Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989
Tvær hljómsnældur
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Lesari: Heiðdís Norðfjörð.
Tónlist: Gunnar Gunnarsson.
Myndskreyting: Bjarni Jónsson.
Upptaka: Björn Sigmundsson.
Utgefandi: Hörpuútgáfan.
Kannske er það fyrst þá, er við
röltum inní kvöldhúm ævinnar með
spurnina: Hvað gafst mér fegurst
líf?, að okkur verður ljóst, hvers sá
fer á mis, sem ekki hefir setið á
rúmstokki barns og glímt þar við
gátur lífsins með því. Önn og erill
dagsins hefir kannske fært þér ver-
aldarauð gildan, mikinn, en hann er
þó þeirrar náttúru, að hann léttist
og endar í hismi einu sem golan feyk-
ir frá þér, þá þú, að leiðarlokum,
situr og skoðar gullin þín dýrust. Þá
eru það aðeins gjafir þínar til lífsins,
' fræ þín á vorvelli þess, sem nokkru
máli skipta, þær gjafir sem eru born-
ar í hjörtum móti morgnum nýrra
daga.
Til að hjálpa þér að eignast sann-
ar stundir réttir Hörpuútgáfan þér
hönd og segir: Eg skal leiða þig af
_stað. Og útgáfan sendir þér tvær
hljóðsnældur með ævintýrum fyrir
börn, svo undurfögrum, að þau munu
vekja þér þrá, til þess að kynnast
töfraheimi ævintýranna betur. Þetta
eru ekki hol „ævintýri" skemmtana-
iðnaðarins, heldur spekimál slípuð
og fáguð af hjartslætti kynslóðanna,
lesin á hrífandi hátt af Heiðdísi Norð-
fjörð.
Fyrri snældan nefnist Sögur fyrir
svefninn. Sjö ævintýr, áskorun til
bama um að leggja sig fram um að
ná taktstigi við grógeisla lífsins í
faðmi sköpunarinnar, sýna kærleik
manni og dýri. Launin eru sátt við
bijóst sitt, hamingjan. Lesarinn skýr-
ir það sem hann álítur ungum tor-
melt, og vaggar barninu síðan inn í
draumheim á bænavæng, þar sem
þakklætið fyrir lífið er undirtónninn.
Hins sakna eg, að aðeins í tvígang
er sagt, hvar þessar perlur, ævintýr-
in, eru slípuð og aldrei, hver snaraði
þeim á svo undur fagurt mál.
Síðari snældan eru Jólasögur. Sög-
urnar eru allar tengdar hinni helgu
nótt, lofsöngvar trúaðra sálna. Und-
ur, aldahvörf speglast í hugum
barna, þar sem kærleikur hefir enn
ekki verið rekinn á dyr. Þessi snælda
er flestum predikunum, er eg hefi
heyrt, fegri. En, sem á hinni fyrri
snældunni, sakna eg, hvaðan eru
þessar sögur komnar? Hver samdi
þær? Hver snaraði þeim á íslenzku?
Eg skora á útgáfuna að bæta hér
um, með greinargerð, því að spá mín
er, að margan muni fýsa að vita.
Þessar snældur verða spilaðar á
mörgum heimilum, ekki einu sinni,
heldur aftur og aftur til gleði og
þroska ungum börnum. Ungum börn-
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Herbjörg Wassmo:
Þögla herbergið
Hannes Sigfússon íslenskaði
Útg. Mál og menning 1989
Hér er á ferð önnur þriggja bóka
Herbjargar Wassmo unrstúlkukornið
Þóru sem elst upp á lítilli eyju undan
Noregsströnd. Hún býr við ástleysi
móðurinnar, illvilja umhverfisins
vegna uppruna síns og kynferðislega
áreitni stjúpföðurins. Þegar fyrstu
bók lauk hafði stjúpföðurnum verið
stungið inn fyrir íkveikju. Því er að
vænta að stúlkan litla geti jafnað
sig. Eða hvað.
Háskinn og öryggisleysi margra
ára verður þó varla þurrkað út. Aug-
Heiðdís Norðfjörð
um, sagði eg, ævintýrin sönnu eru
aldrei fyrir þau ein. Eg, gamlinginn,
naut þeirra vissulega líka, finnst
vorið leika um mig eftir.
Öll tæknivinna frábærlega vel
gerð.
Hafi útgáfan þökk fyrir, og mætt-
um við fá meira að heyra.
ljóslega er þeim mæðgum léttara um
hjartað, enda hefur stjúpfaðirinn
lamið konu sína eins og harðfisk.
En beiskja og þyngsli konunnar
verða ekki upprætt og angist telp-
unnar og sektarkennd veldur ókyrrð
í sálinni. Sektarkenndin kemur
sömuleiðis í veg fyrir að þær mæðg-
ur nái nokkurn tíma saman.
Samt rofar til smám saman og
það er líkt og Þóra upplifi óveðurs-
nóttina á eynni þegar náttúruöflin
svona allt að því ganga af vitinu.
Hún er í bráðri lífshættu um hríð
og nándin við þann háska verður
henni hreinsun, endurlausn að
mínum dómi. Risaskötunni tekst ekki
að ljósta hana. Samt er grunnt á
skelfingunni — þegar hún tekur að
sér heimili frænku sinnar ímyndar
hún sér eina stund að maður hennar
Inni í háskanum
Grallaraspóar
og- gott fólk
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Höfúndur: Guðjón Sveinsson.
Myndir og hönnun: Pétur Belir-
ens.
Prentun: Prentverk Odds Björns-
sonar.
Útgefandi: Bókaforlag Odds
Björnssonar.
Þetta eru 6 hrífandi sögur. Það
tengir þær ailar, hve undurhlýtt
höfundi er til bárna, þrá hans sterk
að styðja þau í klifinu upp þrosk-
ans, fjall, og því réttir hann þeim
aðeins þau gull, er hann telur feg-
urst. Það annað er sameiginlegt með
þeim öllum, hve fundvís hann er á
tilburði okkar við að sýnast menn,
alvara og glettni haldast í hendur.
Nú svo skulum við ekki gleyma
stíinum leikandi léttum, málið er
kjarnyrt og fagurt, hvetjum sem er
holi lesning. Já, hvetjum sem er, því
að grunur minn er, að fleirum gaml-
ingjum en mér, þyki þetta frábær
bók, þekki sjálf sig í myndum henn-
ar.
Fyrst segir af ungum dreng,
Kidda, sem komið hefir verið í sveit.
Honum er það mjög í mun að ná
hylli drengjanna á bænum. Hann
leggur sig allan fram, flaggar þekk-
ing er hann veit mesta, kynnum af
stjörnuhetjum kvikmynda. Það' end-
ist honum skammt, en þá áskotnast
honum 100 krónur, og fyrr en varir
Herbjörg Wassmo
sé ógnvaldurinn uppvakinn.
Þóra herðir sig upp og kemst að
heintan og í skóla, ekki þó fyrr en
stjúpfaðir hennar hefur svívirt hana
enn á ný með afdrifaríkum afleiðing-
um. Það veit hún ekki þá. Breyting-
in sem verður á henni er undurhæg.
Loks hefur hún að eigin dómi eign-
ast einhvern tilverurétt og finnur að
hún ræður við nýja félaga og þetta
umhverfi sem er í fyrstu svo fram-
andlegt. Þegat’ hún verður þess vísari
að hún er ófrísk eftir stjúpann hryn-
ur heimurinn nýi, en þó ekki nema
til hálfs og með einhveijum ráðum
skal hún krafsa sig út úr vandanum.
Sú mynd sem höfundur hóf með
„Húsið með blindu veröndinni" skýr-
ist og meitlast í „Þögla herbergið".
Skilningur hennar á viðbrögðum og
reynslu stúlkunnar er ótvíræður.
Sektarbyrðin er móður og dóttur
óbærileg, móðirin hefur að vísu látið
svínbeygja sig fyrir löngu og hún á
sér varla viðreisnar von. En það er
töggur í Þóru og hún mun sennilega
komast af.
Þýðing Hannesar Sigfússonar er
til sóma í orðsins bestu merkingu.
Hann nær stíl og stemmningu frum-
textans svo að unun er að lesa hann.
Ég heiti
ísbjörg
Ég er lj'
Ég heiti ísbjörg • Ég er ljón. Ung
stúlka situr í fangelsi fyrir morð
á ástmanni sínum. Á tólf
stundum rekur hún örlög sín
fyrir lögfræðingi.
í ritdómi í Morgunblaðinu
segir: „Vigdís reynir á þanþol
allra skilningarvita okkar í sögu
ísbjargar og skilur lesandann
eftir í miskunnarlausri óvissu.
í óvissu sem er full af grimmd
og fegurð.“