Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989
76
©1988 Univeftal Press Syndicale
,, þö óettir cé> \cifOu varlega. \y\eb
hlöftrur. pú acttir ídtá. Laekm'nn
líta oL paer."
... aðsjáekkigalla
hans.
TM Rf.-g U.S. Pal OU.—all righls reserved
c '989 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgimkaffinu
Meðhjálparinn hefur
gleymt að taka rakspegil-
inn ... .
Björgum því sem bjargað verður
Ágæti Velvakandi.
í gamla daga riðu menn til þings,
eins og það var kallað, og luku
málum sínum oftast nær á stuttum
tíma, gráir fyrir járnum og hinir
vígalegustu hvar sem á þá var litið.
Þarna voru dómar upp kveðnir —
oft fyrir litlar sakir, jafnvel smá
ýsuband kostaði hengingu, meðan
valdhafarnir kýldu vömb sína og
rúðu almenning svo mjög að fólk
dó úr vaneldi milli bæja árið um
kring. Ekki meira um það, vegna
þess að nú er hraunklungrið við
Almannagjá eigi lengur haft að
fótaskinni, enda flest mál nú krufin
til mergjar í hjarta Reykjavíkur —
varla þó undir beru lofti, heldur
innan fjögurra veggja — tugthús
mætti það heita eftir 2 til 3 ár, ef
svo heldur fram sem horfir.
Fólkið sem þarna vinnur ber sam-
an ráð sín til heilla landi og lýð á
svipaðan hátt og gerðist fyrir langa-
löngu austur í Þingvallasveit, nema
launin munu vera nú eilítið hærri
en þá var. TVær leiðir til inngöngu
eru tengdar þessari byggingu, sem
hér um ræðir, og hafa bakdyrnar
stundum verið notaðar, þegar mikið
hefur legið á. Auðvitað erum við
öll þess meðvitandi að þjóðarskútan
okkar er hriplek. En það verður
ekki barið í þá bresti með skattyrð-
um af neinu tagi — jafnvel persónu-
legum árásum á saklaust fólk, held-
ur verður að gera rækilega við
þessa dæmalausu fleytu, svo hún
geti haft borð fýrir báru, þegar
vetur herðir tök sín og „brimskafl-
arnir hrynja að dökkum fjöru-
sandi“. Misheppnaðar langlokur í
kjánalegu ræðuformi innan þessa
gliðnaða musteris leysa engan
vanda, heldur þveröfugt. Væri ekki
heldur ráð að snúa saman bökum
og reyna með einhveijum hætti að
bjarga því sem bjargað verður áður
en þurfamönnum fjölgar til muna,
frá því sem orðið er, á kostnað
þeirra sem betur mega sín.
Sjálfskaparvíti, segir einhver.
Vissulega er það satt — en börnin
læra ekki málið af sjálfu sér, heldur
þarf að kenna þeim slíka list — og
hvað er þá eðlilegra en að ráða-
menn þjóðarinnar gangi á undan
með góðu fordæmi? En það er nú
bara ekki svo gott, því blessaðir
þingfulltrúarnir okkar hækka kaup-
ið sitt fyrstir allra á hveiju hausti.
Um leið og þeir koma inn í þessa
„Galíleu" sína við Austurvöll, til
þess að rífast eins og hundar um
einhveijar vammir og skammir, sem
Kæri Velvakandi.
Það hefur ekki farið framhjá
neinum þessar gífurlegu breytingar
á stjórnmálaástandinu í Austur-
Evrópu, þar sem almenningur er
að rísa upp gegn áratuga kúgun.
Einnig í Bretlandi eru þúsundir
stuðningsmanna íhaldsflokksins að
rísa upg gegn miðstýringu. En
hérna á íslandi er almenningur enn
kúgaður af miðstýringu og er hrein-
lega að gefast upp á meðan stjórn-
málamennirnir geta ekki einu sinni
komið sér saman um EFTA og EB,
en lifa jafnframt góðu lífi í glans
og fíneríi. Og svo þegar þreyttur
eru komnar undir græna torfu fyrir
tuttugu árum síðan eða meir —
hvað höfðingjarnir hafast að hinir
meina þeim leyfist það.
Opin bók liggur hérna á borðinu
mér til vinstri handar. Þar eru skrá-
sett 54 ljóð, hvert öðru betra og
heitir eitt þeirra „Hjá sandkassan-
um“. Það fjallar um börn að leik,
sem flytja hinn lausa jarðveg til og
frá dag eftir dag, og keppast við
eftir bestu getu, en hvorki rekur
né gengur. Síðustu hendingarnar
úr þessu ágæta ljóði hljóða svo:
Þá stækkuðu blessuð bömin
og byggðu sér nýjan
alvöruheim.
En sterkir og voldugir
stjórnmálaflokkar
við störfunum
tóku af þeim.
Valtýr Guðmundsson
almenningur kemur heim til sín á
kvöldin þarf hann að horfa á Ríkis-
sjónvarpið og Stöð 2 að keppa um
að sýna verstu ofbeldismyndir. Er
verið að gera íslensku þjóðina að
aumingjum? Eigum við ekki að taka
ráð þjóðskálds vors þegar hann
sagði: „Eigum við ekki að lyfta
okkur á hærra plan?“ Ég mæli ein-
dregið með því. íslenskur almenn-
ingur verður að líta upp til himins
og knýja fram aðgerðir til þess að
bjarga landi og þjóð. Hrópið „ís-
landi allt“ er enn við hæfi í dag.
Vilhjálmur Alfreðsson
Knýjum fram aðgerðir
Víkverji skrifar
Víkveija brá illilega í brún þegar
hann gekk út á Hallærisplan
einn daginn og fékk skyndilega stór-
an þýzkan fjárhund, öðru nafni
scháfer-hund, bókstaflega í fangið.
Hundurinn ætlaði líklega að vera
vinalegur, setti framlappimar á
bringu Víkveija og másaði framan í
hann. Víkveiji er dýravinur og hefur
alltaf haft mikið uppáhald á hundum,
en hann kann samt illa við að stórir
þýzkir fjárhundar, sem ná mönnum
að öxlum þegar þeir reisa sig upp á
afturlappimar, gangi lausir í Mið-
bænum. Aukinheldur skildi hvutti
eftir sig svört loppuför á skyrtu-
bijósti skrifara, sem ekki vom til
mikillar prýði. Eigandi skepnunnar
stóð spölkom frá og spjallaði við
kunningja sína. Hann baðst ekki einu
sinni afsökunar þegar Víkveiji ráð-
lagði honum að hafa taumhald á
hundi sínum. Því er hér með beint
til hundaeigenda að þeir fari að lög-
um og reglum og hafi hunda sína í
bandi innanbæjar. Á útjöðrum borg-
arlandsins em víðir vellir, þar sem
leyfilegt er að láta þá hlaupa lausa.
IMorgunblaðinu síðastliðinn föstu-
dag birtist grein frá stjóm félags-
ins Minjar og saga, sem skipuð er
öndvegisfólki er berst fyrir góðum
málstað. Orðanotkun i greininni
stakk hins vegar í augu. Þar segir
orðrétt: „Þingmenn ættu því að
hugsa stórt, er 50 ára afmæli lýðveld-
isins nálgast, og gefa því nýtt Þjóð-
minjasafn í gullbrúðkaupsgjöf...“
Þama hefði náttúmlega átt að standa
fimmtugsaimæUsgjöf. Eða hveijum
giftist lýðveldið eiginlega, ef það á
að fara að halda upp á gullbrúðkaup-
ið? Víkveiji hélt að því hefði einmitt
verið öfugt farið; íslenzka fjallkonan
hefði endanlega staðfest skilnað sinn
við danska kónginn árið 1944.
xxx
Skrifari hugðist enda þennan pist-
il á nokkmm orðum um virðis-
aukaskatt, en sannast sagna vefst
það fyrir honum hvort hann á að
segja að enn sé ekki búið að hnýta
alla hnúta eða leysa varðandi þennan
margumtalaða skatt. Vandamálin
virðast enn hrannast upp á skatta-
hvolfinu, stór og smá, og þó svo að
stjómmálamenn og embættismenn
séu einhveiju nær en áður um það
hvað gerist um áramót þá á almenn-
ingur, blessaður skattborgarinn,
langt í land. Mörg dæmi eiga ömgg-
lega eftir að koma upp þegar virðis-
aukaskatturinn skellur á og þá er
ekki víst að allt verði eins slétt og
fellt og um hefur verið talað.
Lítið dæmi. Framsækið íþróttafé-
lag hugðist kaupa snjótroðara til að
nota á skíðasvæði sínu og var búið
að gera grófa kostnaðaráætlun um
hvemig standa mætti að greiðslum
á tækinu. Glöggur maður í hópnum
benti þá á að söluskattur á tæki sem
þetta hefði verið endurgreiddur, en
virðisaukaskatturinn legðist hins veg-
ar á af fullum þunga. Þetta munar
viðkomandi íþróttafélag um hálfa
aðra milljón króna.