Morgunblaðið - 23.12.1989, Qupperneq 24
24
, MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989
Sala nýsmíðaskips Slippstöðvarinnar:
Neitun Fiskveiðasjóðs
alvarlegri en orð fa lýst
- segir Hákon Hákonarson formaður Félags málmiðnaðar-
manna - kvíða gætir hjá starfsmönnum Slippstöðvarinnar
„ÞETTA er alvarlegra mál en orð fá lýst,“ sagði Hákon Hákonar-
son formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri um þá ákvörð-
un stjórnar Fiskveiðasjóðs að hafha samningi Meleyrar hf. á
Hvammstanga vegna kaupa á nýsmíðaskipi Slippstöðvarinnar hf.
Fleiri viðmælendur Morgunblaðsins tóku í sama streng, en sem
kunnugt er var öllum starfsmönnum Slippstöðvarinnar sagt upp
störíum 1. nóvember síðastliðinn vegna fyrirsjáanlegs verke&ias-
korts. Ekkert hefur ræst úr varðandi verkefiii, en forráðamenn
stöðvarinnar buðu í tvö stór verkefni, smíði mælingabáts fyrir
Landhelgisgæsluna og breytingar á Árna Friðrikssyni, en hvorugt
verkefiianna kom í hlut Slippstöðvarinnar. í fyrrdag hafiiaði Fisk-
veiðasjóður samningi um kaup á nýsmíðaskipi stöðvarinnar, en
við skipið átti að vinna mánuðina janúar og fram í apríl.
Hákon Hákonarson formaður
Félags málmiðnaðarmanna sagðist
harma mjög niðurstöðu stjórnar
Fiskveiðasjóðs og væru hún raunar
með ólíkindum. „Þessi afgreiðsla
sannar mér enn einu sinni hversu
nauðsynlegt er að hagsmunaaðilar
í málmiðnaði eigi greiðan aðgang
inn í stjóm Fiskveiðasjóðs, þannig
að ekki einungis þrengstu hags-
munir útgerðaraðila komist að í
umræðunni," sagði Hákon. Hann
sagði valið standa um það hvort
menn ætluðu að halda áfram að
flytja vinnu úr landi eins og gert
hafi verið varðandi endurnýjun á
fiskveiðiflotanum og innleiða stór-
fellt atvinnuleysi í málmiðnaði í
kjölfarið, eða hvort menn ætluðu
að taka tillit til heildarþjóðarhags-
muna, en það væri engin spurning
að yrðu verkefni unnin innanlands
mættu þau kosta á bilinu 20-25%
meira en erlendis. „Ég hef enga trú
á að þessi ákvörðun verði tii þess
að beygja menn, við verðum að
halda áfram að beijast á öllum
vígstöðvun þar til sigur er í höfn,“
sagði Hákon.
„Ég er alveg bit á þessari af-
greiðsiu,“ sagði Þorsteinn Konráðs-
son formaður starfsmannafélags
Slippstöðvarinnar. Hann sagði mik-
inn kvíða í starfsmönnum stöðvar-
innar og nú væri alveg ljóst að tals-
verður hópur manna með langa
starfsreynslu yrði atvinnuiaus um
mánaðamótin janúar/febrúar á
næsta ári „Menn eru virkilega
kvíðnir, því þetta verkefni átti að
koma okkur yfir svartasta skamm-
degið," sagði Þorsteinn. „Manni
sýnist sem verið sé að reyna að
keyra þetta fyrirtæki niður með
öllum ráðum.“ Þorsteinn sagði að
-stjórnvöld gætu haft áhrif á
ákveðna hluti varðandi þennan at-
vinnurekstur, þau gætu stýrt og
miðlað hluta verkefnanna og haft
áhrif á sjóðakerfið. „Þetta er í ann-
að skipti sem kerfið hefur brugðist
og manni sýnist sem stjórnvöld
ætli sér að skipta sér af beinum
rekstri stöðvarinnar, því einhveijar
vöflur voru á mönnum vegna þess
að við ætluðum að taka gamalt
skip upp í, það er einhver annarleg-
ur hugsanagangur ríkjandi í sam-
bandi við það,“ sagði Þorsteinn.
Morgunblaðið/Rúnar Antonsson
Ók aftan á
Harður árekstur varð á Þingvallastræti við Spennistöð rétt eftir
hádegið í gær. Fólksbíll hafði stöðvað við gangbrautarljós til að
hleypa gangandi vegfaranda yfir götuna, en jeppa sem kom á eftir
var ekið aftan á hann. Fólksbíllinn er svo til ónýtur eftir aftaná-
keyrsluna. Engin slys urðu á fólki.
Plasteinangrun;
Fær heimild til að
leita nauðasamninga
PLASTEINANGRUN hf. hefiir
verið veitt heimild til að leita
nauðasamninga við kröfuhafa
sina, en fyrirtækið leitaði eftir
slíkri heimild eftir að framlengd
greiðslustöðvun þess rann út 10.
desember síðastliðinn.
Arnar Sigfússon, skiptaráðandi
hjá bæjarfógetaembættinu á Akur-
eyri, hefur verið að skoða stöðu fyrir-
tækisins og hefur hann nú kveðið
upp þann úrskurð að Plasteinangrun
hf. verði veitt heimild til að leita
nauðasamninga við kröfuhafa sína.
Næsta skref í málinu er birting inn-
köllunar í Lögbirtingablaðinu þar
sem skorað er á kröfuhafa að lýsa
kröfum sínum og verður haldinn
fundur 21. mars á næsta ári þar sem
greidd verða atkvæði um frumvarp
að nauðasamningum. Á þeim fundi
ætti að koma í ljóst hvort kröfuhafar
samþykkja að fara nauðasamninga-
leiðina.
Óskum öllum vidskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
gle^ilegra jóla
og farsæls miýs árs.
Þökkum viðskiptin á árinu.
o
^ ^ ÍM.U
Óskum öllum landsmónnum
gleöilegra jóla og farsœls
komandi árs og þökkum frábœr
viöskipti á árinu.
Blómabúðin Laufás,
Hafnarstræti 96,
Akureyri.
Óskum öllum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
gleáilegra jóla
og farsæls mýs árs.
Þökkum vióskiptin á árinu.
Beséui og mýárseskiF
sendum við öllum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum.
Þökkum vióskiptin.
HAGKAUP
Norðurgötu 62
Grleðileg jól
farsæltt komanJi ár
Þökkum viðskiptin.
WTTmi
Furuvöllum 9, sími 2
21390.
antHadur
ma:
ur
í úrvali
Leggjum áherslu ágóða ogörugga þjónustu.
Klœðskeraþjón usta.
Sendum bestu jóla- og nýárskveðjur til vióskipta-
vina okkar um land allt.
Sendum viðskiptavinum okkar
og landsrúönnum öllum okkar bestu
r p r
floJla- og nýarsostar.
Þökkum viðskiptin á liðnum árum.
BÓKVAL
Kaupvangsstræti 4, sími 26100.
Sendum öllum viðskiptavinum okkar
svo ogöllum landsmönnum okkarbestu
jjóla- og nýárskveðjjur
Þökkum viðskiptin
Skipagötu 12,
sími21464
Óskum öllum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
gleeilegra j)
<og farsæls nýs árs.
f ökkum viðskiptin á árinu.
ÍBÍNAÐARBANKI
ÍSLANDS