Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 14
ar 14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 Dé Longhi djúp- steikingarpotturinn er byltingarkennd nýjung Verd adeins kr. 10.990,- stadgreiil Hallandi karfa, sem snýst me&an á steikingu stendur: • jafnari steiking • notar aðeins 1,2 Itr. af olíu í stað 3ja Itr. í venjulegum" pottum • styttri steikingartíma • 50% orkusparnaður DéLonghi erfallegur fy rirferbarlítill ogfljótur /FOnix HÁTÚNI 6A .SIMI (91)24420 Islenskar plötur: Bubbi er söluhæstur Sálin hans Jóns míns og Geirmundur Val- týsson fylgja á eftir SALA á íslenskum hljómplötum hefur gengpð afar vel fyrir þessi jól að sögn útgefenda, en alls hafa þrettán plötur náð gullsölu, 3.000 eintök, og sjö platínu, 7.500 eintök. Söluhæst er plata Bubba Morthens, en Sálin hans Jóns míns, Geirmundur Valtýsson og Ríó eru ekkí langt á eftir. Pétur Kristjánsson hjá Skífunni sagði að plötusalan hefði farið fram úr þeirra björtustu vonum. Hann sagði söluhæstu plötu útgáfunnar vera plötu Geirmundar Valtýssonar, sem selst hafi í rúmum 8.500 eintök- um, en á hæla hans kæmu Síðan skein sól og HLH-flokkurinn með 7.500 eintök hvor plata. Plata Brúðubílsins og jólaplata Björgvins Halldórssonar hafa selst í 3.000 ein- tökum, en aðrar plötur minna. Steinar Berg hjá Steinum hf. sagði sölu á íslenskum plötum með mesta móti, en söluhæsta plata hans fyrir- tækis er plata Sálarinnar hans Jóns míns, sem selst hefur í um 11.000 eintökum. Þar á eftir er plata Ríó sem selst hefur í um 8.500 eintökum. Plata Örvars Kristjánssonar hefur selst í um 4.000 eintökum og plötur Valgeirs Guðjónssonar og Nýdan- skrar hafa selst í 3.000 eintökum hver. Aðrar plötur hafa selst minna. Steinar sagði og að fyrirtækið hefði endurútgefið nokkrar gamlar jóla- plötur sem hefðu selst meira en nokk- ur átti von á. Geisli hf. gefur út eina plötu fyrir þessi jól, plötuna Nóttin langa með Bubba Morthens. Sú plata, sem Steinar dreifir, hefur selst í um 13.500 eintökum og er því söluhæsta platan seni stendur. < BG-útgáfan gefur út plötuna Rokklingarnir og hefur sú plata selst í um 8.500 eintökum. Myndin var tekin af kórum kirkjunnar, Bjöllukór og hljóðfæraleikurum, er jólamessa sjónvarpsins var tekin þar upp á dögunum. Helgihald í Bústaða- kirkju um jól og áramót Að venju verður fjölbreyttur tonhstarflutningur í Bustaða- kirkju jafnhliða messunum. Barnakór og Bjöllukór hafa verið stofiiaðir við kirkjuna og koma þeir fram í messunum. Hjónin Erla Vilhjálmsdóttir og Skúli Jóhannesson færðu kirkjunni bjöll- urnar að gjöf. Þetta er höfðingleg gjöf og sýnir velvilja og hug þeirra hjóna til kirkju sinnar. Á aðfangadag verður barna- messa klukkan 11.00 árdegis. Að- fangadagur er að þessu sinni 4. sunnudagur í aðventu og því verður fjórða kerti aðventukransins tendr- að í bamamessunni. Þar verða sungnir jólasöngvar og eru foreldr- ar hvattir til þátttöku með börnum sínum. Aðfangadagstónleikar verða klukkan 17.20. Þar koma fram kirkjukór, barnakór og Bjöllukór Bústaðakirkju ásamt einsöngvur- unum Guðrúnu Jónsdóttur, Ing- veldi Ólafsdóttur og Stefaníu Val- geirsdóttur. Klukkan 18.00 verður aftan- söngur. Þar leika á hljóðfæri Guð- rún Másdóttir á óbó, Kristín Lárus- dóttir á selló og Guðrún Jóna Sig- urðardóttir á flautu. Á jóladag verður hátíðarguðs- þjónusta klukkan 14.00. Kristín Sigtryggsdóttir syngur einsöng og feðgarnir Hafsteinn Guðmundsson og Gylfi Hafsteinsson leika á fag- ott og selló. Skírnarguðsþjónusta verður klukkan 15.30. Annan jóladag verður fjöl- skylduguðsþjónusta klukkan 14.00. Barnakór Bústaðakirkju leiðir sönginn ásamt félögum úr kirkjukórnum. Einsöngvari verður Sigríður Jónsdóttir og systur henn- ar, Þórhildur Halla og íma Þöll, leika á selló og fiðlu, Jólatrésskemmtun barnanna verður í safnaðarheimilinu fimmtu- dagin 28. desember klukkan 14.00. Á gamlársdag verður aftansöng- ur klukkan 18.00. Eiríkur Hreinn Helgason syngur einsöng og Guð- mundur Hafsteinsson leikur á trompet. Á nýjársdag verður hátíðarguðs- þjónusta klukkan 14.00. Ræðu- maður verður Sigmundur Guð- bjarnarson háskólarektor. Það er sérstakt gleðiefni að fá leikmann til að stíga í stólinn á þessum degi og hefja þannig gönguna mót lengri degi, hækkandi sól og nýjum reynslusporum lífsins. Einsöngvari í messunni verður Ingveldur Olafs- dóttir. Organisti og söngstjóri Bústaða- kirkju er Guðni Þ. Guðmundsson. Hann hefur annast æfingar kóra og hljómsveita og hefur Guðrún Jónsdóttir stjórnað barnakórnum ásamt honum. Bústaðakirkja hefur ætíð verið fjölsótt og ekki síst á jólum. Það er von starfsfólks og sóknarnefnd- ar að svo verði einnig nú og fólk mega finna gleði og frið jólanna með þátttöku í helgihaldi í Bústaða- kirkju. Með einlægum jólaóskum. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur. I rúmlega hálfa öld hefur gullsmíðastofa Kjartans Ásmundssonar haft mikið úrval gull og demantsskartgripa á boðstólum. Aldrei fyrr hefur úrvalið verið meira og allt eru það gæðademantar sem fluttir eru inn frá Antwerpen, miðstöð demantsviðskipta í heiminum. Ef þú leitar að fallegri gjöf sem gleður ástvin, - þá líttu við hjá okkur. Staða sveppa- ræktar á Islandi eftir Oddgeir Þór Árnason Undanfarna daga hafa fjöl- miðlar fárast yfir innflutningi á rotmassa sem notaður er til svepparæktar af þremur fyrir- tækjum í þessari grein. Þessi fyrirtæki eru Sveppa- ræktin í jarðhúsunum í Ártúns- brekku, Þrístikla sf. við Vestur- landsveg og Gró sf. Akranesi. Samanlagt eru þessi fyrirtæki með um 75% af markaðnum í dag og hafa sérhæft sig í notkun á fyrrnefndum rotmassa. Heilbrigð- isyfii'völd, þ.e. yfirdýralæknir og plöntusjúkdómadeild RALA, hafa fyrir sitt leyti heimilað þennan innflutning frá byrjun og fyrir- tækin hafa lagt í ómældan kostn- að með það fyrir augum að um varanlegan innflutning væri að ræða. Islensk skipafélög flytja rot- massann frá Englandi í gámum og hafa verið gerðar pantanir langt fram á næsta ár. Við höfum stóraukið neyslu Is- lendinga á sveppum með lækkandi verði undanfarna mánuði, ha- græðingu í rekstri og litlum fjár- magnskostnaði. Hvers vegna á nú að bregða fyrir okkur fæti með lögum frá 1928? Skýringin er einfaldlega sú, að sveppabóndinn á Flúðum beitir öllum ráðum til þess að eyðileggja okkar fyrirtæki og neitar allri samvinnu við okkur. Ástæðan fyrir því er sú, að Oddgeir Þór Árnason „Það er hryggilegft, að hinir fáu svepparækt- endur hér á landi skulu ekki geta haft með sér samstarf og samvinnu við hina erfiðu en skemmtilegu ræktun.“ hann þarf að fá margfalt hærra verð fyrir sína sveppi þar sem fyrirtæki hans skuldar yfir 90%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.