Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 40
Kringlan 5
Sími
692500
SJOVA
jALMENNAR
EINKAREIKNINGUR Þ/NN
í LANDSBANKANUM m
_________________JL
FOSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Ný skattlagning áformuð til að vega upp lækkun virðisaukaskatts í 24,5%:
Tekjuskatturinn verður
hækkaður imi 2% í 39,74%
Tekjuskattur á orkufyrirtæki og „mengunarskattur“ á allar bifreiðir
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið
að hækka tekjuskatt um tvö pró-
sentustig. Hlutur ríkisins af stað-
gTeiðslu opinberra gjaida verður
því 32,8% í stað 30,8% hlutfalls,
sem nú gildir. Hlutur sveitarfé-
laga af staðgreiðslunni er nú að
jafnaði 6,94% af tekjum manna,
þannig að heildarskattlagningin
verður 39,74% af tekjum. Þegar
staðgreiðsla skatta tók gildi í
ársbyrjun 1988 var þetta hlutfall
35,2%. Raunhækkun skatthlut-
fallsins á tveimur árum verður
því 12,8%.
Ríkisstjórnin náði í gær sam-
komulagi um að virðisaukaskattur
taki gildi um áramót í einu þrepi.
Skatthlutfallið verður 24,5% í stað
26%, sem gert háfði verið ráð fyrir.
Það er 0,5% lægra en núverandi
söluskattur. Allar undanþágur frá
skattinum sem kynntar höfðu verið
haldast óbreyttar. Endurgreiðslur
af skatti á algengum innlendum
matvælum, mjólk, kjöti og fersku
grænmeti, munu jafngilda því að
þau beri 14% skatt í stað 13%, sem
áður var gert ráð fyrir. Talið er að
tekjutapið af þessari breytingu
verði um 1.900 milljónir króna.
Forsætisráðherra segir að á næsta
ári verði kannað hvort breyta megi
virðisaukaskattinum til að lækka
enn matvælaverð. Annars vegar
verði kannað að taka upp tveggja
þrepa skatt, hins vegar kannaður
undanþágulaus virðisaukaskattur í
einu þrepi, sem yrði miklu lægri en
nú væri gert ráð fyrir.
Auk hækkunar tekjuskattsins er
gripið til þess ráðs að leggja á fleiri
nýja skatta til þess að vega upp
tapið. Skattahækkanirnar eiga alls
að færa 2.000 milljónir króna í ríkis-
sjóð og gera því 100 milljónum
betur en að vega upp áætlað tekj-
utap af lækkun virðisaukaskattsins.
Hækkun tekjuskattsins er talin gefa
af sér 2.800 milljónir. Helmingi
þeirrar upphæðar verður varið til
þess að hækka persónuafslátt og
barnabætur, þannig að 1.400 millj-
ónir verða eftir í ríkissjóði. Fjár-
málaráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið að skattbyrði ein-
staklinga með tekjur á bilinu 50-80
þúsund yrði ýmist minni eða sú
sama og áður við þessar breytingar
og sama gilti um hjón með tvö börn
og tekjur allt að 150-60 þúsund.
Hins vegar ykist skattbyrði á tekjur
vel yfir 200 þúsund.
Fjármálaráðherra sagði að þessi
DAGAR
TIL JÓLA
-mm Ég- v. J 0 j iVl 01 f'U111)1 (1010/ IvAA
Meoglyju i augum
Jólasveinar í búðargluggum eru jafnan fyrr á ferðinni en Stekkjarstaur og bræður hans. Þó þeir séu ekki
íkja Iíflegir, vekja þeir engu að síður athygli ungu kynslóðarinnar, sem hlakkar æ meira til jólahátíðarinnar
og lítur með glýju í augum á dýrðina.
Háskólinn:
Nemendur gefa kennurum
einkunnir í lok námskeiða
breyting á virðisaukaskattinum
lækkaði öll matvæli um 2% og og
innlendu matvælin, þar sem skatt-
urinn væri sérstaklega niðurgreidd-
ur um 8-9%. Reiknað væri með að
framfærsluvísitalan lækkaði um
0,5-1% við þetta, auk þess sem virð-
isaukaskattur í stað söluskatts hefði
í vegna uppbyggingar sinnar í för
með sér um 1% lækkun vísitölunnar
til viðbótar.
Þá á að skattleggja orkufyrirtæki
til jafns við önnur og á sá skattur
að skila 250 milljónum. Loks verður
Kjarvalsmynd
á yfir milljón
Olíumálverk eftir Jóhannes S.
Kjai-val, úr Gálgahrauni, seldist á
1045 þúsund krónur á uppboði
Gallerí Borgar á Hótel Sögu í gær-
kvöldi. Næsthæsta verð, tæpar 400
þúsund krónur, fékkst fyrir málverk
eftir Júlíönu Sveinsdóttur.
lagður „mengunarskattur" á allar
bifreiðir í landinu, sem á að gefa
af sér um 350 miiljónir króna. Bif-
reiðir verða skattlagðar eftir þyngd,
en talið er að um 2.000 króna nýr
skattur leggist að meðaltali á hverja
bifreið.
Tíu þúsund
sviðahausar
á haugana
YFIRDÝRALÆKNIR stöðvaði
dreifingu og sölu á sviðahausum
frá öllum frystiklefúm Sláturfé-
lags Suðurlands þegar niðurstöð-
ur rannsókna Hollustuverndar
ríkisins gáfú til kynna að þessar
afúrðir væru að hluta mengaðar
salmonella. Sláturfélag Suður-
lands hefúr ákveðið að henda öll-
um dilkasviðum af svæðum þar
sem salmonella hefur greinst. Um
er að ræða um 10.000 sviðahausa.
Á félagssvæði SS var sauðfjár-
slátrun síðastliðið haust aðgreind frá
annarri slátrun á bæjum þar sem
grunur lék á um sýkingu. Til örygg-
is var öllum innmat og hausum af
umræddu sauðfé hent. Kjöti var hald-
ið aðgreindu uns fyrir lá niöurstaða
sem sýndi að ekkert af kjötinu var
sýkt. Slátrun þessi var í samráði við
yfirdýralækni og undir eftirliti hér-
aðsdýralæknis.
Hollustuvernd ríkisins hefur í sam-
vinnu við heilbrigðiseftirlitið á Suð-
ur-, Suðvesturlandi og höfuðborgar-
svæðinu gert ráðstafanir til að sett
verði tímabundin sölu-, dreifingar-
og vinnslustöðvun á sviðahausa frá
Sláturfélagi Suðurlands.
HÁSKÓLARÁÐ samþykkti í gær samhljóða nýjar reglur um sam-
ræmt mat nemenda á gæðum kennslu í skólanum. Framvegis munu
nemendur í öllum námskeiðum fá eyðublað í hendur í lok námskeiðs-
ins og gefa ýmsum þáttum kennslunnar einkunn. Upplýsingarnar
verða tölvuunnar og meðal annars hafðar til hliðsjónar við stöðuveit-
ingar í háskolanum.
„Þetta er tvímælalaust mikil
breytingtil hins betra,“ sagði Sigur-
jón Þ. Árnason, fulltrúi Vöku, fé-
lags lýðræðissinnaðra stúdenta, í
Háskólaráði, en hann hefur meðal
annarra unnið að undirbúningi
málsins. „Við og við hefur verið
gerð könnun á kennslu í Iok hvers
námskeiðs, en það hefur allt verið
mjög óskipulagt. Stundum hafa
kennarar sett svona kannanir fyrii'
sjálfir og menn hafa ekki þorað að
svara hreinskilnislega. Núna verður
þetta hins vegar gert í hveiju ein-
asta námskeiði og hjá hveijum ein-
asta kennara, án þess að könnunin
fari um hendur kennaranna sjálfra.
Það er líka mjög mikilvægt að
Háskólaráð skuli setja formlegar
reglur um tilhögunina. Háskólaráð
er æðsta vald í málefnum skólans
og menn geta því ekki hummað
niðurstöðurnar fram af sér, eins og
stundum hefur brugðið við.“
Gert er ráð fyrir að kennslumála-
nefnd háskólans vinni úr evðublöð-
unum, sem stúdentar fylla út. Þau
eru þannig gerð að nemendur
merkja í litla reiti með tölum og
gefa þannig einstökum liðum
kennslunnar einkunn, frá -2 upp í
+2. Svo dæmi séu tekin, eiga nem-
endur að gefa einkunn fyrir skipu-
lag námskeiðsins, viðmót kennara,
undirbúning og áhuga og hvernig
'nann komi efninu til skila. Loks á
að gefa bæði kennslunni í heild og
námskeiðinu í heild einkunn. Blöðin
eru byggð á erlendum fyrirmynd-
um, en þessi háttur er hafður á í
flestum erlendum háskólum.
Blöðin eru sett í tölvuskanna,
sem les tölurnar af þeim og sparar
þannig mikla vinnu. Bjarni Ár-
mannsson tölvunarfræðinemi hefur
séð um þann þátt undirbúningsins
sem snýr að tölvuvinnslunni.
Miðað er við að þeir sem skipu-
leggja námskeið og fjalla um ráð-
stöfun kennslu til einstakra kenn-
ara hafi aðgang að niðurstöðunum
og þær geti bæði haft áhrif á
mannaráðningar og á það hvaða
kennsla er falin hveijum kennara.
Einnig ber dómnefndum um kenn-
arastöður að kynna sér þær. Full-
trúar kennara og stúdenta fá niður-
stöðurnar í hendur og geta rætt þær
sín á milli, en þær verða ekki birtar
opinberlega.