Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 37
4
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989
37
Iþrúmr
FOLK
■ RAY Wilkins, fyrrum fyrirliði
enska landsliðsins og leikmaður
Glasgow Rangers. gerði í vikunni
tveggja ára samning við QPR.
Wilkins, sem er 32
FráBob - ára, byijaði knatt-
Hennessy spyrnuferil sinn hjá
/ Englandi Chelsea fór síðan til
Manchester _ Un-
ited og þaðan fór hann til ítaliu
1984 þar sem hann lék með AC
Mílanó. Síðan fór hann til Paris
St. Germain í Frakklandi áður en
hann snéri heim til Bretlands og
lék með Glasgow Rangers í Skot-
landi. Wilkins mun leika sinn
fyrsta leik með QPR gegn Crystal
Palace á morgun, laugardag.
B ANDY Thorn er farinn til
Crystal Palace, en gengið var frá
kaupunum við Newcastle 5 gær.
Palace greiddi 550.000 pund fyrir
varnarmanninn og samið var um
að félagið borgaði 50.000 pund að
auki, þegar hann hefur leikið 50
leiki og annað eins eftir 100 leiki.
Ekki er víst að hann verði með
gegn QPR á morgun.
B SVÍAR hafa samið um sex vin-
áttulandsleiki fyrir HM. Þeir fara
í 10 daga æfingaferð til Saudi-
Arabíu og leika gegn heimamönn-
um 14. og 17. febrúar. 21. febrúar
leika þeir gegn Belgum í Brussel,
úti gegn Alsír 11. apríl og heima
gegn Wales tveimur vikum síðar.
Eftir leik gegn Finnum 27. maí
verður 22 manna hópur valinn.
■ ENGLENDINGAR leika lands-
leik gegn Túnis 2. júní. Ef Eng-
lendingar verða ánægðir með dvöl
sína í Túnis, verða þeir þar í æf-
ingabúðum í viku áður en þeir halda
á HM á Ítalíu. England mun einn-
ig leika landsleiki gegn Júgóslavíu,
Uruguay, írlandi og Tékkósló-
vakíu - fyrir HM.
DOMARAHORNIÐ
Framkvæmd
Ídómarahorninu hefur áður
verið rætt um vítaköst og auka-
köst, en til eru fleiri köst og nefn-
ast þau: Frumkast, innkast, útk-
ast og dómarakast.
Grundvallaratriði við töku
kasta er að boltinn verður að vera
í hendi kastarans, og ieikmenn
rétt staðsettir. Ekki má rétta bolt-
ann til samhetja og það er éin-
göngu kastarinn, sem má snerta
boltann.
Kasti telst lokið, þegar boltinn
er farinn úr hendi kastarans,
nema í útkasti, en því telst lokið
þegar markvörður hefur leikið
boltanum yfir markbögann, og
dómarakasti telst lokið þegar bolt-
inn hefur náð hæstu stöðu eftir
að dómari er búinn að henda hon-
um upp í loftið.
Leikmenn geta skorað beint úr
öllum köstum sem þeir fram-
kvæma.
Frumkast er tekið þegar leikur
hefst, í byijun seinni hálfleiks og
eftir að skorað hefur verið mark.
Innkast er tekið þegar boltinn
fer út yfir hliðarlínu og yfir
marklínu utan marks og varnar-
maður hefur snert hann síðast.
Rétt er að taka fram að „Hom-
kast“ er ekki til í handbolta
Útkast er tekið þegar boltinn
fer aftur fyrir markið, þ.e. yfir
marklínu utan marks. Ef leik-
menn fara inn á markteig til að
hindra markmann við töku út-
kasts skal þeim vísað af leikvelli
í 2 mínútur, og það án undan-
genginnar áminningar.
Dómarakast skal dæma ef leik-
menn beggja liða bijóta af sér
samtfmis, ef boltinn snertir loft
eða fasta hluti yfir leikvangi og
ef leikur er stöðvaður án þess að
reglur hafi verið brotnar og hvor-
ugt liðið er með boltann.
kasta
Öll þessi köst skal að öilu jöfnu
framkvæma án flautumerkis
dómara.
Leikmenn skulu vera í 3ja
metra fjarlægð er kast er'tekið,
nema þeir 2 leikmenn sem eru við
dómarakast, og skulu dómarar
ieiðrétta stöðuna ef svo er ekki.
Ef leikmenn hiýða ekki eiga dóm-
arar að áminna þá og við endur-
tekningu að vísa þeim af ieikvelli
í 2 mínútur.
Þessi stutta samantekt, sem
flestir er til handbolta þekkja hafa
á hreinu, er um hluti sem eru
afar mikilvægir þegar menn em
að dæma. Ef dómarar stýra þess-
um grundvaliaratriðum ekki rétt,
þá missa þeir fljótt tökin á ieikn-
um.
Kveðja,
Kjartan Steiubach.
Þorgils Óttar Mathiesen.
Þorgils handknatt-
leiksmaður ársins
orgils Óttar Mathiesen, fyrir-
liði landsliðsins, var kjörinn
handknatleiksmaður ársins 1989
hjá HSÍ. Þorgils Óttar stjórnaði lið-
inu til sigurs í b-keppninni í Frakk-
landi, er landsleikjahæsti maður
íslands og var valinn í heimsliðið í
handknattleik í sumar.
GETRAUNIR 1 X 2
Þrefaldur
pottur
Enginn seðill fannst með 12
leikjum réttum eftir síðustu
leikviku og fyrsti vinningur þá,
rúmlega hálf önnur milljón króna,
rennur því allur í pottinn nú.
Þetta var reyndar önnur helgin
í röð sem enginn náði 12 réttum,
þannig að potturinn er þrefaldur á
morgun. Getspakur Islendingur
gæti því nælt í væna fjárfúlgu, sem
eflaust kæmi sér vel við undirbún-
ing hinnar árlegu hátíðar ljóss og
friðar sem óðfluga nálgast.
Sjónvarpið sýnir leik Stuttgart
og Köln í vestur-þýsku úrvalsdeild-
inni í beinni útsendingu á morgun
og hefst hann kl. 14.30. Sölukerfið
lokar því kl. 14.25.
Arnar Grétarsson.
Spámaðurvikunnar:
Arnar Grétarsson
Framhetjinn ungi úr Breiða-
bliki í Kópavogi, Arnar Grét-
arsson, sem glímir við getrauna-
seðil vikunnar, hefur gert tveggja
ára samning við Glasgow Rangers
í Skotlandi. Hann segist vera á
hálfgerðum reynslusamningi;
geta farið hvenær sem hann vilji
ef honum sýnist svo. Hann er
ekki enn kominn með atvinnuleyfi
og má því ekki leika. „Ég hef lengi
fylgst með ensku knattspyrnunni
og Liverpool er mitt lið. Hér hjá
Rangers segja allir að Liverpool
sé með besta liðið á Bretlandseyj-
um — þeir eru að reyna að líkjast
þeim hérna,“ sagði Arnar.
1
1X
1X
X2
1X
1
2
2
1
1
1X
1 2
Leikir 2. des.
Stuttgart - Köln
Aston Villa - Nott. For.
Chelsea - Wimbledon
C. Palace - QPR
Derby - Charlton
Everton - Coventry
Luton - Tottenham
Man. City - Liverpool
Millwall - Southampton
Norwich - Sheff. Wed.
Leeds - Newcastle
Sunderland - Swindon
Að kaupa sér
meistaratitla
eftirStefán
Ingólfsson
Metnaður sumra íþróttafélaga
gengur út í öfgar. Starfið
miðast við sókn í meistaratitla. Þau
lokka til sín íþróttamenn annarra
félaga til að kaupa sér titla og
frægð. Forystumenn kunna sér oft
ekki hóf. Þeir sýna siðblindu { sókn
til metorða. Tímabært er að setja
ákveðnar reglur um félagaskipti og
réttindi félaga.
Togstreita
í íþróttahreyfingunni togast á
keppni að meistaratitlum og frægð
og vinna við að skapa unglingum
verkefni. Marglr talsmenn íþrótta-
hreyfingarinnar halda því fram að
þessir þættir verði ekki aðskildir.
Vandinn sé að finna hinn gullna
meðalveg. Þjálfun afreksíþrótta-
manna er miklu dýrari en unglinga-
starfið. Það kostar til dæmis jafn
mikið að skapa verkefni fyrir 1.500
unglinga í körfuknattleik og halda
úti landsliði. íþróttafélög sem eyða
fé og tíma í sókn eftir titlum og
frægð eru af þeim sökum líkleg til
að láta það koma niður á unglinga-
starfinu.
Gömul og ung félög
í Reykjavík starfa íþróttafélögin
í borgarhverfum sem þau eru stund-
um kennd við. Hverfin byggjast oft
á fáum árum. í nýtt hverfi flyst
- mikið af ungu fólki. Það á börn sem
Stefán Ingólfsson.
fylla skólana og sækja íþróttaæf-
ingar. Fólkið eldist, bömum og
unglingum fækkar. Um leið fækkar
í unglingaflokkum íþróttafélag-
anna. Metnaðarfyllstu íþróttafélög-
unum reynist erfitt að manna
keppnislið sín. Gömlu Reykjavíkur-
félögin geta ekki reitt sig eingöngu
á íþróttamenn sem hlotið hafa þjálf-
un sína hjá þeim. Ef það gerðist
mundu ófá þeirra falla í neðri deild-
ir. Til þess að mæta leikmannafæð-
inni sækja þau leikmenn til annarra
félaga. Einkum unga og efnilega
eða reynda leikmenn. í körfuknatt-
leik eru keppnismenn einfaldlega
fluttir til landsins. Undanfarin ár
hefur færst í vöxt að íþróttafélög
lokki til sín efnilega unglinga frá
öðrum félögum. Þeim sem fylgjast
með þykir oft beitt óvönduðum
meðulum. Fullorðnir forráðamenn
íþróttafélaga beita í laumi ýmsum
aðferðum til að telja ungum drengj-
um hughvarf. Foreldrar ungling-
anna eða forsvarsmenn félaga
þeirra eru sjaldan með í ráðum.
Stóru knattspyrnufélögin í
Reykjavík eru stórtækust þó önnur
íþróttafélög séu ekki saklaus.
Leikmenn keyptir
Því sem áður var lýst svipar til
atvinnufélaga. í atvinnumennsku
eru miklir fjármunir. Oft hafa félög-
in enga unglingastarfsemi. Kaup
og sala leikmanna er eins og hver
önnur viðskipti. Má í því sambandi
nefna bandarísku körfuknattleiks-
félögin. Vinnubrögð ýmissa
íslenskra íþróttafélaga eru ekki
óhliðstæð. Hér á landi er þó pukr-
ast með málin enda skortir reglur.
Erlendis eru greiddar fjárhæðir eft-
ir því sem um semst á milli forráða-
manna. Erlend íþróttafélög í ýms-
um greinum telja sínu fé best varið
með því að láta áhugamannafélögin
bera kostnaðinp af að þjálfa unga
leikmenn. Þeir bestu eru síðan
keyptir. Þó að íslensku félögin beri
sífellt víurnar í leikmenn annarra
liða eru þau ekki reiðubúin að opna
pyngjuna. íþróttafélög sem eltast
við efnilega leikmenn í öðrum félög-
um þegar þynnist í eigin röðum
spara sér mikið fé. Því er haldið
fram að íþróttafélag sem fær í sínar
raðir þjálfaðan íþróttamann eigi að
endurgreiða félaginu sem þjálfaði
hann þjálfunarkostnaðinn. Það er
rökrétt en dæmið er flóknara. í
yngstu aldursflokkana mæta marg-
ir drengir. Þeir hljóta allir sömu
þjálfun. Þegar piltarnir stálpast
koma mestu efnin fram. Þá fara
„njósnarar“ félaganna á stjá. Þeir
sækjast aðeins eftir allra bestu leik-
mönnunum. Afburðamenn koma
ekki fram á hveiju ári. Félög sem
manna keppnislið sín með aðfengn-
um mönnum eru þess vegna ekki
að spara sér þjálfun eins leikmanns
heldur margra tuga eða hundraða.
Áhugaleysi gagnvart þjálfun yngri
flokka getur gengið út í öfgar.
Fyrir nokkrum árum var í byijunar-
liði íslandsmeistaranna í körfu-
knattleik einungis einn leikmaður
sem hafði hlotið uppeldi hjá félag-
inu. Eitt unglingalið félagsins lék
þá í fimm liða úrslitakeppni. Enginn
fullorðinn, hvorki þjálfari né liðs-
stjóri, fylgdi þeim til keppninnar.
Siðblinda
Tímabært er að ræða siðfræði í
íþróttum ekki síður en í stjórn-
málum. Setja á forsvarsmönnum
félaga siðareglur. Menn sýna oft
mikla siðblindu. Taka má dæmi úr
knattspyrnunni: Eitt af stóru
Reykjavíkurfélögunum sóttist eftir
að fá í sínar raðir ungan og efnileg-
an leikmann frá minna félagi sem
hafði fallið niður um deild. Þótti
bera vel í veiði að gefa honum fyrir-
heit um 1. deildarliðið. Allar þreif-
ingar fóru fram á bak við tjöldin.
Forsvarsmenn litla félagsins höfðu
einungis af málinu ávæning. Ekki
var heldur haft samband við þjálf-
ara leikmannsins. Hann er þó einn
af kunnustu og virtustu félögum í
stóra félaginu. Varla er ofmælt að
hann sé mesti afreksmaður þess í
íþróttum um áratuga skeið. Þetta
dæmi vekur til umhugsunar um
hina siðferðilegu hlið. Forystumenn
íþróttafélaga sem sýna eigin félög-
um slíkt virðingarleysi í sókn sinni
til titla og metorða skortir siðferðis-
kennd. Þeir eru íþróttastarfi í
landinu til vansa.
Höfvndur er verkrnedingiir.
■ PIERRE Littbarski, sem hefur
leikið nær samfellt með þýska lið-
inu Köln síðan 1978 (var með
franska liðinu Racing París í 16
mánuði), gerði í gær nýjan samning
við Köln, er gildir til næstu fjög-
urra ára.
■ TREVOR Francis lék fyrst
með Birmingham City og nú hefur
3. deildar liðið sýnt áhuga á að fá
hann aftur, en Francis var rekinn
frá QPR sem þjálfari í vikunni, eins
og greint hefur verið frá, og hann
leikur ekki meira með liðinu.
M JUVENTUS hefur áhuga á að
klófesta fyrrum leikmann sinn,
Michel Platini, til að taka við lið-
inu. Platini hefur stjórnað franska
landsliðinu um nokkurt skeið.
Samningur hans við franska knatt-
spyrnusambandið rann út fyrir
skömmu, en vilji er fyrir því hjá
sambandinu að hann haldi áfram
og verði með landsliðið fram yfir
Evrópukeppnina 1992.
H HEARTS hefur lánað Ian
Ferguson til Coventry í mánuð.