Morgunblaðið - 06.12.1989, Page 28

Morgunblaðið - 06.12.1989, Page 28
^8 MORGUNBLAÐÍÐ ÍVUÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 Bæj arstj órn Akureyrar: Fasteignagjöld hækka að meðaltali um 22,5% Útsvar verður 7,2 % ÁLÖGÐ fasteignagjöld hækka um 26,1% milli ára á Akureyri. Ef tekið er tillit til tiilögu um aukinn afsiátt til ellilífeyrisþega, sem felur í sér lækkun fasteignagjalda um 0,6% munu tekjur bæjarsjóðs af fasteignagjöldum hækka um 25,5% á milli ára. Fasteignagjöld bæj- arbúa munu hins vegar hækka að meðaltali um 22,5% vegna tæp- lega 3% aukningar á íbúðarhúsnæði í bænum. Tekjur bæjarsjóðs vegna fasteignagjalda munu við það hækka úr 306 milljónum í 386 milljónir, en þá er ekki tekið tillit til afsláttar á fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum, sem var 3,7 milljónir á þessu ári og er áætlaður 7 milljónir á næsta ári. Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær, var samþykkt að fasteigna- skattur verði 0,45% af álagninga- stofni íbúðarhúsnæðis og 1,25% af álagningastofni atvinnuhúsnæðis. Þá var einnig samþykkt að vatns- gjald verði 0,18% af álagninga- stofni, sem og einnig fráveitugjald. Hvað álagningu útsvara varðar var samþykkt að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda verði sú sama fyrir árið 1990 og hún er á þessu ári, eða 7,2%. Vegna mik- illa endurbóta sem fyrirhugaðar eru Eigendur hunda hvattir til að láta hreinsa þá TALSVERT er um að hundaeig- endur hafi ekki komið með hunda sína til hreinsunar á fyrirfram auglýstum hreinsunardögum. Svanberg Þórðarson hjá um- hverfisdeild Akureyrarbæjar sagði að eigendum hefði verið boðið upp á þijá daga í nóvember til að koma með hunda til hreinsunar, en sam- kvæmt skýrslum vantaði töluvert á að allir hefðu skilað sér. Hann sagði að samkvæmt landslögum væri eig- endum hunda skylt að koma með þá til hreinsunar og vildi hann hvetja þá sem það hefðu ekki gert að hafa samband við umhverfis- deildina og fá tíma. 223 skráðir atvinnulausir UM síðustu mánaðamót voru alls 223 skráðir atvinnulausir á Akureyri, en á sama tíma á síðasta ári voru þeir 112. Um mánaðamótin nóvemb- er/desember árið 1987 voru 36 á atvinnuleysisskrá á Ak- ureyri. Vinnumiðlunarskrifstofan á Akureyri hefur tekið saman tölur um atvinnuleysi í nóvem- ber, en í lok mánaðarins voru 223 á atvinnuleysisskrá, 128 karlar og 95 konur. Á sama tíma í fyrra voru 112 á skrá, 66 karlar og 46 konur, en fyrir tveimur árum voru samtals 36 á skrá. Hjá Vinnumiðlunarskrifstof- unni fengust þær upplýsingar að langmest atvinnuleysi væri meðal verkafólks, en alls eru 69 verkakonur, úr Verkalýðs- félögunum Einingu og Iðju á atvinnuleysisskrá og 57 karlar. Alls eru 45 konar og 41 karla úr Verkalýðsfélaginu Einingu á atvinnuleysisskrá. Þá eru skránni 21 bílstjóri og 17 iðnaðarmenn, trésmiðir, málmiðnaðarmenn, rafvirkjar og múrarar. á holræsakerfi bæjarins var sam- þykkt að hækka holræsagjöld um 60% frá fyrra ári og þá hækkar lóðaleiga um 12%. Lækkun fast- eignaskatts hjá ellilífeyrisþegum var einnig tekin til umræðu á fundi bæjarstjórnar, en þeim lið var vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar. Töluverðar umræður urðu um álagningagjöldin á bæjarstjórnar- fundinum og lögðu fulltrúar bæði frá Alþýðubandalagi og Framsókn- arflokki fram tillögur um breyting- ar á álagningastofni fasteigna- skatts á íbúðarhúsnæði. Bæjarfull- trúar Alþýðubandalags lögðu til að álagningastofninn yrði 0,5%, en fulltrúar Framsóknarflokks að hann yrði 0,425%. Báðar tillögurnar voru felldar og tillaga meirihluta bæjar- ráðs um 0,45% fasteignaskatt af álagningastofni var samþykkt. A fundinum gerði Sigfús Jónsson bæjarstjóri grein fyrir fyrirhugaðri lækkun fasteignaskatts ellilífeyris- þega, en meirihluti bæjarráðs hafði samþykkt flatan 15 þúsund króna afslátt til allra ellilífeyrisþega sem búa í eigin íbúð. Sigfús sagði að þessi afsláttur næmi um 7 milljón- um króna á næsta ári, en var 3,7 milljónir á þessu ári. Þessum lið var vísað til frekari umfjöllunar í bæjar- ráði. Nokkrar umræður urðu um gjalddaga fasteignagjalda, en meirihluti bæjarráð hafði lagt til að þeir yrðu fimm á næsta ári, fyrsta hvers mánaðar frá febrúar til júní. Fulltrúar Alþýðubandalags- ins lögðu til að greiðslunum yrði dreíft meira yfir árið og yrði greitt annan hvern mánuð frá febrúar til október, en fulltrúar Framsóknar- flokks lögðu til að greiðslurnar yrðu átta á næsta ári. Tillögurnar voru felldar. í máli Sigurðar Jóhannessonar (B) kom fram að verið væri að stór- auka álögur á bæjarbúa, þrátt fyrir að atvinnuástand í bænum væri bágborið og kaupmáttur fólks færi rýrnandi. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar (D) sagði að Bóma heldur bókaveislu Bókmenntafélag Menntaskólans á Akureyri stendur fyrir bókaveislu í Möðruvallakjallara, sal raun- greinahúss Menntaskólans, í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Nokkrar athyglisverðar nýút- komnar bækur verða kynntar og úr þeim lesið. Á vegum þriðja bekkj- ar verður glæsilegt hlaðborð og ungir tónlistarmenn munu flytja tónlist, þannig að boðið verður upp á eitthvað gott fyrir öll skilningar- vit. Veislan hefst stundvíslega kl. 20 í Möðruvallakjallara og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en aðgangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) menn gerðu sér fulla grein fyrir því að verulegur samdráttur væri í þjóðfélaginu, en menn hefðu talið mjög sanngjarnt að halda útsvars- prósentunni óbreyttri. Þá sagði hann einnig að ekki væru miklar líkur á að staðið yrði við loforð um að skuldir ríkisins við sveitarfélögin yrðu greiddar og það væri alvarleg- ur hlutur fyrir sveitarfélögin að þurfa að taka inn ný verkefni á næsta ári, en fá ekki þessar skuld- ir greiddar. Varðandi hækkun á holræsagjöldum sagði Sigurður að ekki væri verið að íþyngja bæjarbú- um vegna þeirra, heldur væri hluti af tekjum Vatnsveitunnar færðar yfir í þær framkvæmdir sem fram- undan væru í holræsagerðinn, en veitan stæði mjög vel. Fundur um virðis- aukaskattinn Félag viðskipta- og hagfræð- inga á Akureyri efnir til fúndar á Hótel KEA í dag, miðvikudag, og hefst hann kl. 12.15. Gestur fundarins verður Olafur Nilsson löggiltur endurskoðandi og mun hann ijalla um virðisauka- skattinn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ný myn dban daleiga Ný myndbandaleiga hefiir verið opnuð á Akureyri og heitir hún Arnarmyndbönd. Að henni standa bræðurnir Haukur og Pétur Guðjónssynir og Hafþór Jörundsson. Arnarmyndbönd eru til húsa á Móasiðu 1 og verður leigan opin virka daga frá kl. 16-23.30 og um helgar frá 13-23.30. Arnarmyndbönd hafa yfir að ráða um 700 titlum og þar er boðið upp á heimsendingar- þjónustu. Fyrsta átakið gegn siQa- spellum er að hefjast Símatími annað kvöld og á laugardag FYRSTA skipulagða átakið gegn sifjaspellum á Akureyri er að fara í gang, en að því standa þær Brynja Óskarsdóttir félagsráðgjafi og Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur sem báðar starfa á Félags- málastofnun Akureyrar. Þær verða með opinn símatíma annað kvöld, fimmtudagskvöld, frá kl. 19-23 og næstkomandi laugardag frá kl. 13-17, en síminn er 25880. Einnig mun Valgerður taka við símtölum frá þolendum siljaspella alla næstu viku frá kl. 13-14. Ef konur kjósa svo, þurfa þær ekki að segja til nafiis. Fyrst og fremst mun átakið beinast að því að rjúfa þann þagnarmúr sem verið hefiir í kringum kynferðislegt ofbeldi, en einnig er fyrir- hugað að koma upp svokölluðum sjálfshjálparhópum ef á því reyn- ist áhugi. Þær Brynja og Valgerður segj- ast sækja fyrirmynd að átaki sínu til vinnuhóps um siijaspell sem starfandi hefur verið í Reykjavík í tengslum við kvennaráðgjöfina. En einnig hafa þær sótt ýmsar upplýsingar annars staðar frá, m.a. til erlendra rannsókna. „Þetta er fyrsta átakið sem gert er í þess- um málum hér fyrir norðan og við ætlum að sjá hversu margar konur hafa samband við okkur. I fram- haldi af því munum við bjóða upp á ýmsa möguleika til úrlausnar fyrir þá sem hafa við okkur sam- band, en fyrst og fremst yrði um að ræða sjálfshjálparhópa, en reynslan hefur sýnt að sú leið hef- ur gefið góða raun,“ sagði Val- gerður. Þær konur sem hugsanlega gætu haft samband vegna kyn- ferðislegs ofbeldis eru annars veg- ar ungar stúlkur, sem lausar eru undan ofbeldinu fyrir skömmum tíma, hins vegar fullorðnar konur og einnig mæður þolenda, sem ekki síður en hinar búa yfir erfiðri reynslu. Aðaleinkenni þeirra kvenna sem orðið hafa fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi, segja þær Brynja og Valgerður, vera lítið sjálfstraust, léleg sjálfsmynd og einnig eigi þær erfitt með að mynda tengsl við annað fólk og að treysta því. Þær eigi þess vegna gjarnan við kynlífsvandamál að etja, þunglyndi og leiðist oft út í misnotkun á vímuefnum. „Það er mjög mikilvægt að kon- ur sem orðið hafa fyrir þessari reynslu átti sig á því að fleiri en þær einar búi við þessi sömu vandamál,“ segja þær Brynja og Valgerður. „Tilgangurinn með því að koma upp sjálfshjálparhópum er m.a. sá að auka sjálfstraust þeirra, hjálpa þeim að fást við til- finningar sínar og kenna þeim smám saman að treysta öðrum. Þá verða konur oft að bæta tengsl við upprunafjölskyldur sínar en þau hafa iðulega reynst vera stirð.“ Möl og sandur hf.: Um 20% samdrátt- ur í steypusölu LIÐLEGA 20% samdráttur varð í steypusölu hjá Möl og sandi hf. íyrstu ellefu mánuði ársins, miðað við fyrra ári, en samdrættinum hefur verið mætt með aukningu annarra þátta fyrirtækisins, röra- og hellusölu, jarðvinnu og vinnuvélaleigu. Hólmsteinn Hólmsteinsson fram- kvæmdastjóri Malar og sands sagði að verkefnastaða fyrirtækisins væri góð og betri en oft áður á þessum tíma. Hjá fyrirtækinu vinna 45 manns og er unnin einn yfirvinnu- tími á dag. Hólmsteinn sagði að reiknað væri með að því yrði haldið áfram í allan vetur. Stærstu verk- efnin sem fyrirtækið vinnur nú að \ er bygging dagvistar við Þverholt og einnig er verið að vinna að röra- og hellugerð og, við einingafram- Ieiðslu. Þá er einnig unnið að við- haldi véla og tækja fyrirtækisins. „Við erum að safna birgðum fyr- ir næsta sumar, það er að vísu þungt að fjármagna það, en við verðum að birgja okkur upp til að vera klárir í slaginn í vor.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.