Morgunblaðið - 06.12.1989, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989
29
Opinberar lántökur 1989:
LánsQ ár heimildir aukn-
ar um sjö milljarða
Fj ármálastj órnin hefur brugðizt, segir stjórnarandstaðan
Ólafiir Ragnar Grímsson fjármálaráðherra mælti í gær fyrir stjórn-
arfrumvarpi til breytinga á lánsfjárlögum líðandi árs. Frumvarpið
gerir ráð fyrir að heimila ríkisstjórninni að auka erlendar lántökur
1989 úr 5.135 m.kr. í 6.035 m.kr., það er um 900 m.kr., og innlend-
ar lántökur úr 5.300 m.kr. í 11.300 m.kr., það er um 6.000 m.kr.
Þingmenn sljórnarandstöðu, sem þátt tóku í umræðunni, töldu að
stóraukin lánsljárþörf ríkisstjórnarinnar, sem væri hin hliðin á tröllv-
öxnum ríkissjóðshalla, sýndi, að fjármálastjórnin i ríkisbúskapnum
hafi gjörsamlega brugðizt.
Ólafúr Ragnar Grímsson Qár-
ipálaráðherra sagði hækkun er-
lendrar lántöku vera vegna endur-
lána Atvinnutryggingarsjóðs út-
flutningsgreina. Aukin innlend lán-
taka yrði hinsvegar notuð til að fjár-
magna halla ríkissjóðs á árinu, sem
nú væri áætlaður 4,7 til 5,0 millj-
arðar króna.
Friðrik Sophusson (S-Rv) sagði
að tröllvaxinn ríkissjóðshalli væri
meginorsök stóraukinnar lánsíjár-
þarfar ríkissjóðs. Fjárlög ársins,
sem stóðu til 630 m.kr. tekjuaf-
gangs, eftir að skattar höfðu verið
hækkaðir um 7.000 m.kr., stefni
langleiðina í 5.000 m.kr. halla, að
sögn ráðherra. Haliinn á ríkissjóði
og stóraukin ásókn hans á innlend-
an lánsijármarkað valdi því, að
vextastig sé hærra en ella væri.
Geir H. Haarde (S-Rv) tók und-
ir það að ijármálastjórn ríkisins
væri í molum og hefði mistekizt.
Ríkið sé í vaxandi samkeppni við
atvinnulífið á lánsfjármarkaðinum
með tilheyrandi áhrifum á vaxta-
stig. Þingmaðurinn sagði að raun-
vextir af ríkisvíxlum væru mjög
breytilegir, hefðu á stundum reynzt
neikvæðir en einnig farið yfir 20%.
Ríkisvíxlar v'æru nú fjórum sinnum
fyrirferðarmeiri á lánsfjármarkað-
inum en fyrir einu til tveimur árum
og stærstu kaupendur væru innl-
ánsstofnanir. Tal og breytni í vaxta-
málum færu ekki saman hjá stjórn-
arliðum.
Hreggviður Jónsson (FH-Rn)
sagði ríkisvaldið í óeðlilegri sam-
keppni við atvinnulífið um takmark-
að lánsfjármagn. Það safnaði upp
skuldum, sem ofsköttuð heimili og
ofsköttuð fyrirtæki yrðu trúlega að
bera straum af í enn hærri sköttum.
Stefán Valgeirsson (SJF-Ne)
sagði minni þenslu í Jjjóðféláginu
nú en 1987-1988 þegar ríkisvíxlar
hefðu stórhækkað allt vaxtastig í
landinu.
Matthías Bjarnason (S-Vf)
sagði að eiginíjárhlutfall Byggða-
stofnunar hafi lækkað úr 30% á sl.
ári í 24% um mitt þetta ár og það
væri enn minna nú. Afgreiðsla lána
hjá stofnuninni væri í biðstöðu.
Astæðan verri eiginljárstöðu væri
Ólafur Ragnar Grímsson.
fjárhagsstaða fyrirtækjanna í
landinu, lélegri innheimta, gjaldþrot
og það sem þeim heyrði til, m.a.
tilboð stofnunarinnar í þrotabú til
að tryggja hagsmuni sína. Mikil-
vægt væri að hraða afgreiðslu þessa
máls, m.a. til að styrkja starfsað-
stöðu Byggðastofnunar.
Fleiri tóku tii máls þó ekki verði
frekar rakið.
Frumvarp um aðstoð við loðdýrabændur lagt fram:
/
Aðstoðin kemur að litlu gagni
- segja sjálfstæðismenn
STEINGRÍMUR Sigfússon landbúnaðarráðherra mælti fyrir frum-
varpi um aðstoð við loðdýrabændur í efri deild í gær. Nokkrar
umræður urðu um frumvarpið. Egill Jónsson og Halldór Blöndal,
þingmenn Sjálfstæðisflokks, gagnrýndu frumvarpið og sögðu að-
stoðina koma að litlu gagni. Stefán Guðmundsson (F/Nv) og Jóhann-
es Geir (F/Ne) töldu að einnig mætti ganga lengra í aðstoðinni.
Fyrri grein frumvarpsins gerir
ráð fyrir að ríkisstjórninni verði
heimilt að ábyrgjast með sjálf-
skuldarábyrgð lán, sem loðdýra-
bændur taka í stað lausaskulda
sem myndazt hafa vegna loðdýra-
búskapar þeirra á árunum 1986-
1989, samtals allt að 280 milljón-
um króna. Sjálfskuldarábyrgð
ríkissjóðs skal aðeins veitt ef með
henni er unnt að koma rekstri við-
komandi bús í viðunandi horf, eða
ef lántaki hefur aðrar forsendur
til áð greiða af skuldum sínum
með öðrum hætti. Abyrgðin má
ná til allt að 60% af lausaskuldum
hvers bónda frá árunum 1986-
1989, enda breyti viðkomandi lán-
ardrottnar því sem eftir stendur í
lán til að minnsta kosti átta ára.
Seinni grein frumvarpsins gerir
ráð fyrir að Stofnlánadeild land-
búnaðarins sé heimilt að fella niður
allt að 40% höfuðstóls veðskulda
fóðurstöðva og einstakra loðdýra-
bænda, enda skapi það samhliða
öðrum ráðstöfunum viðkomandi
aðila viðunandi rekstrarstöðu og
hagsmunum Stofnlánadeildarinnar
verði talið betur borgið með þeim
hætti.
Halldór Blöndal (S/Ne) sagði
að eins og frumvarpið lægi fyrir
væri það gagnslaust. Annað hvort
ætti að tryggja almennilegan
rekstrargrundvöll fyrir loðdýra-
ræktina eða að láta það vera.
Egill Jónsson (S/Al) kvaðst
ekki telja nóg að gert með frum-
varpinu. Hann sagði að landbúnað-
arráðherra hefði talað fijálslega
til loðdýrabænda um aðstoð og
Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S-Vf):
Ekkí má leggja af tilraun-
ir í veiðum og vinnslu
Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S-Vf) sagði í þingræðu um sijórn-
arfrumvarp, sem kveður á um að leggja niður Fiskimálasjóð, að nær
hafi verið að styrkja sjóðinn til að stuðla að meginverkeíhi sínu, seni
sé að stuðia að rannsóknum og tilraunum, bæði í veiðum [nýar að-
ferðir - ný veiðarfæri] og í verkun og vinnslu sjávarfangs, sem og
að veita styrki til markaðsleitar fyrir sjávarvörur.
Þingmaðurinn sagði að Fiski-
málasjóður hafi að vísu verið „dauð
stofnun um nokkur ár“, þar eð hann
hafi verið sviptur þeim tekjum sem
hann áður hafði. Þegar ríkisstjórnin
hreyfir þessum málum á þingi mátti
ætla, að nú yrði sjóðurinn efldur
til að sinna verkefnum sínum.
Raunin varð önnur.
Að vísu er stefnt að því að stofna
þróunardeild við Fiskveiðasjóð ís-
lands. Verkefni hennar eru þó
hvergi nærri eins vel skilgreind og
gert er í lögunum um Fiskimála-
sjóð. Hitt er þó verra að stjórnar-
frumvarpið felur ekki í sér tekjuöfl-
un til að sinna þessum verkefnum.
Rétt er að sjávarútvegurinn er ekki
aflögufær eins og að honum er
búið. Það er hinsvegar í verkahring
sjávarútvegsráðherra og ríkis-
stjórnarinnar að búa þessari undir-
stöðugrein þau starfskilyrði að hún
hafi skilyrði til að leggja fyrir Ijár-
muni til rannsóknar- og þróunar-
verkefna.
vitnaði í fréttatilkynningu ríkis-
stjórnarinnar frá í júlí, þar sem
segir að allir helztu hagsmunaaðil-
ar, sjóðir, bankar, stofnanir og
samtök, verði boðuð til fundar um
framhald málsins og vinnu, sem
miði að því að létta greiðslubyrði
með skuldbreytingu eða niðurfell-
ingu og bæta starfsskilyrði þeirra,
sem haldi áfram loðdýrarækt. Eg-
ill sagði -að í þessu orðalagi fælust
fyrirheit um að reynt yrði að fá
aðstoð banka og sjóða. Hann lagði
áherzlu á að loðdýrabúskapur hefði
verið tekinn upp vegna breyttra
áherzlna í landbúnaði, þegar leitazt
hefði verið við að skapa ný atvinnu-
tækifæri í sveitum. Á þeim tíma
hefði loðdýraræktin verið hand-
hægasti kosturinn. Hann sagði að
meta yrði aðgerðir gagnvart grein-
inni í ljósi þessara ákvarðana og
minnti á að loðdýrabændur hefðu
leigt fullvirðisrétt sinn í sauðfé, og
innan tveggja ára væri sá leigutími
útrunninn. Þeir gætu því kallað
þau framleiðsluréttindi til baka, og
allir sæju hvað það myndi þýða;
enn meiri offramleiðslu sauðfjára-
furða.
Egill sagði að það væri ungt
fólk, sem hefði byggt upp loðdýra-
búskapinn, og menn yrðu að taka
tillit til mannlegra sjónarmiða þeg-
ar fjallað væri um málið. Hann
vitnaði í nýútkomna skýrslu um
stöðu Ioðdýraræktarinnar og sagði
að miðað við samsetningu nefndar-
innar, sem hana hefði samið, mætti
ætla að þar væri farið gagnrýnum
höndum um loðdýraræktina. í
skýrslunni kæmi fram að ætla
mætti að framleiðsla á næsta ári
yrði minni en skinnasalan á þessu
ári, sem benti til að nokkurt jafn-
vægi væri komið á í greininni. Þá
kæmu fram ýmis jákvæð atriði
varðandi samkeppnisstöðu
íslenzkrar loðdýraræktar. Þannig
væri fóðurverð hér lægst á Norð-
urlöndum, en hins vegar væri
skinnaverð ekki eins hátt, þannig
að enn þyrfti að ná betri árangri
í því efni. Hann minnti á að menn
yrðu að taka tillit til afleiðinga
þess ef greinin hryndi. Samkvæmt
skýrslunni myndi tapið umfram
hrun greinarinnar hjá þeim, sem
ættu hagsmuna að gæta, nema
1,1-1,2 milljörðum króna.
Þingmaðurinn sagði að þegar
rætt væri um peninga í þessum
efnum, yrðu menn að hafa hugfast
að loðdýrabændur hefðu ekki ríkis-
ábyrgð á launum sínum, en slíkar
greiðslur hefðu stóraukizt með
fjölgun gjaldþrota. Þeir ættu held-
ur ekki rétt á atvinnuleysistrygg-
ingabótum og það hlyti að vera
eðlilegt að til þeirra yrði horft með
svipuðum hætti og annarra, sem
þjóðfélagið hefði tryggt að ein-
hveiju marki fyrir atvinnuleysi og
gjaldþroti.
Frumvarpinu var vísað til land-
búnaðarnefndar.
Stuttar þingfi’éttirl
Dagskrármál efri deildar
sl.. þriðjudag vóru m.a.: 1)
Stjórnarfrumvarp um náms-
gagnastofnun (afgreitt til
nefhdar), 2) Stjórnarfrum-
varp um sóttvarnarmál (af-
greitt til nefhdar), 3) Stofnun
og slit hjúskapar (afgreitt til
þriðju umræðu), 4) Skuld-
breytingar vegna loðdýra-
ræktar (afgreitt til nefndar).
Dagskrármál í neðri deild
vóru m.a.: 1) Veiting ríkis-
borgararéttar (afgreitt til
þriðju umræðu í síðari deild),
2) Sakadómur í ávana- og
iíkniefnamálum (fjölskipaður
dómur, afgreitt til þriðju um-
ræðu í síðari deild, 3) Láns-
fjárlög 1989, 4) Veiðieftirlits-
gjald, 5) Tekjuskattur og
eignarskattur.
Geir Haarde og Pálmi Jóns-
son, þingmenn Sjálfstæðis-
flokks, hafa lagt fram frumvarp
um ríkisbókhald, gerð ríkis-
reiknings og fjárlaga. í frum-
varpinu felast tvær efnisbreyt:
ingar frá gildandi lögum. {
fyrsta lagi að skylt skuli að
leggja endurskoðaðan ríkis-
reikning fyrir Alþingi og af-
greiða hann svo skjótt sem
verða megi að ijárlagaárinu
liðnu. í annan stað að skylt skuli
að afgreiða ekki síðar en á vor-
þingi eftir ljárlagaárið endan-
legt fjáraukafrumvarp fyrir
næstliðið fjárlagaár.
í svari fjármálaráðherra við fyr-
irspurn Geirs H. Haarde (S-Rv)
segir að vextir af ríkisvíxlum
hafi ekki verið leiðandi í vaxta-
hækkunum eða fyrirstaða fyrir
vaxtalækkunum hjá bönkunum.
í svari Seðlabanka íslands, sem
fylgir svari ráðherra, segir: „Við
þær aðstæður sem nú eru að
halli myndast á rekstri ríkissjóðs
jafnframt því sem kapp er lagt
á að halda aftur af erlendum
lánum má búast við að vaxta-
stig haldist hærra en ella.“
Ásgeir Hannes Eiríksson
(B-Rv) flytur tillögu til þings-
ályktunar, þess efnis, að ríkis-
stjórnin skuli „breyta skipulagi
ráðuneyta svo að framvegis
verði tveir ráðuneytisstjórar í
hveiju ráðuneyti. Annar starfi á
faglegum grunni en hinn stjórni
fjármálum sem undir ráðuneytið
og stofnanir þess og fyrirtæki
heyra.“
Breyting á lögum um virðisaukaskatt:
Tekjuáætlun virðis-
auka 38.600 m.kr.
Skatthlutfall 24,5% í stað 22,0% í
óbreyttum lögum
Fram er komið stjórnarfrumvarp til breytinga á lögum um virðis-
aukaskatt (nr. 50/1988). Það gerir ráð fyrir 24,5% skatthlutfalli í
stað 22,0%, sem lögin kveða á um. Fjárlagafrumvarpið gerði á hinn
bóginn ráð fyrir 26,0% skatthlutfalli.
Með 24,5% skatthiutfalli standa áætlanir til að virðisaukinn skili
ríkissjóði 38.600 m.kr. í verði vöru og þjónustu á árinu 1990, sem
er 1.900 m.kr. minna en reiknað var með í (Járlagafrumvarpinu.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
„teknar verði upp sérstakar endur-
greiðslur á virðisaukaskatti af mat-
vælum. Þá er undanþágum fjölgað
frá gildandi lögum. Þar vega bækur
þyngst. Skatthlutfallið hækkar úr
22% í 24,5%, sem er minni hækkun
en fjárlagafrumvarpið tíundaði. í
greinargerð segir: „Að öllu saman-
lögðu er niðurstaðan sú, að virðis-
aukaskatturinn muni skila 2 millj-
örðum króna minni tekjum í ríkis-
sjóð en söluskatturinn gerir í dag.“
Þar segir og: „Það er rétt að hafa
nokkurn fyrirvara á öllum áætlun-
um um áhrif virðisaukaskatts, þar
sem hér er á ferðinni ein umfangs-
mesta skattkerfisbreyting, sem hér
hefpr orðið. Það skapar óhjákvæmi-
lega talsverða óvissu á öllum svið-
um áætlanagerðar.“
I greinargerð frumvarpsins er
staðhæft að upptaka virðisauka
leiði til 0,5% til 1,0% lækkunar á
vísitölu framfærslukostnaðar, sem
að mestu muni skila sér í janúar-
mánuði nk. Þetta muni koma fram
í „beinni verðlækkun ýmissa mat-
væla, svo sem nýmjólkur og dilka-
kjöts um allt að 8%, en einnig veg-
ur 20% lækkun bílatrygginga
þungt“.
„Ahrifin á vísitölu byggingar-
kostnaðar eru óhagstæðari fyrst í
stað, þar sem breikkun á skatt-
stofni mun að öllum líkindum valda
um 1% hækkun."