Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANUAR 1990 7 Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: Urbætur gerðar að til- mælum heilbrigðisráðs Dómsmálaráðuneytið hefur orðið við tilmælum heilbrigðisráðs um úrbætur á húsakynnum hegningarhússins við Skólavörðustíg. Talið er að úrbætur þessar kosti a.m.k. nokkur hundruð þúsunda króna. Varanleg viðgerð á húsinu er hins vegar talin kosta tugi milljóna króna, en engar áætlanir eru um hvenær hún verður framkvæmd. Á fundi heilbrigðisráðs Reykjavíkur í desember var lögð fram skýrsla heilbrigðiseftirlitsins um hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg. Heiibrigðisráð samþykkti að veita dómsmálaráðuneytinu loka- frest til 1. janúar sl. til að lagfæra gat á gólfi í einum klefa og raka- skemmdir í öðrum. Þá var sam- þykkt að frá og með áramótum yrðu ekki f leiri en tveir fangar vist- aðir í þeim klefum, sem áður hýstu þrjá. Frestur var gefinn til 1. febrú- ar til að bæta viðhald hússins, sér- staklega með tilliti til gólfdúka, málningar og rakaskemmda. Loks var veittur frestur til 1. mars til að bæta verulega loftræstingu á gangi fýrir framan fangaklefa. Þorsteinn A. Jónsson, deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið að ráðu- neytið hefði þegar orðið við tilmæl- um um viðgerðir á fangaklefunum tveimur. Þá hefði einnig verið orðið við því frá áramótum að tveir fang- ar væru vistaðir í klefum sem hýstu þijá áður. „Það olli okkur að vísu vandræðum, því fangelsin hafa ver- ið yfirfull," sagði Þorsteinn. „Nú er verið að vinna að öðrum úrbót- um, en það er ekki hægt að lofa því að þeim verði lokið fyrir 1. febrúar og 1. mars. Við getum ekki tæmt húsið, heldur verðum að taka hluta af því fyrir í einu og það tef- ur verkið.“ Þorsteinn sagði að kostnaður við þessar úrbætur næmi að minnsta kosti hundruðum þúsunda króna. Kostnaður við úrbætur á loftræst- ingu væri enn óljós, en það væri sjálfsagt stærsti hluti heildarkostn- aðar við úrbæturnar. „Við höfum alltaf sinnt viðhaldi á hegningar- húsinu, en varanleg viðgerð kostar án efa tugi milljóna. Til þess að hún geti farið fram þarf að tæma húsið og þar með finna annan stað fyrir fangana. Það liggur ekki fyrir nú hvenær ráðist verður í viðgerðina, en á þessu ári er alla vega ekki ætlað fé til þess,“ sagði Þorsteinn A. Jónsson. • • Ollumsagt upp hjá Bílaborg BÍLABORG hf. hefúr sagt upp öllu starfsfólki fyrirtækisins, 40-50 manns. Kristinn Breiðfjörð stjórnarformaður segir að upp- sagnirnar séu öryggisráðstöfún þannig að sfjórnendur fyrirtæk- isins hafi ekki bundnar hendur við endurskipulagningu. Flestir starfsmennirnir eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Bílaborg fékk greiðslustöðvun til tveggja mánaða með úrskurði 4. desember síðastliðinn. Liður í end- urskipulagningu er sala á húsi fé- lagsins og segir Kristinn að unnið sé að því máli. Kristinn kveðst von- ast til að hægt verði að selja húsið í þessum mánuði og ljúka endur- skipulagningu á fjárhag fyrirtækis- ins á gneiðslustöðvunartímanum. Stjórn Amarflugs M. boðar til hluthafafundar þriðjudaginn 9. janúar 1990 á Hótel Sögu, Súlnasal, kl. 20.30. Fundarefni: Staða Arnarflugs hf. Hluthafar eru hvatjjr til að fjölmenna. _______________________________________Stjórn Arnarflugs hf. Vegna fjölda áskorana! Sýningin, sem slo svo eftirminnilega í gegn, í BROADWAY sl. haust, er nú flutt á etri hæðina í Hollywood og hefst 19. og 20. janúar. Stórsöwaram: Ellý Vilhjálms, Þorvaldur Halldórsson, Hjördís Geirsdóttir, og Trausti Jónsson syngja frábær, sívinsæl lög síðustu ára við texta Jóns Sigurðssonar, s.s. „Ég vil fara“, „ Vorkvöld við flóann", „Einsi ka!di“, „Upp undir Eiríksjökli", „Nína og Geiri"o.fl., o.fl. Leiðsðgumaður: Bjarni Dagur Jónsson. Að lokinni sýningu leikur illjómsveiti Jons SÍgurðSSOnar fyrir dansi á efri hæð. OÉ LÚNLÍ BLÚ BOJS leika fyrir dansi á neðri hæðinni frá og með næstu helgi 12.0013. janúar. Borðapantanir og miðasala er daglega í Hollywood, sími 83715, kl. 13-16. TTfiiiZEo <a7 KRINGLUNNI SKOLAVORÐUSTIG KRINGLUNNI KRINGLUNNI SISLEY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.