetta era þau
fyrirmæli og þær reglur sem við
höfum fengið, þetta skal gert svona.“
Endurgreiðslurnar verða í réttu
hlutfalli við hve langan tíma hver
vátryggingataki hefur greitt fram á
næsta ár.
Þrefaldir
pottar í lottói
og getraunum
ÞREFALDUR pottur er í
lottói og getraunum, þar sem
enginn fékk fyrsta vinning um
síðustu helgi. Það gæti því
orðið feitan gölt að flá fyrir
þá sem hafa fimm rétta í lottó-
inu eða tólf rétta í getraunun-
um þegar vinningar verða
dregnir út á morgun.
í lottóinu var potturinn kom-
inn í sex milljónir í gær og í
getraunum bætist rúmlega 1
milljónar fyrsti vinningur frá
síðustu viku við fyrsta vinning,
fyrir tólf rétta. Búast má við að
fúlgurnar stækki enn, þar sem
sala lottó- og getraunaseðla er
jafnan mest á föstudögum og
laugardögum.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík:
Kosið í kjörnefind
ÚRSLIT liggja fyrir í skriflegu kjöri til kjörnefndar Fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík. Kjörnefndin mun gera tillögu að uppstill-
ingu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnakosning-
arnar, ákveði fúlltrúaráðið ekki að
Kosið var um 8 sæti í kjörnefnd-
inni en 11 vora í framboði. Kjörin
voru: Sigríður Ragna Sigurðardóttir,
Björg Einarsdóttir, Þórarinn E.
Sveinsson, Hreinn Loftsson, Þorvald-
ur Þorvaldsson, Garðar Ingvarsson,
Dagný Erla Lárasdóttir og Bryn-
hildur Andersen.
Alls sitja 15 í nefndinni en skipað
er í hin sætin 7. Fulltrúar Varðar
era Gunnar Hauksson og Olafur
Stephensen. Fulltrái Heimdallar er
Haraldur Johannessen, fulltrúi Hvat-
ar er Margrét S. Einarsdóttir og full-
trái Óðins er Björgvin Hannesson.
halda bindandi prófkjör.
Stjórn fulltrúaráðsins skipar tvo full-
tráa og er annar þeirra Jón Steinar
Gunnlaugsson en hinn hefur ekki
verið skipaður enn.
Fulltráaráðið tekur um það
ákvörðun hvort prófkjör verður hald-
ið fyrir kosningarnar en skiptar skoð-
anir eru um hvort slíkt prófkjör eigi
að vera nú. Prófkjör í einhverri mynd
hefur farið fram hjá Sjálfstæðis-
flokknum fyrir borgarstjómarkosn-
ingarnar allt frá árinu 1945 utan
einu sinni, árið 1966, þegar kjör-
nefnd stillti á framboðslista.