Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990 Forseti E1 Salvador: Hermenn viðríðnir morðin á jesúítaprestunum sex San Salvador. Reuter. ALFREDO Cristiani, forseti E1 Salvador, hefur sakað liðsmenn í her landsins um að vera við- riðna morðin á sex kunnum prestum úr hreyfingu jesúíta hinn 16. nóvember síðastliðinn. „Rannsókn hefúr leitt í ljós, að viss.öfl innan hersins áttu þátt í morðunum,“ sagði forsetinn á sunnudagskvöld, þegar hann flutti óvænt ávarp til þjóðarinnar í sjónvarpi og útvarpi. Skotið var á prestana sex úr návígi í bústað þeirra við Mið- Ameríkuháskólann. Meðal hinna myrtu var Ignacio Ellacuria, há- skólarektor og einn fremsti mennta- maður þjóðarinnar. Auk prestanna féll ráðskona þeirra og dóttir henn- ar fyrir hendi morðingjanna. Mann- réttindahópar og kirkjunnar menn létu strax í ljós þá skoðun, að svo- nefndar „dauðasveitir“ hægri- manna, sem starfa í tengslum við herinn, hefðu átt þarna hlut að máli. í ávarpi sínu á sunnudagskvöld sagði Cristiani, að skipuð hefði ver- ið sérstök nefnd foringja úr hinum ýmsu greinum hersins til að rann- saka morðin ásamt með hefðbund- inni rannsóknanefnd. Forsetinn skýrði hvorki frá einstökum þáttum rannsóknarinnar né hvort nokkur hermaður hefði verið handtekinn. Hreingemingakona, sem varð vitni að morðunum og hefur verið flutt til Bandaríkjanna í því skyni að tryggja öryggi hennar, segist hafa séð, þegar menn klæddir í græna einkennisbúninga hermanna drógu prestana úr rúmum þeirra og skutu þá. Morðin voru framin á meðan útgöngubann var í gildi vegna stórsóknar vinstrisinnaðra skæruliða (FMLN), sem hófst 11. nóvember sl. Þá var barist í sex vikur í landinu og meðal annars í fyrsta sinn í höfuðborginni og um 2.000 hermenn og skæruliðar féllu. Taiið er, að um 70.000 manns hafi týnt lífi í borgarastyrjöldinni í E1 Salvador, sem staðið hefur í 10 ár. Prestamorðin vora fordæmd um heim allan og vöktu ótta um að „dauðasveitirnar" væra að aftur að komast á kreik, en þær myrtu þús- undir manna í upphafi níunda ára- tugarins. í byijun desember skýrðu embættismenn í E1 Salvador frá því, að ríkisstjóm Cristianis hefði Alfredo Cristiani farið þess á leit við herinn, að hann veitti upplýsingar vegna rannsókn- arinnar á prestamorðunum. Prestamir voru eindregnir talsmenn þess, að leitað yrði stjórnmála- lausna á deilum uppreisnarmanna og ríkisstjórnarinnar. Johannes Gerhart, talsmaður jes- úíta í Rómaborg, sagði að ummæli Cristianis um morðin staðfestu gran hreyfingarinnar. Hann skýrði einn- ig frá því, að jesúítar í E1 Sajyador fögnuðu hinni óvæntu hörku sem sýnd væri við rannsóknina á morð- unum. Reuter Frá viðræðum austur-þýsku stjórnarandstöðunnar og ríkissljórnar kommúnista og fylgiflokka þeirra. Litlu munaði að viðræðurnar færu út um þúfur í gær vegna þess að stjórnarandstöðunni fannst hún ekki £á skýr svör um hvernig gengi að leysa upp hina illræmdu öryggislögreglu landsins. Austur-þýska stjórnarandstaðan áhyggjufull vegna endurreisnar „Stasi“: Útifundur í Leipzig krefst sameiningar Þýskalands Leiðtogi repúblikana fær ekki að fara inn í Austur-Þýskaland Austur-Berlín. Reuter. HINIR reglulegu útifundir í Leipzig í Austur-Þýskalandi hóf- ust að nýju í gær eftir nokkurra vikna hlé. Talið er að um 150.000 manns hafi tekið þátt í mótmæi- unum sem beindust einkum gegn ríkisstjórn landsins þar sem kommúnistar ráða enn lögum og lofum. Meginkrafan á fundinum var um sameiningu Þýskalands. Viðræður austur-þýsku ríkis- stjómarinnar með kommúnista í farabroddi og stjómarandstöðunnar fóru næstum út um þúfur í gær vegna deilna um það hvort öryggis- lögregla landsins, „Stasi" eins og hún er nefnd í daglegu tali, hefði í raun verið lögð niður. Stjómarand- staðan hótaði að draga sig út úr viðræðunum ef Hans Modrow for- sætisráðherra kæmi ekki þegar í stað á fundinn og sæti fyrir svöram um afdrif öryggislögreglunnar ill- ræmdu. En þegar í ljós kom að Modrow var í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, á fundi Comecon dró stjómarandstaðan í land. Ákveðið var að hefja næstu viðræðulotu 15. janúar. Stjómarandstaðan krefst þess að fá sannanir fyrir því að öryggislög- reglan hafi verið upprætt. Margt bendir til þess að víða í Austur- Þýskalandi séu enn fyrir hendi bækistöðvar og hergögn öryggis- lögreglunnar sem hægt væri að taka í notkun að nýju með skömm- um fyrirvara. Einnig granar stjórn- arandstæðinga að hatursáróður undanfarinna daga gegn nýnasist- um hafi þann tilgang að réttlæta endurreisn öryggislögreglunnar. Peter Koch, opinber embættismað- ur sem hefur umsjón með uppræt- ingu öryggislögreglunnar, viður- kenndi í gær að ennþá væra 60.000 fyrrverandi starfsmenn hennar á launaskrá en 25.000 hefði verið sagt upp. Franz Schönhuber, leiðtogi hins þjóðemissinnaða flokks repúblik- ana í Vestur-Þýskalandi, fékk ekki að fara til Austur-Þýskalands í gær á þeirri forsendu að hann hefði tek- ið þátt í fasískri starfsemi. Einarður sam- stuðningur Schönhubers við einingu þýsku ríkjanna hefur mikið verið gagnrýndur í Austur-Þýska- landi og uppgangur repúblikana í Vestur-Þýskalandi óspart verið not- aður í til að útmála hættuna sem stafaði af sameiningu. Innrás Bándaríkjanna í Panama: Samsæri þagnarinn- ar um fjölda látinna - segir fyrrum ríkissaksóknari í Bandaríkjunum Washington. Reuter. RAMSEY Clark, fyrrverandi ríkissaksóknari í Bandaríkjun- um, heldur því fram að háttsettir embættismenn standi fyrir sam- særi þagnarinnar um þá óþægi- legu staðreynd að a.m.k. þúsund manns hafi fallið í innrás Banda- ríkjamanna í Panama. Jesse Jackson, einn af leiðtognm blökkumanna í Bandaríkjunum, segir að a.m.k. 1.200 óbreyttir Fjölbreytt námskeiðahald fyrir alla hefst í næstu viku. Hvaóa hópur hentar þér ? Unnur Arngrímsdóttir, framkvæmdastjóri. 1 Ungar konur á öllum aidri Snyrting Hárgreiðsla Framkoma Borðsiðir Fataval Hreinlæti Gestaboð Mannleg samskipti 2 Ungar stúlkur og 13-16 ára Snyrting Framkoma Fataval Hreinlæti Borðsiðir Mannleg samskipti Ganga 3 Bjóðum fyrirtækjum námskeiA fyrir starfsfólk sitt Framkoma Kurteisi Símaþjónusta Hreinlæti KJæðnaður Snyrting Mannleg samskipti -4 Sérhópar Starfshópar Saumaklúbbar Snyrting Framkoma Borðsiðir Gestaboö Mannleg samskipti 5 Nýtt-Nýtt l. Föt og förðun Litgreining Litakort 2. Andiitssnyrting Litakassar 6 Stutt snyrtinámskeift Handsnyrting Húðhreinsun Andlitssnyrting 7 Herrar á öllum aldri Framkoma Fataval Hreinlæti Snyrting Hárgreiðsla Borðsiöir Mannleg samskipti Ganga 8 MódelnámskeiA fyrir verAandi sýningarfólk 1. Ganga Snúningar o.fl. Sviösframkoma o.fl. 2. UppriQun framhald Sif, snyrtifræðingur Karl, hárgreiðslumeistari borgarar hafi fallið í innrásinni. Jackson segir að það séu fleiri létust þegar kínversk yfírvöld brutu mótmæli á bak aftur á Torgi hins himneska friðar í júní síðastliðnum. Brent Scowcroft, þjóðaröryggisr- áðgjafi Bandaríkjaforseta, og Law- rence Eagleburger, aðstoðarat- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa andmælt þessum ásökunum. Eagleburger segir að þegar hann heimsótti Panama í síðustu viku hafi bandarísk heryfirvöld talið að samtals 400 Panamabúar hafi fallið í innrásinni 20. desember, hermenn og óbreyttir borgarar. Scowcroft sagðist aðspurður ekki vita með vissu hversu margir óbreyttir borg- arar hefðu fallið og dró í efa að Clark væri betur að sér. Bandaríski herinn segir að 23 bandarískir her- menn hafi fallið í árásinni, 300 panamískir hermenn og 250 óbreyttir borgarar. Clark var ríkissaksóknari í for- setatíð Lyndons B. Johnsons á miðj- um sjöunda áratugnum. Hann fór til Panama nú um helgina að beiðni ýmissa mannréttindasamtaka og sagðist hafa heyrt talað um að allt að 7.000 óbreyttir borgarar hefðu fallið. í máli Clarks kom fram að erfitt væri að meta manntjón því heilu hverfin í Panama-borg hefðu verið lögð í rúst. Hann nefndi einn- ig að 12.000 manns hefðu misst heimili sín í innrásinni. Þórunn, Innritun alla daga í síma 36141 frá kl. 16-19. Unnur Arngrímsdóttir. snyrtifræðingur ■ LONDON Mannréttindasam- tökin Amnesty International sendu í gær frá sér skýrslu þar sem sam- tökin sögðust uggandi vegna ásak- ana um pyntingar austurrísku lög- reglunnar. Gefin voru mörg dæmi um einstaklinga sem sætt höfðu pyntingum við yfirheyrslur eða í varðhaldi. Sagði Amnesty að af kvörtunum og ásökunum mætti ráða-að pyntingar af hálfu lögreglu væru algengar í Austurríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.