Morgunblaðið - 06.12.1989, Síða 27

Morgunblaðið - 06.12.1989, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 27 Litlu jólin á Holiday Inn: Jólahlaðborð í miðju myndlistargalleríi Listamenn matargerðar og myndgerðar leggja saman á Holiday Inn hótelinu í Reykjavík og bjóða gestum og gangandi til veislu í jólamánuðinum. Veislan er tvíþætt, annars vegar fyrir lystina, jóla- hlaðborð með kræsingum frá mörgum löndum, hins vegar prýðir list veggi anddyris hótelsins þar sem 11 listamenn sýna verk sín. List Gallerí stendur fyrir sýningunni. Wilhelm Wessman hótelstjóri segir að ákveðið hafi verið að brydda upp á nýjungum í jólamán- uðinum, gefa fólki kost á að koma og njóta veitinga hvenær sem er dagsins og um leið eru gestimir staddir á myndlistarsýningu. Allar myndimar em til sölu og geta gestir tekið þær með sér heim strax að máltíð lokinni. Jólahlaðborðið er saman sett úr réttum frá mörgum löndum. Þar má nefna danska rifjasteik, sænska síldarrétti, gljáð grísalæri, franska kæfu, danska eplaköku, franskar jólakökur, íslenskt hangi- kjöt og laufabrauð. Þá er sérstakt kaffihlaðborð síðdegis og á síðkvöldum. Listamennirnir sem sýna á Litlu jólum Holiday Inn eru Aðalheiður Valgeirsdóttir, Björg Þorsteins- Morgunblaðið/Bjarni Jóhann Jakobsson yfirmatreiðslumeistari og Wilhelm Wessman hótel- stjóri á Holiday Inn við jólahlaðborðið. dóttir, Guðbjörg Ringsted, Ingi- bergur Magnússon, Jóhanna Boga- dóttir, Jón Reykdal, Lísa Guðjóns- dóttir, Ríkharður Valtingojer, Sig- rún Eldjárn, Tryggvi Árnason og Valgerður Hauksdóttir. Bolungarvík: Óskað er eftir rannsókn á meintri heimaslátrun tveggja lögreglumanna Bolungarvík. BÆJARFÓGETANUM á Bolungarvík barst síðastliðinn mánudag bréf fi’á heilbrigðisfulltrúa Vestfjarða þar sem óskað er rannsókn- ar á meintri heimaslátrun sex aðila á Bolungarvík. I þeim hópi eru báðir lögreglumenn staðarins, og hefur því bæjarfógetinn óskað eftir aðstoð frá Rannsóknarlögreglu ríkisins við rannsókn málsins. Að sögn Adólfs Adólfssonar bæjarfógeta á Bolungarvík hefur heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða farið fram á rannsókn á meintri heima- slátrun á Bolungarvík vegna þrál- áts orðróms um að slíkt hafi átt sér stað. „Ég óskaði eftir aðstoð Rann- sóknarlögreglu ríkisins vegna þess að undirmenn mínir eru báðir til- greindir í bréfi heilbrigðisfulltrú- ans, þannig að ég hef engan til að vinna að rannsókn þessa máls. Ég á von á að hingað komi maður frá Rannsóknarlögreglu ríkisins og vinni að skýrslutöku, og það fer síðan eftir niðurstöðu þeirrar rann- sóknar hvert framhald málsins FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 5. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 80,00 6700 75,55 1,884 142.318 Þorskur(ósl.) 76,00 60,00 71,76 11.389 817.288 Þorskur(smár) 35,00 35,00 35,00 0,081 2.818 Þorskur(smárósl.) 35,00 35,00 35,00 0,202 7.067 Ýsa 96,00 96,00 96,00 0,477 45796 Ýsa(óst) 96,00 40,00 77,87 7,501 584.149 Smáýsa 29,00 29,00 29,00 0,307 8.889 Karfi 65,00 36,00 36,62 60,388 2.211.249 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,040 790 Langa 49,00 49,00 49,00 0,003 147 Langa(ósl.) 49,00 4900 49,00 0,230 11.270 Keila 15,00 15,00 15,00 0,042 632 Keila(ósL) 15,00 15,00 15,00 1,871 28.066 Lúða 500,00 120,00 269,78 0,347 93.479 Steinbítur 49,00 49,00 49,00 0,195 9.556 Lýsa 33,00 33,00 33,00 0,020 644 Skötuselur 11900 119,00 119,00 0,026 3130 Samtals 46,67 85,002 3.967.288 í dag verður boðinn upp bátafiskur. Áætlað magn er 25 tonn af þorski, 14 tonn af ýsu, 3 tonn af keilu, 1 tonn af karfa, 1 tonn af ufsa, lúða og fleiri tegundir. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 100,00 59,00 80,32 10,167 816.594 Ýsa 112,00 50,00 71,40 5,864 418.709 Ýsuflök 290,00 290,00 290,00 0,158 45.820 Langa 51,00 50,00 50,54 3,852 194.701 Keila 12,00 12,00 12,00 0,233 2.796 Karfi 37,00 36,00 36,89 22,968 847.349 Ufsi 45,00 45,00 45,00 3,492 157.151 Steinbítur 55,00 52,00 52,01 3,153 164.001 Lúða 52,00 52,00 52,00 0,387 92.965 Skarkoli 52,00 40,00 40,87 0,689 28.182 Undirmálsfiskur 4000 15,00 26,56 0,878 23.320 Samtals 53,85 51,842 2.791.588 í dag verða meðal annars seld 60 tonn af ufsa, 35 tonn af ýsu 10 tonn af þorski úr Krossnesi, Ásgeiri og fleiri bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 88,50 50,00 77,96 19,464 1.517.500 Ýsa 106,00 30,00 8970 16,080 1.442.431 Karfi 37,00 15,00 36,79 2,004 73.730 Ufsi 35,00 15,00 26,05 0,831 21.649 Steinbítur 44,00 43,00 43,93 0,399 17.599 Langa 54,00 30,00 49,24 4,184 206.298 Lúða 300,00 73,00 242,59 0,506 122.750 Keila 20,50 13,00 17,18 4,439 76.257 Skata 118,00 85,00 109,91 0,530 58.250 Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,019 475 Hlýri 44,00 44,00 44,00 0,142 6.248 Skötuselur 68,00 68,00 68,00 0,015 1.020 Undirm.fiskur 29,00 22,00 22,85 0,457 10.441 Blandað 15,00 15,00 15,00 0,150 2.250 Samtals 72,26 49,226 3.556.834 í dag verður selt úr dagróðrabátum, línu- og netabátum. Áætlað magn er j 20 tonn af þorski , 12 tonn af ýsu og fleiri tegundir. verður," sagði Adólf. „Allt frá því að ég fékk heimild bæjarstjómar árið 1975 til þess að byggja fjárhús og hlöðu í Minni-Hlíð hef ég stundað þama fjárbúskap og slátrað á hveiju hausti dilkum fyrir ijölskyiduna. Ég hef ekki verið að þessu í hagn- aðarskyni heldur til gamans og heilsubótar fyrir mig og fjölskyldu mna,“ sagði Valdimar Guðmunds- son, lögregluþjónn í Bolungarvík, er Morgunblaðið leitaði álits hans á þessu máli. Aðspurður um það hve mörgum dilkum hann hefði slátrað síðastlið- ið haust sagðist Valdimar myndu gefa þeim það upp sem kæmu til með að rannsaka þetta mál. „Það er hinsvegar skráð í landbúnaðar- skýrslu og hjá forðagæslumanni, sem meðal ánnars framkvæmdi búíjártalningu síðastliðið vor, hve margar kindur ég er með. Ég bíð að sjálfsögðu eftir að rannsókn fari fram, en ég er hins vegar hissa á því hvernig mál þetta ber að. Það kom fyrst fyrir heilbrigðis- nefnd 15. nóvember síðastliðinn, birtist síðan í fundargerðum bæjar- stjórnar sem gefnar eru út og sendar mörgum bæjarbúum, og eftir það birtist það í fjölmiðlum, en ósk um rannsókn berst ekki fyrr nú en 4. desember,“ sagði Valdimar. Gunnar Kópavogur: Þrír piltar löguðu brugg í bílskúr LÖGREGLAN í Kópavogi gerði í fyrrakvöld upptæka brugglögn og bruggunartæki sem þrír piltar, 16 og 17 ára, hafa játað að hafa bruggað höfðu gert sér í bílskúr í aust- urbænum. Piltarnir höfðu tekið skúrinn á leigu í þessu skyni. Þeir höfðu lagt í og soðið glundrið tvisvar. Að sögn Svanhvítar Ingólfs- dóttur lögreglufulltrúa játuðu þeir að hafa selt nokkuð af brugginu en um stórfellda sölu mun ekki hafa verið að ræða. Blaðberi rændur 14 ÁRA piltur kærði rán til lögreglu í fyrrakvöld. Hann hafði verið að rukka inn áskriftargjöld fyrir dagblað og var með um 14 þúsund krónur á sér þegar maður vatt sér aftan að honum og tók hann hálstaki. Að sögn lögreglu var pilturinn staddur á horni Bárugötu og Garðastrætis, þegar maður tók hann hálstaki aftan frá, brá hnífi og heimtaði af honum pen- inga. Pilturinn sem var með um 14 þúsund krónur í fórum són- um afhenti árásarmanninum um 1000 krónur og fór hann þá á brott. Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar málið. Grunaður um hasssölu Fíkniefiialögreglan fann á laugardag í húsi í Reykjavík nokkra tugi gramma af hassi. Maður, sem grunaður er um hasssölu, var handtekinn þar og hefur verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. Hann hefur áð- ur gerst sekur um fíkniefna- brot, að sögn lögreglu. Rannsóknar krafíst á ummælum í sjónvarpsþætti: Utvarpsráð sér ekki ástæðu til aðgerða ÚTVARPSRÁÐ komst samhljóða að þeirri niðurstöðu á síðasta fúndi sínum að aðhafast ekkert vegna bréfs, sem ráðinu barst frá nokkrum starfsmönnum Búnað- arfélags íslands. I bréfinu eru gagnrýnd ummæli Gunnars Bjarnasonar, fyrrverandi ráðu- nautar, í þættinum Fólkið í landinu sem var á dagskrá ríkis- sjónvarpsins 18. nóvember. Bún- aðarfélagsmenn óskuðu þess að útvarpsráð rannsakaði málið og ályktaði um það á þann hátt sem réttmætt þætti, en ráðið sá enga ástæðu til aðgerða. I bréfinu, sem útvarpsráði var sent, sagði að viðtal Ólínu Þorvarð- ardóttur við Gunnar hefði vikið frá vandaðri dagskrárgerð vegna um- mæla Gunnars. „Það slúður, raup og ósannindi, sem gestur þáttarins bar fram, var með endemum og minnti óþægilega á efnismeðferð „gulu pressunnar“,“ segir í bréfinu. Þar er einnig sagt að minning lát- inna manna sé vanvirt í viðtalinu. Undir bréfið rita Matthías Eggerts- son, Pétur K. Hjálmsson, Ketill A. Hannesson, Gunnar Hólmsteinsson, Jón Viðar Jónmundsson, Ólafur R. Dýrmundsson, Jóhann Ólafsson, Árni Snæbjömsson, Pétur Þór Jón- asson og Ólafur E. Stefánsson. Eftir að útvarpsráð hafði fengið í hendur greinargerð Ólínu Þorvarð- ardóttur, með útskrift af köflum úr viðtali hennar við Gunnar Bjamason, ákvað ráðið að ekki væri ástæða til að álykta um málið eða aðhafast á annan hátt. „Það er ástæðulaust að tjá sig um málið. Menn hafa leyfi til að láta sínar skoðanir I ljós í viðtali,“ sagði Davíð Stefánsson útvarpsráðsmaður. ARNAÐ HHILLA /? A ára afmæli. Á morgun, Oi/ 7. des. er sextugur Sig- urður V. Gunnarsson iðn- rekandi, Sæviðarsundi 9, Rvík. Hann og kona hans, Þyðrún Pálsdóttir, ætla að taka á móti gestum í safnað- arheimili Áskirkju við Vestur- brún eftir kl. 20 á afmælis- daginn. A ára afinæli. Í dag, 6. OO desember, er fimmtug frú Ragna Erlendsdóttir, Hjallabraut 14, Þorláks- höfti. Maður hennar er Sig- urður Guðberg Helgason. Þau taka á móti gestum laugar- daginn kemur, 9. þ.m., í Kiw- anishúsinu þar í bænum eftir kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.