Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 55 % » » » Í á jörð- unni, eða það sem er í himn- unum, eftir að hafa samið frið með blóðinu, úthelltu á krossi hans.“ Kól.l,19-20. Jesús Kristur er friðþæging fyrir syndir okkar. Friðþægingin felur í sér, að Guð hefur gjört okkur synd- urunum kleift að verða Guðs börn þrátt fyrir allt það, sem skildi okk- ur frá Guði. Við getum ekki skilið leyndardóm friðþægingarinnar. Kristur gerði synd alls heimsins að sinni synd. Hann bar hana upp á krossinn, þar sem Hann þjáðist vegna hennar og tók á sig allar afleiðingar þess, sem við mennirnir höfðum af okkur brotið. í persónu Jesú Krists mættist það, sem engin leið er að sameina: Guð og hið illa. Þetta olli fórnardauða Hans, en varð um leið friðþæging fyrir synd- ina. Guð hefur í Kristi sætt heiminn við sig: Þetta er gjaldið sem greiða varð til þess að við eignuðumst aðgang að Guði. Syndin skapaði gjá milli mannsins og Guðs, kross- inn hefur brúað þá gjá. Krossinn lýsir best kærleika Guðs, til okkar mannanna. Það nægði ekki að Son- ur Guðs tók á sig mannlegt hold, „Hann var gjörður að synd vor vegna“ á krossinum á Golgata, okkar vegna, svo dýrt var gjaldið sem greiða þurfti okkur til hjálp- ræðis. Krossinn er skilyrðislaus dómur Guðs yfir sérhverri tilraun okkar mannanna til að frelsa okkur sjálf. Engin trúarleg athöfn eða góð verk af okkar hálfu geta gert okkur verðug fyrirgefningar. Aðeins við krossinn er hjálpræði að finna. Austurlensk trúarbrögð eða dul- speki bjarga manninum ekki, þau leiða aðeins frá Guði en ekki til Hans. Það er margur sem í dag gerir sér enga grein fyrir þeim grundvallarmun sem er á fagnaðar- erindi kristindómsins og austur- lenskum trúarbrögðum. En það má fullyrða að það er engin leið að samræma þetta tvennt. Reyndar hafa menn reynt það en úr verður skopstæling kristindómsins, og slíkt er ekki hægt að samræma krossi Krists. Hann dó til þess að frið- þægja fyrir syndir okkar, af þeirri einföldu ástæðu, að við gátum það ekki sjálf. Hefðum við getað gert það, hefði friðþægingardauði Krists verið óþarfur. Það er lítilsvirðing við Krist að halda því fram að við hefðum getað frelsað okkur sjálf. Við getum ekki komist af án Jesú Krists. Páll postuli orðar það svo: „Ef til er réttlæting fyrir lögmál, þá hefur Kristur dáið til einskis." Gal.2,21. Þótt boðskapur krossins verði í margra augum, heimska eins og var á dögum postulanna, þá breytir það ekki gildi hans fyrir Guði, og okkur verður hann til hjálpræðis. Dauði Krists er gjaldið sem greiða þurfti til þess að við eignuðumst að nýju lífssamfélag við Guð. Aðeins fyrir trúna á Jesú Krist eignumst við lífið í Guði og Guðs- barnaréttinn. Hér koma engin greiðslukort til greina, við eigum ekkert til að greiða með. „Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt hólpinn verða.“ Ef við eigum trúna á Jesú mun okkur ekki verða vísað frá Guðsríkinu. Það mikilvæg- asta fyrir okkur er að eiga fullvissu þess, hvort trúin er í hjarta okkar eða ekki. Ef hún er ekki til staðar verður okkur vísað frá Guðsríki, og eigum eftir það engan möguleika. til að eignast borgararétt í því ríki, ef við höfnum Kristi og hjálpræðis- verki Hans í þessu lífi. Við eigum aðeins þetta eina líf til þess að undirbúa okkur fyrir það líf sem í vændum er. Hlýðum kalli Kristi. Mér er það ósegjanlega mikill heiður að játa þá trú að ég vænti endurkomu Jesú Krists. Hvenær hún á sér stað veit ég ekki fremur en aðrir menn, en Hann kemur. Látum ekki vísa okkur frá. Höfundur er verslunarmaður. Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 WpARMA PLAST ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640 VerÖ frá 2.2bU Hárblásari, 1200 w. Verð frá 1.159* Nuddtœki. Verö frá 2.775 RONNING Vöfflujám. Verð frá 4.390* Brauörist. Verð frá 2.997 Miðað við staðgreiðslu Við erum ekki bara hagstæóir... KRINGLAN ...viö erum betrt & 68 58 68 Heitar tilfinningar og ævistarí... ... er viðfangsefni Ingólfs Guðbrandssonar í Lífsspegli sínum. Hann segir frá dökkum og ljósum hliðum tilveru sinnar, fjallar um samferðafólk í viðskipta- og menningarlífi og ræðir af fyllstu einlægni um einkalíf sitt, trú, ást og tilfinningar. Ingólfur hefur valið sér óvenjulegar leiðir að settu marki í lífinu. Hann hefur ætíð verið á milli tannanna á fólki en í Lífsspegli kemur hann þjóðinni meira á óvart en nokkru sinni fyrr. Hreinskilið uppgjör hans gerir þessa ástríðufullu bók að öðru og meiru en venjulegri ævisögu. SÍÐUMÚLA 29 SlMI 6-88-300 HELGAÍELI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.