Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 31 Bókargjöf verðs, mælt í erlendri mynt, til þess að afkoma hennar héldist óbreytt. Eins og fyrr segir skilar bætt fiskveiðistjórnun ekki árangri í einni svipan. Gengishækkun sem fylgdi hefðbundinni hagstjórn, kæmi því fram smám saman. E.t.v. næmi hún um 1 til 2% á ári að jafn- aði, en með rykkjum og skrykkjum vegna sviptinga á árferði. Breyting- arnar á efnahagsumhverfi kæmu því án þess að eftir þeim yrði tek- ið. Einmitt þess vegna verður brejrtt hagstjórn að vera meðvitaður fylgi- fiskur umbóta í stjórn fiskveiða og það strax í upphafi. Einungis með því að taka upp veiðigjald væri unnt að komast hjá kollsteypum í hagkerfinu í kjölfar viðreisnar í sjávarútvegi. Veiði- gjaldið gæti samsvarað fjórðungi af aflaverðmæti eftir að árangur umbótanna hefði náðst. Þar er um þvílíkar fjárhæðir að ræða að unnt væri að lækka virðisaukaskatt um allt að því helming. Veiðigjald til viðreisnar Komast verður úr þeirri kreppu sem þjóðin er í. Þá er ekki verið að tala um stundarerfiðleika sem koma og fara, heldur þá misbresti í hagstjórn sem lýsa sér í því að nýjar atvinnugreinar eiga erfitt uppdráttar, sbr. örlög-ullariðnaðar, loðdýraræktar og laxeldis. Vandinn á sér að vísu margar rætur, en ein dýpsta meinsemdin felst í langvar- andi ofnýtingu fiskistofnanna með alltof stórum flota. Við henni verður að snúast með . bættri fiskveiði- stjórnun. Annar orsakavaldur kreppunnar er á hinn bóginn sá ægishjálmur sem sjávarútvegurinn ber, þrátt fyrir allt, yfir aðra at- vinnuvegi og gerir þeim ókleift að þrífast í því umhverfi sem honum nægir. Fyrirsögn þessa kafla er „Veiði- gjald til viðreisnar", en leggja má út af heitinu viðsnúnu: Viðreisn til veiðigjalds. Svo virðist sem umbæt- ur í efnahagsstjórn verði á tíu ára fresti. Þær hófust fyrir réttum þremur áratugum þegar viðreisnar- stjórnin svonefnda bylti grundvelli gengisskráningar pg afnam um leið innflutningshöft. Aratug síðar gekk ísland í Fríverslunarsamtök Evr- ópu, EFTA. Næsta skref var stigið fyrir áratug, þegar komið var á verðtryggingu fjárskuldbindinga og síðar markaðsvöxtum. Nú, í lok níunda áratugs aldarinnar, er biýn þörf á fjórða átakinu: Varanlegu aflakvótakerfi samhliða gjaidtöku fyrír veiðileyfi. Höfundur er prófessor við raunvísindadeild Háskóians. r >v S^mora/ AUÐSTILLT MORATEMP blöndunar- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. MORA sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. ríriaj ^ meiri ánægja^ eftirBjörg Magnúsdóttur Thoroddsen Fyrir nokkru var mér gefin bók eftir Matthías Johannessen, útgefin af Almenna bókafélaginu, undir nafninu:„Sól á heimsenda". Óefað varð hún mér meira virði þar sem hún var gefin mér undir þeim kringumstæðum sem þeir vissu sem gáfu. Þar sem bækur eru ekki aðeins skrifaðar fyrir gagnrýnendur, held- ur okkur upp og ofan lesendur, langar mig til að segja lítillega frá henni. Það streymirfrá henni sólræn hlýja, er ef til vill skrifuð í sólarlönd- um? Þú finnur að þú ert í góðum félagsskap meðan þú lest. Hún segir frá foreldrum sem ferðast með drenginn sinn, sem mér finnst ég sjá fyrir mér góðan og fallegan. Honum þykir vænt um dýrin og skilur ekki vonsku heims- ins, sem faðir hans vill gjarna hlífa honum við. Lofa saklausri barnssál- inni að eiga sinn fagra heim, þar til meiri þroski og snerpa sækja á til að takast á við lífið. „Allt hefur sinn tíma“, stendur þar. Móðirin er úr sveit, hefur nærst og þroskast af umhverfi sínu. Kannski líkist drengurinn henni, því „Þar sem bækur eru ekki aðeins skrifaðar fyrir gagnrýnendur, heldur okkur upp og ofan lesendur, langar mig til að segja lítillega frá henni.“ börnunum í sveitinni þykir vænt um dýrin. Ef til vill er hún meira á baksviðinu en hefur oft síðasta orð- ið og verður því þá ekki breytt. Bókin er skemmtileg og fróðleg. Það er ævinlega kostur góðrar bók- ar að miðla fróðleik í bland. Snjallt ráð hjá höfundi var að láta föðurinn taka valda kafla úr íslendingasög- unum og lesa fyrir soninn, hann veít sem er hve sterk áhrif það hefur. Faðirinn signir yfir drenginn sinn sofandi, eins og móðir hans haf'ði gert við hann og snart það mig djúpt. Og sannar það hið forn- kveðna, „Það ungur nemur, gamall temur“. Skyldu mæður hafa tíma til að lesa bænir með börnunum sínum í öllu tímahrakinu? Það er engu að síður hægt að kenna þeim að spjara sig þó hvorutveggja sé haft um hönd. Bænin gefur þeim öryggi undir svefninn. Eg.get ekki neitað því að nafn bókarinnar kom mér einkennilega fyirir sjónir, en það skýrist í bókar- lok. Vissulega fann ég fyrir því að eiga ekki „pennalipurð" blaða- mannsins og myndi ekki geta gert bókinni verðug skil, enda best að lesa bókina sjálfa. Höfundur er húsmóðir í Reykjavík. CORINIING ffl ZWILLING J.A.HENCKELS Kaffivélar. Verð frá kr. 2.935.- Brauðristar. Verð frá kr. 2.486,- Eldföst mót í settum.. Verð frá kr. 1.326.- Eldföst mót, stök. Verð frá kr. 971.- Stálpottar, 10 ára ábyrgð. Verðfrá kr. 1.819,- Steikarpönnur, 10 ára ábyrgð. Verðfrá kr. 2.790,- Hnífar, stakir. Verð frá kr. 608.- Hnífasett. Verð frá kr. 2.860,- HEPPILEGAR GJAFIR HJA ORMSSON! • Það er alltaf skemmtilegt að gefa gjafir. Ekki síst ef þær sameina notagildi og smekkvísi. Það er góður vitnisburður um þann sem gefur. • (verslun okkar að Lágmúla 9 er úrval af glæsilegri gjafavöru til heimilisins. Allt skínandi gæðamerki. • Þar finnurðu áreiðanlega gjöf sem hæfir tilefninu. Bræðurnir ORMSSON - hagsýni í heimilishaldi! BRÆÐURNIR PJORMSSONHF Lágmúla 9, sími 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.