Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 43
I MORGIWBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 ——4-h—tJPt—n——— t :\rr, i- -.(é'.i—1|.-. f k i-1 -,f l( i Fæðingarheimilið: Skorað á ráðherra að synja læknunum um starfsleyfi AHUGAHOPUR um bætta þjón- ustu við fæðandi konur afhenti Guðmundi Bjamasyni, heil- brigðis- og tryggingmálaráð- herra, áskomn í gær þar sem farið er á leit við ráðherrann að hann veiti ekki starfeleyfi til fyrirhugaðrar starfeemi 11 lækna í húsnæði Fæðingar- heimilisins í Reykjavík. Alls skrifuðu 304 manns undir áskor- unina en flestir vom þeir úr 16 félagasamtökum sem stóðu fyrir borgarafundi nýlega um vanda Fæðingarheimilisins. í svari sínu sagði heilbrigðisráð- herra að sérfræðingum væri heim- ilt samkvæmt Iögum að hefja starfsemi, eins og þá sem fyrir- huguð er í húsi Fæðingarheimilis- ins, án þess að til þyrfti að koma veiting starfsleyfis frá heilbrigðis- ráðuneytinu. Lögfræðingur innan áhugahóps- ins telur að lögum samkvæmt beri heilbrigðisráðherra að veita slíkt starfsleyfi. Heilbrigðisráðherra benti einnig á að í fjárveitingum til Borgarspít- alans fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir að spítalinn nýti 1. og 2. hæð Fæðingarheimilisins og verði breyting þar á kalli það á endur- skoðun á fjárveitingum til spítal- ans. í greinargerð sem fylgdi áskor- uninni segir að áhugahópurinn hafi þungar áhyggjur af framtíð Fæðingarheimilisins og um leið af fæðingarþjónustu í borginni. I rökstuðningi fyrir áskoruninni er þess getið að fjölgun fæðinga á milli áranna 1985 og 1988 hafi verið 21,5%. Á síðasta ári hafi fæðst 2.800 börn á fæðingardeild Landspítalans og útlit sé fyrir svip- aðan fjölda fæðinga í ár. Deildin sé hins vegar ætluð fyrir 2.200- 2.500 fæðingar á ári. Fæðingar- heimili Reykjavíkur hafi áður ann- að yfir 1.000 fæðingum árlega en nú hafi starfsemin dregist saman. 311 böm fæddust þar 1988 og útlit sé fyrir að fæðingar verði fleiri á þessu ári. Þá segir að fram til 15. apríl síðastliðinn hafi tvær neðstu hæðir Fæðingarheimilisins verið nýttar af Borgarspítalnum. Stjóm sjúkrastofnana Reykjavík- urborgar tók þá ákvörðun að hætta allri starfsemi þar í spamaðar- skyni. Bendir áhugahópurinn á að í fyrirliggjandi fjárlagafmmvarpi sé gert ráð fyrir rekstrarfé til þess- arar starfsemi Borgarspítalans. Áhugahópurinn hyggst í dag senda læknunum 11 áskomn þess efnis að þeir láti af áformum um leigai á tveimur hæðum Fæðingar- heimilisin. Morgunblaðið/Bjarni Eygló Halldórsdóttir afhendir Guðmundi Bjarnasyni heilbrigðisráð- herra áskorunina fyrir hönd áhugahóps um bætta þjónustu við fæð- andi konur. Hagdeild Alþýðusambands Islands: Hæpið að fullyrðingar um óbreytta skattbyrði standist Morgunblaðinu hefiir borist eftirfarandi tilkynning frá hag- deild Alþýðusambands Islands: Skyggnst bak við útreikninga fjármálaráðuneytisins um skatt- byrði á ámnum 1989 og 1990. í athugasemdum við 4. gr. (bls. 12 í frv.) segir að við það sé miðað að skattar einstaklinga með allt að 70.000 kr. mánaðatekjur lækki eða haldist óbreyttir. Miðað er við 70.000 kr. meðal- tekjur árið 1989 og hækkun skv. samningum BHMR, þannig að tekj- ur hækka eftirfarandi á árinu: Sjá meðfylgjandi töflu. l.janúar 1,5% l.maí 1,5% l.júlí 3,0% Til þess að skattbyrði verði sú sama miðað við þessar forsendur er nauðsynlegt að hækkun persónu- afsláttar þann 1. júlí verði: 8.2%. Það þýðir væntanlega að gert er ráð fyrir hækkun lánskjaravísitölu frá des. ’89 til júní ’90 upp á 8,8%. Launahækkunin verður á sama tíma 3,0%. Því verða byggingavístala og framfærsluvísitala að hækka að Með ’89 Des ’89 Jan ’90 Maí ’90 Fyrri hl. 1990 Sei.hl. 1990 Tekjur 67.043 70.000 71.050 72.115 71.405 74.279 Tekju- 20.649 21.560 23.304 23.654 23.421 24.363 skattur Persónu- Á-18.630 -19.419 -20.850 -20.850 -20.850 -22.563 afsl. Tekju- 2.019 2.141 2.454 2.804 2.571 1.800 skattur Skattbyrði 3,0% 3,1% 3,5% 3,9% 3,6% 2,4% meðaltali um 12,7%, sem þýðir aft- ur að gert er ráð fyrir því að kaup- máttur launa verði tæplega 10% lægri í júní en í desember og að hækkun þessara vísitalna er orðin meiri á miðju ári en áætlað er á öllu árinu 1990 skv. þjóðhagsáætl- un. Hækki laun meira en þetta og ef launahækkanir verða seinna á árinu þarf að hækka persónuafslátt enn meira til þess að áætlun um FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 14. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur ' 70,00 55,00 62,87 5,089 319.935 Þorskur(ósl.) 69,00 35,00 58,13 11,783 684.888 Ýsa 113,00 95,00 99,24 6,992 693.892 Ýsa(ósl.) 71,00 40,00 59,79 3,315 198.208 Steinbítur 40,00 20,00 34,52 3,705 127.880 Karfi 38,00 34,00 35,60 24,586 875.380 Ufsi 41,00 20,00 38,47 13,190 507.380 Langa 41,00 41,00 41,00 2,481 101.725 Lúða 360,00 190,00 224,70 0,722 162.236 Koli 79,00 63,00 72,04 0,769 55.388 Keila 5,00 5,00 5,00 0,279 1.395 Keila(ósL) 11,00 11,00 11,00 1,631 17.943 Samtals 49,79 75,762 3.771.942 Selt var úr Haraldi Böðvarssyni AK og bátum. í dag verða meðal annars seld 20 tonn af þorski, 10 tonn af ýsu, 62 tonn af karfa, 4 tonn af löngu, 6 tonn af keilu, svo og óákveðið magn af lúðu og fleiri tegundum úr Hjalt- eyrinni EA, Stakkavík AR og fleiri bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 72,00 52,00 63,24 15,245 964.036 Ýsa 98,00 45,00 72,11 8,159 588.382 Karfi 30,00 30,00 30,00 4,507 135.198 Ufsi 52,00 41,00 45,79 42,148 1.930.085 Langa 34,00 34,00 34,00 0,120 4.080 Lúða 455,00 215,00 270,67 0,651 176:205 Hlýri+steinb. 57,00 34,00 40,40 1,933 78.093 Keila 7,00 7,00 7,00 0,699 4.893 Samtals 52,06 74,748 3.891.260 í dag verður meðal annars selt óákveðið magn af þorski, ýsu og karfa úr Gissuri ÁR og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 81,00 40,00 63,50 14,931 948.157 Þorskur(umál) 20,00 15,00 19,86 1,301 25.823 Ýsa 109,00 30,00 86,47 11,678 1.009.796 Karfi 40,00 40,00 40,00 0,089 3.560 Ufsi 29,00 15,00 20,27 0,628 12.732 Steinbítur 39,00 7,00 31,26 0,755 23.584 Langa 44,00 27,00 40,84 ■ 1,203 49.133 Lúða 475,00 215,00 299,98 0,400 119.990 Langlúra 23,00 23,00 23,00 0,617 14.191 Sólkoli 55,00 55,00 55,00 0,011 605 Keila 20,00 6,00 18,10 2,809 50.832 Skata 110,00 10,00 99,41 0,137 13.570 Samtals 65,87 34,593 2.278.738 í dag verða meðal annars seld 10 tonn af þorski, 2 tonn af ýsu og fleira úr Eini GK, svo og 15 tonn af þorski og 10 tonn af ýsu úr linu- og netabátum. Morgunblaðið/Sverrir Víkingar seljajólatré JÓLATRÉSSALA Knattspyrnufélaghsins Víkings tekur til starfa eftir hádegi í dag við félagsheimilið í Stjörnugróf í Fossvogi. Þar verða, auk jólatijáa frá Landgræðslusjóði, seldir gosdrykkir og sælgæti. Opið verð- ur daglega fram að jólum. Myndin er tekin á Vikingssvæðinu í Fossvogi í gær er þeir Bjöm Bjartmarz, Ómar Waage og Jóljannes Guðmunds- son pakka inn tijám til að búa í haginn fyrir fyrsta söludaginn. Það eru Samtök seljenda skipa: tækja, sem standa að sýningunni. í frétt frá samtökunum segir, að reynslan af síðustu sýningu hafi ver- ið það góð, að ástæða hafi þótt til að sýna á ný, þrátt fyrir slæmt ár- ferði. Þau vonist til að byggja megi betri brú með þeim tækjum, sem sýnd eru, en tækniþróun á þessu sviði sé mjög ör. óbreytta skattbyrði 70.000 kr. tekna gangi eftir. Þessar tölur sýna að skattbyrði einstaklings með 70.000 kr. tekjur í desember 1989 verður nær örugg- lega meiri á árinu 1990 en árið 1989. Fuliyrðingar fjármálaráðuneytis- ins um að skattbyrði þessara tekna verði óbreyttar eða lægri á næsta ári byggja því á forsendum sem mjög hæpið er að geti staðist. Til þess að fá fullnægjandi upp- lýsingar um þróun skattbyrðinnar á næsta ári þarf að sýna skatt- byrðina mánuð fyrir mánuð miðað við þær launa- og verðlagsforsend- ur sem notaðar eru. Bíóhöllin sýnir Elskan, ég minnkaði börnin HAFIN er sýning á jólamynd Bíó- hallarinnar „Elskan, ég minnkaði börnin“. Með aðalhlutverk fara Rick Moranis og Matt Fi-ewer. Leiksljóri er Joe Johnston. Szalinski er hugvitsmaður sem hefur smíðað vél eina sem getur minnkað hluti. Einn dag eru börnin úti í boltaleik og vill þá ekki betur til en það að boltinn lendir á töfra-, vél þessari og voðinn er vís, börnin minnka niður í næstum ekki neitt. Heimleiðin fyrir öreindir þessar verð- ur enginn leikur því allt er auðvitað risastórt og hættulegt, svo sem garð- sláttuvélin og ýmis skordýr sem verða á leið þeirra. Svo er að vita hvernig þeim reiðir af. Sýning á nýjum fískileit- ar- og siglingatækjum FAGSÝNINGIN „Betri brú“ stendur nú yfir á Hótel Loftleiðum, en sjávarútvegsráðherra opnaði hana með viðhöfn í gær. Sýningin er fyrst og fremst ætluð útgerðar- og skipstjórnarmönnum auk annarra aðila, sem tengjast íslenzkum sjávarútvegi. Sýnd eru nýjustu siglinga- og fiskileitartæki og gerð grein fyrir þeirri tækniþróun, sem orðið hcfur á þessu sviði. Sýningin er í Kristalsal Hótels Loftleiða. Hún er opin til og með 17. þessa mánaðar frá klukkan 13 til 19. Eftirtalin fyrirtæki sýna búnað sinn að þessu sinni: ísmar, R. Sig- mundsson, Sónar, Sínus, Radíómið- un, Rafeindaþjónustan, Friðrik A. Jónsson og Elcon. Eitt fyrirtæki inn- an samtakanna sýnir ekki að þessu sinni. Það er Skiparadíó. Úr myndinni „Elskan, ég minnk- aði börnin". Höfúndarnafin féll niður ÞAU mistök urðu í Morgunblaðinu í gær, að nafn höfundar greinarinn- ar „Ársrit á gömlum merg“ féll niður. Höfundur var Erlendur Jónsson, bókmenntagagnrýn- andi. Hlutaðeigendur eru beðnir- velvirðingar á mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.