Morgunblaðið - 06.12.1989, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.12.1989, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 41 SKOLASTARF Nemendur Klúkuskóla heimsækja Reykjanes Nemendur klúkuskóla fóru á dögunum í helgarheimsókn í Reykjanesskóla í ísafjarðardjúpi. Var heimsóknin gerð í barnaskól- ann þar, en samstarf milli skólanna var tekið upp á síðastliðnu vori, þegar börn úr barnaskóla Reykja- ness komu hingað í viku heimsókn og var þá m.a. haldið hér sameigin- legt dansnámskeið. Núna var mikið um keppni milli skólanna í íþróttum og lauk svo að skólarnir skildu jafn- ir. Vann hvor skóli í jjórum grein- um. Nágrenni skólans á Reykjanesi var skoðað og fiskeldið sem þar er rekið, einnig Héraðsskólinn. Tóku þeir Sverrir Kristinsson kennari við barnaskólann og Þorkell Ingimars- son skólastjóri Héraðsskólans á móti hópnum úr Klúkuskóla. Hafði margskonar undirbúningur átt sér stað af beggja hálfu, enda heim- sóknin sérlega vel heppnuð. Við Klúkuskóla er áfram unnið að hönnun viðbótarefnis í stærð- fræði fyrir nemendur grunnskóla, VEISLUELDHUSIÐ ÁLFHEIMUM 74 • Veislumatur og ðll áhöld. • Veisluráðgíöt. • Salarleiga. • Málsverðir í fyrirtæki. • Tertur. kransakökur. • Snittur oo pinnamatur. 686220-685660 Þ.ÞORGRfMSSON&CO . ARMA W PLAST ÁRMÚLA 1 6 OG 29, S. 38640 en þar hefir stærðfræðiefni Judy Instructo kerfisins verið þýtt og staðfærð og efninu dreift til allra skóla á Vestfjörðum. Þá er í vetur unnið að hönnun sérhæfðrar kennslubókar um efnið „Tíminn“, allt frá sekúndum upp í ár og ald- ir. Er þar fornu og nýju efni um þetta gerð skil og það dregið saman til notkunar í kennslu í yngri og eldri deild grunnskólans. Hefir þessu efni og verkefnum verið vel tekið af nemendum og nýtist það bæði við kennslu í móðurmáli og öðrum málum. - SHÞ Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson „Mjólk er góð,“ segja nemendur Klúkuskóla, sem hér eru með skólamjólk í fyrsta sinn. Frá vinstri: Valgeir, Sölvi, Viktor, Hrönn, Steinar, Jóhanna, Aðalbjörg, Hlynur, Bjarki og Harpa. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Guðrún Guðmundsdóttir, upp- boðshaldari Klausturhóla. NÝR UPPBOÐSHALDARI „Gamall draumur að rætast Guðrún guðmundsdóttir hefur fengið leyfi til að halda opin- ber uppboð og fyrir nokkru hélt hún málverkauppboð á vegum Klaustur- hóla ásamt föður sínum. Guðrún er dóttir Guðmundar Axelssonar og sagðist hún lengi hafa unnið við uppboð. „Nú er gam- all draumur að rætast.“ Framvegis munu því tveir uppboðshaldarar starfa á vegum Klausturhóla. Þá hefur hún einnig tekið við rekstri fornbókasölunnar, en ekki sagði hún að breytinga væri að vænta á þeim rekstri. NAD ÞAR SEM GÆÐIN HEYRAST 5320 GEISLASPILARI KR. 23.900 6325 KASSETTUTÆKI KR. 24.600 3020 i MAGNARI 2x35W KR. 15.900 NAD er fjölþjóðlegt fyrirtæki stofnað og rekið af Hi-Fi sérfræðingum. Vegna eigin orðstírs og meðmæla ánægðra notenda auk stöðugs lofs gagnrýnenda í helstu fagtímaritum hafa NAD hljómtækin áunnið sér alheimsviðurkenningu fyrir gæði og gott verð. Markmið NAD er að framleiða hágæða hljómtæki sem þjóna sínum tilgangi. Allar tónstillingar eru einfaldar í notkun og hafa hagnýtan tilgang. Engin áhersla er lögð á tilgangslitla stillitakka og ljósbúnað sem hækka verð tækjanna, heldur gæði sem heyrast. NAD rekur fullkomna ránnsóknarstofu í London og leitar einnig til heimsþekktra ráðgjafa um þróun hagnýtra nýjunga. Þetta samstarf ásamt þátttöku viðskiptaaðila frá meira en 30 löndum hefur gert NAD að brautryðjanda sem sameinar tæknilega fullkomnun og auðvelda notkun. Þegar þú velur NAD hljómtæki, fjárfestir þú í heyranlegum gæðum - ekki sjónhverfingum eða óþörfum stillitökkum - heldur í leiðandi hönnun, völdum framleiðsluhlutum, nákvæmu gæðaeftirliti og vandaðri og varanlegri smíð. Þess vegna eru NAD öðruvfsi tæki. L* 'li ' 8 Ármúla 17, Reykjavík sími 688840, 685149, 83176

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.