Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR '1J DESEMBER 1989
33
Krislján Ulfarsson
frá Fljótsdal - Minning
Kristján Úlfarsson er allur.
Það þarf ekki að koma þeim er
til þekktu á óvart, því hann gekk
ekki heill til skógar nokkur síðast-
liðin ár, en það var hann ekkert að
berá á torg, því í hvert sinn er spurt
var um heilsu hans var alltaf sama
svarið, „það er ekkert að mér“.
Kristján fæddist og ólst upp í
Fljótshlíðinni fögru, yngstur af stór-
um systkinahóp frá Fljótsdal og
átti stóran frændgarð um Rangár-
þing, enda bar hann alltaf sterkar
taugar til átthaganna. Ungur að
árum fluttist Kristján suður, hann
kvæntist Margréti Sigurðardóttur
úr Hafnarfirði og reyndist hún hon-
um hin styrka stoð í gegnum lífið.
Þau hjónin eignuðust fjögur mann-
vænieg börn, sem öll hafa stofnað
eigin heimili. Þau eru: Kristrún,
gift Viggó Magnússyni slökkviliðs-
manni, þau búa í Reykjavík; Sigurð-
ur, pípulagningameistari í Kópa-
vogi, kvæntur Áslaugu Sverris-
dóttur; Svanhvít, gift Guttormi
Rafnkellssyni, þau búa á Horna-
firði, og Leifur, pípulagningamaður,
kvæntur Aðalheiði Bjarnadóttur og
búa þau í Kópavogi. Barnabörnin
er orðin tíu og tvö barnabarnabörn.
Kristján’ hafði mikla ánægju af
barnabörnunum, því hann var barn-
góður með afbrigðum og mikill
dýravinur var hann einnig. Kristján
átti, eins og fleiri góðir menn, í
glímu við Bakkus og veitti þar
ýmsum betur og eins og fleiri, slapp -
hann ekki heill frá þeirri glímu en
þrátt fyrir vanheilsu, vann hann
fram á síðsta dag, var nýkominn
úr vinnu þegar kallið kom snögg-
lega.
Kristján hlaut í vöggugjöf list-
ræna hæfileika, fyrst og fremst var
það tónlistin sem átti hug hans all-
an, þótt hann málaði líka á árum
áður. Kristján spilaði fyrir dansi á
harmoniku fyrr á árum, meðal ann-
ars með þeim Dalselsbræðrum, sem
voru þekktir harmonikuleikarar. Á
seinni árum eignaðist Kristján rnjög
fullkomið rafmagnsorgel og veitti
það honum ómælda ánægju.
Þau hjónin byijuðu búskap í
Hafnarfirði en fluttust síðar í Kópa-
vog og voru þau sambýlisfólk okkar
hjónanna um árabil og höfum við
jafnan rækt góðan kunningsskap
síðan. Þau byggðu sér einbýlishús
við Bjarnhólastíg og eignuðust þar
einkar fallegt heimili, þar var gott
að koma og gestrisni í fyrirrúmi.
Kristján tók þá gjarnan fyrir okkur
lag á orgelið eða nikkuna og var
það ánægjulegt á að hlýða.
Guðbjörg Hallgríms
dóttir - Minning
Fædd 14. janúar 1900
Dáin 25. nóvember 1989
í dag er til moldar borin frænka
okkar, Guðbjörg Hallgrímsdóttir, til
heimilis í Garðastræti 47, Rvk., en
hún lést aðfaranótt 25. nóvember
sl. á Hrafnistu í Reykjavík. Guð-
björg var fædd á Sauðárkróki 14.
janúar árið 1900. Hún var dóttir
hjónanna Hallgríms Þorsteinssonar
organista og Margrétar S. Björns-
dóttur. Systkini hennar voru Jó-
hanna, d. 1979, og Haraldur, d.
1979.
Guðbjörg eða Bagga eins og hún
var ávallt kölluð var ömmsystur
okkar, sem þessar línur ritum, og
langar okkur að minnast hennar
með örfáum orðum, í þökk og virð-
ingu fyrir allt það er hún var okkur.
I um það bil 40 ár starfaði hún
við afgreiðslu hjá Efnalaug
Reykjavíkur, eða þar til hún hætti
störfum sökum aldurs. Má segja
að frá þeim degi hafi öll starfsorka
hennar farið í það að gæta okkar
bræðra, meðan foreldrar okkar voru
að störfum utan heimilis. Hvern
einasta dag var hún komin árla
morguns og fór ekki fyrr en síðla
kvölds. Meðan foreldrar hennar
voru á lífi hélt hún heimili með
þeim og bróður sínum, lengst af á
Sólvallagötu 6 hér í borg, jafnhliða
því aðstoðaði hún ávallt Jóhönnu
systur sína við heimilisstörf og upp-
eldi barna hennar. Eftir andlát
móður sinnar 1970 flutti Bagga
alfarið á heimili okkar og var þar
æ síðan nema nú síðasta árið sem
hún dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík,
vegna heilsubrests.
Á þeim tíma sem hún bjó hjá
okkur var hún ekki einungis hluti
af fjölskyldunni heldur einnig besti
vinur okkar bræðra. Hún var fastur.
punktur í tilveru okkar, skjól og
stoð, sem aldrei brást. Hún var allt-
af tilbúin á allan hátt til þess að
aðstoða okkur og vaka yfir velferð
okkar. Oft hylmdi hún yfir prakk-
arastrik okkar bræðra af næmum
skilningi fyrir þörf æskunnar fyrir
útrás í gleði og raun. Málshátturinn
„sælla er að gefa en þiggja" átti
vel við Böggu. Hún var alltaf í hlut-
verki gefandans, gaf allt af sjálfri
sér án þess að ætlast til umbunar
eða þakklætis. Bagga giftist ekki
og eignaðist ekki börn sjálf en betri
og umhyggjusamari kona, þeim er
hún tók undir verndarvæng sinn,
verður vandfundin. Við bræður
lítum á það sem ómetanlega reynslu
að hafa fengið að alast upp í skjóli
þessarar elskulegu gömlu konu og
teljum okkar standa í ævarandi
þakkarskuld við hana.
Bagga frænka hefur nú lokið
jarðvist sinni og hafið nýtt líf ann-
ars staðar. Minningin um góða konu
og ómetanlegan vin mun fylgja
okkur um aldur-og ævi. Blessuð sé
minning hennar.
Einar, Hallgrímur,
Guðjón og Atli.
Kristján lagði gjörva hönd á
margt um dagana, enda lék allt í
höndutn hans, frá því að ég kynnt-
ist honum vann hann á verkstæðinu
hjá Fjöðrinni í Reykjavík. Hann var
vel liðinn á vinnustað enda frá-
munalega greiðvikinn og nutu þess
margir.
Kristján var mikill náttúruunn-
andi í eðli sínu. Fyrr á árum ferðað-
ist hann töluvert um landið, en
síðustu ár hafa þau hjónin farið
nokkrar sólarlandaferðir og það
átti mjög vel við Kristján. Síðastlið-
ið sumar fóru þau í sólina norður
í land ásamt tveim systkinum hans
og varð það honum til mikillar
ánægju.
Ég ætla mér ekki þá dul að reyna
í fáum minningarorðum að lýsa
persónunni Kristjáni Úlfarssyni, til
þess var hann of margbrotinn per-
sónuleiki. Við vorum hreint ekki
alltaf sammála en Kristján hafði
oft gaman af að vera á öndverðum
meiði við viðmælanda sinn, það var
eins og hann hefði af því nokkra
baráttugleði, blandaða kímni, sem
oft var stutt í.
Að lokum vil ég þakka Kristjáni
samfylgdina og óska honum góðrar
ferðar á ókomnum leiðum. Aðstand-
endum Kristjáns votta ég samúð
mína.
Ragna S. Gunnarsdóttir
fi ‘ 1 J í ftZ"'* }
l .f”•• -i-v
-----1 1 .'"V 1
'■mNM
Frá og með 1. desember 1989 tekur Millilandaafgreiðsla Flugleiða að
BÍLDSHÖFÐA einnig við stórum og smáum sendingum fyrir
INNANLANDSFRAKT. Afgreiðslur Innanlandsfraktar verða því tvær, að
BÍLDSHÖFÐA 20 og á Reykjavíkurflugvelli.
Að BÍLDSHÖFÐA 20 verður Innanlandsafgreiðslan opin 9.00-12.00 og
13.00-17.00 virka daga eins og Millilandaafgreiðslan. Símar
690435 og 82855.
Afgreiðslan á Reykjavíkurflugvelli er opin 8.00-18.00 mánudaga til
föstudaga og 8.00-12.00 laugardaga. Símar 690585 og 690586.
NÝR OG BREYTTUR BÍLDSHÖFÐI - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
ó (Mm fieftÍHm/
FLUGLEIDIR
m
v
TOSHIBA ORBYLGJUOFNAR
/ nýlegri notendakönnun Neytendasamtakanna á örbylgjuofnum áttu lang-
flestir ofn af TOSHIBA gerö eda 21%. Könnunin leiddi í Ijós að þeir sem eiga
TOSHIBA nota þá mikið, 89% þeirra eru mjög ánægðir með þá og enginn
kvaðst óánægður! Kostir TOSHIBA örbylgjuofnanna eru ótvíræðir.:
* Fást með tölvustýringu, hitablæstri, grillelementi, hitamæli og vigt.
★ Frítt námskeið í notkun ofnsins hjá Dröfn Farestveit hússtjórnarkennara.
Öll námskeiðsgögn eru á íslensku og aðeins 10 eigendur á hverju nám-
skeiði.
* 50 uppskríftir og leiðbeiningar fylgja.
★ Aðild að uppskriftaklúbb TOSHIBA stendur þér til boða. Þú.færð sendan
fjölda uppskrífta 3. hvern mánuð, sem allar eru aðhæfðar íslenskum áð-
stæðum.
★ Allargerðir eru fáanlegar í hvítum eða brúnum lit.
Þú getur nú valið um 15 gerðiraf TOSHIBA örbylgjuofnum. Einn þeirra hentar
þérörugglega!
Einar Farestveit & Co hf.
Borgartúni 28 — S 16995 og 622900