Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Athyglin
beinist að Evrópu
Niðurstaða Möltu-fundar
þeirra George Bush
Bandaríkjaforseta og Míkhaíls
Gorbatsjovs Sovétforseta mark-
ar engin þáttaskil. Hún endur-
speglar aðeins viðbrögð við hin-
um miklu breytingum sem eru
að verða í Evrópu, eftir að al-
menningi í kommúnistaríkjun-
um varð ljóst, að hann lenti
ekki í átökum við sovéska skrið-
dreka, ef hann gagnrýndi for-
kastanlega stjórnarhætti eigin
lands.
Fyrir fundinn lýsti Bush yfir
því að hann myndi ekki ræða
innri málefni Evrópu á fundin-
um með Gorbatsjov. Umræður
þeirra snerust um fækkun lang-
drægra eldflauga og gera menn
sér vonir um að unnt verði að
rita undir samning um helm-
ingsfækkun þeirra, þegar for-
setarnir hittast í Bandaríkjun-
um næsta sumar. Þá segjast
Bandaríkjamenn fúsir til að
veita Sovétmönnum bestu við-
skiptakjör, ef frelsi til ferðalaga
verður aukið í Sovétríkjunum.
Að því er stefnt að Sovétmenn
gerist aukaaðilar að GATT-
samkomulaginu um frelsi í við-
skiptum. Síðast en ekki síst kom
í ljós á fundinum, að forsetarnir
ræddust við af hreinskilni og
áttu skap saman. Skiptir það
ekki minnstu máli, þegar litið
er til framtíðarinnar.
Eftir fundinn hitti Bush leið-
toga aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) í Brussel
og Gorbatsjov ræddi við for-
ystumenn Varsjárbandalags-
ríkjanna í Moskvu. Annars veg-
ar lýsti Bush yfir því, að brott-
för Bandaríkjahers frá Evrópu
væri undir íbúum ríkjanna þar
komin. Hins vegar samþykkti
Gorbatsjov yfirlýsingu, þar sem
innrás heija Varsjárbandalags-
ríkja undir forystu Sovétmanna
inn í Tékkóslóvakíu 1968 er
lýst „tilefnislaus".
Á fundi NATO voru leið-
togarnir sammála um, að þessa
öfluga varnarbandalags lýðræð-
isþjóðanna væri áfram þörf.
Kvað Margaret Thatcher, for-
sætisráðherra Breta, fastast að
orði um það og sagði meðal
annars, að bíða ætti í 10 til 15
ár til að átta sig á lýðræðis-
þróuninni í Austur-Evrópu-
ríkjunum áður en skref yrðu
stigin til að raska núverandi
skipan vestrænna varna. í ræðu
sinni á fundinum í Brussel vitn-
aði Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra í ræðu Thatch-
er og tók undir með henni, að
NATO hefði varðveitt friðinn
og yrði að viðhaldá styrk sínum.
Á hinn bóginn ætti bandalagið
að laga sig að breyttum tímum
og grípa frumkvæði samhliða
því sem það legði rækt við
tryggt og öruggt eftirlitskerfi.
George Bush telur að ekki
eigi að hrófla við NATO en
hann lítur á Evrópubandalagið
(EB) sem vaxtarbrodd lýðræðis-
þjóðanna í Evrópu. Hann hvatti
til þess að samruna innan þess
yrði hraðað og ríkin þar mynd-
uðu einskonar segul fyrir ríkin
austantjalds og þoki þeim sem
hraðast í átt til lýðræðis og
efnahagslegs frelsis. Falla þessi
sjónarmið vel að skoðunum
Frakka og Þjóðveija en undir
forystu Margaret Thatcher fer
breska stjórnin sér hægt á þessu
sviði.
Um leið og forseti Banda-
ríkjanna hvetur bandamenn
sína til nánara samstarfs stend-
ur forseti Sovétríkjanna frammi
fyrir upplausn innan fylgiríkja
sinna. Hann viðurkennir villu
forvera sinna í von um að það
dragi úr spennu innan Tékkó-
slóvakíu. Er ekki að efa að þessi
viðurkenning á eftir að hvetja
fólk til enn frekari andstöðu við
stjórnvöld í kommúnistalöndun-
um.
Afvopnun á
höfunum
Fulltrúar íslands á fundinum
í Brussel minntu enn á það
stefnumið íslenskra stjórnvalda,
að sem fyrst verði hafist handa
við að ræða um afvopnun á
höfunum. Þeir tóku þannig und-
ir sjónarmið Gorbatsjovs en
Bandaríkjamenn vilja ræða um
önnur afvopnunarmál áður en
kemur að höfunum og leggja
áherslu á ólíka aðstöðu sína og
Sovétmanna að þessu leyti.
Þegar þessi mál eru rædd er
nauðsynlegt að hafa í huga, að
fæst bendir til þess að mikil-
vægi íslands minnki í hernaðar-
legu tilliti, þrátt fyrir afvopnun
hvort heldur á landi eða höfun-
um. Þvert á móti má auðveld-
lega rökstyðja þá skoðun, að
eftirlit frá Islandi verði enn
mikilvægara en áður. Er nauð-
synlegt að menn taki til við að
líta á þessi mál í réttu ljósi en
gefi ekki rangar hugmyndir
með því að tala um afvopnun á
höfunum. Að henni kemur þeg-
ar samið hefur verið um vopn
á landi.
Vextir af húsnæðislánum hækka um
einn hundraðshluta:
Þrengt að þeim sem
minnst mega sín
- segir Björn Þórhallsson fiilltrúi
launþega í húsnæðismálastjórn
VEXTIR á almennum húsnæðislánum hækka frá og með deginum í
dag, 6. desember, um einn hundraðshluta, samkvæmt firétt frá Hús-
næðisstofnun ríkisins. Vextir sem til þessa hafa verið 3,5% verða 4,5%
og vextir sem hafa verið 1% verða 2%. Þetta á eingöngu við um lán,
sem koma til útborgunar frá og með deginum í dag. Lán vegna
greiðsluerfiðieika munu bera sömu vexti og áður, 3,5%. Björn Þór-
hallsson fúlltrúi launþega í húsnæðismálastjórn segir með þessu vera
þrengt að þeim sem þrengst eiga í búi fyrir í þjóðfélaginu á sama tíma
og ríkissjóður þenjist út. Björn var í hópi þeirra stjórnarmanna sem
fyrir nokkrum vikum felldu tillögu um vaxtahækkun í húsnæðismála-
stjórn.
Ríkisstjómin hefur um nokkurt
skeið haft á borði sínu tillögu um
að hækka vextina af húsnæðislán-
unum. Húsnæðismálastjórn lagði til
við félagsmálaráðherra að vextir
yrðu óbreyttir, Seðlabanki lagði
hins vegar til hækkun. Ákvörðun
var tekin í gær.
„Skoðun mín hefur nú komið
áður fram,“ segir Björn Þórhalls-
son. „Eg er á móti þessari hækkun.
Þegar allt þjóðfélagið stynur undan
fjármagnskostnaði virðist ráð
valdamanna vera að hækka vextina
á þeim sem ef til vill eiga einna
bágast með að borga. Ef svona á
að stýra þjóðfélaginu hljóta menn
auðvitað að fara að velta fyrir sér
fyrir hveija er stjórnað. Þrengt er
að þeim sem þrengst eiga í búi fyr-
ir, en bumban á ríkissjóðnum þenst
út, þar er engum hlíft. Hækkun um
einn hundraðshluta af almennum
lánum er nógu þungt áfall, þó ekki
séu tvöfaldaðir vextir hjá þeim sem
einna bágast eiga. Ég vona að al-
menningur svari þessu með viðeig-
andi hætti, með atkvæði sínu.“
Hin nýja vaxtatafla fyrir lán úr
Byggingarsjóði ríkisins er sem hér
segir.
Lán til nýbygginga, kaupa á not-
uðum íbúðum, til byggingar leiguí-
búða eða heimila fyrir aldraða og
dagvistarstofnana fyrir börn eða
aldraða, lán til meiriháttar endur-
bóta og endumýjunar á notuðu
húsnæði, til orkusparandi breyt-
inga, til almennra kaupleiguíbúða
og til sérhannaðra íbúða fyrir 60
ára og eldri munu öll bera 4,5%
vexti.
Lán vegna greiðsluerfiðleika
munu bera 3,5% vexti.
Lán til útrýmingar á heilsuspill-
andi húsnæði og sérstök lán til ein-
staklinga með sérþarfir munu bera
2% vexti.
ÁRLEG landssöfnun Hjálpar-
stoftiunar kirkjunnar, „Brauð
handa hungruðum heimi,“ er
nú hafin. Starf Hjálparstoíhun-
ar hefiir verið öflugt á þessu
ári og mikið starf bíður, meðal
annars til styrktar skólum í
Namibíu, að sögn Sigríðar Guð-
mundsdóttur framkvæmda-
stjóra Hjálparstofnunar. Þá er
að byrja samstarf við Kristni-
Fjórir stjórnarmenn Hjálparstofnur
hungruðum heimi.“ Frá vinstri Árr
dóttir framkvæmdastjóri, séra Þor
boðssambandið um að reisa heil-
sugæslustöð í suðurhluta
Eþíópíu og ráðgert er að selja
á stofn verkmehntaskóla í norð-
urhluta landsins. Á Indlandi eru
börn styrkt til skólagöngu. Árni
Gunnarsson stjómarformaður
Hjálparstofirunar segir framlag
ríkisins til þróunarmála og
skyldra verkeftia til háborinnar
skammar, nái ekki tíunda hluta
Landssöftiun Hjálparstofiiunar kirkjun
Mildl verkefni fi
ópíu, Namibíu
Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra:
Frumvarp um breytingar á
lögum um viðskiptabanka
JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær frum-
varp sitt um breytingar á lögum um viðskiptabanka, sem nauðsynleg-
ar em í framhaldi af kaupum Alþýðubankans; Iðnaðarbankans og
Verslunarbankans á hlutabréfiim ríkissjóðs í Utvegsbankanum.
Viðskiptaráðherra sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að
nauðsynlegt væri að gera breyt-
ingar á lögunum, vegna ákvæðis
þar um að enginn einn hluthafi
viðskiptabanka skyldi fara með
meira magn atkvæða en sem svar-
ar fimmtungi. „Þetta er þá gert
væntanlega með þeim hæjji að ef
viðskiptabanki er hluthafi, eða
eignarhaldsfélag sem myndað er
af áður starfandi banka, þá megi
víkja frá þessari reglu og sama
gildi þá um ríkissjóð," sagði við-
skiptaráðherra.
Ráðherra sagði að í frumvarp-
inu væri jafnframt gert ráð fyrir
breytingu á nafni bankans, þannig
að þar sem stæði í núgildandi lög-
um Utvegsbanki íslands, Alþýðu-
banki, Iðnaðarbanki eða Verslun-
arbanki myndi standa íslands-
banki hf.. „Þetta á t.d. við um þar
sem nöfn bankanna eru nefnd í
lögunum í tengslum við fjárfest-
ingalánasjóði atvinnuveganna, þar
sem þessir bankar hafa tilnefnt
stjórnarmenn, eða farið með rekst-
ur eða veitt aðstöðu. Þar kemur
íslandsbanki hf. í staðinn,“ sagði
Jón. Hann sagði að þetta atriði
væri vissulega umdeilt, en hann
teldi sig hafa gefið fyrirheit um
þetta frumvarp í tengslum við
bankasameininguna í sumar og
hann myndi nú freista þess að fá
þessu breytt.
Aðsókn að kvikn
húsum minnkar
AÐSÓKN að kvikmyndahúsum hefur minnkað um 40% á undanförn-
um 8-9 árum. Á síðasta ári komu 1.094 þúsund gestir í kvikmynda-
hús höfuðborgarinnar en á árunum 1979-1980 um 1.727 þúsund
hvort ár.
í nýútkomnum Hagtíðindum er
áætlað að hvert mannsbarn hafi
farið 5,8 sinnum að meðaltali í
kvikmyndahús á síðasta ári en
árið 1980 var samsvarandi hlut-
fall talið vera 11,2 skipti, Þrátt
fyrir þennan samdrátt sækja ís-
lendingar kvikmyndahús mun
meira en nágrannaþjóðirnar. Árið
1987 töldust Danir fara 2,2 sinn-
um í bíó hver maður, Norðmenn
þrisvar og Svíar tvisvar.
í Hagtíðindum kemur fram að
kvikmyndahúsum borgarinnar
fækkaði um tvö á árinu 1987 og
eru þau nú sex. í þessum húsum
eru nítján salir og 4.798 sæti. Á