Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAG.UR 1. DESEMBER 1989 19 I TÓKÍÓ. Japanskt fyrirtæki hyggst setja á markaðinn reyk- lausa „vindlinga" í mánuðinum til að bindindismenn á tóbak þurfi ekki lengur að anda að sér reyk frá öðrum. Reykingamenn geta þá keypt plastpípur og sett í þær hylki með blöndu af samþjöppuðu tóbaki og tilbúnum bragðefnum. Nikótínið er síðan sogið úr pípunum. í einu hylki er eitt prósent af því nikótíni sem er í venjulegum vindlingi. ■ NEW YORK. Thomas Fried- man og John Casey fengu Bóka- verðlaunin bandarísku, sem af- hent voru á miðvikudagskvöld. Friedman fékk verðlaunin fyrir bók sína „Frá Beirút til Jerúsalem", sem fjallar um málefni Mið-Austur- landa, og Casey fyrir skáldsöguna „Spartina", sem er um sjómann á Rhode Island. ■ OTTAWA. Kanadískur þing- maður, Lorne Nystrom, var á mið- vikudag ákærður fyrir þjófnað á hreinsiefhi fyrir augnlinsur að verðmæti 7,8 kanadískra doilara (420 ísl. kr.). Hann á 2.000 dollara sekt (rúmlega 100.000 ísl. kr.) og/eða sex mánaða fangelsisvist yfir höfði sér. Nystrom var talinn^ líklegur til að verða leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins. Mikael, fyrrum Rúmeníukonung- ur ■ VÍN. Mikael, fyrrum Rúm- eníukonungur sagði í viðtali við dagblaðið Kuríer í Vín í gær að hann vildi koma á lýðræði í heima- landi sínu, sem Nicolae Ceausescu stjórnar nú. Hann kvaðst hafa ímugust á kommúnismanum í landinu og þeirri kúgun sem lands- menn þyrftu að búa við. Hann sagði þó að vaidarán kæmi ekki til greina. ■ PRAG. Verk Karfs Marx hafa horfið úr kennslustofunum í Tékkó- slóvakíu - námsfólki og kennurum til mikillar gleði. Þingið í Prag sam- þykkti á miðvikudag að afnema skyldunámskeið í kenningum Marx og í stað þeirra kæmu námskeið sem bygðust á „vísindalegri þekkingu, föður- landsást og mannúðar- stefnu". ■ SOFÍA. Búlgarskir andófsmenn, sem beij- ast fyrir lýðræðisumbótum, kröfð- ust þess á fjöldafundi á miðvikudag að alræðisvald koinmúnistaflokks- ins yrði afnumið. Harðlínumaðurinn Todor Zhivkov sagði af sér í nóv- ember og við honum tók umbóta- sinninn Petar Mladenov eftir fjöi- menn mótmæli í landinu og hafa harðlínumenn síðan átt í vök að veijast. vinnurþú... Á Þorláksmessu er dregið í jólahappdrætti Sjálfsbjargar ^tm^*** " Þá gætu draumar þínir ræst ininsur: Hinn glæsileg.i Toyota NNER 30001 4WD með sollugu. adis.Verð bíisins er kr. 2.30«.uv«- nkölluð glæsikerra. Vinningaskráin er glæsilegri en nokkurn tíma áður 2. - 6. vinningur: Fimm Toyota Corolla 1300ST hlaðbakar, hver um sig að verðmæti kr. 716.000.- Þessir bílar hafa svo sannarlega sýnt að þeir henta við íslenskar aðstæður. 7. - 65. vinningur: Loks eru 59 val- vinningar að verðmæti kr. 100.000.- hver. Ef þú hlýtur einn af þeim get- ur þú valið ferð hvert sem er með Ferðaskrifstofunni Útsýn - Úrval eða skartgripi fyrir þá upphæð. Misstu ekki af glæsilegum vinningi, sem gæti látið drauma þína rætast, um leið og þú tekur þátt í baráttu Sjálfsbjargar fyrir bættri framtíð fatlaðra í landinu. Él HAPPDRÆTTI I SJÁLFSBJARGAR 1989 SAMEINAÐA/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.