Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 30
30 G86i íiaaM38aa .si auoAauTsða fnaA.iavrin«(iM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 Þolir þjóðfélagið arðbæra útgerð? eftir Þorkel Helgason Lög um stjóm fiskveiða falla úr gildi í lok næstá árs. Fram eru komin drög að nýjum lögum. Ef þau komast til framkvæmda mun arður af auðlindum sjávar stórauk- ast. En verður það afdráttarlaust til þeirra almennu hagsbóta sem að er stefnt? Eða með öðrum orð- um: Þolir þjóðfélagið arðbæra út- gerð? Grein þessi fjallar um það hvernig bættur hagur útgerðar kann að koma öðrum atvinnugrein- um á vonarvöl ef hagstjóm er ekki beitt. Hverfa verður frá því að láta rekstrarskilyrði alls atvinnulífsins ráðast nær alfarið af afkomu í sjáv- arútvegi. Ella verður nýjum at- vinnugreinum skammra lífdaga auðið. Auðlindaskattur með hágengi Fiskimiðin em mesta auðsupp- spretta þjóðarinnar. Öllum ber hlut- deild í þessum auði. Um það er ekki deilt. Aftur á móti hefur arðin- um verið komið til skila á óhag- kvæman hátt. Beitt hefur verið gengisskráningu í því skyni. Gengi krónunnar hefur alla tíð verið skráð það hátt að hagnaði í sjávarútvegi sé í hóf stillt. Sjávarútvegurinn hefur þannig verið skattlagður með því að greiða honum í raun ekki fullt verð fyrir gjaldeyrisskil. Þetta er sá „auðlindaskattur" sem hefur verið lagður á sjávarútveg áratug- um saman. En innheimta skattsins hefur breyst í tímans rás. Allt fram á áttunda áratuginn fór hún fram með háum tollum, sem vom lagðir á vörar sem fluttar vom inn fyrir þann gjaldeyri sem útvegurinn afl- aði. En tollarnir vom ekki aðeins innheimtutæki. Þeir tryggðu inn- lendum samkeppnisiðnaði vernd sem vó á móti háu gengi. Alþjóðasamningar og breytt pólítísk viðhorf hafa gert þessa inn- heimtuleið ófæra. Auðlindaskattur- inn kemst nú til skila á tvennan hátt: Annars vegar fær ríkissjóður sinn skerf með háum söluskatti í stað tolltekna, en hins vegar hefur almenningur tekið þátt í skatt- heimtunni með ódýrari innkaupum á erlendum varningi og þjónustu en ella væri. Annmarkar á núverandi gjald- töku fyrir aðgang að fiskimiðunum em margvíslegir, en eiga allir rætur að rekja til tengsla gengis og af- komu í sjávarútvegi: — Innheimtuleiðin tryggir ekki lengur samkeppnisiðnaði sérstök skilyrði með tollvernd. Nú búa samkeppnisgreinar við sama gengi og sjávarútvegur. — Utflutningur hefur stóraukist frá blómaskeiði _ hágengis- og hátollakerfisins. A hann er einn- ig lagður „sjávarauðlindaskatt- ur“ í formi hás gengis. — Hagsveiflur eru úr hófi fram, þar sem allt mótast af afkomu sjávarútvegsins á hveijum tíma: Ari vel til sjávar versnar staða annarra atvinnugreina og öfugt. Skuldabaggi þjóðarínnar Alkunna er að þjóðin lifir um efni fram. Þetta kemur fram í tvennu: Þrálátum halla á ríkissjóði og á viðskiptum við útlönd. Þjóðin bindur sér æ þyngri skuldabagga sem velt er yfir á komandi kynslóð- ir. Þessu verður að linna. Auðlindaskattur í fonni hágengis á hér tvíþætta sök: Hann torveldar sókn til aukinna þjóðartekna og útflutnings, en ýtir þvert á móti undir innflutning og þar með óráðsíu. Þess vegna verður að hverfa frá núverandi gengisstefnu og skrá gengið út frá almennum sjónarmiðum og þá helst því að jöfn- uður sé á utanríkisviðskiptum. Þjóð- hagsstofnun hefur reiknað út að gengi hefði á árunum 1977-87 þurft að vera að meðaltali um 12% lægra en það var, þannig að viðskiptajöfn- uður hefði náðst. Veiðigjald í stað hágengis Gengisstefnunni verður því að breyta. En þá er óhjákvæmilegt að setja á vöflulaust auðlindagjald, veiðigjald í stað hins dulda auð- lindaskatts. Markmiðin með þessum umskipt- um em einkum þrjú: Að létta sjáv- arauðlindaskatti af öðmm atvinnu- vegum en þeim, sem nýta fiskimið- i > að draga úr hagsveiflum og að stöðva skuldasöfnun erlendis. Umskiptin leiða óhjákvæmilega til nokkurrar kjaraskerðingar, amk. í bráð, vegna þeirrar gengisfellingar sem þau fela í sér. Allt annað væri óraunsætt í ljósi síðast nefnda markmiðsins. Ef megináherslan er á hinn bóginn lögð á að styrkja samkeppnisstöðu atvinnuveganna, fremur en að minnka viðskiptahail- ann, má nota veiðigjaldið til að draga úr kjaraskerðingunni t.d. með því að lækka söluskatt eða réttara sagt virðisaukaskatt. Samhengi veiðigjalds, gengis og söluskatts Greinarhöfundur hefur gert út- reikninga á samspili gengis og Þorkell Helgason „Grein þessi fjallar um það hvernig- bættur hagur útgerðar kann að koma öðrum at- vinnugreinum á vonar- völ ef hagstjórn er ekki beitt.“ veiðigjalds. Þeir sýna að veiðarnar gætu staðið undir veiðigjaldi sem næmi 11% af aflaverðmæti. Þá er jafnframt miðað við að gengið hafi verið lækkað um 12% eins og áður segir. Heildarafkoma veiða og vinnslu myndi ekki breytast við slík umskipti. Aftur á móti batnaði sam- keppnisstaða þeirra atvinnugreina, sem selja afurðir sínar erlendis eða á opnum innlendum markaði. Þetta á einnig við um fiskvinnsluna, enda á hún í samkeppni við erlenda fisk- kaupendur um hráefni. Mælt í er- lendum gjaldeyri gæti vinnslan boð- ið um 7% hærra fiskverð eftir breyt- ingamar. Veiðigjald af þessu umfangi gæti gert ríkissjóði kleift að lækka virðis- aukaskattinn um 4 'A prósentustig, en áform era um að hann verði 26%. Þannig ætti að vera vanda- laust að halda honum óbreyttum í 22% eins og upphaflega var ráð- gert. En vissulega \ æri æskilegra að nota hann alfarið til að bæta stöðu ríkissjóðs og draga þar með úr viðskiptahalla. Ofangreint hlutfall veiðigjalds er einungis meðalgildi. í reynd gæti gjaldið verið mismunandi eftir fisk- tegundum og auk þess tekið breyt- ingum frá ári til árs. Þannig yrði veiðigjald öflugt sveiflujöfnunar- tæki í sjávarútvegi og þá um leið forsenda þess að unnt sé að taka upp stöðugra gengi en verið hefur. Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi niðurstöður útreikning- anna. Itarlegri greinargerð birtist í 46. og 47. tölublaði þéssa árgangs af vikuritinu Vísbendingu. Umbætur í sjávarútvegi Alkunna er að fiskistofnar hafa lengið verið ofveiddir og allt of miklu kostað til að draga fisk á land. Margvíslegar athuganir hafa verið gerðar á því, hvaða hags- bótum væri unnt að ná með fisk- veiðistjórnun sem leiddi til minni skipastóls og stærri stofna. Niður- stöðurnar sýna að minnka megi flotann um fjórðung hið minnsta og auka jafnframt aflaverðmæti amk. um 10% miðað við meðalafla liðinna ára. Auðvitað næðist þettæ ekki í einu vetfangi heldur tæki það allnokkurt árabil. En þyldi íslenskt atvinnulíf slíkar umbætur í sjávarútvegi? Engan veginn að óbreyttri efnahagsstéfnu. Ef farin yrði sú hefðbundna leið að ná til aukins auðlindaarðs með gengisskráningunni einni saman, þyrfti nefnilega að hækka gengið a.m.k. um fjórðung í tímans rás. Viðskiptajöfnuðurinn færi þá allur úr böndunum, nema þá að víðtækt atvinnuleysi með tilheyrandi sam- drætti í neyslu vægi á móti. Eða hvaða atvinnugrein (nema fiskveið- arnar) þyldi fjórðungs hækkun gengis? Fiskvinnslan flyttist trúlega úr landinu þar sem hún yrði að krefjast 10-15% lækkunar fisk- Lögin eftirAstvald * Astvaldsson Stundum er sagt sem svo að eðlilegt sé að námsmenn taki á sig kjaraskerðingu þegar illa árar. Áð- ur en hægt er að taka afstöðu til þessarar fullyrðingar verður að liggja fyrir mat á'því hver staðan í kjaramálum námsmanna er. Námsmenn urðu að -sætta sig við verulega kjaraskerðingu í byijun ársins 1986 og það er ekki fyrr en á þessu ári að leiðrétting hefur fengist. í febrúar síðastliðnum skrifuðu námsmenn í góðri trú und- ir samkomulag við menntamálaráð- herra þar sem þeir féllust á að meira tillit yrði tekið til tekna við útreikning námslána til að gera honum auðveldara um vik að standa við lög um lánasjóðinn. í 3. grein þeirra segir að upphæð námslána skuli „nægja hveijum námsmanni til að standa straum af eðlilegum náms- og framfærslukostnaði...“ Þegar skerðingin kom til fram- kvæmda fyrir nær fjómm ámm vom námslán til einstaklinga hér í London 492 pund á mánuði og lækkuðu á einni nóttu í 435 pund. Eftir leiðréttinguna 1. september síðastliðinn era námslán til einstakl- inga orðin 570 pund, en ættu að vera rúm 600 pund, ef tekið er mið af hver þau vom fyrir skerðinguna 1986 og þeirrar verðbólgu á þessu fjögurra ára tímabili (22%) sem við- urkennd er af stjómvöldum hér. Þá er horft fram hjá því að húsa- leiga, sem í flestum tilvikum er einn stærsti liðurinn í útgjöldum náms- manna, allt að helmingur námsláns- ins nú, hefur hækkað að meðaltali ígildi um að minnsta kosti 50% á þessum tíma. Óvissa námsmanna Nú nokkrum vikum áður en síðustu endurbæturnar, sem um var samið, áttu að koma til fram- kvæmda tilkynnir menntamálaráð- herra að af því geti vart orðið. Það má nærri geta hver áhrif það hefur & námsmenn í miðjum prófum að heyra öllum útreikningum þeirra á afkomu þessa vetrar kollvarpað me_ð þessum hætti. íslenska námslánakerfið er í grandvallaratriðum gott og helsti gallinn er sá að það hefur verið bitbein misviturra stjómmála- manna í atkvæðaleit. Námsmenn vita því aldrei hvað þeirra bíður þegar stjómarskipti verða í landinu. Benda má á, að þeir sem hófu nám eftir 1976, þegar verðtrygging var tekin upp á námslán, munu samkvæmt útreikningum Lánasjóðs íslenskra námsmanna, greiða að meðaltali 83-86%, af því sem þeir fá lánað, til baka og fiestir greiða lán sín að fullu. Þetta sama unga fólk verður að greiða raunvexti af húsnæðislánum til að koma yfir sig þaki þegar námi lýkur, öfugt við það sem var á 7. og 8. áratugnum þegar óðaverðbólga sá um að gera bæði námslán og önnur lán að engu á stuttum tíma. Við sitjum líka uppi með erlendu lánin sem tekin vora til að standa straum af óráðs- íunni. Okkar meginkrafa er því sú að LIN fái að starfa í friði sam- kvæmt þeim lögum sem um sjóðinn gilda og honum verði séð fyrir því fé sem á þarf að halda til að svo geti verið. Þeim peningum er betur varið en margri krónunni sem úr Ástvaldur Ástvaldsson „Nú nokkrum vikum áður en síðustu endur- bæturnar, sem um var samið, áttu að koma til framkvæmda tilkynnir menntamálaráðherra að af því geti vart orð- ið. Það má nærri geta hver áhrif það hefiir á námsmenn í miðjum prófiim að heyra öllum útreikningum þeirra á afkomu þessa vetrar kollvarpað með þessum hætti.“ ríkissjóði er eytt, og þeir eiga eftir að skila sér margfalt til baka þegar upp er staðið. Gamall útreikningnr framfærslukostnaðar Það hefur verið Ijóst all lengi að framfærslu'grunnur sá sem farið er eftir við útreikning námslána er löngu úreltur enda var hann áætlað- ur árið 1974. Þetta hefur leitt til þess að afkoma námsmanna er mjög mismunandi eftir löndum, og jafnvel eftir borgum og svæðum í sama landinu. Af þessum sökum tók SÍNE-deildin í London á sig rögg fyrir um einu og hálfu ári og gerði könnun til þess að komast að því hvernig námsmönnum gengi að láta enda ná saman. Niðurstöður vom þær að yfirgnæfandi meirhluti þeirra sem svömðu vom langan veg frá því að geta lifað á því sem þeir fengu frá LÍN. Könnunin var send stjórn Lánasjóðs íslenskra náms- manna fyrir rúmu ári og hefur dag- að þar uppi. Þvílíkur virðingarskort- ur við námsmenn er í alla staði óviðunandi og á meðan ekki er kom- ið til móts við okkur, í það minnsta til að endurskoða og leiðrétta þann gmndvöll sem námslánin eru reikn- uð eftir, þá emm við ekki tilbúin til að sætta okkur við frekari skerð- ingar á okkar högum. Ekki lánað að fullu fyrir skólagjöldum Nú er svo. komið að fólk í fyrri- hlutanámi hér í London þarf að greiða skólagjöld úr eigin vasa upp á rúmlega 1.500 pund! Erþað vegna gamalla reglna LÍN um að há- markslán til skólagjalda í Bretlandi sé 3.310 pund á ári. Keglur þessar hafa ekki fengist endurskoðaðar í takt við hækkun skólagjalda á Bret- landi. Það sem upp á vantar verða námsmenn að taka af framfærslu- láni sem er þegar of lágt og niður- staðan er sú að þeir sem best eru settir, þ.e. þeir sem era svo heppn- ir að hafa komist inn á garða (hjóna- og barnafólk kemur ekki til greina þar), ná að greiða fyrir mat og húsnæði þegar best lætur. Það em engir peningar eftir til fata- kaupa, ferða innan borgarinnar, né annarra nauðþurfta, svo ekki sé nú talað um menningarlífs eða skemmtana. Við námsmenn viljum benda á það að um er að ræða lán til greiðslu skólagjalda, en ekki styrki. Það er nauðsynlegt fyrir okkur ís- lendinga að sækja mikið af okkar menntun erlendis vegna smæðar okkar og takmarkaðra möguleika á að veita breiða framhaldsmenntun við Háskóla íslands. Við höfum verið svo óheppin að örfá lönd hafa tekið upp þann ósið að krefjast skólagjalda, ekki eingöngu af út- lendingum, heldur einnig af eigin þegnum. Þetta breytir hins vegar ekki því að flest sú menntun sem við þurfum að sækja erlendis er ókeypis. En við getum heldur ekki sagt við þá sem hafa fundið nám við sitt hæfi í landi þar sem skóla- gjöld þarf að greiða: „Nei góði, þú verður að fara eitthvert annað,“ eða jafnvel „læra eitthvað annað“. Nám kostar peninga, einnig nám við Háskóla íslands, þótt engum (von- andi) hafi dottið í hug sú fásinna að fara að láta námsmenn borga skólagjöld þar. Við veitum þá menntun sem hægt er að veita á Islandi ókeypis í samræmi við þá hugsjón að allir eigi að eiga jafnan rétt til náms. Námsmenn hér í London fara því fram á lögin í gildi; að okkur verði lánað fyrir fram- færslukostnaði, eins og hann telst vera samkvæmt bestu manna vit- und, og að réttur okkar til að fá lán fyrir greiðslu skólagjalda, án þess að vera refsað með óbærilegri skuldabyrði að námi loknu, verði virtur. Höfundur er við doktorsnám í Liíndúhum. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.