Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.12.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 23 Magnús Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður: Stendur til boða gerð þátta fyrir 1.100 sjónvarpsstöðvar Kostnaður við gerð hvers þáttar um þrjár milljónir króna MAGNÚSI Guðmundssyni, kvikmyndagerðarmanni, hefur boðizt að framleiða röð sjónvarpsþátta á ensku um liflð á norðurslóðum. Boðið er þess eðlis að Magnús þarf að kosta gerð þeirra, en útsend- ing um gervihnetti til um 1.100 sjónvarpsstöðva í fjórum heimsálf- um kostar ekkert. Áætlaður kostnaður við gerð hvers þáttar er um þijár milljónir króna og hyggst Magnús leita fjármögnunar þjá opinberum aðilum og sjóðum hér, á Grænlandi og í Færeyjum svo og útflytjendum og ferðamannaiðnaði þessara landa. Norskir aðilar hafa einnig sýnt þessari þáttagerð áhuga. væri að opinberir aðilar fjármögn- uðu gerð þessara þátta, því þá yrði hún óbundnari sérhagsmun- um ýmissa hagsmunaaðila, en að- alatriðið er að við glutrum ekki þessu tækifæri úr höndunum á okkur,“ sagði Magnús Guðmunds- son. Morgunblaðið/Bjarni Pétur J. Jónasson, framkvæmdastjóri Kópavogshælis og Guðný Jóns- dóttir, yfirsjúkraþjálfari, í nýju endurhæfingarálmunni við Kópavogs- hæli. Magnús segir í samtali við Morgunblaðið, að ætlunin sé að fyrsti þátturinn verði sýndur snemma á næsta ári og verði síðan gerður nýr þáttur fyrir hvern mánuð, alls 12. Hver þáttur verði sendur út þrívegis, ein aðalsýning verði í hveijum mánuði og tvær aukasýningar. Hann sé ekki byrj- aður á gerð þáttanna, því hann vilji ekki hefjast handa fyrr en tryggt sé fjárfnagn til gerðar álls 12 þátta svo ekki þurfi að hætta í miðjum klíðum. Nú sé hann að kanna viðbrögð hagsmunaaðila og opinberra sjóða og stofnana. Með þessu hafi svo merkilegur áfangi náðst í möguleikum á kynningu landanna og þjóðanna við Norður- Atlantshafið, að mikilvægt sé að nýta hann. Nú hefðu opinberar ■ F/M-salurinn. í sýningarsal FÍM að Garðastræti 6 stendur nú yfir jólasýning FÍM-félaga. Á sýn- ingunni eru olíumálverk, grafík og skúlptúrverk, og geta væntanlegir kaupendur tekið verkin með sér heim. Opið er frá kl. 14-18, nema á Þorláksmessu, en þá er opið til kl. 23. Lokað verður milli jóla og nýárs. nefndir komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að veija hundruðum milljóna til landkynn- ingar erlendis, en með þessum hætti mætti gera það fyrir brot af þeirri upphæð. „Grænlendingar hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga, mun meiri en aðilar hér á landi og áhugi er einnig fyrir hendi í Noregi. Með gerð þessara þátta er alls ekki verið að tala um beina baráttu gegn samtökum friðarsinna eins og Greenpeace, heldur fyrst og fremst almenna kynningu á þess- um löndum, þjóðunum sem þau byggja og menningu þeirra. Þetta ætti að geta orðið lyftistöng fyrir ferðamannaiðnaðinn, útflutning og fleiri þætti auk þess, sem þætt- ina mætti nota til að bera af sér áburð af ýmsu tagi, verði þess þörf. Það má til dæmis leggja áherzlu á hreinleika lands og sjáv- ar, hollustu fiskáts og lýsis og leita skýringa á langlífi íslend- inga. Það má einnig hugsa sér kynningu á fjölbreyttri menningu okkar og menningararfleifð. Möguleikarnir eru reyndar nær ótakmarkaðir, en ég tel íslenzkt dægurmálaþras og stjórnmál lítið erindi eiga inn í svona þætti. Bezt Ég er mikill áhuga- maður um mannlíf — segir Ari Gísli Bragason sem send- ir frá sér ljóðabókina I sljörnumyrkri ARI Gisli Bragason er ungt Ijóðskáld sem nýlega sendi frá sér aðra ljóðabók sína. Bókin heitir I stjörnumyrkri og í henni eru 14 ljóð og 14 mynd- ir eftir Hauk Halldórsson. Sumarið 1988 sendi Ari Gísli frá sér bókina Orð þagnarinn- ar sem nú er uppseld. Ari Gísli er tuttugu ogtveggja ára gamall og sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði byijað að yrkja 14 ára. „Ég var ótrúlega duglegur að yrkja á þessum árum, en ljóðin voru alveg ferleg,“ sagði hann. Ljóð eftir Ara Gísla birtust í skólablöðum á menntaskólaár- unum, en eftir menntaskólann fór hann að fara yfir Ijóðin og verða ánægðari með þau. Hann hefur gefið báðar bæk- urnar út sjálfur og þegar hann var spurður að því hvort bækurn- ar væru að einhveiju leyti ólíkar og sagði hann svo vera. „Nýja bókin er mun vandaðri. Hún er þannig gerð að ljóð og myndir skiptast á opnur. Myndirnar eru tengdar ljóðunum en standa samt sem sjálfstæð heild. I eldri bókinni voru sex til sjö ára gaml- ar hugmyndir, en í nýju bókinni eni ljóð frá síðasta ári.“ Ari Gísli segist hafa spáð mik- illi grósku í ljóðagerð hjá ungu fólki fyrir tveimur árum. „Þetta er tískusveifla, en ég veit ekki hvort fólk kaupir meira Ari Gísli Bragason ljóðabækur nú. Sum ljóðanna lýsa svolítilli svartsýni og' það ríkir óvissa hjá ungu fólki sem það áttar sig ekki á. Ég held að unga fólkið hafi orðið fyrir von- brigðum með fullorðna fólkið. Unglingavandamál er í raun for- eldravandamál." Að lokum var Ari Gísli spurð- ur að því hvert hann sæki efni i ljóðin. „Ég sæki það aðallega í mannlífið. Ég er mikíll áhuga- maður um mannlíf,“ sagði hann. Ari Gísli rekur galleríið Lista- mannahúsið við Hafnarstræti, en þar eru myndir Hauks Hall- dórssonar úr ljóðabókinni nú til sýnis. Kópavogshæli: Ný endurhæfingarálma opnuð NÝ endurhæfingarstöð við Kópavogshæli var opnuð um sl. helgi. Gamalt húsnæði, þar sem 38 vistmenn bjuggu í fýrir tuttugu árum, var endurbyggt og breytt fyrir sjúkraþjálfun. Húsið er í tengslum við sundlaugina. „Þessi stöð gerir okkur klgift að sinna þjónustu hér enn betur en áður. Aðstaðan er nú í fremstu röð miðað við stofhemir á þessu sviði. Við getum nú búið betur að færri vistmönn- um og á sjúkraþjálfunarstöðin eftir að skila sér í betra lífi fyrir vistmenn og aðra sem fá að njóta aðstöðunnar,“ sagði Pétur J. Jónasson, framkvæmdasljóri Kópavogshælis, í samtali við Morgun- blaðið. „Þessi aðstaða er geysilega vistmenn okkar þurfa á sjúkra- mikilvæg. Við höfðum enga fram- þjálfun að halda. Hér eru fjörutíu bærilega aðstöðu áður. Margir vistmenn í hjólastólum eða rúm- Utanríkisráðherra: Hernaðaríhlutun Bandarí kj amanna í Panama hörmuð Ástandið í landinu sök Noriegas JÓN Baldvin Hannibalsson hefur lýst yfir áhyggjum af ófriðarástand- inu í Panama, en jafnframt látið í ljósi von um að fýðræðislegir stjórnarhættir nái að festa rætur í landinu. Fyrir hönd íslenzkra sljórnvalda harmar ráðherra að bandarísk stjórnvöld hafí talið sig knúin til að beita vopnavaldi í samskiptum sínum við Panama. í til- kynningu utanríkisráðuneytisins er áréttuð sú stefha stjórnvalda að leysa beri alþjóðleg deilumál með friðsamlegum hætti í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Bandarísk stjórnvöld hafa skýrt hernaðaraðgerðir í Panama á þann veg, að tilgangur þeirra hafi verið að tryggja öryggi bandarískra ríkis- borgara, koma á lýðræðislegum stjórnarháttum á ný í landinu, hindra að samningi ríkjanna um Panamaskurðinn yrði stofnað í hættu og handtaka Manuel Noriega hershöfðingja. Þrátt fyrir að fregn- ir frá Panama séu óljósar, virðist sem markmið hernaðaríhlutunar Bandaríkjanna hafi enn sem komið er einungis náðst að hluta. Ófriður geisar enn í landinu og ekki hefur tekizt að hafa hendur í hári Norieg- as,“ segir í tilkynningu utanríkis- ráðherra. 1 tilkynningu ráðherra segir að Aímæliskveði a: * Arþóra Bæringsdóttir 85 ára afmæli á í dag, 23. desem- ber, frú Arþóra Bæringsdóttir áður húsfreyja í Bjarnarhöfn. Hún fædd- ist á Rauðhálsi í Mýrdal og áttu foreldrar hennar 17 börn saman. Árþóra giftist Bæring Elíssyni dugnaðar- og atorkumanni frá Kol- gröfum í Eyrarsveit. ■ Hann átti 90 ára afmæli á þessu ári. Þau byijuðu búskap í Reykjavík en bjuggu síðan 19 ár á stórbýlinu Bjarnarhöfn í Helgafellssveit en fluttu þá til Stykkishólms að Borg og áttu þar heimili þar til þau fyrir skömmu fluttu á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi^ og þar verða þau á heiðursdegi Árþóru. það ástand, sem nú ríki í Panama, verði að skrifast að stórum hluta á ábyrgð Noriegas. „Hershöfðinginn hafði að engu lýðræðislegar kósn- ingar í landinu í maí sl., eftir að nefnd hlutlausra aðila, sem skipuð hafði verið til að fylgjast með kosn- ingunum, hafði úrskurðáð andstæð- ingum hans sigurinn í skjóli sjötíu prósent greiddra atkvæða. Stjórn valdaræningjans Noriegas gat því ekki talizt lögmæt," segir ráðherra. Tilkynningu Jóns Baldvins lýkur með áskorun til deiluaðila að ráða ráðum sínum með friðsamlegum hætti, þannig að bandarískt herlið verði kvatt á brott frá Panama hið fyrsta. liggjandi. Þá eru margir aðrir hrjáðir að öðrum líkamlegum kvill- um. Þar sem sundlaugin og sjúkra- þjálfunarálman eru samtengdar gerir það fólki auðveldara með að stunda sjúkraþjálfun bæði í tækj- un og vatni,“ sagði Pétur. Þrír sjúkraþjálfarar og tveir aðstoðarmenn hafa verið ráðnir til starfa í nýju endurhæfingar- álmunni, sem er í um 500 fer- metra húsnæði. Endurbygging húsnæðisins var að mestu kostuð af Framkvæmdasjóði fatlaðra, sem lagði tuttugu milljón króna' framlag til framkvæmda við end- urhæfingarálmunnar. AHA! Ekki er allt sem sýnist eftir Martin Gardner Prófessor Broddi hefur fariö 30 ár inn í framtíöina. Hann er aö skera nafniö sitt í eikartré fyrir utan tilraunastofuna sína. Prófessorinn snéri aftur til nútíðarinnar. Nokkrumárum seinnafelldi hann eikartréö. Þá varö hann mjög ruglaöur. Broddi: Hmmm. Fyrir þremur árum fór ég 30 ár inn í framtíöina og skar nafnið mitt í þetta tré. Hvaö gerist núna eftir 27 ár þegar ég kem frá fortíöinni? Þá finn ég ekkert tré. HvaÖan kom tréÖ sem ég skar nafn mitt út í? Loksins bók í máli og myndum fyrir hugsandi fólk. Bókin scm hcfur lcitt til rökræöna á Lækjar- lorgi á miönætli. Lcysir AHA! ofbeldisvandann? Skcmmtileg bók um þrautir, þverstæöur, rökfræöi og rökleysur. Fæst í bókabúðum. Útgefandi: Talnakönnun hf, Síðumúla 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.