Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989
Félag sjálfstætt starfandi heimilislækna
í Reykjavík hefiir verið stofnað:
Fólk geti valið sér
lækni óháð búsetu
- segir í yfirlýsingu frá félaginu
STOFNAÐ hefur verið félag sjálfstætt starfandi heimilislækna í
Reykjavík. Er félagið samtök heimilislækna utan heilsugæslustöðva
og hefur á stefnuskrá sinni að forða því að ríkisrekstur komi alfarið
í stað einstaklingsframtaks í heilbrigðisþjónustu. I því felist að heimil-
islæknar fái að starfa sjálfstætt og fólk fái að velja sér heimilislækni
óháð búsetu innan höfúðborgarsvæðisins.
í yfirlýsingu sem samþykkt var
á stofnfundi félagsins á miðviku-
dagskvöld, er skorað á Alþingi að
vísa frá frumvarpi um breytingu á
lögum um heilbrigðisþjónustu, þar
Þrotabú íslandslax:
Kröftir Lands-
bankans180
milljónir kr.
KRÖFUR Landsbankans í
þrotabú Islandslax hf. eru rúm-
lega 180 milljónir kr. Langmest-
ur hluti krafiianna er tryggður
með veði í fasteignum og fiski
eða öðrum lausafjármunum fyr-
irtækisins, að sögn Benedikts E.
Guðbjartssonar lögfræðings
Landsbankans. Kröfur Lands-
bankans verða væntanlega af-
hentar búsfjórum Islandslax í
dag.
Tæplega helmingur krafna
Landsbankans er vegna afurðalána
sem tryggð eru með veði í eldis-
fiski. Vafi leikur á gildi tryggingar
hluta þeirra vegna þess að skulda-
bréfum vegna veðs í fiskinum var
þinglýst hjá borgarfógetanum í
Reykjavík eftir að íslandslax flutti
varnarþing sitt til Grindavíkur, en
þinglýsa á pappírum vegna sjálfs-
vörsluveðs í lausafjármunum í réttu
varnarþingi.
Benedikt sagði að þarna væri um
að ræða lítinn hluta afurðalánanna
og ekki víst að þetta kæmi að sök
fyrir bankann því hann hafði veð í
öðrum eignum íslandslax.
Verðmæti fisksins er talið vera
um 180 milljónir kr. Landsbankinn
er eini veðhafinn í honum.
sem það feli í sér stóraukna og
kostnaðarsama yfirbyggingu þeirr-
ar þjónustu. Félagið mótmælir þeim
fyrirætlunum að afnema heimild
ráðherra til að gera samkomulag
við aðra aðila en ríkið um rekstur
heilbrigðisþjónustu og telur það
aðför að fijálsum atvinnurekstri í
landinu.
Þá mótmælir félagið einnig um-
mælum í greinargerð með frum-
varpinu um heilbrigðisþjónustu, að
heimilislæknar í Reykjavík hafi
staðið í vegi fyrir nýju skipulagi.
„Virðist höfundi frumvarpsins
ókunnugt um að'sjálfstætt starf-
andi heimilislæknar þjóna meiri-
hluta Reykjvíkinga nú sem áður,“
segir í yfirlýsingunni.
Fyrstu stjórn Félags sjálfstætt
starfandi heimilislækna í Reykjavík
skipa Ólafur F. Magnússon formað-
ur, Björgvin Bjarnason ritari og
Guðmundur Elíasson gjaldkeri.
Morgunblaðið/Sverrir
Einar Oddur Kristjánsson og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, hittust í gærmorgun á
hótel Sögu, þar sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd. Einar Oddur sagði að þeir hefðu
bara hittst til að fá sér morgunkaffi. „Ég hef nú oftar drukkið með honum kvöldkaffi," sagði Einar
þegar hann var spurður hvort þeir leggðu þetta
vana sinn.
Verðlagsmálin áfram til
umræðu hjá ASI og VSI
Fulltrúar Seðlabanka koma á fund sem er boðaður á mánudag
Skagaströnd:
Maður lést
í eldsvoða
Á FUNDI Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasambands íslands
og Vinnumálasambands samvinnufélaganna í gær var áfram rætt um
hvaða verðhækkanir kynnu að vera framundan. Fulltrúar Stéttasam-
bands bænda komu á fúndinn. Viðbrögð þeirra voru mjög jákvæð og
tjáðu þeir sig fúsa til að taka þátt í því að ná hér niður verðbólgu, að
sögn Einars Odds Kristjánssonar, formanns VSÍ. Annar fundur hefúr
verið boðaður á mánudaginn kemur og verður þá meðal annars rætt
við fúlltrúa Seðlabankans um vaxtaþróun og fleira.
MAÐUR á þrítugsaldri fórst í
húsbruna á Skagaströnd í fyrri-
nótt.
Eldurinn kom upp á fjórða tíman-
um. Maðurinn var einn í húsinu og
var látinn þegar hanp fannst.
Mikill eldur var í húsinu þegar
slökkvilið kom á staðinn. Slökkvi-
starf tók um það bil tvær stundir.
Húsið er mikið brunnið. Menn frá
RLR fóru í gær norður til að að-
stoða lögreglu á staðnum við rann-
sókn á eldsupptökum.
Einar Oddur sagði að þetta hefði
verið mjög ánægjulegur fundur.
Verðlagsstjóri hefði einnig komið á
fundinn og rætt þá þætti búvöru-
verðs sem að hans embætti sneru.
Einnig hefði verið rætt hvort þær
gengisbreytingar sem gerðar hefðu
verið ættu að einhveiju leyti eftir að
koma fram í vöruverði og hvort
hækkanir á opinberri þjónustu væru
framundan. Einnig væru sérfræðing-
ar samtakanna að skoða hver áhrif
lækkun vaxta gæti haft á fjármagns-
þörf ríkissjóðs og fleira.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, sagði að aðilar ynnu eins hratt
og þeir hefðu tök á, en fara þyrfti
vandlega yfir horfumar í verðlags-
málum, áður en hægt væri að taka
til við aðra þætti samningamálanna.
Meðal annars hefði komið fram á
fundinum að áhrif gengislækkana
virtust að mestu komin fram í verð-
lagi. Öll kurl væru ekki komin til
grafar varðandi hækkun búvöru á
næsta ári. Stéttasamband bænda
reiknaði með hækkun áburðarverðs
og einnig hefði hluta launahækkunar
bænda í haust verið frestað til næsta
árs og ætti eftir að koma fram. Þá
væri ljóst að óbreyttar niðurgreiðslur
í krónutölu, eins og gert væri ráð
fyrir í fjárlagafrumvarpinu, myndu
leiða til hækkunar á búvöru umfram
hækkun á verðlagi yrði ekki þar
breyting á, auk þess sem það ætti
eftir að útvega fé vegna þeirra verð-
Iagsaðgerða sem gripið var til í des-
ember.
Rjúpnaveiði
helmingi
minni en á
síðasta ári
Má þakka fyrir að Læknagarður
skuli ekki sprunginn í loft upp
- segir forseti tannlæknadeildar HÍ
ÖRN Bjartmars Pétursson, forsetl
tannlæknadeildar Háskóla fs-
lands, segir að alvarleg mistök
hafi átt sér stað við hönnun húss
lækna- og tannlæknadeildar,
Læknagarð. Sumir hönnunargall-
ar valdi beinlínis hættu, aðrir
óþægindum og auknum kostnaði.
Vinnueftirlit ríkisins viðurkenni
húsið ekki sem vinnuhúsnæði og
Eldvarna- og Rafmagnseftirlit
hafi gert fjölda athugasemda.
Þetta kemur fram í nýjasta tölu-
blaði Vökublaðsins, sem lýðræðis-
Verður Gullskip hf. tekið
til gjaldþrotaskipta?
Landsbankinn óskaði eftir því fyrir nokkru við skiptaráðandann í
Reykjavík að Guliskip hf. verði tekið til gjaldþrotaskipta. Gullskip hf.
var stofnað til að grafa eftir hollenska skipinu Het Wapen van Amster-
dam sem strandaði á Skeiðarársandi á 17. öld.
Ragnar Hall skiptaráðandi segir
að ekki sé ljóst á þessari stundu
hvenær úrskurður um gjaldþrot verði
kveðinn upp þar sem mörg mál liggi
fyrir hjá embættinu sem þarf að úr-
skurða um.
Morgunblaðinu er kunnugt um,
að hluthafar Gullskips hf. hafa greitt
allar aðrar skuldir en erlent lán í
Landsbanka íslands, sem tekið var
með ríkisábyrgð. Alþingi samþykkti
á sínum tíma ríkisábyrgð að upphæð
50 milljónir króna, en Gullskip hf.
notaði aldrei nema 12 milljónir
króna, þar sem í ljós kom, að skipið
var ekki fundið. Þessar 12 milljónir
króna nema nú með verðtryggingu
og vöxtum yfir 70 milljónum króna.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur að undanfömu verið
unnið að því að finna aðra lausn á
vandamálum Gullskips hf. en gjald-
þrotaskipti. Ef Gullskip hf. verður
tekið til gjaldþrotaskipta falla niður
kröfur Ríkisábyrgðasjóðs á hendur
félaginu. Leit hefur verið haldið
áfram undanfarin ár á kostnað eig-
enda Gullskips-hf. og er hugmyndin
að halda henni áfram.
sinnaðir stúdentar gefa út. Há-
skólarektor segir að verið sé að
rannsaka málið.
í viðtali Vökublaðsins við Öm seg-
ir hann meðal annars að gasleiðslur
í Læknagarði liggi víða samhliða
rafmagnsleiðslunum. „Það sér. það
hver maður, hvaða hættu slíkt býður
heim. Kannski má líkja þessu við að
hafa kveikjuþráð um allt húsið, sem
liggur að lokum í sjálfa púðurtunn-
una, 1.300 lítra gaskúta. í raun má
þakka fyrir að húsið skuli ekki þegar
vera sprangið í loft upp.“ Örn segir
að jafnframt sé frágangi á gaskútum
ábótavant og hann ekki í samræmi
við reglur. Þá séu gasleiðslumar
steyptar fastar í veggi hússins, sem
sé ólöglegt og kosti stórfé að lag-
færa.
Deildarforsetinn segir að þau mis-
tök hafi jafnframt verið gerð, að
þjappan, sem framleiði þrýstiloft til
að blása upp í sjúklinga á tannlækna-
deildinni og hreinsa tennur þeirra,
hafi verið staðsett við hliðina á út-
blástursopi „stinkskápa“, þar sem
séu gerðar efnafræðitilraunir með
hættuleg efni eins og eter og forma-
lín. „Ef við hefðum ekki komið auga
á þennan alvarlega galla værum við
að blása baneitruðum lofttegundum
upp í grandalausa sjúklinga. Ég vil
ekki hugsa þá hugsun til enda hvað
orðið hefði ef við hefðum ekki upp-
götvað þetta strax,“ segir Örn. Hann
segir að Háskólinn hafi greitt kostn-
að við lagfæringar, en hyggist leggja
fram skaðabótakröfu.
Fleiri galla segir Örn vera á húsi
lækna- og tannlæknadeildar, til að
mynda hrynji óhreinindi úr hljóðein-
angranarplötum í lofti. „Þessar plöt-
ur munu vera bannaðar í fiskvinnslu-
húsum af hreinlætisástæðum,“ segir
hann. Þá nefnir hann gólfdúkinn á
göngum hússins, sem sé úr einhvers
konar bólu- eða tappaefni, sem sé
svo óslétt að ekki sé hægt að aka
viðkvæmum tækjum milli herbergja,
þar sem þau þoli ekki titringinn. Því
þurfi að bera tækin á milli.
Öm segir að það verði að kalla
einhvem til ábyrgðar fyrir mistökin.
Sigmundur Guðbjamason, rektor
Háskólans, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að verkfræðistofu þeirri,
sem hefði haft eftirlit með byggingu
hússins, hefði verið falið að gera
úttekt á hönnunargöllunum, með til-
liti til þess hveijum bæri að bera
aukakostnað af lagfæringum á mis-
tökunum. Sigmundur segir að þegar
þeirri rannsókn verði lokið, sé skýr-
ara hvað þurfi að gera og hveijum
beri að borga brúsann.
Læknagarður er hannaður af emb-
ætti húsameistara ríkisins, en ýmsir
undirverktakar hafa einnig komið
nálægt hönnun lagnakerfis, loftræst-
ingar og fleiri atriða, að sögn há-
skólarektors.
RJÚPNAVEIÐIN er um helmingi
minni nú í haust en í fyrra, að
sögn Sverris Scheving Thor-
steinssonar, sem hefúr stundað
veiðarnar undanfarin 45 ár.
Hann segir því eðlilegt að verðið
hækki, það hljóti að lúta lögmáli
framboðs og eftirspurnar.
í Morgunblaðinu í gær sagði
Pétur Pétursson kaupmaður að
hann og fleiri kaupmenn byðu ekki
rjúpur vegna hins háa verðs, útsölu-
verð væri 675 krónur, og gaf Pétur
jafnframt í skyn að nóg væri af
rjupunm.
Sverrir hafnar því, þótt hann telji
ekki útilokað að til sé eitthvað af
ijúpu síðan í fyrra, en það er þá
gömul ijúpa, segir hann, og því
eðlilegt að hún sé seld á lægra verði
en ný.
Sverrir kveðst hafa kannað ræki-
lega hjá veiðimönnum um land allt
að undanförnu hvernig veiðin haf'
gengið. Segir hann reynslu þeirra
flestra vera á þá lund, að veiðin
nú sé 40% til 70% minni en í fyrra.
Hans eigin reynsla er á sömu lund.
Fyrir skömmu fór hann við þriðja
mann til ijúpna og fóru þeir um
nánast allan sunnanverðan Vest-
fjarðakjálkann. Veður var bjart og
aðstæður góðar, en eftirtekjan náði
ekki þremur ijúpum á mann á dag.
„Ég hef aldrei áður fengið jafn lítið
á jafn löngum tíma,“ segir Sverrir.
Hann bendir einnig á að ekki se
öll ijúpa á háu verði, þar sem í
Morgunblaðinu í gær var auglýst
að hún fengist á 430 krónur stykk-
ið í Miklagarði. „Við verðum hins
vegar að sætta okkur við að ijúpan
er nú einu sinni ijúpa, hún er
sveiflufugl og aldrei er hægt að
ákveða verð á henni fyrirfram, það
hlýtur að ráðast af því hve mikið
veiðist á hveijum.tíma."