Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990
37
VELVAKANDt
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu . .
Dýrara fyrir öryrkja
Öryrki hringdi:
„Þegar Bifreiðaskoðun Islands
var stofnuð var sérstaklega tekið
fram að verð þjónustu myndi ekki
hækka verulega. Nú er skoðunar-
gjaldið tæpar 1900 kr. en hjá
Bifreiðaeftirlitinu var það 400 kr.
fyrir öryrkja árið 1988. Nú greiða
öryrkjar sama verð og aðrir.
Myndi Ólafur Ragnar Grímsson
ekki geta komið okkur öiyrkjum
til hjálpar og rétt okkar hlut?“
Skrifstofa sykursjúkra
Jónína G. Jónsdóttir hringdi:
„Fyrir skömmu hringdi einhver
til Velvakanda og sagðist eiga
vont með að komast í samband
við Skrifstofu sykursjúkra þar
sem þar svaraði aðeins símsvari.
Viðkomandi hefur ekki hlustað á
símsvarann því þar kemur fram
að skrifstofan er opin á miðviku-
dögum milli kl. 17 og 19. Allir
eru velkomnir til starfa í félaginu
og því f leiri sem koma því öf lug-
ra verður það.
Viðkomandi spyr einnig um
uppskriftir fyrir sykursjúka. Það
hafa birst góðar uppskriftir í Gest-
gjafanum og einnig í riti sykur-
sjúkra sem heitir Jafnvægi. Það
rit fá félagsmenn endurgjalds-
laust á skrifstofunni."
Úr
Karlmannsúr tapaðist á gaml-
árskvöld á Hótel íslandi. Úrið er
með svartri skífu með gylltir
umgerð og svartri ól. Finnandi
vinsamlegast hringi i síma 24917.
Poki
Svartur leðurpoki með veski, •
lyklum, fötum o. fl. tapaðist á
Hótel íslandi á gamlárskvöld.
Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 73590.
Alfreð
Gíslason
íþróttamað-
ur ársins
Alfreð Gislason, landslidsmað-
ur f handknattleik, var í gær
íþróttmaður ársins
Björk Guðjónsdóttir hringdi:
„Ég er ekki sátt við hvernig
staðið var að vali íþróttamanna
ársins að þessu sinni. Eru íþróttaf-
réttamenn slegnir blindu á allt
annað en handbolta og hópíþrótt-
ir. Ég er alveg sátt við að Alfreð
Gíslason hafi verið útnefndur í
fyrsta sæti en í annað og þriðja
sæti hefðu átt að koma menn úr
öðrum íþróttagreinum."
Þ-ÞOBOBÍMSSON&CO
[30130000.
gólfflísar - kverklistar
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
HRrfw,
—#SNJOPLOGAR
bUNSMI
BÓKMBWDVBifiUUNM
Tilgangur (slensku bókmenntaverðlaunanna er að styrkja
stöðu frumsaminna íslenskra bóka, efla vandaða bókaút-
gófu, auka umfjöllun um bókmenntir og hvetja almenna les-
endur til umræðna um bókmenntir.
Dómnefnd valdi tíu eftirtaldar bækur sem athyalisverðustu
bækur órsins 1989 og úr þeim verður valin ein bók sem verð-
launin hlýtur:
• Ég heiti ísbjðrg, ég er Ijón HÖF. VIGDlS GRlMSDÓTTIR.
• Fronsí biskví höf. elIn pálmadöttir.
• Fyrirheitnn landið höf. einar kárason.
• Götuvísn gyðingsins höf; einar heimisson.
• íslensk orðsifjnbók höf. ásgeir bl. mágnússon.
• Nóttvíg HÖF. THOR VILHJÁLMSSON.
• Nú eru nðrir tímor. höf. ingibjörg haraldsdóttir.
• Snorri á Húsnfelli höf. þórunn valdimarsdóttir.
• Undir eldfjnlli HÖF. SVAVA JAKOBSDÓTTIR.
• Yfir heiðnn morgun höf. stefán hörður grImsson.
Almenningi gefst kostur ó að hafa óhrif ó úthlutun verðlaun-
anna með því að útfylla atkvæðaseðil sem birtist í íslenskum
bókntíðindum 1989, en einnig mó skrifa upp nafn þeirrar bókar
sem menn telja best að verðlaununum komna, undirrita með
nafni og kennitölu og senda til Félags íslenskra bókaútgefenda,
Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík. Frestur til að póstleggja
atkvæðaseðla rennur út 10. janúar. Dagsetning póststimpils
gildir. Nónari grein er gerð fyrir verðlaununum í íslenskum
bókatíðindum.
Fáanlegir á allar gerðir jeppa, vörubíla og traktora
- Stuttur afgreiðslutími -
GKrikcs:i
Faxafeni 12. -Sími 38000
Dags. 09.01.1990
VAKORT
Númer eftirlýstra korta
4507 4200 0002 9009
4507 4400 0001 7234
4507 4500 0006 7063
4507 4500 0009 3267
4548 9000 0027 8186
4548 9000 0028 0984
Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort
úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.
VI5A ÍSLAND
K