Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990 19 Þúsundir Búlgara leggjast gegn trúfrelsi Tyrkja: Mótmælin gegn trúfrelsi dauðateygjur fyrri valdhafa - segir utanríkisráðherra Tyrklands Ankara. Reuter. Utanríkisráðherra Tyrklands hélt því fram í gær að mótmæli í Búlgaríu gegn þeirri ákvörðun að veita Tyrkjum í landinu trúfrelsi væru dauðateygjur stjórnar kommúnista. „Við vonum að nýjum leiðtogum í Búlgaríu takist að brjóta á bak aftur mótspyrnu Zhivkov-stjórnar- innar,“ sagði Mesut Yilmaz, ut- anríkisráðherra Tyrklands, í viðtali við tyrkneska fréttastofu í gær. I dag á Yilmaz fund með Boyko Dim- itrov, utanríkisráðherra Búlgaríu, um framtíð tyrkneska minnihlutans í Búlgaríu. 300.000 Tyrkir flýðu landið á síðasta ári vegna kúgunar kommúnista. Síðan Todor Zhivkov flokksleiðtoga var steypt í nóvem- ber síðastliðnum hefur um þriðjung- ur snúið aftur til Búlgaríu Talið er að um hálf önnur milljón Tyrkja búi í Búlgaríu. Nýir vald- hafar í Búlgaríu hafa heitið því að veita þeim full réttindi til að iðka múhameðstrú sína. Zhivkov hafði með skipulegum hætti reynt að firra Tj'rki sérkennum sínum m.a. með því að neyða þá til að taka upp búlgörsk nöfn og með því að loka moskum. Þúsundir manna efndu til mót- mæla um helgina í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, gegn þeim áformum að veita Tyrkjum aukin réttindi. „Aldr- ei aftur Búlgaríu undir tyrknesku oki“ sagði á sumum mótmæla- spjöldum. Útifundur var haldinn við Alexander Nevskíj-dómkirkjuna sem reist var árið 1877 til að minn- ast 200.000 rússneskra hermanna sem féllu í sjálfstæðisstríði Búlgara gegn 500 ára kúgun Tyrkja. Georgi Atanasov, forsætisráðherra lands- ins, ávarpaði fundinn og sagði með- al annars: „Ef við Búlgarir viljum frelsi þá verður öll þjóðin að öðlast frelsi.“ Atanasov varð margoft að gera hlé á máli sínu vegna frammí- kalla. H LONDON Múslimar í Bretlandi hófu í gær mótmælastöðu við skrif- stofur Viking Penguin útgáfufyrir- tækisins í London, sem gaf út Söngva Satans eftir rithöfundinn Salman Rushdie fyrir rösku ári. Kröfðust þeir þess að bókin verði afturkölluð en því vísaði talsmaður útgáfunnar á bug í gær. Talsmaður mótmælenda sagði að útgáfa bók- arinnar væri tilræði við siðgæðisvit- und múslima og óhróður um trú þeirra. Væri það ófrávíkjanleg krafa þeirra að hún yrði afturköll- uð, að útgefendurnir bæðust afsök- unar og sett yrðu lög í Bretlandi er útilokuðu útgáfu verka af þessu tagi í framtíðinni. AÐAL- FUNDUR í samræmi við ákvarðanir hluthafafundar 26. júlí sl. er nú boðað til aðalfundar Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1990. Verður fundurinn haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, miðvikudaginn 17. janúar 1990 oghefstkl. 16:00. Dagskiá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 35. gr, samþykkta félagsins. 2. Tillagaumnýjarsamþykktirfyrirfélagið. Breytingar frá núverandi samþykktum felast aðallega í breytingum á tilgangi og starfsemi félagsins, sem lúta að því að féiagið hætti bankastarfsemi og verði m.a. eignarhaldsf élag um hlutabréf í íslandsbanka hf., sbr. samþykkt hluthafafundar 26. júlí sl. varðandi kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka ísiands hf. og samruna rekstrar Iðnaðarbankans við rekstur þriggja annarra viðskiptabanka. 3. Önnurmál,löglegauppborin. 4. Tillaga um frestun fundarins. Bankaráð boði til framhaldsfundar sem haldinn verði í síðasta lagi fyrir lok aprílmánaðar nk. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeina í íslandsbanka, Lækjargötu 12,2. hæð frá 10. janúar nk. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 10. janúar nk. Reykjavík, 20. desember 1989 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. lúnaöarbankinn Beðið fyrir byltingarmönnum Námsmenn í Búkarest komu saman.J,sal tækniskóla borgarinnar á sunnudag til að minnast þeirra sem féllu í byltingunni og sýnir mynd- in bænarstund á fundinum. Var þetta fyrsti fjöldafundur námsmanna frá því að byltingin hófst skömmu fyrir jól, en þeir gera tilkall til þess að vera upphafsmenn hennar og segjast ekki vilja, að hún éti börnin sín. Hótuðu þeir að beina spjótum sínum gegn nýjum valdsmönnum landsins, ef ekki yrði staðið við fyrirheit um frelsi og lýðræði. Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 Rúmenía: Nicu svindl- að í gegn- um skóla Rennes. Reuter. NICU Ceaucescu, sonur einræðis- herrans í Rúmeníu, fékk alltaf hæstu einkunn í eðlisfræði, þótt hann væri miðlungsnemandi. Kom þetta fram í blaðinu Ouest France í gær í samtali við Christian Const- antinescu, fyrrum yfirmann vísindadeildar háskólans í Búkar- est. Deildarstjórinn segir, að hann hafi verið neyddur til að taka Nicu inn í deildina. „Þegar Ceaucescu ákvað, að sonur sinn skyldi læra eðlisfráeði, báðu þeir mig að sjá um að hann kæmist í deildina. Það varð að láta hann vita um prófverkefnin fyrir- fram, en dugði ekki til. Þeir báðu mig að fara sérstökum höndum um prófgögn hans. Þegar ég neitaði gerðu Securitate-menn mér ljóst, að víða í Karpatafjöllunum vantaði kennara," segir Constantinescu. Nicu var handtekinn í byltingunni í Rúmeníu. Constantinescu flúði til Prakklands 1981. Hann segir, að Nicu hafi fengið fimm ára náms- styrk, þótt hann hefði það fjárhags- lega gott í samanburði við samstúd- enta sína. „Hann var miðlungsnem- andi, dekurbarn. Hann stundaði nám í fimm ár og fékk 10 á öllum próf- um,“ segir fyrrum kennari hans. Þessi glæsilegi bíll verður kynntur bráðlega ífyrsta skipti á Islandi. Fylgstu vel með, því hér er á ferðinni einn athyglisverðasti bíllinn á markaðnum í dag og á verði, sem kemur á óvart. Hann er einn vinsælasti bfllinn í dag, en hefur aldrei komid til íslands áöur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.