Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 1. DESÉMBÉR 1989 Af þessum sökum var hann mjög eftirsóttur þegar vinir eða fjöl- skylda hans komu saman til að gleðjast í samverustund. Einnig er mér ofarlega í huga hversu gott hjarta hann hafði, og hversu við- kvæmur hann var gagnvart þeim er áttu um sárt að binda, ævinlega reiðubúinn að rétta fram hjálpar- hönd til að koma hlutunum í sama horf sem fyrr. Sama átti við er ósætti varð í fjölskyldu hans eða vina, þá gat hann lægt öldurnar svo að deiluaðil- ar sneru frá með bros á vör. Hann hafði búið síðustu tvö og hálft ár í Hraunbæ 54, en seldi þá íbúð og bjó sér og syni sínum nýtt heimili á Sléttahrauni 29 í Hafnarfirði. Honum auðnaðist aðeins að búa í fimm daga í nýju íbúðinni sinni sem hann var svo ánægður með. Ein af forsendum þeirra búferlaflutn- inga var að átta ára gamall sonur hans, litli augasteinninn hans sem hann lifði fyrir, gæti haldið áfram að sækja barnaskólann í Garðabæ. Þar átti hann sína vini og var ánægður. Það sem var alltaf ofar- lega í huga Hinna bróður var að veita gleði í hjarta litla drengsins síns. Vegna aðstæðna er ekki verða raktar hér var hann einn með litla drenginn. Ég bið guð að blessa og styðja litla bróðurson minn, Erling Bjarna, í sorg sinni. Ég bið góðan Guð að halda verndarhendi sinni um hann er söknuður eftir föður sinn þjakar sál Erlings litla. Gefðu pabba og mömmu, systk- inum mínum og öllum þeim, er hann þekktu og var hlýtt til hans, styrk til að takast á við þessa miklu sorg og missi sem atburður sem þessi skilur eftir í hjörtum aðstand- enda og vina. Ég, elsta systir hans, flyt yngsta- bróður mínum, sem mér þótti svo vænt um, ástarkveðjur og vona að honum líði vel hinum megin í því hlutverki sem honum var ætlað var. Minningin um Hinna bróður mun ávallt lifa fyrir hugskotssjónum mínum og eiga sér stað í hjarta mínu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er áð sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Jóhanna Erlingsdóttir ■ Á ÞJÓÐMINJASAFNI íslands verður sýningin Norræn jól opnuð 2. desember. Sýningin stendur fram á þrettándann. Sýning þessi er orð- jn til í samvinnu Þjóðminjasa&is- ins og Norðurlandabúa sem bú- settir eru á íslandi. Við opnunina kveikir biskup íslands, hr. Ólafúr Skúlason ájólatré safnsins. Leikar- ar úr Þjóðleikhúsinu flytja dag- skrá tengda jólunum. Gömlu íslensku jólasveinarnir heimsækja safnið og áhugaleikfélagið Fant- asía verður þeim til aðstoðar. í Bogasalnum verður brúðuleikhús fyt'ir yngstu börnin í umsjá Jóns Guðmundssonar. Leikarar úr Þjóðleikhúsinu verða með upplest- ur á efni tengdu jólunum á laugar- dögum í desember. Er það hluti þeirrar jóladagskrár sem flutt verð- ur í Þjóðleikhúsinu á sunnudögum í desember. B EINAR Garibaldi Eiríksson opnar málverkasýningu í Gallerí 11 að Skólavörðustíg 4A laugar- daginn 2. desember. Einar stund- aði nám yið Myndlista- og handíð- askóla íslands 1980-85 og er nú við framhaldsnám erlendis. Sýning- in stendur til 14. desember og er opin frá kl. 14-18. ■ BIRGITTA Vehmas, forstöðu- maður Tungumálastofnunarinnar við Háskólann í Rovaniemi, flytur opinberan fyrirlestur í boði Heim- spekideildar Háskóla íslands og Norræna hússins mánudaginn 4. désember kl. 17.15 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn nefnist Mi- noritetssprák i nordkalottomrád- et og fjallar um minnihlutamálsam- félög í nyrsta hiuta Finnlands, Svíþjóðar og Noregs. Hann verður fluttur á sænsku og er öllum heim- ill aðgangur. Vlfl 8IIEIHIIM OG AUKUM ÞJÓNUSTUNA OPNUM Á MORGUN NÝJA VERSLUN í SKEIFUNNI 3e í STÆKKUÐU OG ENDURBÆTTU HÚSNÆÐI. Viðurkennd þýsk gæðamerki sem fagmennirnir þekkja FEIN rafmagnshandverkfæri í miklu úrvali, fyrir iðnaðarmenn og aðra dff handlagna. Fein - öryggi og nákvæmni. BOGE loftpressur Áreiðanleg gæðasmíði af öllum gerðum og stærðum. KÁRCHER háþrýstidælur og ryksugur Afkastamiklar og handhægar. Höfum einnig Kárscher heitavatns- og gufuhreinsara. KAFFIVEITINGAR í TILEFNI DAGSINS ALLIR VELKOMNIR ENDRESS rafstöðvar Sparneytnar og endingargóðar. Fjölmargar stærðir og gefðir. KRUPS heimilistæki Þýsk verðlaunahönnun. Brauðristar • Expressóvélar • Kaffivélar • Hrærivélar o.fl. ALHUÐA VIÐGERÐAR- OG VIÐHALDSÞJÓNUSTA VÉLAVIDGERÐIR OG MÓTORVINDINGAR. TÖKUM AÐ OKKUR RAFLAGNIR OG NÝLAGNIR. - v r ; (1 ^5ii>FSTofa vgB^TTn ifi'i * v «3313 SKEIFUNNI 3e, SÍMAR 82415 & 82117 SAMEINAÐA/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.