Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖáTUDAGÚR 1. DESEMBER 1989 Kammerhlj óm- sveit Akureyrar: Tónleik- ar í Akur- eyrarkirkju Kammerhljómsveit Akur- eyrar efnir til tónleika í Akur- eyrarkirkju í kvöld, föstudags- kvöldið 1. desember, og hefjast þeir kl. 17. Einsöngvari á tón- leikunum er Margrét Bóasdótt- ir, Hólmfríður Þóroddsdóttir leikur einleik á óbó, einleikari á fiðlu er Lilja Hjaltadóttir og Michael Jón Clarke og einleik- ari á selló Örnólfur Krisljáns- son. Sfjórnandi er Rovar Kvam. Á tónleikunum verða flutt nokk- ur verk, Overture i C-dúr eftir Georg Telemann, konsert fyrir óbó og strengi eftir Artur Benjamin, sem byggt er á sembalsónötum eftir Domenico Cimarosa, verk fceftir Arcangelo Corelli, Exultate, jubilate, mótetta fyrir sópranrödd og hljómsveit eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Canzon qu- arti toni, eftir Giovanni Gabrielli. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gluggað íjólavarninginn Jólasveinar, járnbrautarlestar og brosmildar Þeir félagarnir Benidikt, Steingrímur og Hafliði brúður laða ungu kynslóðina að gluggum versl- brugðu sér í bæinn í gær og skoðuðu í búðar- ana, en undanfarna daga hafa kaupmenn verið glugga og eflaust hafa þeir eitthvað spennandi að stilla jólavarningi út í glugga verslana sinna. séð sem þeir setja á óskalistann sinn fyrir jólin. Michael Kiely spilar á Uppanum Fimmta tónleika- ferð hans hingað IRSKI þjóðlagasögnvarinn Michael Kiely syngur og spilar á Uppanum um helgina og öll kvöld í næstu viku, eða fram til 9. desember. Michael Kiely er nú í sinni fimmtu tónleikaferð til íslands og hann hefur nýlega gefið út litla plötu „The Land of Ice and Fire“. Hann hefur á undanförum árum ferðast víða um heiminn og flutt tónlist sína, en hann flytur auk eig- in verka lög eftir fræga tónlistar- menn og írsk þjóðlög. Arsafinæli Ölundar: Útgáfiikvöld í Möðruvalla- kjallara 1 TILEFNI eins árs afmælis fé- lagsins Ólundar verður efht til útgáfúkvölds í Möðruvallakjall- ara Menntaskólans á Akureyri næstkomandi sunnudagskvöld, 3. desember. Á sunnudaginn er eitt ár liðið frá því félagið Ólund hóf starfsemi sína, en á ferlinum hefur félagið rekið útvarpsstöð, gefið út blað og haldið fjölda tónleika ásamt fleiri menn- ingaruppákomum á .Akureyri. Haldið verður upp á ársafmælið með útgáfu smásagna og ljóðabók- ar, sem inniheldur verk níu ungra höfunda. Bókin er 80 blaðsíður og er gefin út í 200 tölusettum eintök- um. í fréttatilkynningu er vakin athygli á því að þetta er fyrsta íslenska bókin sem prentuð er á endurunninn pappír. Bókin er til sölu hjá höfundum, en einnig er hægt að panta bókina með því að skrifa Ólundarfélögum. Að kveldi afmælisdagsins verður efnt til útgáfukvölds í Möðruvalla- kjallara þar sem höfundar lesa úr verkum sínum ásamt fleiri uppá- komum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hús undir skrifstofur ogplöntuafgreiðslu Þeir Jóhannes, Baldvin og Ólafur hafa undanfarnar vikur unnið að smiði húss í Kjarnaskógi, en í því eiga að vera skrifstofur og afgreiðsla fyrir plöntusölu. í haust verður unnið við grunn hússins, en framhaldið kemur síðar, að sögn starfsmanns Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Með tilkomu húss- ins verður aðstaða starfsfólks bætt verulega, en hingað til hefur það haft aðstöðu í litlum skúr. Könnun Fjórðungssambands Norðlendinga á atvinnuástandi: Óvissu og kvíða gætir hjá for- ráðamönnum sveitarfélaga Líkur taldar á stöðvun eða gjaldþroti fyrirtækja hjá 9 sveitarfélögum af 22 ATVINNULEYSI er hlutfallslega meira á Norðurlandi en íbúahlutfall þess af þjóðarheild segir til um og segir Áskell Einarsson framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Norðlendinga að atvinnuleysi virðist vera meira viðvarandi á Norðurlandi um þessar mundir en á landinu öllu. Fjórðungssamband Norðlendinga hefur gert skyndikönnun á atvinnu- ástandi í þéttbýlisstöðum á Norðurlandi og náði hún til 22 sveitarfé- laga. Niðurstaða könnunarinnar var sú að staða atvinnumála á Norður- landi er mjög í óvissu og kvíða gætti hjá forráðamönnum sveitarfélaga þar. í könnuninni kom í ljós að í 10 -$>éttbýlissveitarfélögum á Norður- landi er atvinnuástandið gott miðað við sama tíma undanfarin ár. Sæmi- legt ástandi var hjá 9 sveitarfélögum, en bágborið hjá þremur og var þá miðað við sama tíma í fyrra. Þegar spurt var um framtíðarhorfur var niðurstaðan sú að hjá 13 sveitarfé- lögum var útlit fyrir tímabundið eða viðvarandi atvinnuleysi, en hjá 9 sveitarfélögum var því svarað til að ekki væri um að ræða líkur á auknu atvinnuleysi. Varðandi þá spurningu, hvort við alí'te' O Dansleikur laugardagskvöld Hin frábæra hljómsveit Ingi- mars Eydal leikur fyrir dansi. Athugið: Síðasti dansleikur ársins á KEA. Hótel KEA. blasi stöðvun eða gjaldþrot hjá fyrir- tækjum í sveitarfélaginu, kom í ljós að í 9 af 22 sveitarfélögum voru taldar líkur á því. Þá voru taldar líkur á stöðvun stærri atvinnufyrirtækja í 5 sveitarfélögum. Einnig var spurt um hvort bæri á auknum brottflutn- ingi fólks úr sveitarfélaginu og í ljós kom að í 6 þeirra var talið að svo gæti verið, en í 16 sveitarfélögum töldu menn sig ekki merkja aukinn brottflutning. Er forráðamenn sveitarfélaga voru beðnir að segja álit sitt á almennum atvinnuhorfum í samanburði við und- anfarin ár, töldu 5 þeirra horfurnar góðar, 8 sæmilegar, 7 óvissar og í tveimur sveitarfélögum voru at- vinnuhorfur dökkar. Tiltölulega mikið atvinnuleysi á Norðurlandi „Ástandið er mjög alvarlegt og atvinnuleysið er óvenju mikið á Norð- urlandi miðað við að hér er mikið um sveitir," sagði Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Miðað við nið- urstöðu vinnumálaskrifstofu Félags- málaráðuneytisins um atvinnuleysis- daga í október á þessu ári hefur at- vinnleysisdögum á Norðurlandi fjölg- að á milli ára um 1.227, eða 21,2%. Aukningin nemur 33,9% á Norður- landi vestra og 17,1% á Norðurlandi eystra. Á Norðurlandi eystra er íbúahlut- fall 10,4%, miðað við landið allt, en hlutfall atvinnuleysisdaga 12,8%. Atvinnuleysishlutfallið er þannig 23,1% hærra en íbúahlutfallið. íbúa- hlutfall Norðurlands vestra er 4,2%, en hlutfall atvinnuleysisdaga í októ- ber 4,8%, atvinnuleysishlutfallið er því 14,3% hærra en íbúahlutfallið. Ef gengið er út frá því að eðlilegt hlutfall atvinnuleysisdaga skuli vera sem næst íbúahlutfalli, er Ijóst að atvinnuleysi er hlutfallslega meira á Norðurlandi en íbúahlutfall þess af þjóðarheild segir til um. Á Norður- landi vestra svarar þessi munur til 226 daga og á Norðurlandi eystra til 944 daga, eða samtals 1.170 dag- ar í október sl. Könnun íjórðungssambandsins var kynnt á árlegum samstarfsfundi stjórnar sambandsins og alþingis- manna á Norðurlandi fyrir skömmu og þar var einnig rætt um alvarlegar horfur í búsetuþróun á þessum ára- tug. Á landsbyggðinni hefur íbúum fjölgað um 2263, eða um 10,06% á árunum 1980-1988, en á höfuð- borgarsvæðinu nemur fjölgunin 89,94%. íbúum hefur fækkað á Vest- urlandi, Vestfjörðum og á Norður- landi vestra um 529. Á Suðurnesjum er meðalfjölgun 1,5%, en samanlögð íbúaijolgun á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi er 0,77%, þannig að meðalfjölgun á Suðurnesj- um er tvöfalt meiri á þessum árum en annars staðar á landsbyggðinni, þar sem á annað borð er um íbúa- ijölgun að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.