Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 12
eset .aaaMaaaa ,ði auoAauTaöa aiaAjaviuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989
íslensk orgelsmíði
________Tónlist___________
Jón Ásgeirsson
Ekki fer mikið fyrir hljóðfæra-
smíði í sögu íslenskrar tónlistar
og viðgerðir á þeim fáu hljóð-
færum sem fyrr á tímum voru
flutt til landsins, voru unnar af
mönnum sem lítið kunnu fyrir
sér um smíði hijóðfæra. Þegar
innflutningur á „harmoníum-
orgelum" hófst tóku ýmsir til við
smíði slíkra hljóðfæra en pípu-
orgel voru hins vegar mjög fá í
landinu og það er ekki fyrr en á
síðustu áratugum að slík orgel
eru sett upp í kirkjum utan helstu
þéttbýliskjama landsins.
Það vantar að rita sögu hljóð-
færasmíði á þessari öld, því þar
í er ýmislegt að finna og margir
merkir menn lagt hönd að verki,
bæði til viðgerða og það sem
ótrúlegra kann að virðast, við
smíði nýrra hljóðfæra og jafnvel
Ragnar Björnsson
uppfinninga nýrra hljóðfærateg-
unda. Þá er flökkusaga einstakra
hljóðfæra sérkennileg, sem vel
Barokktónleikar
Robyn Koh semballeikari og
Robin Canter óbóleikari stóðu
fyrir sérstæðum tónleikum í
Kristskirkju á föstudaginn var.
Á efnisskránni voru verk eftir
Handel, Couperin, Bach-feðgana
og D. Scarlatti. Robyn Koh lék
sónötu eftir C.P.E. Bach og þijár
æfingar eftir D. Scarlatti. Koh
hefur ágæta tækni er naut sín
einkar vel í einsþátta sónötunum
(æfingunum) eftir Scarlatti og
alveg sérstaklega í c-moll-sónö-
tunni (Kirkpatrick — 115), sem
var glæsilega útfærð.
Robin Canter er mikill óbóleik-
ari. Því miður heyrði undirritaður
ekki þá tónleika, þar sem hann
sýndi leikni sína á nútíma-óbó,
en á tónleikunum í Kristskirkju
lék hann á barokk-óbó verk eftir
Handel, Couperin og tvær g-
moll-sónötur eftir þá Bach feðga.
H-moll-sónatan sem þekkt er
fyrir flautu og sembal og talin
samin 1738 er til í eldri gerð, í
blokk-flautu og telja sagnfræð-
ingar, að sú gerð sé samin átta
árum fyrr en flautusónatan.
Nokkur munur er á þessum verk-
um, einkum er varðar sólórödd-
ina og hljómar þeim sem vanir
eru flautugerðinni sem eitthvað
vangert og hálfunnið. Canter er
mikill óbóleikari en hann átti
samt í erfiðleikum með sónötuna
eftir Johann Sebastían, einkum
í síðasta þættinum. Að leika á
barokk-óbó er líklega meira til
að sýna tónleikagestum söguna
með lifandi dæmum en að leika
tónverkin eins vel ög hægt er,
því hljóðfærið er mjög erfitt hvað
snertir tónstöðu og tæknileik,
miðað við óbóin í dag. Þetta kom
einkum fram í síðasta verkefninu
og víða í fyrri verkunum á ein-
staka tónum, sem trúlega er
mjög erfitt að leika með öðrum
hætti.
Samleikur Kohs og Canters
var á köflum góður, en samt er
eins og Koh hafi tilhneigingu til
að keyra verkin áfram, enda er
hún sérlega kraftmikill hljóð-
færaleikari.
mætti hafa af nokkra lestrar-
skemmtan, svo að þama er að
hafa bæði efni til fróðleiks og
gamans.
I dag starfa nokkrir kunnandi
menn um hljóðfærasmíði og einn
þeirra er Ketill Siguijónsson. Um
síðustu helgi var tekið í notkun
tíu radda pípuorgel sem hann
hefur hannað og smíðað. Orgelið
er fallegasta smíð en Nýi tónlist-
arskólinn festi kaup á þessum
íslenska smíðisgrip og það var
skólastjóri skólans, Ragnar
Bjömsson, orgelleikari, sem
vígði orgelið með nokkmm verk-
um eftir J.S. Bach og umritun
meistarans á a-moll konsertinum
eftir Vivaldi.
Fyrst á efnisskránni vora átta
sálmforleikir, sem allir tengjast
jólunum, þá tríósónatan í Es-dúr
og síðast a-moll konsertinn eftir
Vivaldi. Fyrir tónleikana fræddi
orgelsmiðurinn, Ketill Siguijóns-
son, áheyrendur lítillega um
hljóðfærið, formgerð og radd-
skipan, en af því sem áhugamað-
ur getur dæmt af hljóman orgels-
ins, er þetta gott hljóðfæri.
Leikur Ragnars Bjömssonar
var öraggur enda hefur hann
leikið þessi verk oft, bæði á tón-
leikum og við guðsþjónustur, þó
í flestum tilfellum hafi hann þá
leikið á stærri hljóðfæri. Sálm-
forleikimir era ótrúlega fjöl-
breytilegar tónsmíðar og þarna
gat að heyra Nun kommt der
Heiden Heiland, Gottes Sohn ist
kommen og Herr Gott nun sei
gepreiset, sem era aðventufor-
leikir, Puer natus, Der Tag, Von
Himmel hoch, Vom Himmel kam
og In dulci jubilo, sem era jóla-
forleikir og vora öll verkin fal-
lega útfærð. Sálmforleikirnir,
tríósónatan og a-moll konsertinn
era leikur með raddskipan en
ekki verk þar sem þruginn hljóm-
ur orgelsins er nýttur til fulls
og hefur Ragnar eflaust valið
verkin með hliðsjón af gerð og
hljómþoli orgelsins, sem naut sín
einkar vel í tríósónötunni.
Þó ekki færi mikið fyrir þess-
um tónleikum í fjölmiðlum var
þama um að ræða nokkurn við-
burð, sem vel mætti huga að og
styðja við til frekara framhalds.
Skáldsaga eftir
Þorvarð Helgason
ÚT ER komin ný skáldsaga eftir
Þorvarð Helgason, rithöfúnd,
„Svíða sands augu“, en hún ber
einnig undirtitilinn Eyðimerkur-
gangan. Útgefandi er Fjölva-
Vasaútgáfan.
I kynningu útgefanda segir m.a.:
„Skáldsaga Þorvarðar er sérkenni-
leg samtenging tilveruhugmynda
og táknræns merkingarmáls. Hún
gerist ef til vill úti í eyðimerkur-
sandinum undir brennandi hitabelt-
issól, þar sem hrikalegir atburðir
era á seyði í borgarastyijöld innan
hins nýfijálsa ríkis. En ef til vill
er þetta fyrst og fremst táknræn
lýsing á eyðimerkurgöngu mann-
kynsins.
Söguhetjan veltir stöðugt fyrir
sér við hinar ólíkustu aðstæður
spurningunni — Er ég eða ekki, —
en líka — Til hvers er ég eða ekki?
En í táknrænu munstri sögunnar
er þessi spurning einstaklingsins
líka spurning heilla þjóða, þar sem
svaladrykkur frelsisins verður gör-
óttur og eftir ákafa hríð virðist sög-
unni ljúka í vantrú og efa — lík
söguhetjunnar finnst illa leikið í
skurði við fjallveg í Suður-Ameríku,
en er það söguhetjan eða vonir
mannkynsins sem eru myrt?“
Þorvarður Helgason
Bókin er 216 blaðsíður að stærð.
Sigrid Valtingojer gerði kápumynd.
Hún er prentuð í Prentstofu G.
Benediktssonar og bundin í Amar-
felli.
Ljóðábók eftir Pjet-
ur Hafstein Lárusson
BÓKAÚTGÁFAN Iðunn helur
gefið út nýja ljóðabók eftir Pjet-
ur Hafstein Lárusson skáld, og
nefnist hún Bláknöttur dansar.
í kynningu Iðunnar segir: „Pjetur
hefur áður sent frá sér nokkrar
ljóðabækur. Hin nýja bók sýnir vax-
andi vald hans á myndríkum ljóðstíl.
Bókin skiptist í þrjá kafla. í hinum
fyrsta era átján Reykjavíkurljóð,
svipmyndir úr borginni. Þar skipt-
ast á skýrar myndir kunnuglegs
umhverfis annars vegar, með tilvís-
un til almæltra tíðinda, og hins
vegar einkalegar skynmyndir og
hugsýnir. í öðrum hluta eru nokkur
stutt ljóð, öguð og meitluð. í þriðja
hluta bókarinnar era sex svip-
myndir frá Café Norra Klara í
Stokkhólmi. Höfundur hefur búið
þar í borg síðustu ár. Pjetur Haf-
stein nær sér vel niðri í þessum ljóð-
Pjetur Hafstein Lárusson
um. í hrjúfum gripum hans má
heyra persónulegan tón og tjáning-
arhátt. Hér er á ferðinni skáld sem
kemur við lesandann."
Krn-
«9
taraa-
fatnaðar
T9erslunin
EmblA
‘féáú#Aéi£<í
Úrval af sœlgœti og konfekti.
Allt i jólamatinn.
Verslunin
Strandgötu 28, símar 50844 - 50159.
STRANDGATAN HAFNARFIRÐI
Verslun og þjónusta. Verið velkomin.
Miðbæjarsamtökin.