Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990 Fundargestir syngja „Ég vil elska mitt land“. Landgræðsluskógar - átak 1990 hafíð: Veldur straumhvörfiim í gróðursögu Islands - segir Hulda Valtýsdóttir formaður Skógræktarfélags íslands HAFIÐ er eitt mesta átak hérlendis i landgræðslu og skógrækt sem um getur; „Landgræðsluskógar - átak 1990“. I tilefiii 60 ára afmælis Skógræktarfélags íslands ganga til samstarfe við félagið Skógrækt rikisins, Landgræðsla ríkisins og landbúnaðarráðuney- tið um það verkefiii að gróðursetja næsta vor um eina og hálfa milljón trjáplantna í gróðursnautt en friðað land, auk annarra gróðurbætandi aðgerða. Forseti íslands, Vigdis Finnbogadottir, er verndari átaksins. Átakið „Landgræðsluskógar - átak 1990“ var formlega hafið við hátíðlega athöfn á Kjarvals- stöðum síðastliðinn sunnudag. Fjöldi gesta var viðstaddur; for- seti íslands og ráðherrar. Kamm- ersveit Reykjavíkur lék íslensk þjóðlög og Magnús Þór Sigmunds- son söng lag sitt „ísland er land þitt“ við texta Margrétar Jóns- dóttur, en það hefur verið valið einkennislag átaksins. Átak þetta hefur lengi verið í undirbúningi og er því hleypt af stokkunum í tilefni af 60 ára af- mælis Skógræktarfélags íslands. Skógræktarfélagið er sambands- félag allra félaga áhugamanna um skógrækt á íslandi. Félagar eru um 7.000 talsins. Breiðfylking í land- græðslu og skógrækt Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélagsins, setti dag- skrána á Kjarvalsstöðum. í máli hennar kom fram að átakinu væri ætlað að valda straumhvörfum í gróðursögu landsins. Hulda fagn- aði því samstarfi sem tekist hefði um þetta verkefni með Skógrækt og Landgræðslu ríkisins og ráðu- neyti; mörkuð hefði verið með þessu farsæl stefna í skógræktar- málum og aldrei hefði önnur eins breiðfylking tekið sig saman í landgræðslu og skógrækt. Til að tryggja árangur átaksins veður starfandi sérstök fagnefnd, skipuð vísindamönnum, sem hafa valið landsvæði í samráði við heimamenn á hveijum stað og leggja á ráðin, hvernig unnið skal að uppgræðslu landgræðsluskóg- anna. Alls hafa verið valin 73 svæði um land allt, þar sem nýir skógar munu vaxa upp í gróður- snauðu og blásnu landi. Að sögn Huldu verður lögð höfuðáhersla á það að virkja sem flesta við plöntunina næsta vor. Helst alla þjóðina. Ekki þurfi að- eins marga sjálfboðaliða, heldur ekki síður að auka skilning á skógrækt og landgræðslu. Höfðingleg framlög Undirbúningur verkefnisins hefur staðið Iengi og margir lagt hönd á plóginn. Sagði Hulda erf- itt að taka einstaka aðila út úr, þegar þakkir væru veittar. Hún vildi þó þakka sérstaklega höfð- inglega gjöf Eimskipafélags ís- lands, í tilefni 75 ára afmælis þess á síðasta ári. Þakkir færði hún Fuji-umboðinu á íslandi, sem hefði kostað gerð 7 kynningar- mynda, sem sýndar verða í Ríkis- sjónvarpinu í vetur. Auk þess mun átakið fá 10 krónur af hverri Fuji-filmu, sem umboðið selur á átaksárinu. Hulda gat einnig höfðinglegs framlags Olafíu Jóns- dóttur á síðastliðnu ári, en hún gaf 7,6 milljónir til félagsins. Sér- stakar þakkir færði Hulda vernd- ara átaksins, Vigdísi Finnboga- dóttur. Sagði hún það ekki síst forsetanum að þakka hversu góð- ur hljómgrunnur hefði fengist fyr- ir þetta átak. Hulda kvaðst vona að ársins 1990 ýrði minnst fyrir þetta átak. Þó mætti ekki láta þar staðar numið; árangur væri takmarkaður ef framhaldið væri ekki tryggt. Átakið yrði að vera upphafið að Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands. aukinni ræktun landgræðslu- skóga. Sex plöntur á mann í ávarpi sínu sagði Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra að samtökin stæðu í samstarfi við þjóðina alla í mesta átaki sinnar tegundar; áætlað væri að gróður- setja sex plöntur á hvert manns- barn. „Ég er bjartsýnn á það að Islendingar séu nú að komast úr þeirri stöðu að tala um hlutina í það að framkvæma hlutina. Um- ræðan er ein og sér góð en fram- kvæmdin er mun mikilvægari." Steingrímur gat þess að hug- myndir væru uppi um það í sam- gönguráðuneytinu að helga kom- andi áratug samgöngumálum. Steingrímur taldi að ef til vill væri vert að víkka þetta út og helga áratuginn umhverfi lands- ins í víðtækum skilningi; sam- göngum, umhverfi og land- græðslu. Steingrímur kvaðst mæla fyrir munn allrar ríkisstjórnarinnar Magnús Þór Sigmundsson syngur „ísland er land þitt“, sem valið hefiir verið einkennis- lag átaksins „Landgræðslu- skógar - átak 1990.“ þegar hann segði ríkisstjórnina vera sérlega hlynnta þessu átaki og að menn vonuðust til að átak- ið myndi leiða til „þjóðarsáttar um landrækt." Samvinna Landgræðslu og Skógræktar Sigurður Blöndal fráfarandi skógræktarstjóri rakti í erindi sínu stuttlega sögu Skógræktar og Landgræðslu ríkisins. Stofnan- ir þessar hefðu nú aukið samvinnu sín á milli og þeirra sameiginlega stefna væri gróðurvernd. Skóg- rækt ríkisins ætlaði nú að taka höndum saman við Landgræðsl- una og rækta skóg á lítið eða ógrónu landi og Landgræðslan ætlaði að nota tré við uppgræðslu jarðvegs. Landgræðslan hefði í hyggju að nota þá miklu áburðar- verksmiðju sem lúpínan væri í þágu skógræktar. Skógræktin myndi fyrst og fremst nota björk- ina við landgræðsluna, en einnig aðrar tijátegundir. Hugarfarsbreyting mesti árangurinn Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri, taldi nú eiga sér stað þáttaskil í skógrækt og land- græðslu í landinu. Aðilar þeir sem að þessu ynnu hefðu sömu rætur og sömu markmið. Markmiðið væri það að kjarrlendi og gróður yrðu ríkjandi á ný. „Með gróður- setningu landgræðslutijáa er ver- ið að stytta ferilinn frá örfoka landi til þess búnings sem landinu hæfir,“ sagði Sveinn. „Árangur- inn ræðst af því hvað við viljum leggja af mörkum og hann er ekki aðeins mældur í fjölda plantna eða stærð svæðis, heldur hvort tekst að ná fram þeirri hug- arfarsbreytingu að þjóðin læri að umgangast og meta gróður lands- ins.“ Hafskipsmál: Dómur heimilar að skýrsla Ragnars verði lögð fram SAKADÓMUR Reykjavíkur varð í gær við ósk Jóns Magnússonar, lögmanns Ragnars Kjartanssonar fyrrum stjórnarformanns Haf- skips, um að skýrsla, sem Ragnar hefur ritað um meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi, fengist lögð fram i Hafskipsmálinu. Sérstakur ríkissaksóknari, Jónatan Þórmundsson, mótmælti ósk Ragnars en undi ákvörðun dómsins. Eins og kunnugt er höfðu saka- dómur og Hæstiréttur áður synjað um íramlagningu skýrslunnar. Dómurinn féllst nú á að skýrslan yrði lögð fram þar sem allir ákærðu hefðu fengið tækifæri til að tjá sig um ákæru. Valdimar Guðnason löggiltur endurskoðandi var í gær yfirheyrð- ur sem vitni í málinu en hann vann skýrslu um efnahag Hafskips og reikningsskil fyrir skiptaráðendur. Jónatan Þórmundsson sérstakur ríkissaksóknari og fulltrúar hans, Páll Amór Pálsson hrl. og Tryggvi Gunnarsson hdl., beindu spurning- um til Valdimars. Meðal fjölmargra atriða sem fram komu var að ákveð- ið hefði verið að beina sérstakri athygli að milliuppgjöri Hafskips fyrir fyrstu átta mánuði ársins 1984 eftir að á skrifstofu Hafskips hefðu fundist gögn þar sem gerður hefði verið samanburður á því milliupp- gjöri sem lagt var fram og annarri útgáfu milliuppgjörs fyrir sama tímabil. Meðal þess sem ákært er fyrir er að 6 milljóna króna flutnings- tekjur vegna ferðar Skaftár 6.-17. september 1984 voru taldar til tekna í milliuppgjöri fyrstu átta mánaða þess árs. Valdimar kvaðst engin rök geta séð fyrir þessari færslu og taldi ólíklegt að um mis- tök gæti verið að ræða. Með þessu hefðu Hafskipsmenn sýnt efnahag félagsins betri en ella. Um ákæru- lið vegna tvíbókaðra f lutningstekna í milliuppgjörinu sagði Valdimar að við gerð milliuppgjörsins hefði legið fyrir í gögnum félagsins að þarna hefði orðið færsluskekkja. Skekkjan hefði ekki verið leiðrétt. Valdimar sagði að auk þess að rangt hefði verið að eignfæra gáma sem fengnir hefðu verið ýmist með rekstrar- eða kaupleigu hefðu þess- ar eignir verið taldar 2,7 milljónum króna verðmætari í ársreikningi 1984 en Ieigusamningarnir gæfu til kynna. Meðal þess sem Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., lögmaður Helga Magnússonar löggilts endurskoð- anda Hafskips, spurði Valdimar um að loknum yfirheyrslum ákæru- valdsins var hvort hann vissi til að gerð hefði verið vísindaleg könnun á reikningsskilum íslenskra fyrir- tækja til að ganga úr skugga um hvaða venjur giltu. Valdimar kvaðst ekki vita til þess. Jón Steinar vitn- aði til skýrslu Valdimars fyrir skiptaráðendur um að margar venj- ur væru gildandi í reikningsskilum, jafnvel um sama atriði, og því verði dómgreind oft að ráða. Valdimar sagði að þarna hefði verið um að ræða tilvitnun í alþjóðlegan staðal. Hann kvaðst ekki vera sammála því að margar venjur væru til um sama atriði en segja mætti að marg- ar aðferðir væru til að sama marki. Lögmaðurinn spurði hvort Valdimar teldi sjálfan sig hafa beitt góðri reikningsskilavenju þegar hann fyrstur íslenskra endurskoðenda lagði 90% af tryggingaverðmæti til grundvallar mati á verðmæti skipa Skagstrendings hf. Vaidimar sagð- ist telja að svo væri og vísaði í því sambandi til heimildar í hlutafé- lagalögum. Hins vegar hefði þetta ekki verið viðtekin venja. Jón Stein- ar spurði hvort segja mætti að munur gæti verið á góðri reiknings- skilavenju og viðtekinni venju og svaraði Valdimar því játandi. í dag heldur Jón Steinar Gunn- laugsson og aðrir veijendur áfram að beina spurningum til Valdimars Guðnasonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.