Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 67
MORGUKBLADIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER, 1989 mannkærleika og menningar, sem vildi stuðla að sáttum með reisn, og þannig rak hann einnig embætti sitt. Það er hveijum manni hollt að kynn- ast við slíkan mannkostamann sem Björgvin Bjarnason var. Eftirlifandi eiginkona Björgvins Bjarnasonar er Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, en þau gengu í hjóna- band hinn 8. júlí 1944. Böm þeirra eru þijú: Svanhildur Dýrleif, f. 25. maí 1945, Anna Halla, f. 5 apríl 1947 og Bjami Guðmundur, f. 1. febrúar 1951. Við félagar í Lionsklúbbi Akra- ness þökkum Björgvini Bjamasyni samfylgdina og biðjum algóðan Guð að lina sorg aðstandenda. Lionsklúbbur Akraness Björgvin Bjarnason, fyrrverandi bæjarfógeti á Akranesi, lést 10. des- ember sl. Hann fæddist í Vík í Mýrd- al 12. júlí 1915. Foreldrar hans voru Bjami Kjartansson, síðar forstj. Áfengisverslunar ríkisins á Siglufirði og kona hans, Svanhildur Einars- dóttir. Björgvin varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands lýðveldisárið 1944. Að námi loknu stundaði Björgvin fyrst um sinn málflutningsstörf á Siglufirði og var jafnframt kennari við gagnfræðaskólann þar. Hann var ráðinn bæjarstjóri á Sauðárkróki 1947 og gegndi því starfi uns hann var skipaður sýslumaður Stranda- sýslu í ársbyijun 1958. Því embætti gegndi hann í 10 ár eða þar til hann var skipaður sýslumaður í ísafjarð- arsýslum og bæjarfógeti á ísafirði síðla árs 1968. Hann var skipaður bæjarfógeti á Akranesi frá október 1973 og gegndi því embætti þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir á árinu 1985. Björgvin var sam- viskusamur og vandvirkur embætt- ismaður og gegndi embættum sínum af einstakri trúmennsku. Björgvin lét sig félagsmál varða. Meðal annars var hann formaður skólanefndar Hólmavíkurskóla með- an hann starfaði á Ströndum. Hann var kosinn í yfirkjörstjórn Vest- flarðakjördæmis 1959 og í stjórn Brunabótafélags íslands 1961. Hann gegndi einnig trúnaðarstörfum inn- an vébanda stéttar sinnar og var m.a. formaður Dómarafélags íslands 1972-1973. Ég hef fyrir satt að persónuleiki hans, trúmennska, sam- viskusemi og vandvirkni hafi ekki síður komið fram í þessum félags- störfum hans en öðrum störfum. Traustleiki og prúðmannlegt fas einkenndi Björgvin öðru fremur hvar sem hann fór. Hann var félagslyndur og mannblendinn og kunni að gleðj- ast með glöðum, taka í spil, renna fyrir lax og silung o.m.fl. Hann hafði yndi af góðri tónlist og var ágætur söngmaður og tók fram eftir aldri þátt í kórstarfí. Hann var víðlesinn og kunni frá mörgu að segja, bæði úr sögu lands og þjóðar og ekki síður frá mönnum og málefnum fyiT og nú og var oft lærdómsríkt að hlýða á Björgvin segja frá. Björgvin var góður félagi, vin- gjamlegur og hlýr, vammlaus og góður drengur. Nu sakna félagar hans og frændur vinar í stað, en hugga sig við þá vissu að dauðinn var honum ávinningur að loknu löngu og erfiðu veikindástríði, sem hann bar af karlmennsku og æðm- leysi, sem gjarnan einkennir þá, sem lifað hafa vel, sáttir við guð og menn. Eftirlifandi eiginkona Björgvins er Sigurbjörg Guðmundsdóttir, hin ágætasta kona. Hjónaband þeirra einkenndist af aðdáunarverðri sam- heldni og umhyggju hvors fyrir öðm. Sigurbjörg helgaði heimilinu alla tíð krafta sína og kom umhyggja henn- ar fyrir eiginmanninum vel í ljós í veikindum hans. Þau hjónin eignuð- ust þijú börn, Svanhildi Dýrleifi, búsetta á Sauðárkróki, Önnu Höllu, starfsmann Pósts og síma í Reykjavík og Bjama Guðmund, lög- mann á Egilsstöðum, áður skatt- stjóra Austurlandsumdæmis. Um leið og við hjónin vottum Sig- urbjörgu, börnum og barnabörnum þeirra hjóna innilega samúð okkar, þökkum við vináttu og tryggð frá fyrstu kynnum. Fyrir hönd Sýslu- mannafélags Islands votta ég að- standendum samúð og minningu hins látna heiðursmanns virðingu. Blessuð sé minning Björgvins Bjarnasonar. Rúnar Guðjónsson Allt að 12 mánaða greiðslukjör, - fyrsta afborgun á næsta ári. Leisurewise þrekhjólin fást á einstökum afborgunarkjörum. Visa og Euro korthafar geta nýtt sér raðgreiðslur og fengið Leisurewise þrekhjól á allt að 12 mánaða afborgunum. - Staðgreiðsluverð aðeins kr. 19.800. Afborgunarverð kr. 20.800. HÖFUM OPNAÐ GLÆSILEGA SÉRVERSLUN MED ÞREKHJÓL í HÚSI FRAMTÍÐAR, FAXAFENI 10 Við bjóðum margar gerðir þrekhjóla á verði frá kr. 14.980. Róðrarvélar frá kr. 7.800. Trimmgallar frá kr. 2.900. Landsins bestu greiðslukjör! Engin útborgun, eftirstöðvar til allt að 12 mánaða! Opnunartilbod á þessum róðrarvélum í dag og á morgun (meðan birgðir endast). Aðeins kr. 14.900,- stgr. 1 T Breska verslunarfélagið Faxafeni 10 - Húsi Framtíðar 108 Reykjavík Pöntunarsími: 91-82265 Leisurewise þrekhjólin eru búin ótol kostum: • Tölvu sem mælir m.a. hjartslátt, vegalengd og kalóríubrennslu. • Sætið er stillanlegt, stöðugt og mjúkt. • Átaksþyngdin er stillanleg. • Ólar yfir ristar. • Jöfn spyrna. • Plastpúðar verja gólfið. ÚTSÓLUSTADIR: Sportbúðin, Strandgötu 6, Akureyri / Kaupfélag Borgfirðinga, Borgamesi / BH búðin, Djúpavogi / Verslunin Blómsturvellir, Hellissandi / Vélsmiðjan Höfn, Homafirði / Kaup- félag Eyfirðinga, Hrísey / Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík / Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki / Sportbær, Selfossi / Sportvík, Dalvík/ Verslun Gests Fanndal, Siglufirði / Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli / Verslun Einars Guðfinnssonar, Bolungarvík / Verslunin Skógar, Egilsstöðum / Verslun Axel Ó., Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.