Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990
Tugþúsundir í sektir
fyrir ölvun og ólæti
ELLEFU menn voru færðir fyr-
ir dómara um helgina, í fram-
haldi af gistingu í fangaklefum
lögreglunnar vegna ölvunar og
óspekta. Mönnunum var gert
að greiða sektir, sem vorutá
bilinu 5-16 þúsund krónur.
Piltarnir þrír brutu rúðu
bílstjóramegin í Skodanum, þar
sem hann stóð í stæði við Pósthús-
stræti. Þeim tókst að koma bílnum
í gang með því að tengja saman
víra í mælaborði. Hins vegar var
stýrið læst og komust þeir því
ekki nema lítinn hring og inn á
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar eru menn nú nær und-
antekningalaust færðir strax fyrir
dómara eftir næturgistingu vegna
ölvunar og óspekta. Á það við
þegar brot eru þess eðlis, að þau
fara ekki tíl ríkissaksóknara og
Austurvöll, Bíllinn skemmdist
nokkuð við atganginn í piltunum,
sem forðuðu sér á brott. Þeir náð-
ust hins vegar skömmu síðar og
játuðu verknaðinn. Piltarnir, sem
allir eru 18 ára, gistu fanga-
geymslur um nóttina.
þaðan með ákæru í sakadóm.
Aðfaranótt laugardags gistu 23
fangageymslur lögreglunnar og
voru fimm þeirra leiddir fyrir dóm-
ara á laugardag. 12 gistu fanga-
geymslurnar aðfaranótt sunnu-
dags og af þeim var helmingur
leiddur fyrir dómara. Sektimar em
misháar, en oftast á bilinu 5 til
16 þúsund krónur og borguðu
mennimir á annað hundrað þús-
und krónur í sektir samtals.
Af þessum ellefu mönnum voru
tveir, sem til sást þegar þeir
reyndu að brjóta rúður og var
þeim gert að greiða 10 þúsund
krónur í sekt, hvomm fyrir sig.
Tveir hindmðu lögregluna í störf-
um, annar sló til lögreglumanns
og hinn sló húfu af lögreglumanni
og var sá fyrri sektaður um 12
þúsund krónur, en hinn fékk 10
þúsund króna sekt. Nokkrir voru
sektaðir um 6 þúsund krónur fyrir
að æsa til óláta.
Stálu Skoda og skemmdu
ÞRÍR unglingspiltar skemmdu Skoda-bifreið, sem þeir stálu og
óku stuttan spöl í miðbæ Reykjavíkur. Skodinn fór ekki langt, þar
sem lás hélt stýrinu föstu.
VEÐURHORFUR í DAG, 9. JANÚAR.
YFIRLIT í GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á öllum miðum og djúp-
um. Um 400 km suðvestur af Reykjanesi er 935 mb lægð sem
hreyfist norðaustur og mun fara yfir Norðvesturland í nótt. Veður
fer hlýnandi norðanlands og austan en kólnar aftur í nótt, fyrst
suðvestanlands.
SPÁ: Vestlæg átt, víða hvassviðri eða stormur fyrri hluta dags, en
lægir nokkuð síðdegis, fyrst vestanlands. Éljagangur um vestan-
vert landið, en úrkomulítiö austanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Vestlægar áttir og hiti um eða rétt yfir
frostmarki. Él víða um vestan- og norðanvert landið, en úrkomulítið
á Suðausturlandi og á Austfjörðum.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Breytileg átt og vægt frost um land
allt. Él allvíða vestanlands, en úrkomulítið um áustanvert landið.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
/ Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrimar
vindstyrk, heil flöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10° Hitastig:
10 gráður á Celsius
= Þoka
r= Þokumóða
’ , » Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
m
w
T V'
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti vedur
Akureyri 0 alskýjað
Reykjavik 2 slydda
Bergen 6 léttskýjað
Helsinkí 2 rigning
Kaupmannah. 4 rigning
Narssarssuaq +11 snjókoma
Nuuk +8 skafrenningur
Oslq 2 léttskýjað
Stokkhólmur 3 alskýjað
Þórshöfn 6 skúr
Algarve 14 léttskýjað
Amsterdam 7 þokumóða
Barcelona 12 mistur
Berlín 1 þokumóða
Chicago +1 heiðskfrt
Feneyjar 1 þokumóða
Frankfurt 0 þokumóða
Glasgow 5 mistur
Hamborg 4 rigning
Las Palmas 19 skýjað
London 9 skýjað
Los Angeles 10 þokumóða
Lúxemborg 0 hrímþoka
Madríd 9 léttskýjað
Malaga 12 skúr
Mallorca 13 skýjað
Montreal +1 skýjað
New York 2 mistur
Orlando 22 alskýjað
París 5 þokumóða
Róm 10 rigning
Vín +9 snjókoma
Washington 1 mistur
Winnipeg +26 alskýjað ItZ 3 a i
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Skiptinemamir frá Panama við komuna í Leifsstöð. Á myndinni
eru í efri röð talið frá vinstri: Hallgrímur Hannesson, Þórunn
Þorvaldsdóttir og Hallfríður Guðmundsdóttir. í fremri röð eru
Ólafiir Júlíusson og Kolbrá Höskuldsdóttir.
Komín heim
fráPanama
ÍSLENSKU skiptinemarnir fimm sem dvöldust síðastliðið ár í
Panama komu heim í gærmorgun. Vegna hernaðaríhlutunar
Bandaríkjamanna í landinu hefur verið fylgst meira með ferðum
þeirra en ella síðustu vikur. Þau voru öll hress þegar þeim var
innilega fagnað af ættingjum sínum og fúlltrúa AFS í Leifsstöð.
Skiptnemarnir voru á ferðalagi
í Panama, þegar Bandaríkjamenn
gripu til vopna til að steypa stjórn
Noriega einræðisherra og hafa í
hendur í hári hans. Eyddu krakk-
amir jólunum við óvenjulegar að-
stæður á indíánaeyju í San Blas-
klasanum undan Panamaströnd.
Um hríð var áformað að sækja þau
tafarlaust og koma þeim úr landinu
af ótta við hemaðarátökin. Eftir
að kyrrð komst á fengu nemarnir
að fara aftur til fjölskyldna sinna
í Panama. Þau vom síðan send
áleiðis heim til íslands, þegar far-
þegaflug frá Panama hófst á ný.
Ættingjar fögnuðu ungmennun-
um vel og innilega í flugstöð Leifs
Eiríkssonar í gærmorgun. Ása
Kolka starfsmaður AFS-skipti-
nemasamtakanna hér færði hvetju
þeirra nellikku. Krakkamir vofu
hress og litu vel út. Nokkuð dró
úr kátínu þegar uppgötvaðist að
allur farangur þeirra hafði orðið
eftir í New York og Miami, þar sem
viðkoma var höfð.
Fundahöld í Borgarfírði:
Allar netalagnir frá syðri
bakka Hvítár keyptar upp?
NÚ STANDA yfír samingaumleit-
anir milli netabænda við suður-
bakka Hvítár i Borgarfirði og
veiðifélaga þeirra bergvatnsáa
sem renna til Hvítár um að kaupa
upp allar laxalagnir árinnar. Áður
hafði Veiðifélag Norðurár keypt
upp þrjár lagnir af Feijukoti ofan
gömlu Hvítárbrúarinnar. Lagn-
irnar frá suðurbakkanum tilheyra
ýmsum jörðum, en allur þorri
lagnanna tilheyrir Hvítárvöllum,
10 til 12 lagnir, Þingnesi, 5 lagn-
ir, og Hvanneyri, 4 til 5 lagnir.
Sumarveiði þessara lagna nemur
venjulega meira en hclmingi neta-
veiðinnar.
Sturla Guðbjarnarson stjórnar-
maður í Veiðifélagi Grímsár staðfesti
í samtali við Morgunblaðið að fundur
hefði verið haldinn og í kjölfar hans
hefðu tveir bændur, einn úr hvomm
hópi, verið kjömir til að halda málinu
áfram. Það eru fulltrúar veiðifélaga
Grímsár og Þverár sem em fyrir
bergvatnsbændum, en ef til heildar-
samninga kemur, munu veiðifélög
Flóku og Reykjadalsár koma inn í
myndina. Sagði Sturla erfitt að meta
stöðuna, en óhætt væri að segja að
herslumuninn vantaði, eigendur
iagna frá Hvanneyri, Þingnesi og
Hvítárvöllum væm fúsir að semja,
en það stæði enn á nokkrum neta-
mönnum ofar við ána, sem hafa
færri lögnum yfir að ráða. Ljóst
væri að annað hvort yrði samið við
alla eða engan.
„Það er enn langt til vors og
ómögulegt að segja hvað gerist, en
við erum þó það bjartsýnir að við
gefum nú út verðskrá fyrir sumarið
og er verð einstakra daga birt með
fyrirvara," sagði Sturla.
Sjúkrabíll ók
á lögreglubíl
Sjúkrabíl var ekið aftan á lög-
reglubíl á sunnudagskvöld og
dælduðust báðir bílarnir nokkuð.
Engin slys urðu á fólki.
Lögreglubíllinn var fenginn til að
aðstoða sjúkrabíl frá Keflavíkurflug-
velli að komast leiðar sinnar og var
lögreglubílnum ekið á undan til að
greiða fyrir umferðinni. Þegar bílarn-
ir komu að gatnamótum Hringbraut-
ar og Njarðargötu var hægt á lög-
reglubílnum, en það varð til þess að
sjúkrabíllinn.skall aftan á honum.