Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989 4—í—'■-■ i ■---------(.(:.• ■ ;-I------ 21 Morgunblaðið/Árni Sæberg i loðdýraræktenda í Bændahöllinni í gær. raræktenda; sstjórnar við loð- ilu ófullnægjandi ávarpi sínu harma að Alþingi fengi ekki að fjalia um vanda loðdýra- ræktarinnar, þar sem ráðherrar hefðu samið um framtíð loðdýra- ræktarinnar innan ríkisstjórnarinn- ar. Hann sagði uppbyggingu bú- greinarinnar á sínum tíma hafa komið til vegna kröfu þjóðfélagsins, en bændur hefðu verið hvattir til þess að takast á við búháttabreyt- ingu og draga saman í sauðfjár- rækt og hefja loðdýrarækt í stað- inn. Þess vegna væri skylda sam- félagsins nú mikil og ekki væri hægt að komast undan henni. „Ef menn telja að þetta mál geti verið þess eðlis að það valdi ríkisstjórnar- slitum, þá held ég að sú ríkisstjórn sem situr sé ekki mikils virði ef hún treystir sér ekki til að leggja þetta mál fyrir Alþingi, og áskilja þeim sem þess óska allan rétt til þess að fylgja því eftir sem þeim finnst réttmætt í þessu máli,“ sagði Hauk- ur. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra sagði á aðalfund- inum að loðdýrabændur yrðu að búa við niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og aðrar aðgerðir til aðstoðar búgrein- inni væru ekki í sjónmáli. Hann sagðist telja umtalsverða möguleika felast í aðgerðum stjórnvalda. Benti hann þar sérstaklega á ríkisábyrgð á skuldbreytingu 60% lausaskulda bænda, sem gæti orðið til þess að knýja á um frekari skuldbreytingu hjá lánadrottnum en ella fengist. Þá væri heimild til Stofnlánadeildar landbúnaðarins að fella niður allt að 40% af höfuðstól skulda hjá fóð- urstöðvum og einstökum loðdýra- bændum. Steingrímur benti á að Byggða- stofnun hefði verið falið að taka við umsóknum frá þeim bændum sem vildu halda áfram loðdýra- rækt, og taka frá fyrst um sinn 25 milljónir króna til að greiða jöfnun- argjald á föður í því skyni. Hann sagði að það yrði síðan skoðað í ljósi þeirra umsókna sem bærust, hvort meira fé yrði varið í niður- greiðslur, og hvatti hann alla þá bændur sem áhuga hefðu á að halda áfram loðdýrabúskap til að sækja um niðurgreiðslufé til Byggðastofn- unar. Kæmi í ljós að hugur í mönn- um væri það mikill að halda áfram, og þær 25 milljónir króna sem sér- staklega væru teknar frá væru alls ónógar, þá sagðist hann geta full- yrt að á því yrði tekið mark og stjórnvöld yrðu þá að endurskoða hug sinn í samræmi við það. Hann sagðist þó vilja benda bændum á að þeir þyrftu sjálfir að vega það og meta hvert þeir vildu halda. „Ég er orðinn þreyttur á því og mun ekki hafa uppi tilburði til þess að lofa mönnum ráðstöfunum eða fyr- irgreiðslu sem ekki reynist unnt að standa við, og tel því afffærasælast að menn taki ákvarðanir um sín mál í ljósi þess sem í boði er, en ég held að ekki megi reikna með breytingum til bóta. Komi þær fram verða þær ávinningur, en ég tel óvarlegt að reikna með þeim,“ sagði Steingrímur. Á fundinum kom fram að á veg- um SÍL væri hafin könnun á því meðal loðdýrabænda hve margir þeirra hefðu hug á að halda loðdýra- búskap áfram miðað við fyrirliggj- andi forsendur, og stefnt væri að því að þær niðurstöður lægju fyrir á allra næstu dögum. ------• Þj óðræknisfélag Islendinga 50 ára: Afinælis- fimdur á sunnudag í dag, 1. desember, verða liðin 50 ár frá stoftiun Þjóðræknisfélags íslendinga. Af því tilefni efnir stjórn félagsins til sérstaks hátí- ðarfundar 3. desember nk. Hátíð- arfundurinn verður haldinn að Hótel Borg, sunnudaginn 3. des- ember 1989 og hefst stundvíslega kl. 16.00. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, verður heiðurs- gestur á fundinum. Dagskrá fundarins: Fundarsetn- ing, formaður félagsins, Jón Ásgeirs- son, ávarp,' herra Óla'fur Skúlason biskup. Einsöngur, Hrönn Hafliða- dóttir óperusöngkona, undirleikari Hafliði Þ. Jónsson. Kaffiveitingar. Ávarp Halldór Ásgrímsson starfandi forsætisráðherra. Einsöngur. Önnur mál. Fundarslit. Saga Þjóðræknisfélagsins verður rakin í stórum dráttum á fundinum, allt frá því alþingismennirnir Jónas Jónsson frá Hriflu, Ásgeir Ásgeirs- son síðar forseti íslands og Thor Thors beittu sér fyrir stofnun félags- ins, en einmitt þeir þrír sátu í fyrstu stjórn þess. Greint verður frá framtíðaráform- um á vegum félagsins og nýjum við- horfum til þjóðræknismála. Fundur- inn er öllum opinn. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 15.30 til 15.55. Loðnuvertíð óviss Viðar Karlsson skipstjóri á Víkingi Þessu svipar mjög til veiðanna haustið 1983 Eitthvað af loðnu að síga að vestan „ÞAÐ er ósköp lítið sem hægt er að segja um stöðuna á loðn- unni. Ástandinu svipar mjög til liaustsins 1983, en við verðum að fylgjast betur með þessu til að geta sagt eitthvað mark- tækt. Ég held þó, að ástandið sé ekki eins slæmt og sumir telja og það er eitthvað afloðnu að síga að vestan inn á Kol- beinseyjarsvæðið," sagði Viðar Karlsson, skipstjóri á loðnu- skipinu Víkingi, í samtali við Morgunblaðið. Víkingur land- aði í gær 735 tonnum á Akra- nesi. Viðar sagði að litið væri af loðnu á veiðisvæðinu og það litla, sem þeir fyndu og næðu, væri horað og lítt þroskað. Loðnan liti út eins og í september og væri enn í ætisleit. Vegna þess þétti hún sig ekki og veiddist því lítið. „Loðnan er um 12 grömm nú en ætti í eðlilegu árferði að vera um 17 grömm. Um 20% í köstunum hjá okkur nú er þriggja ára stór og feit loðna en hitt er bara tveggja ára horgrindur. Hún var svo léleg að við héldum fyrst að við værum í ólöglegri smáloðnu. Þetta er nánast alveg eins og haustið 1983. Þá var mjög dræm veiði um haustið, hæstu bátar með um 5.000 tonn og um ára- mótin var loðnan aðeins um 11% feit. í janúar veiddist akkúrat ekki neitt og við sáum á eftir henni í áttina til Færeyja. 4. febr- úar gaus hún svo upp við Ingólfs- höfðann 15 til 16% feit og þá hafði stofninn þyngzt um 150.000 tonn. Ég hef aldrei vitað aðra eins veiði og þá, því að á tveimur mánuðum tók flotinn 439.000 tonn og bræðslurnar höfðu ekki undan. Hvort þetta gengur eftir nú, veit maður auðvitað ekki. Það er mjög slæmt að svæðið norður af Dorhnbanka skyldi ekki kannað. Októberleiðangrinum var frestað en í byijun mánaðarins varð þýzka skipið Walter Herwig vart við loðnu þarna. Þegar loks var farið af stað, reyndist ekkert hægt að leita. Mér sýnist nokkuð öruggt að við getum búizt við loðnu af Dorhnbankanum að Snæfellsnesi í marz til hrygningar, en veiði í Jónatan Einarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sam- kvæmt samningi Einars Guðfinn- sonar hf. og Grænlendinga greiddi fyrirtækið einungis fyrir það magn, sem veitt yrði. Hins vegar væri vel hægt að hugsa sér að endurskoða samninginn ef lítið veiddist af loðnu. „Það er þó alltof snemmt að afskrifa loðnuna, þar sem hún þeirri loðnu stendur yfirleitt stutt, aðeins í um 10 daga. Við verðum að vona hið bezta. Sé ástandið eins slæmt og þeir svartsýnustu segja, er útlitið ekki aðeins svart fyrir okkur loðnusjómennina, þá er lífríkið meira og minna hrun- ið,“ sagði Viðar Karlsson. getur verið' undir hafísnum við Grænland,“ sagði Jónatan. Ætl- unin er að loðnuskipið Júptíter, sem Einar Guðfinnson hf. á hlut í, veiði loðnuna, sem fyrirtækið kaupir af Grænlendingum en skip- ið hefur einnig 23 þúsund tonna loðnukvóta. Júpíter er hins vegar einungis búinn að landa samtals 1.400 tonnum af loðnu í Bolung- arvík á þessari vertíð. Júpiter er nú gerður út frá Bolungarvík. Einar Guðfínnsson hf.: Samningi um loðnu- kaup haldið opnum MUNNLEGUM samningi um kaup Einars Guðfínnsonar hf. í Bol- ungarvík á 10 þúsund tonnum af loðnu af Grænlendingum verður haldið opnum, enda þótt lítið hafi veiðst af loðnu í haust, að sögn Jónatans Einarssonar forstjóra fyrirtækisins. Loðnuflotinn og bræðslurnar þola engan veginn loðnubrest LANGVARANDI tapresktur fiskimjölsverksmiðja hér á landi ger- ir þeim allsendis ókleift að taka því áfalli, sm felst í aflabresti á loðnuveiðum. Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenzkra fiskmjölsframleiðenda, segir að tap hafi verið á rekstrinum allan þennan áratug að undanskildu árinu 1984. Svipaða sögu er að segja af loðnuskipunum. Verði engin breyting á veiðiheimildum þeirra, sligar aflabrestur útgerð þeirra flestra. Loðnubrestsárin 1982 og 1983 lifðu fiskimjölsverksmiðjurnar af, enda höfðu þær þá ekki þurft að búa við langvarandi tapresktur eins og nú. Jón Ólafsson segir, að þá hafi einnig komið til svoköll- uð loðnubrestsnefnd. Hún hafi séð um lántöku og endurlánað öðrum verksmiðjum en ríkisverksmiðjun- um og einhveijir styrkir hafi einn- ig komið til. Nú séu engir sjóðir að hlaupa í og ekki nægi að loka verksmiðjunum. Sumar þeirra verði að taka á móti úrgangi til bræðslu, en auk þess sé fastur kostnaður svo mikill að ekki verði undir honum staðið án rekstrar. Kristján Ragnarsson segir að ekki komi til greina að skilja loðriuskipin, sem eru tæplega 50, eftir veiðiheimilda laus, bregðist loðnuveiðin. Vandinn sé sá, að loðnan sé uppistaðan í aflaheim- ildum þeirra, en mörg hafi reynd- ar rétt á einhverri rækjuveiði með tilsvarandi aukáfla. Kæmi til afla- brests, yrði að fara svipaða lejð og 1982. Þá hefðu loðnuskipin. fengið heimild til þorskveiða, en slíkar heimildir hefðu þau ekki haft þá. Þessi leið hefði verið til- tölulega auðfarin vegna þess, að kvótakerfið hefði ekki verið til- komið þá. Nú yrði, auk sérstakra ráðstafana, að dreifa áfallinu yfir allan flotann. Þessi skip yrðu þá að fá þorskveiðiheimildir, annað hvort með viðbót við kvótann eða með skerðingu á aflaheimildum hinna. Skipin væru öll hæf til botnfiskveiða og mörg þeirra hefðu möguleika á frystingu um borð. í Morgunblaðinu í gær var ranglega farið með hve mikin hlut skipstjóri fær af aflaverðmæti við- komandi skips. Hásetinn ber rúm- lega 2% af brúttóaflaverðmæti úr býtum, en skipstjórinn 6,4% eða þrefaldan hásetahlut. Á togurum er hlutur skipstjóra tvöfalt hærri en háseta, en skýringuna á þre- földum hlut skipstjóra á nótabát- um má rekja til þess, er veiðarnar voru stundaðar með skipstjóra og svokölluðum nótabassa, sem í reynd voru báðir eins konar skip- stjórar. Enn bræla á loðnumiðunum BRÆLA var á loðnumiðunum í fyrrinótt og engin veiði. Þessi skip tilkynntu um afla í gær, fimmtudag: Sigurður RE 300 tonn til Siglufjarðar, Gígja VE 200 tonn til Siglufjarðar, Jón Kjartansson SU 600 tonn til Eski- fjarðar og Beitir NK 300 til Nes- kaupstaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.