Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 29 hugtök að ræða og í senn raunhæf sem afstæð. Markmið Heimilisiðnaðarfé- lagsins er sem sagt að rækta til- finninguna fyrir fornum menning- ararfi og tengja hann nútiðinni, og fyrir þá einu hugsjón ber að I taka hattinn ofan fyrir því fram- sýna fólki. Það hefur mikið að segja að I gera hversdagslífið skapandi og hlutina lifandi í kringum okkur, í stað þess að menn séu þrælar staðlaðrar mötunar. Og þegar nýj- ungarnar eru einnig orðnar staðl- aðar og sumt í núlistum að mötun og akademisma, þá er manni nóg boðið. Það skiptir bókstaflega engu er svo er komið, hvað menn gera, sé það gætt lífsneista og það er það, sem gildir. Og kannski er það hið eina, sem er nútímalegt í nútíman- um .. . Tímarit Heimilisiðnaðarfélags- ins er fjölbreytt að vanda og er hér ekki um neina einstefnu að ræða. í þvi er t.d. athyglisverð grein eftir dr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum um tákn og liti í kirkjulist fyrr og nú. Það er og hárrétt hjá honum, að áhugi manna fyrir fornum táknum hefur aukist mjög meðal listamanna á síðari tímum. Þá er ung veflistar- kona, Ólöf Einarsdóttir, kynnt, en hún hefur ótakmarkaðan áhuga á nýjum aðferðum í myndvefnaði. Sigríður Halldórsdóttir kynnir „Hulduhyrnu“, en slikt pijón verð- ' ur að telja með æðri heimilislistum og svo er almenn heimilislist kynnt. Þá ber að vekja athygli á upplýsandi erindi, sem Frederik Christensen, skólastjóri heimili- siðnaðarskólans í Kerteminde, flutti á 20. heimilisiðnaðarþinginu í Sunne,- Svíþjóð, en það er birt i heild í blaðinu og ber yfirskriftina „Myndugleiki hversdagslifsins". Einnig er hermt frá sjálfu þinginu. Þá er minnst tveggja mætra félaga og brautryðjenda í heimili- siðnaði, er létust á sl. ári, þeirra Stefáns Jónssonar arkitekts, og Huldu Árnýjar Stefánsdóttur, fyrrum skólastjóra Húsmæðra- skólans á Blönduósi. Annars er of langt mál að telja það upp lið fyrir lið, sem ritið inni- heldur, en nefna ber þá, sem hafa veg og vanda af efni blaðsins, sém eru þau Gréta Þ. Pálsdóttir, Jakob- ína Guðmundsdóttir. Rúna Gísla- dóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Þórir Sigurðsson. Þetta er rit, sem marga varðar og einkum þá, sem vilja vera vel að sér í íslenzkri menningu og nútímalegir um leið. Tækifærisræður Bókmenntir Erlendur Jónsson Finnbogi Guðmundsson: OG ENN MÆLTI HANN. 141 bls. Skuggsjá. 1989. Finnbogi Guðmundsson er ræðumaður af gamla skólanum, ■stendur upp við hátíðleg tækifæri, vitnar í fornar bókmenntir og legg- ur út af spaklegum ummælum eða minnisstæðum dæmisögum. Tilef- nið þarf ekki að vera stórt, t.d. var Þingvallaspjall »flutt í Skógar- koti í Þingvallasveit í beijaferð Rótarýklúbbs Reykjavíkur 9. I ágúst 1986.« Fleiri erindi eru þarna sem höfundur hefur flutt yfir Rótarýfélögum. Útvarpshlust- j endur fengu líka að heyra frá Al- baníuferð. Ennfremur er þarna »ræða flutt í brúðkaupi«. Finnbogi er maður hógvær og slær ekki um sig með neinu geisl- andi »andríki« né fyndnihjali. Þetta eru ræður eins og forstands- menn héldu á árum áður, ekki nauðsynlega til að upphefja sjálfa sig né leiða áheyrendur í einhvern tiltekinn sannleika heldur til að heíja andartakið i æðra veldi — hvert svo sem tilefnið nú var — lyfta stað og stund, þar sem fólk kom saman, yfir flatneskju hvers- dagsleikans. Sjaldan fóru sögur af að menn létu þess háttar á þrykk út ganga. Því má spyija hvort ástæða sé til að gefa svona | nokkuð úti Getur ræða, sem flutt er i einkasamkvæmi, átt erindi til alþjóðar? Eða gefur það orðum | þessa tiltekna höfundar aukið vægi að hann er landsbókavörður? Spurningum þessum má svara bæði játandi og neitandi. Víst sem- ur maður öðruvísi það sem hann ætlar að flytja í heyranda hljóði t 1 en hittf sem gágngert er ætlað til Finnbogi Guðmundsson birtingar á prenti. Þessa kann stundum að gæta í erindum Finn- boga. En Finnbogi er maður sem veit -hvað hann er að segja. Og hann byggir erindi sín vel upp sam- kvæmt þeirri forskrift sem hann hefur tamið sér. Hávaðamaður er hann enginn og stílbrögð notar hann ekki til að auka áhrifamátt orða sinna. Þau verða því að standa eða falla með sínum efnis- lega bakgrunni. Ræður þessar sýnast því eiga fullt svo brýnt er- indi á prent sem margt annað er út er gefið. Þó ræðumennska sé ekki í þvílíkum metum nú á dögum sem forðum verður mikið að breytast áður en niður leggst sú ævagamla hefð að rísa úr sæti og ávarpa »heiðraða samkomu« eða »góða veislugesti« með nokkrum vel völdum orðum. Ræðuformið lifir þrátt fyrir allt. EVA LUNA EFTIR ISABEL ALLENDE er saga af ógleymanlegu fólki, kostulegum uppátækjum þess, ástum og sorgum. Eva Luna missir ung móður sína, er þá komið fyrir hjá ókunnugum og lendir brátt í æsilegum atburðum í tengslum við stjórnmálabaráttu í heimalandinu. í þessari bók sitja frásagnargleðin, fyndnin og persónusköpunin í fyrirrúmi. BÖRN ARBATS EFTIR ANATOLI RYBAKOV er áhrifamikil skáldsaga um líf ungs fólks á myrku tímabili í sovéskri sögu, hugsjónir þess, ástir og fjötra. Eftir 20 ár var banni við útgáfu hennar aflétt í Sovétríkjunum og hefur hún síðan farið sigurför um heiminn. Höfundur er verðugur fulltrúi hinnar miklu rússnesku skáldsögu, sver sig í ætt við meistara hennar Dostojevskí og Tolstoj. og menning Síðumúla 7-9. Simi 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.