Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 63 börn, sautján barnabörn og barna- barnabörnin eru orðin þrjú. Ég get ímyndað mér að Sveinn hefði sagt um mann sem stæði á endalokum slíkrar ævi: Hann hefur verið búinn með lífsgæðakvótann þessi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verða heimagangur á heimili Sveins og Siggu, minningarnar um samverustundirnar lifa alltaf og þau eru mörg heilræðin sem ég á frá Sveini Zöega, ég kem alltaf til með að minnast hans með hlýju og virð- ingu. Ég votta eftirlifandi ættingjum mína dýpstu samúð. Ragna Valdimarsdóttir Afi minn, Sveinn Zoéga, er lát- inn. Það er kominn tími til að kveðja hann. í mínum huga er ekki hægt að kveðja mann eins og hann. Ég á erfitt með það og svo hygg ég að sé með flesta þá sem honum hafa kynnst á æviskeiði hans. Þó er það huggun harmi gegn að hann hefur verið leystur frá þeim erfiða sjúkdómi sem hefur lnjáð hann síðustu átta árin. En minningarnar lifa og af þeim á ég margar, góðar minningar sem ég mun njóta um ókomin ár. Þó er það svo að við hin sem yngri erum kynnumst ekki þeim eldri fyrr en seint og lærum af sögum þau ár sem eru okkur hulin. Þær sögur er ég hef af afa lýsa honum á líkan hátt og ég kynn- ist honum í gegnum uppeldi mitt og af samvistum við hann. Hann lagði mikið kapp á að innræta mér heiðarleika, kurteisi og drengskap. Enda sem mikill Valsmaður var hann mjög hrifinn af séra Friðrik Friðrikssyni og hinum fjölmörgu heilræðum hans. Það var líka stund- um sem hann þurfti að minna mann á að það væri aðalmálið að vera með en ekki að vinna eftir tapleiki okkar liðs. Þá hætti manni til að kenna dómara leiksins eða ein- hveijum öðrum ytri aðstæðum um ófarirnar. Hann minnti mann á að til hvers leiks bæri að ganga með 'það í huga að gera sitt besta og koma drengilega fram. Nú ef leikur- inn tapaðist væri það engum öðrum að kenna en liðinu sjálfu, það þyrfti að gera betur næst. Það er ekki hægt að kenna öðrum um ófarir manns sjálfs. Einnig var það í sam- ræðum okkar hin síðari ár, er ég var farinn að taka þátt í pólitísku starfi, að hann ræddi oft nauðsyn þess að vera heiðarlegur í því starfi. I hans augum var þátttaka í pólitík leið til að auka hag og velferð þjóð- arinnar. í því starfí varð að hugsa um hag hennar en ekki skamm- vinnan einkagróða og persónuvin- sældir sem keypt væri með al- Kristín S. Steins- dóttir — Minning Fædd 6. febrúar 1913 Dáin 8. desember 1989 í dag fer fram útför frænku minnar, Kristínar S. Steinsdóttur, sem lést 8. desember sl. Kristín fæddist 6. febrúar 1913 á Seyðisfirði, yngri dóttir hjónanna Ingibjargar Andrésdóttur og Steins Guðmundssonar. Ung fluttist hún til Reykjavíkur og átti þar heimili hjá eldri systur sinni, Pálínu Steins- dóttur, og manni hennar, Karli Bjarnasyni. Þar átti hún athvarf þar til hún giftist Sverri Svendsen. Þau eignuðust eina dóttur, Ernu, sem dó ung, en áður átti Kristín Steinu Haraldsdóttur Williams, sem er búsett í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum og tveimur son- um. Mann sinn missti Kristín 1. desember 1980. Kristín var glæsileg kona og glaðlynd, sem hafði gaman af því að vera vel til höfð og snyrtileg og átti hún fallegt heimili sem bar vott um snyrtimennsku hennar í hvívetna. Kristín átti við langvarandi sjúk- dóm að stríða og undanfarin ár dvaldi hún á Hvítabandinu þar sem hún naut góðrar umönnunar starfs- fólks. mannafé. Enda varð manni það ljóst að hann hafði lítið álit á íslenskri pólitík. Vonandi tekst okkur ein- hvern daginn að breyta þvi á þann veg sem hann hefði viljað. Iðulega hef ég hin síðari ár sakn- að þess að geta ekki leitað til hans til að bera undir hann hugmyndir mínar eða áætlanir. Því ég átti ætíð von á góðum ráðleggingum frá hans hendi. En lífinu ráðum við ekki og fáum lítið að gert til að breyta orðnum hlut. Nú eru það minningarnar sem ég verð að leita til og bera undir þær hvort afi hefði viljað hafa þetta svona eða á annan hátt. Það er mikil reynsla og þekk- ing sem hann reyndi að miðla mér þann tíma sem við áttum saman. Hvort mér tekst að hagnýta mér það er annað mál sem tíminn einn getur leitt í ljós. En minningin mun verða mér leiðarljós. Minning um hlýjan, góðan afa sem gaf mér mikið. Það vil ég þakka honum. Þessum orðum er ekki hægt að ljúka án þess að færa starfsfólki öldrunardeildar Landspítalans í Hátúni lOb þakkir. Það fólk hefur sýnt það með umhyggju sinni og alúð við sjúklinga sína hversu hæft það er. Maður hefur það á tilfinn- ingunni að það fólk sé ekki að vinna til að afla fjár, heldur eingöngu til að hugsa um sjúklinga, slík er alúð- in og umhyggjan. Sveinn Guðmundsson Ég kveð frænku með þakklæti og hlýju. Blessuð sé minning hennar. Kristín S. Jensdóttir Auglýsing Römerpottarnir aftur fáanlegir á íslandi Hver man ekki eftir góðu steikinni úr Römerpottinum hennar mömmu? Nú eru þessir skemmti- legu leirpottar aftur fáanlegir, sem voru svo vinsælir hér áður fyrr, að þeir voru til á nær hveiju heim- ili. Römerpottarnir voru notaðir af Rómveijum til forna til að mat- reiða í kjöt og grænmeti. Þessir pottar ruddu sér síðan til rúms í Þýskalandi á miðöldum og hafa verið ákaflega vinsælir þar æ síðan. Fallega fornar skreytingar á pottunum. Leyndardómurinn við Römerpott- inn er að hann er lagður í bleyti áður en maturinn er settur í hann. Leirinn dregur til sín vökva. Þessi vökvi. myndar síðan gufu innan í pottinum og er það hún, sem síðan matreiðir kjötið á svo gómsætan hátt. Ef óskað er eftir bragðsterkri skorpu á kjötið, er lokið tekið af pottinum áður en matreiðslu er lokið. Pottarnir fást í 3 stærðum. Minnsta gerðin er fyrir 2-4 og kostar hún. 1.190,-. Miðgerðin er fyrir 2-6 en hún kostar 1.590,-. Stærsta gerðin er fyrir 4-8 og kostar hún 2.290,-. Það eru fleiri kostir við Römerpott- ana. Má þar nefna að ofninn er hreinn að innan eftir að búið er að matreiða í honum og hægt ér að láta matinn standa lengi í pott- inum og helst hann þá vel heitur. Mjög góðar leiðbeiningar á íslensku fylgja pottunum. Þá fylgja meira en 20 uppskriftir, sem stað- færðar eru af Dröfn H. Farestveit, hússtjórnarkennara, svo engum á nú að vera að vanbúnaði að fá matinn eins og hann var hjá henni mömmu. Hér er ein af uppskriftunum: Myntukryddað lambakjöt Ca l*/4 kg lambsbógur lA Itr. vatn salt, mynta 4-5 msk. hveiti 50 gr. smjör eða smjörlíki, edik, sykur. Þessi réttur smakkast best ef not- uð eru fersk myntublöð, en einnig má nota þurrkuð myntublöð. Þekið lambsbóginn með myntublöðum og setjið hann í rakan Römerpottinn. Steikið við 220° í ca 2 tíma. Jaf- nið sósuna með smjörbollu (þ.e. smjör og hveiti blandað saman og sett í sjóðandi vökvann) og bragð- bætið með fínklipptri myntu, ediki og sykri. Berið fram með soðnum eða bökuðum kartöflum. Römerpottarnir fást meðal annars hjá Hágkaup, Kringlunni og Akur- eyri, og Einar Farestveit & Co hf., Borgartúni 28, sém flytur þá inn og veitir faglega ráðgjöf um meðferð og matreiðslu í pottunum. hljómplöf ur, kassettur, geisladiskar hjá okkur færðu plöturnar á betra verði en þú átt að venjast. Á tilboðsmarkaðinum eru allar íslensku og erlendu hljómplöturnar svo og kassettur og geisladiskar. :|9ln93vnni>fn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.