Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 1. DÉSEMBER 1989
23
Skipan í náms-
hópa eftir kyni?
NÆSTKOMANDI mánudag, 4.
desember, lieldur danskur upp-
eldisfræðingur, Anne-Mette
Kruuse, fyrirlestur i Kennarahá-
skóla íslands um álirif kynferðis
á menntun barna. Fyrirlesturinn
verður fluttur á dönsku og nefn-
ist: Hvorfor pigeklasser? Debatt-
en i dag.
Anne-Mette Kruuse hefur á und-
anförnum árum kennt við Dan-
marks Lærerhöjskole og stundað
rannsóknir á grunnskólastarfi bæði
í Danmörku og Englandi. Hefur hún
lagt sérstaka áherslu á að kanna
hvaða áhrif hefðbundnar hugmynd-
ir um kynhlutverk hafa á samskipti
kennara og nemenda og hvernig
nemendur upplifa eigin kynferði. A
síðustu árum hefur hún einnig
kannað hvaða áhrif skipting nem-
enda í bekki eða námshópa eftir
kyni hefur á nemendur.
Hún hefur, m.a. í tímaritsgrein-
um og fyrirlestrum, fjallað um áhrif
kynferðis á aðstæður einstaklinga
og möguleika til menntunar, og
hefur bent á hugsanlegar leiðir til
úrbóta. Telur hún að tímabundin
kynskipting í skólum geti verið ein
hugsanlegra leiða, m.a. vegna þess
að nauðsynlegt getur verið að
leggja tímabundna áherslu á ólík
markmið með kennslunni, t.d. að
auka sjálfstæði og sjálfsöryggi
stúlknanna og gera drengjum kleift
að sýna tilfinningar eins og van-
mátt og öryggisleysi á eðlilegri
hátt enjieir gera að jafnaði í skóla-
starfi. I rannsóknum sínum hefur
hún lagt sérstaka áherslu á að
kanna breytingu á hegðun og
vinnubrögðum þegar skipt er í bekki
eða hópa eftir kynjum og einnig'
viðbrögð nemenda þegar hópar eru
sameinaðir á ný.
Fyrirlesturinn verður fluttur kl.
16.00 nk. mánudag.í stofu B 201
í Kennaraháskólanum og er öllum
opinn.
Stóra kókaínmálið:
Gæsluvarðhald
enn framlengt
Anne-Mette Kruuse
GÆSLUVARÐHALD yfir
nianni, sem setið Iiefur í gæslu-
varðhaldi frá í maí vegna gruns
um innflutning á um einu kílói
af kókaíni frá Bandaríkjunum
var í gær framlengt með úr-
skurði sakadóms í ávana- og
fikniefnamálum. Honum hefiir
nú verið gert að sitja í varð-
haldi allt til janúarloka hafi
dómur ekki fallið fyrr í málinu.
Dómarinn stytti kröfu ákæni-
valdsins um tvær vikur.
Samgönguráðuneytið:
Æviráðinn bílstjóri
verkefiialaus í rúmt ár
„VIÐ höfum ekki enn getað séð
þessum bílstjóra fyrir verkefhum
og ég veit ekki livort svo gæti
orðið nú þegar ráðherrum hefur
fjölgað," sagði Ólafur Steinar
Valdimarsson, ráðuneytisstjóri í
samgönguráðuneytinu. Ráð-
herrabílstjóri, sem var skipaður
Ókeypis sýningar á
Gestaboði Babettu
ÁKVEÐIÐ hefur verið að efha
til ókeypis sýninga á dönsku
oskarsverðlaunakvikmyndinni
Gestaboði Babettu í Laugarás-
bíói í dag, í tilefhi þess að mynd-
in hefur verið sýnd í eitt ár.
Myndin verður sýnd í Laugarás-
bíói klukkan 5 og 7. Frá og með
deginum í dag flytjast kvikmynd-
irnar „Pelle sigurvegari“, „Indiana
Jones og síðasta krossferðin“ og
„Gestaboð Babettu" úr Regn-
boganum og verða sýndar í Laug-
arásbíói.
í september í fyrra, hefur ekki
fengið nein verkefni, þar sem
núverandi samgönguráðherra er
einnig landbúnaðarráðherra og
hefur bílstjóra frá landbúnaðar-
ráðuneytinu.
Matthías Á. Mathiesen skipaði
bílstjórann í starfið þann 25. sept-
ember í fyrra og er hann því æviráð-
inn ríkisstarfsmaður. Þegar
Steingrímur J. Sigfússon tók við
ráðuneytinu skömmu síðar varð
hann jafnframt landbúnaðarráð-
herra. Bílstjóri landbúnaðarrááu-
nejtisins hefur ekið Steingrími og
því hefur bílstjóri samgönguráðu-
neytisins verið án verkefna.
Ólafur Steinar sagði, að ráðu-
neytið hefði reynt að útvega mann-
inum verkefni, en ekki tekist. „Ég
veit að hann er óánægður með
þetta, enda sóttist hann eftir starf-
inu og vill gjarnan stunda það,“
sagði hann. „Samgönguráðuneytið
hefur ekki lausn á þessu máli, enda
hefur sambærilegum verkefnum
bílstjóra fækkað hjá stofnunum,
sem heyra undir ráðuneytið. Við
getum auk þess ekki skipað neinum
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM
30. nóvember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 75,00 54,00 69,10 13,820 954.944
Þorskur(smár) 41,00 41,00 41,00 1,056 43.276
Þorskur(umál) 41,00 41,00 41,00 0,256 10.496
Ýsa 99,00 90,00 97,83 2,386 233.415
Ýsa(ósl.) 94,00 90,00 93,23 1,739 162.120
Karfi 41,50 35,50 37,94 6,839 259.455
Ufsi 46,00 20,00 44,93 2,941 132.164
Steinbítur 71,00 65,00 67,51 1,811 122.295
Langa 48,00 38,00 44,18 1,983 87.615
Lúða 500,00 215,00 ■ 381,91 0,394 150.280
Samtals 64,21 34,431 2.210.692
í dag verða m.a. seld 40 tonn af þorski, 17 tonn af ýsu, 10 tonn af steinbít
og öðrum tegundum úr Sturlaugi H. Böðvarssyni AK, Núpi ÞH og fleirum.
FAXAMARKAÐUR hf. i Reykjavík
Þorskur 80,00 60,00 74,69 7,691 574.492
Ýsa 100,00 30,00 79,18 4,726 374.196
Karfi 38,00 37,00 37,28 24,252 904.092
Ufsi 47,00 47,00 47,00 1,260 59.220
Hlýri+steinb. 47,00 47,00 47,00 0,511 24.017
Langa 46,00 46,00 46,00 1,183 54.418
Lúða 425,00 160,00 239,07 0,178 42.555
Keila 12,00 12,00 12,00 0,873 10.476
Samtals 50,13 40,804 2.045.416
i dag verða meðal annars seld 20 tonn af þorski, 12 tonn af ýsu, 12 tonn
af ufsa og 8 tonn af steinbít úr Jóni Baldvinssyni RE og fleirum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 94,00 40,00 75,80 8,743 662.724
Ýsa 87,00 47,00 84,40 3,793 320.106
Karfi 36,50 15,00 36,29 1,515 54.975
Ufsi 34,00 15,00 25,69 0,464 11.921
Steinbítur 49,00 49,00 49,00 0,025 1.225
Langa+blál. 49,00 49,00 49,00 2,640 129.360
Blálanga 38,00 38,00 38,00 0,346 ' 13.133
Lúða 400,00 215,00 271,25 0,184 49.910
Skarkoli 55,00 55,00 55,00 0,496 27.280
Samtals 69,23 18,628 1.289.694
í dag verða meðal annars seld 35 tonn af þorski, ýsu, löngu og fleiri teg-
1 undum úr Skarfi GK. Selt verður úr línu- og netabátum.
Sljörnubíó:
„Lif og fjor í
Beverly Hills“
STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn-
ingar á bandarísku gamanmynd-
inni „Líf og fjör i Beverly Hills“.
Með aðalhlutverk fer Shelley
Long. Leikstjóri er Jeff Kanew.
Myndin segir frá fordekraðri
puntudrós í Beverly Hills sem stend-
ur á tímamótum í lífi sínu. Maður-
inn hennar er orðinn leiður á henni
og dóttirin hefur misst allt álit á
móður sinni. Frúin tekur því til
sinna ráða til að bjarga ímynd sinni
og geðheilsu.
Úr myndinni „Líf og fjör í Bev-
erly Hills“ sem Stjörnubíó sýnir
um þessar mundir.
Skákfélagið á Suð-
ureyri endurreist
Suðureyri.
NÝLEGA var stoftiað skákfélag
á Suðureyri og ber það naftiið
Skákfélagið Peðið. Sá sem átti
hugmyndina að stofnun félagsins
var ungur Súgfirðingur, Eyþór
Eðvarðsson, 22 ára gamall. Hann
kennir jafhframt við grunnskól-
ann á staðnum.
I samtali við Eyþór sagði hann
m.a.: „Þetta er tilraun til endur-
reisnar skákfélagsins sem var starf-
andi hér fyrir nokkrum árum og
Maðurinn, sem hefur ávallt neit-
að aðild að málinu, hefur lýst því
yfir að úrskurðinum verði áfrýjað
til Hæstaréttar.
Frumvarp til breytinga á lögurn
um sakadóm í ávana- og fíkniefna-
málum sem miðar að því að veita
skýra heimild til að ljölskipaður
dómstóll dæmi fíkniefnamál, þeg-
ar vafi þykir geta leikið á uih
mikilsverð sönnunar- eða lagaat-
riði, er nú til meðferðar hjá Al-
þingi. Frumvarpið hefur verið af-
greitt úr efri deild og er þess
vænst að það verði afgreitt úr
neðri deild á næstunni. Fljótlega
eftir það er reiknað með að réttar-
höld heíjist fyrir ijölskipuðum
sakadóminum yfir manni þessum
og tveimur öðrum sem taldir eru
hafa verið höfuðpaurar í þessu
stærsta kókaínmáli sem komið
hefur upp hérlendis.
að taka hann í starf.“
Ólafur Steinar bætti við, að horft
hefði verið til þess að ráðherrum í
rlkisstjórninni fjölgaði, þó svo yrði
ekki fyrr en í sumar. „Við létum
vita af því að bílstjóri okkar væri
án verkefna og ég veit að hann
hefur sjálfur rætt við Júlíus Sólnes.
Hins vegar veit ég ekki hvort það
verður til þess að hann fái þar verk-
efni.“
Ólafur Steinar kvaðst ekki viss
um hvernig ráðningu ráðherrabíl-
stjóra hefði verið háttað undanfarin
ár. „Ég veit að um 1978 og 1979
voru þeir skipaðir og hlutu þar með
æviráðningu. Hins vegar er mér
sagt að enginn hafi verið skipaður
síðan 1985, fyrir utan þennan
mann.“
Bílstjórar ráðuneytanna eru á
föstum launum og ofan á þau reikn-
ast aukavinna. Ólafur Steinar sagði
að föstu launin væru nú 65-66 þús- -
und krónur á mánuði. Hann sagði,
að bílstjóri samgönguráðuneytisins
hefði enga mætingarskyldu, þar
sem ekki hefði tekist að útvega
honum verkefni.
Úr myndinni „Skuggar fortíðar“
sem nú er sýnd í Háskólabíói.
Háskólabíó:
„Skuggar
fortíðar“
Háskólabíó hefur tekið til sýn-
inga myndina „Skuggar fortíð-
ar“. Meðal aðalleikara eru Ralph
Macchio og John Lithgow. LeEf,+
stjóri er Richard Coleman.
Flokkur bandarískra hermanna á
að vinna tiltekið verk í Norður-
Víetnam undir handleiðslu Mark
Lambert. Þeim er gerð fyrirsát og
allir falla nema Mark.
Tveimur áratugum síðar er Mark
í hópi uppgjafahermanna sem lagst
hafa út. Hann kynnist konu að
nafni Char en hún hvetur hann til
að hafa samband við son sinn. Þeg-
ar von er á fundum föður og sonar
treystir Mark sér ekki til að hitta
son sinn og flýr til fjalla.
var mjög virkt félag. Fáein skák-
mót hafa verið haldin á síðustu
þremur árum, en nú er kominn tími
til að virkja þá menn sem áhuga
hafa á þessari hugaríþrótt. Við er-
um búnir að halda tvö skákmót og
stefnum á að skora á nágranna-
byggðarlögin til að halda mót og
efla þannig í leiðinni betri tengsl
milli þessa staða,“ sagði Eyþór
Eðvarðsson að lokum.
- R.Schmidt
Búið að salta
í 170 þús-
und tunnur
BRÆLA var við Suðvesturland í
fyrrinótt og lítil síldveiði.
Saltað hafði verið í 170.100 tunn-
ur af síld á miðvikudagskvöld, þar
af 25.900 tunnur í Grindavík,
21.700 tunnur á Eskifirði, 22.200
tunnur á Höfn í Hornafirði qg
16.600 tunnur á Fáskrúðsfirði.
■ I UPPSKRIFT í Morgunblaðinu
í gær féllu niður liðir 7 og 8 í jóla-
kökuuppskrift með ávöxtum og
hnetum, en þar á að standa: Bakið
í miðjum ofni við 185°C eða í blást-
ursofni á 165°C í ca 60 mínútur.
Stingið pijóni í kökuna og athugið
hvort hún er nægilega bökuð.