Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990 13 alltaf séð spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Við Sveinbjörn áttum sameigin- legan afkomanda í lítilli dótturdótt- ur minni og langafabarni hans, Bryndísi Sveinbjörnsdóttur. Var hún okkur báðum hjartfólgin og sagði Sveinbjörn við mig að hann hefði mörgum börnum kynnst en fáum eins og Bryndísi. Þegar við horfum upp í heið- skíran himininn og sjáum stjörnurn- ar blika þá fyllumst við sælukennd vegna þeirrar fegurðar, sem fyrir augun ber. Ég vildi gjaman líkja stjömum himins við besta fólkið sem við hittum á lífsleiðinni og Sveinbjörn Helgason er ein þessara stjarna í mínu lífi, slík var fegurð sálar hans og hreinlyndi að mínu mati, þótt ekki væru persónuleg kynni okkar mikil. Þeim mun betur þekkti ég hann af afspurn sem frá- bærlega traustan og trúan sam- starfsmann föður míns, Tryggva Ófeigssonar, útgerðarmanns og for- stjóra Júpítersfélagsins, sem gerði Úranus út. Sveinbjörn brást aldrei trausti hans, heldur skaraði fram úr um áreiðanleika og stundvísi: „Aldrei kom Sveinbjörn of seint til skips.“ Virðing föður míns fyrir Svein- birni Helgasyni átti sér traustan grann í aðdáun á hæfni hans. Svein- björn sagðist eitt sinn hafa lýst hneykslan sinni á vinnulagi manna, sem voru að dæla ólseigri olíu af tönkum í Úranusi og voru búnir að brenna yfir tvo mótora því álagið var svo alltof mikið þegar olían var ekki hituð. „Þetta eru sérfræðingar," hafði faðir minn sagt og gert fínt grín að og Sveinbjörn svaraði: „Ég vil enga helv... sérfræðinga, það gengur allt saman á afturfótunum þá.“ Faðir minn hafði þá hringt í fyrirtækið og sagt: „Hann Svein- bjöm vill enga sérfræðinga og olían verður tilbúin í fyrramálið um há- degið." Svo samviskusamur var Svein- bjöm að hann fór oft óbeðinn um borð til að dytta að einu og öðru. Vegna ljúflyndis síns og glaðværðar var hann vinsæll, bæði hjá sam- starfsmönnum sínum um borð sem og vinnuveitendum. Sveinbjörn bar hitann og þung- ann af því að fara með skipin þrjú, Neptúnus, Marz og Úranus, til Spánar til niðurrifs. Um Neptúnus sagði hann: „Ég var mánuð að und- irbúa Neptúnus, sem var búinn að liggja í á þriðja ár, allt kolfast í vélinni af raka. Ég bjó til ljósanet alveg, setti peru inn í hvern mótor. Þetta var voða víravirki og ég lof- aði því að standa. Þetta var eina ráðið, enda klikkaði- ekki nokkur skapaður hlutur.“ Úranus dró svo Marzinn út. Um Úranus sagði hann: „Ég held _að þeir hafi ekki ætlað að bræða Úranus upp, því hann var nýkominn af fiskiríi og í staka lagi. Þeir spurðu mikið um hann og skoð- uðu hann og ég spurði þá hvort ég ætti að blása út af honum, af katlin- um. Nei, nei, nei, nei, var svarið." í janúarbyijun 1960 var óttast um að Úranus hefði farist á leið af Nýfundnalandsmiðum, þar hafði- gert aftakaveður. Heyrðist ekkert í skipinu í vikutíma. Allt fór samt vel en loftskeytatækin höfðu orðið óvirk er sjór braut glugga í stýris- húsinu og gekk aftur í loftskeyta- klefann. Sumarið 1964 varð Sveinbjöm fyrir því slysi um borð að ventill í vél þeyttist á neðanvert andlit hans og hann kjálkabrotnaði og maskað- ist á honum hakan. Þurfti að gera á honum barkaskurð vegna þess að svo mikið blæddi ofan í hann. Þetta slys olli því að hann fékk seinna asma. Eftir að í land kom fór Svein- björn að vinna hjá Vélsmiðju Hafn- arfjarðar og síðar um tíma hjá Jósa- fat Hinrikssyni. Eftir að hann missti konuna leigði hann íbúð hjá vini sínum og fyrrum skipsfélaga, Jens Hinrikssynij sem hafði komið 1. vélstjóri á Úranus nýjan. A Hrafn- istu fór hann 1986 en var síðasta árið sem hann lifði á Vífilsstöðum. Blessuð sé minning mæts manns, megum við eignast sem flesta slíka. Dóttur hans og fjölskyldunni allri sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Rannveig Tryggvadóttir SLEPPTU EKKI HENDINNI AF HEPPNINNI! Hvergi í heiminum er jafnhátt vinningshlutfall og hjá Happdrætti Háskólans, því 70% af veltunni renna beint til vinningshafa! Þar með er vinningsvonin hvergi jafnmikil og hjá Happdrættinu. í ár eru yfir 2000 milljónir króna í pottinum. í raun gæti annar hver íslendingur hlotið vinning því að vinningarnir eru 135.000 talsins. Mest getur þú unnið 45 milljónir á eitt númer — allt skattfrjálst. Með trompmiða er hægt að vinna 10 milljónir króna í hverjum mánuði og 25 milljónir í desember. Tryggðu þér happamiða strax - þú mátt bara til! HAPPDRÆTTI HÁSKÖLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Miðaverð:500 kr. ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.